Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 11
EYSTEINN G. GÍSLASON ÚR STÆRRI hellinum. Hér sá Walter Gehl fyrir sér að blótveislur hefðu verið haldnar í heiðni. Gríðarlega mörg lítil berghöld eru á veggjum hér. Magnús Eyjólfsson bóndi á Hrútafelli hefur getið sér til að þau hafi verið notuð til að strengja t.d. húðir á veggi til að gera hellinn vistlegan. NÓSTOKKUR, steðjastæði og aflgröf í Stúku. eru dæmin rituð á fyrri hluta 18. aldar, annað er í uppskrift af gömlum söguþætti þar sem segir af manni sem sest í aflgróf og smíðar nagla, hitt segir frá manni á Eyrarbakka sem varð bráðkvaddur í afl- gróf árið 1724. Skýrsla sr. Ólafs er þriðji staðurinn. Nýlega benti Þór Magnússon þjóðminjavörður okkur á tvær heimildir í viðbót. Rit er nefnt De divetis artibus, talið vera frá 12. öld og eftir þýskan mann, Þeófílus að nafni. Þar segir meðal annars frá því hversu skuli gera málmsmiðju. í undirkafla, „Sæti verkamanna", segir svo: „Síðan skal grafa gröf innan við glugga, 3ja feta langa og 2ja feta breiða, eitt og hálft fet frá gluggaveggnum og beint út frá honum. Klæða skal gröfina allt um kring með borðum, tvö þeirra sem eru gegnt glugganum eiga að ná hálft fet upp fyrir gröfina. Á þau skal festa borði sem er þrjú fet á annan veginn en tvö á hinn og liggur yfir gröfina og er yfir hnjám mannanna sem sitja í henni og þvert á þá.“ í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar er þáttur af Þorsteini sterka í Krossavík sem fæddur var rétt fyrir aldamótin 1800. Þar segir um smiðju á Eyjólfsstöðum á Völlum. „Þar stóð stór drepsteinn úti fyrir smiðju- dyrum. Gryfja var í gólfinu, hæfilega djúp til að sitja á brún hennar þegar lúð var járn á steini þeim.“ Smiðjan kemur við sögu vegna aflrauna Þorsteins sem kast- aði steininum í aflgröfina og þreif hann síðan upp aftur. Nærri eldstæðinu í smiðj- unni í Stöng er ferstrend þró eða kassi. Öðru megin við hana er steðjastæði en hinu megin er aflangt móbergsker. Krist- ján telur með vissu að þetta sé nóstokkur og varpar fram þeirri kenningu að þróin í miðið sé aflgröf, og að orðatiltækið „að setjast í aflgröf“ vísi til þess að járnsmiður- inn hafi setið við iðju sína með fæturna ofan í þrónni. Þessi kenning Kristjáns var dregin í efa á sínum tíma. Ofannefnd dæmi til viðbótar þeim sem hann færði fram virðast sanna svo ekki verður um villst að tilgáta hans var rétt. Svipaðar steinþrær af stærð og gerð hafa fundist í smiðjubúnaði í öðrum fornum bæjarr- ústum svo sem á Þórarinsstöðum á Hruna- mannaafrétti og í Sandafelli og Áslákst- ungu innri í Þjórsárdal. Hið forna vinnulag í smiðjunum virðist hafa verið að gera alla hluti á gólfinu. Á seinni öldum breyttist þetta og þá fór að tíðkast að hafa eldstæðið, aflinn, á upp- hlöðnum grjótbálki og þá stóð smiðurinn að verki sínu eða sat á stól. Sömu þróun má sjá varðandi mateldstæði. Ekki er ná- kvæmlega vitað hvenær þetta gerist en í smiðjum sem hafa verið rannsakaðar hafa ekki fundist yngri þrær en frá því á 12. öld. í smiðju sem Guðrún Sveinbjarnardótt- ir fornleifafræðingur gróf upp í Kópavogi og talin er vera frá því nálægt 1500 er aflinn enn á gólfinu, þó að því leyti frá- brugðinn eldri öflum að þar er dálítil hleðsla við eina hliðina. Þar er hins vegar ekki aflgröf. Vafalítið hefur ferill smiðju- aflsins frá gólfi og upp í þá hæð sem síð- ar varð vanalegust verið mjög misjafn eft- ir landshlutum og aðstæðum. Dæmi eru einnig til af