Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 8
stað í Mexíkó. Þó sér maður meðal hreinna indíána, að þar virðist vera til sérstakur kyn- stofn sem er afskaplega smávaxinn, dökkkur á hörund og með sérstakt andlitsfall sem mótast ekki sízt af kónganefi. Blöndun kynþáttanna úr gamla og nýja heiminum gerðist ekki þrautalaust. Þegar Spánveijinn Hemán Cortes „uppgötvaði" Mexíkó og gekk þar á land með lið sitt árið 1519, var landið albyggt indíánaþjóðum og hafði verið það í 10 þúsund ár eða jafnvel lengur. Olmecar höfðu verið fyrsta menning- arþjóðin á þúsund ára tímaskeiði sem endaði um 200 árum fyrir Krists burð. Þeir voru snjallir byggingamenn, fundu upp dagatal þar sem hugtakið núll kemur fyrst fyrir. Mayar, önnur fræg menningarþjóð meðal indíána, settist að á Yucatanskaganum og hafa skilið eftir sig merkilegar menningar- minjar frá 2.400 ára vera sinni þar. Ríki þeirra var grandvallað um 1200 f. Kr. en nokkra áður en Spánvetjar íögðu undir sig landið, var hin sérstaka menning þeirra liðin undir lok án þess að menn viti hvers- vegna. Mayar vora afar smá- vaxnir en andlega stóðu þeir hveij- um sem var á sporði og vora snjallir stærð- og stjömufræðingar. Aztecar vora ráðandi menningarþjóð í Mexíkó þegar Spánveijamir komu, en ríki þeirra stóð mun skemur en ríki Mayanna, eða í um 200 ár. Margir fleiri og smærri indíána- þjóðflokkar vora í þessu víðfeðma landi, en aðrar höfðu tvístrast eða dáið út. Ég kem síðar að þeim stórkostlegu trúarlegu og list- rænu minjum sem þær hafa skilið eftir sig. Eftir að Spánveijar höfðu lagt undir sig landið vora þessar þjóðir lamdar til kristni með harðri hendi og oft vora menningarverð- mæti þeirra eyðilögð. Spænskur biskup stóð til dæmis fyrir því að ómetanlegur bókakost- ur frá menningarskeiði Mayanna var brennd- ur. Þegar Englendingar og Fransmenn flutt- ust til „nýja heimsins" þá tóku þeir fjölskyld- ur sínar með og ætlun þeirra var að setjast að. Það tíðkaðist hinsvegar meðal Spánveija að ungir ævintýramenn færa einir vestur til þess eins að græða sem mest á skömmum tíma og síðan snera þeir heim aftur. Fram- ferði þeirra í Mexíkó var glóralaust og indí- ánakonunum var nauðgað næstum því skipu- lega. „Blöndun kynþáttanna í Mexíkó“, segir Octavio Paz, höfiiðskáld þar í landi, „hefur orðið vegna allsheijar nauðgunar“.(Hann not- ar ensku orðin „massif rape“). Nútíma Mexíkóbúar era í tilvistarkreppu að því leyti að þeir vilja helzt afneita upprana sínum, segir Octavio Paz. Þeir fyrirlíta spænska forfeður sína fyrir hroka þeirra og grimmd og vilja ekki heldur telja sig komna af indíánum. í þessu indíánalandi er engin sæmd í því að vera kallaður indíáni. Þrátt fyrir allt era áhrifín frá indíánamenn- ingunni sterk og það era einmitt þau sem gera Mexíkó að því sérstæða menningaram- hverfí sem það er. í landinu era talaðar 30 mállískur, en sú spænska sem maður heyrir í sjónvarpinu, á hótelum og víðar er afar lítið frábragðin móðurtungunni á Spáni. Áhrifín frá tungutaki indíána heyrist ekki þar; hins- vegar era nöfn á borgum og bæjum, Qöllum og vötnum, að langmestu leyti úrtungumálum indíána og stendur í útlendingum að bera þau fram, t.d. Xochicalco og Xochimilco. Sérstök hefð er i mexíkanski fatagerð og öðra svo sem teppum allskonar. Sú hefð minnir oft á geómetríska afstraktlist, því hún er afar litsterk og hrein í formi. Bæði í því og allskonar handunnum munum era indíána- áhrifin yfirgnæfandi, en spænsk áhrif fremur í byggingarlistinni. Viðmælendur mínir kváð- ust ekki bera neinn kala til Spánar vegna fortíðarinnar og töldu að sérstök tengsl yrðu alltaf við Spán vegna tungumálsins. En það fer í taugamar á þeim þegar menn rugla saman spænskri og mexíkóskri tónlist og var talið hneyksli við setningu