Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 4
NJALSGATA. Um áratuga skeið bar nýlenduvöruverslunin á horni Njálsgötu og Barónsstígs í Reykjavík hið táknræna nafn Njálsbúð. , Ljósmyndir:Lesbók/Kristinn. SEÐ eftir Bergþórugötunni. O •• i r x • Sogusloðir á mölinni Arið 1948 voru gerðar breytingar á nöfnum fá- einna gatna í Reykjavík. Fram að því hafði Hringbraut legið frá Skúlagötu réttsælis að Grandanum, en nafn hennar var arfleifð hug- myndar um að ein gata skyldi umlykja byggð Breytt áherzla í túlkun íslendingasagna - frá leitinni að skyri Bergþóru til leitarinnar að höfundi Njálssögu - endur- speglast í nafngiftum á götum í Reykjavík fyrir og eftir 1948. Eftir JÓN KARL HELGASON borgarinnar. Lega slíkrar hringbrautar, sem á sér fyrirmynd í ýmsum stórborgum Evr- ópu, var sýnd á uppdrætti árið 1920 og síð- ar, lítið breytt, í borgarskipulaginu frá 1927-28 (Páll Líndal 1987, 2:58). Or vöxtur borgarinnar kallaði á endurskoðun þessa skipulags. Á fjórða áratugnum sprengdi byggð í Norðurmýri ramma Hringbrautar að austanverðu og á fimmta áratugnum reis ný byggð á Melunum, sunnan Hringbrautar. í ljósi þessarar þróunar fór byggingarnefnd Reykjavíkur þess á leit við nafnanefnd borg- arinnar að hún gerði tillögur um gatnaheiti í stað Hringbrautar. í svarbréfi nefndarinnar frá 20. febrúar 1948 er lagt til að leggurinn milli Eiríksgötu og Egilsgötu, sem var hluti Hringbrautar, verði kallaður Þorfinnsgata, þaðan og vestur að sjó fái nafn Hringbrautar að halda sér en gatan meðfram sjónum að Grandagarði sé nefnd Ánanaust. Ennfremur er farið fram á að „austasti hluti Hringbrautar verði nefnd- ur Snorrabraut, en þar eru til beggja handa hverfi með fornmannanöfnum" (Borgar- skjalasafn 1948). Tillögumar voru samþykkt- ar af byggingarnefnd og setja enn mark sitt á gatnakerfi höfuðborgarinnar. Af þeim nöfnum sem leystu Hringbraut af hólmi er nafn Snorrabrautar athyglisverð- ast. Eins og fram kemur í bréfinu til bygging- arnefndar stendur nafngiftin í nánu sam- bandi við þau götuheiti sem fyrir voru í hverf- inu. Gatan liggur þvert yfir Grettisgötu og Njálsgötu og mætir Skarphéðinsgötu, Berg- þórugötu, Flókagötu, Egilsgötu og Eiríks- götu. Þótt nafnanefndin gefi í skyn að Snor- rabraut viðhaldi þannig hefð gatna „með fornmannanöfnum", sem mótast hafði á fyrstu áratugum aldarinnar, ber heiti hennar jafnframt vitni um nýjan skilning á íslenskum fornbókmenntum. Líkt og í skrifum áhrifa- mestu bókmenntafræðinga þjóðarinnar á þessum tíma, tekur höfundurinn hér við af hetjunni, ekki aðeins sem aðalpersóna bók- menntasögunnar, heldur einnig sem óska- barn íslensku þjóðarinnar. I Táknrænt gildi fornsagnahetjunnar fyrir íslendinga hafði tekið vissum breytingum í gegnum tíðina. Hér má greina að nokkur meginstef. Svo virðist sem hetjan hafi snemma verið skilgreind og metin með hlið- sjón af mannkostum sínum, ekki síst líkam- legu atgervi. „Spurðu vér, hvé varðisk víg- móðr kjalar slóða, glaðstýrandi geirí, Gunn- arr, fyrir Kjöl sunnan," yrkir Þorkell Elfar- skáld eftir fall Gunnars á Hlíðarenda (Einar Ólafur Sveinsson 1954, 190). íslensk skáld tóku undir þessa lofgjörð um hetjuskapinn öld fram af öld, eflaust til að stappa stálinu í sjálfa sig og aðra íslendinga sem lifðu al- mennt við þröng kjör og voru ofurseldir duttl- ungum náttúruaflanna. Áþekkt viðhorf má greina í ritum Arngríms