eldhúsum með eldstæði niður við gólf á síðustu öld þó að upphækkaðar hlóðir hafi þá löngu verið vanalegastar. Af ofannefndum heimildum má hins vegar ráða að smiðjuafl á gólfi með aflgróf hafi verið þekkt fyrirkomulag á einhveijum stöðum fram í byijun 19. aldar. Þegar litið er á uppdrátt af smiðjunni í Stöng kemur í ljós nær nákvæmlega sama afstaða steðjastæðis, nóstokks og aflgrafar og er í Rútshelli. Auk þess eru öll mál áþekk. Ekki sér lengur neitt fyrir eldstæðinu í Stúku, það hefur verið í seil- ingarfjarlægð við aflgröfina, líklega rétt við steðjasteininn. Einnig vantar rekstein- inn sem notaður var til að grófhamra á heitan málminn. Hugsanlega kæmi eitt- hvað fleira í ljós ef hleðslur í Stúkumunna yrðu teknar upp. Það vantar líka stromp á þessa smiðju og myndi ýmsum þykja nokkur missmíði. Ekki er víst að það hafi komið að sök því smíðastaðurinn er fast við hellismunnann og vegna opsins á milli hellanna hefur verið sæmileg loftræsting við smíðarnar þegar dregið var frá báðum dyrum. Þá má minna á að í öðrum mann- gerðum helli sem sannanlega var smiðja, helli Myllu-Kobba á Stórubrekku í Fljótum, var ekki heldur strompur. Rútshellir er ein af okkar alskemmtileg- ustu minjaperlum og líklega elsta hús af manna höndum gert sem nú stendur uppi á íslandi. Og eina uppistandandi hús hér- lent með forna smiðjufyrirkomulaginu sem að ofan er lýst — og jafnvel þó að víðar væri leitað. Norðri konungur Gustillur Norðrí úr Niflheimi fer, náttúran leikur á þræði. Það rýkur úr nösum, því reiður hann er, og rifin hans fannbörðu klæði. Rjúkandi hafsjóir hornbjörgin slá, hjarnbrynjum kaldbakar verja sig þá. - Mannanna börn verða minni en smá. - Hrímþursi Nástranda, mokandi mjöll, mannheim í úlfkreppu setur. Botnlausum dyngjum á dali og fjöll demba þeir Norðri og Vetur, hótandi jarðlífi vanda og vá; vestfirsku smáþorpin falljöklum slá. - Mannanna börn horfa máttvana á. - Þungt var það högg sem var þjóðinni greitt, á þolrif og einbeitni reyndi. í fárviðrið mörgum var farkosti beitt, hvar fannkófið hafróti leyndi. Mannslundin býður, að Samverja sið, að sinna þeim fallna og bjóða sitt lið, - Þegar mannanna börn þurfa miskunnar við. - Við langþekkjum Norðri þitt nágrannavald; þinn napra og drottnandi anda, er heimtar þú útsvar og aðstöðugjald af íbúum norðlægra stranda. Hönd þín er grimm, en þó gjöful á laun, hún græðir hin spillandi hóglífiskaun. - Mannanna börn verða máttug í raun. - Höfundur er bóndi í Skáleyjum á.Breiðafirði. SIGURJÓN GUÐJÓNSSON Atlantis Manstu aldna sögn/ um Atlantis, land auðs og unaðar, í magt og miklu veldi, og á svipstundu sökk í hafið, með himinháa turna, er bar við loftið blátt. Hvað olli þeim ósköpum? Var það jarðskjálfti eða þá reiði guðanna, sem grandaði spilltum lýð, er elti auð, magt og munað? Og nú er Atlantis, kafið kóralskógum, grafíð og gleymt/ um aldir alda. Hver maður á sitt Atlantis, einnig þú og ég, daufa minning þess sem rennur hratt allra vega veg. Kom, fór./ Kolblár sjór í kufli tímans sökkti því. Skýtur upp við og við, trégrófi bundin, með turna há og sólargljá. Hvar er nú mitt Atlantis, landið/ langt síðan sá ég það? Skýtur því ekki upp oftar, eru Guðir mér reiðir, sem Atlantis forðum? Af og frá. Höfundurerfyrrverandi prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. i i < f ( i i i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1.APRIL1995 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.