Olympíuleika í Seul, þegar spænskt lag var leikið við inn- göngu mexíkóska liðsins á leikvanginn. Hvað er merkilegast að sjá í Mexíkó?, spyija menn og það er að vonum, því þetta fjarlæga land er okkur afar ókunnugt. Ég get svarað því sem svo, að Mexíkó er alveg sérstakur heimur, afar heillandi. Fólkið hefur mest áhrif á það hvemig manni líður í fram- andi landi og Mexíkóbúar era einkar aðlað- andi fólk. Mér fínnst alltaf merkilegast að sjá mannlífið sjálft. En það að auki er ógleym- anlegt að sjá stærstu borg heimsins og síðast en ekki sízt: ótrúleg mannvirki og list Azteka og annarra indíánaþjóða. í næstu blöðum verður nánar sagt frá því. MYNDLIST OG HEIMSPEKI 3 í leit að hinu ósagða Innan um allan þann urmul stefna og stfla, sem hafa sprottið upp og verið misjafnlega líflangir í rás nútímalistar síðan um miðja nítjándu öld, þá hefur mátt greina mjög svipuð viðhorf sem koma fram aftur og aftur með nvja ásjónu og í gjörólíku sam- JACKSON Pollock að vinnu. Það er áberandi einkenni expressjónískra viðhorfa í nútímalist að það eru ekki vandamál sannfærandi og áhrifamikillar túlkunar sem brennur á mönnum heldur einlægni tjáningarinnar. Eftir GUNNARJ. ÁRNASON hengi. Eitt slíkt viðhorf hefur verið kallað expressjónískt viðhorf til listar. I expressjónísku viðhorfí til listar þá verð- ur hugarheimur og tilfínningalíf listamanns- ins þungamiðjan í listsköpun. Og markmið listsköpunar verður að færa í skynjanlegt form það sem bærist innra með listamannin- um, upplifanir hans og tilfínningar. í bók sinni „Hvað er list?“ lagði rússneski rithöf- undurinn Leó Tolstoy fram nokkurs konar sMgreiningu á list: „List er mannleg athöfn sem felst í þvi að einn maður, af yfírlögðu ráði og með hjálp vissra ytri tákna, kemur áleiðis tilfínningum sem hann hefur upplif- að, þannig að aðrir verða fyrir þessum til- fínningum og upplifa þær líka.“ Þetta gefur listsköpun gildi því það er aðeins í listaverk- um sem við höfum möguleika á að lifa okk- ur inn í hugarheim annars einstaklings, og upplifa hlutina með augum hans. Listaverkið verður nokkurs konar millilið- ur sem tengir saman tvo hugarheima, lista- mannsins og áhorfandans. Rússneski málar- irin Wassily Kandinsky líkir listaverkinu við hljóðfæri sem listamaðurinn notar til að spila á sálarlíf áhorfandans. Og listfræðing- urin Roger Fry notaði enn langsóttari lík- ingu þegar hann líkti listamanninum við útvarpssendi og áhorfandanum við útvarps- móttakara. Þessi hugmynd er aðlaðandi við fyrstu sýn, því hún er afskaplega hversdags- leg, útbreidd með almennings, og hún er í fullu samræmi við þá miklu dýrkun á hinum skapandi einstaklingi og sérkenni hans sem hefur verið fylgifískur nútímalistar. Expressjóniskar kenningar um listir eru ekki bundnar við nútímann, en það er þó afgerandi áherslumunur sem verður fyrst ljós þegar hugmyndin er skoðuð nánar, munur sem birstist ekki í myndlist fyrr en með verkum van Goghs og Munchs. Túlkandi Myndir Í aldanna rás hafa listamenn túlkað mann- leg (og guðleg) örlög. Trúarlegar myndir höfðu gjaman siðferðilegan boðskap, t.d. með því að lýsa löstum, eins og öfund, ágimd, græðgi, og vekja andúð manna á þeim. Til að þær skiljist verður að nota ákveðið tákn- mál og látbragð sem gerir fólki kleift að lesa myndina rétt. í þessum tilgangi höfðar lista- maðurinn til þeirrar reynslu sem áhorfandinn hefur úr sínu daglega lífi og táknmáli þeirr- ar menningar sem hann tilheyrir. Þar að auki er myndefnið sett fram á þann hátt að það vekji samúð eða andúð, meðaumkvun eða annars konar tilfinningaleg viðbrögð hjá áhorfandanum, með því að beita stílbrögðum. Það er áberandi einkenni expressjónískra viðhorfa í nútímalist að það era ekki vanda- mál sannfærandi og áhrifamikillar túlkunar sem brennur á