Jónssonar lærða frá aldamótunum 1600. Þar gegna fomsagnahetjurnar raunar svipuðu hlutverki og konungar og hefðarfólk í evr- ópskum sagnfræðiritum samtímans. Gunnar á Hlíðarenda er þannig kynntur til sögunnar sem „Gunnerus Nobilis de Lydarend" (Arn- grímur Jónsson 1951-1957, 2:134). Arn- grímur gengur líka skrefi lengra en flest skáldin þegar hann lýsir þjóðveldisöldinni — heimi íslendingasagna — sem horfinni gull- öld íslands (Jakob Benediktsson 1957, 31-81). Kornrækt Gunnars, sem greint er frá í Njáls sögu, skapar til að mynda viðmiðun fyrir samtíðina, þar sem kornrækt er ekki stunduð (Arngrímur Jónsson 1951-1957, 2:49). Á fyrri hiuta nítjándu aldar, samhliða þeirri sjálfstæðisvakningu sem er jafnan kennd við Jón Sigurðsson, verður frekari breyting hér á. Hetjuskapurinn felst ekki lengur í því einu að bregða sér hvorki við sár né bana heldur einnig í því að elska ættjörðina: „Því Gunnar vildi heldur bíða hel/ en horfinn vera fóstur- jarðar ströndum," segir til dæmis í Gunnars- hólma Jónasar Hallgrímssonar (1838, 33). Hugtakið gullöld fær ennfremur nýja merk- ingu. Þjóðveldisöldin er í auknum_ mæli skil- greind sem það tímabil þegar íslendingar réðu málum sínum sjálfir. Hún er að vissu leyti tákn eða draumsýn um nýja guilöld, væntanlegt sjálfstæði þjóðhollra Isiendinga. Þegar götum í Reykjavík eru gefin nöfn persóna úr íslendingasögunum er að nokkru leyti verið að staðfesta stöðu söguhetjunnar í íslenskri þjóðarvitund. Þó er gagnlegt að gera greinarmun á götunum vestan Snorra- brautar og þeim sem liggja sunnan hennar, í Norðurmýri. Næst miðbænum rekumst við á Ingólfsstræti, sem er elst af þeim götuheit- um borgarinnar sem tengjast fyrstu öldunum í sögu þjóðarinnar. Gatan er nefnd eftir landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni, fyrsta ábúandanum í Reykjavík. Nafnið var sam- þykkt árið 1880. Á fyrstu þremur áratugum þessarar aldar eru síðan samþykkt allmörg götuheiti sem tengjast norrænni goðafræði (Nönnugata, Lokastígur, Njarðargata og fleiri). A sama tímabili eru skírðar þær götur sem draga nöfn sín af hetjum íslendinga- sagna. Af þeim eru Grettisgata og Njálsgata elstar; þær tóku að byggjast á fyrstu árum aldarinnar. Egilsgata er hins vegar í yngsta hópnum. Nafn hennar, ásamt Leifsgötu og Eiríksgötu, var samþykkt árið 1932 (sbr. Páll Líndal 1987). Ég hef ekki aflað mér heimilda um hvaðan tillögur að þessum nöfnum komu. Hefðin hefur væntanlega þróast stig af stigi eftir því sem borgin stækkaði til austurs. Þegar litið er á kort af þessu svæði vekur sérstaka athygli hvernig götur Njálupersóna endur- spegla tilteknar aðstæður úr sögunni. Þannig fer lítið fyrir Bjamarstíg á bakvið Kárastíg, rétt eins og raunin er með Bjöm úr Mörk að baki Kára Sölmundarsyni (Einar Ólafur Sveinsson 1954, 430-31).1 Á sama hátt má sjá samræmi í því hvernig Njálsgata og Berg- þómgata liggja hlið við hlið, áþekkt Njáli og Bergþóru í brennunni. Hugmyndin með þess- ari óvenjulegu endurritun Njáls sögu í skipu- lagi höfuðstaðarins var hugsanlega að treysta samhengið á milli fijálsræðishetjanna góðu og íbúa Reykjavíkur. Þeir síðarnefndu áttu vart kost á öðm en að feta í fótspor feðr- anna (eftir gangstéttum í austurbænum), vonandi á vit nýrrar gullaldar sjálfstæðis og reisnar. II Áður en lengra er haldið, yfir í Norður- mýri, skal minnt á að þorri Islendinga tók Islendingasögurnar trúanlegar langt fram eftir þessari öld. Þama voru á ferðinni sí- gild, forn heimildarrit, sögur tiltekinna staða og ætta (sjá Jónas Kristjánsson 1987). Þegar menn rengdu einstök atriði, gerðu þeir það jafnan í þeirri trú að komast mætti nær hinni sönnu sögu, sem vissulega hefði átt sér stað. Eitt kostulegasta dæmið um slíka leiðrétt- ingu á sagnfræðilegum vitnisburði fornsagn; anna er Draumar Hermanns Jónassonar. í fyrirlestrum þessum, sem fluttir voru í Reykjavík vorið 1912 og komu út á bók stuttu síðar, greinir Hermann frá því þegar Ketill úr Mörk vitjaði sín í draumi, einkum til að leiðrétta þá afbökuðu mynd sem Njáls saga dregur upp af Höskuldi Þráinssyni. Draumur- inn varð á þessu stigi að blöndu af endur- sögn Ketils á hinni upprunalegu Höskuldar sögu Hvítanesgoða og myndum í huga Her- manns af þeim atburðum sem sagt var frá. Við lok draumsins bað Ketill Hermann um að koma hinni leiðréttu frásögn á framfæri, „svo að eigi sé af sumum trúað röngum uppspuna, en af öðrum sé öll sagan rengd, af því að þeir finna, að sumt hlýtur að vera rangt í henni“ (Hermann Jónasson 1912, 80). Um sama leyti er Björn M. Ólsen, fyrsti prófessorinn í íslenskri málfræði og menning- arsögu við nýstofnaðan Háskóla íslands, einnig að halda fyrirlestra í Reykjavík um Islendingasögurnar, en þar gætir allt annarra viðhorfa. Björn fullyrðir að sögurnar séu skrifaðar af meiri íþrótt en sögulegri ná- kvæmni, en hann leggur sig engu að síður fram um að skilja hvers vegna Islendingum hefur í gegnum tíðina þótt „það ganga næst guðlasti að efast um sögulegt gildi sagna vorra“ (1937-1939, 43). Skýring Björns er á þá lund að flestir landsmenn hafi alist upp í héruðum þar sem einhveijar sögur gerast. Þeir hafi því átt auðvelt með að sviðsetja einstaka atburði í raunverulegu landslagi. Síðan hafi þeir fært veruleikalíkingu sögu- sviðsins yfír á alla frásögnina og jafnvel bókmenntagreinina í heild sinni. Hér má ennfremur benda á hvernig ís- lensk fornleifafræði miðaði framan af einkum að því að staðfesta vitnisburð einstakra ís- lendingasagna. Sigurður Vigfússon, driffjöð- ur í starfí Hins íslenzka fornleifafélags á síð- ustu áratugum nítjándu aldar, kom þar mik- ið við sögu. Hann gerði rannsóknir víða um land; gróf meðal annars gryfjur á Bergþórs- hvoli árin 1883 og 1885 og sendi í fram- haldi af því sýnishorn af hvítu efni úr upp- greftrinum til greiningar í Danmörku. Ýmis- legt þótti benda til að þarna væru fundnar leifar af skyri Bergþóru. Niðurstaða efna- greiningarinnar var óljós en þó talið mögu- legt að hið „einkennilega efni“ sem Sigurður fann væri leifar af einhvers konar mjólkuraf- urð, skyri eða osti (sjá Adolf Friðriksson 1994, 355-56). Athafnir af þessu tagi má skoða sem til- raun til að rýna í frum-texta fornsögunnar: íslenskt landslag, bæjarstæði, ömefni, og forna þingstaði. Slíkur lestur var í fullu sam- ræmi við trú manna á sannleiksgildi íslend- ingasagna. Ritun þeirra var þar skýrt að- greind frá hinni eiginlegu sköpun. Guð al- máttugur (eða hvað það afl sem stjórnaði framrás sögunnar) hafði í öndverðu skapað glæstum hetjunum lífshlaup á sögusviði ís- lenskrar náttúru. Vonast var til þess að land- ið geymdi enn í skauti sínu upprunalegar heimildir um hina sígildu atburði. Frá þessu sjónarhorni er freistandi að túlka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.