mönnum heldur einlægni tján- ingarinnar. Þetta kemur m.a. til af því að lýsingar- og frásagnargildi myndlistar minnkar, og listamenn fara að einbeita sér að því að draga fram sérkenni síns miðils. Samanburður við tónlist, frekar en skáldskag og mælsku, var mönnum ofarlega í huga. í tónlist er að finna beina tjáningu mannlegra tilfínninga án milligöngu hlutlægrar lýsing- ar. Hið tilfínningalega inntak tónverks er að finna í formgerð verksins, eins og það kemur fram í flutningi þess. Það sama hlyti að vera hægt að gera í myndlist; að gefa mannlegum tilfinningum sýnilegt form, án þess að styðj- ast við frásögn eða leikrænt látbragð, en nota eingöngu þá eiginleika sem tilheyra myndlistarmiðlinum sem slíkum. Tjáning er afskaplega teygjanlegt hugtak, eins og það kemur fyrir í daglegu tali, og til nánari glöggvunar kæmi sér vel að gera greinarmun á tjáningu og túlkun. Það sem ég er að benda á er að við getum túlkað til- finningar annarra, en við getum ekki tjáð tilfínningar annarra en okkar eigin. Það má taka dæmi af leikara sem leikur persónu á sviði, hann er ekki að tjá hvernig honum sjálfum er innanbijósts, heldur túlkar tilfínn- ingar þeirrar persónu sem hann leikur. Ef talað er um að leikarinn tjái sig þá er það í gegnum túlkun sína. Og vitanlega gildir það sama um myndlistarmanninn. Það væri ankannalegt að segja, t.d. ef ég léti ófriðlega, yrði rauður í framan og talaði æstum rómi, að ég væri að túlka reiði mína, eins og ég væri að leika ákveðið hlutverk til að koma öðram í skilning um hvernig mér væri innanbijósts. Við lítum frekar svo á að tjáning sé bein og milliliðalaus, að tilfínning- arnar valdi því hvernig við tjáum þær, og að það sé frekar óeðlilegt að leika tilfinning- ar sínar. Það er varla hægt að segja að þær tilfinn- ingar sem bærast innra með öðrum valdi túlkun einhvers á þeim. í túlkun líkir maður eftir tilfinningum, og það er því ákveðin blekking eða leikur í því fólgin, en sá sem tjáir tilfinningar sínar opinberar hvemig hon- um er innanbijóst. En það þarf ekki að taka fram að það getur verið erfítt að greina á milli hvenær einhver er að blekkja og hvenær hann er einlægur. Allegóría Noldes Á meðal þýskra expressjónista sem létu að sér kveða á áranum fyrir fyrri heimsstyij- öld var málarinn Emile Nolde. í sjálfsævisögu sinni lýsir Nolde því hvemig hann varð heift- arlega veikur og hvernig veikindi hans urðu afdrifarík fyrir hans list. Þetta gerðist sumar- ið 1909, en hann hafði þá um nokkurra ára bil verið óánægður með myndlist sína og fannst að hann ekki hafa náð þeim árangri sem hann hafði leitað eftir. Honum fannst þær rista grannt og vera of bundnar af lær- dómi og þjálfun sem honum hafði verið inn- prentað. En þá gerist það að hann fær matareitr- un, af eitraðu vatni að eigin sögn. Hann lá dögum saman milli heims og helju og var vart með meðvitund. Þegar versta sóttin var yfirstaðin tók hann upp blýant og byijaði jið rissa mynd á striga, sem reyndist vera af síðustu kvöldmáltíðinni. Án þess að hann fengi við neitt ráðið varð hann gagntekinn af myndinni. „Án nokkurs ásetnings, þekk- ingar eða hugsunar var ég drifínn áfram af ómótstæðilegri löngun til að lýsa djúpstæðum andlegum veruleika, trú og hjartagæsku. [...] Ég málaði og málaði og fann varla mun á nóttu eða degi, eða hvort ég væri mannvera eða bara málari." Hér er einna líkast að Nolde þakki matar- eitraninni listræna endumýjun sína. En hvað sem heilsu Noldes viðvíkur þá lýsir þetta litla atvik vel hinu expressjóníska viðhorfí til list- sköpunar. Það má jafnvel líta á þessa sögu sem allegóríu, eða launsögn, um listrænan þroska, í þremur þáttum. í fyrsta þætti segir frá því hvernig þekk- ing og þjálfun, sem Nolde hlýtur í arf, og sem er uppsöfnuð þekking aldalangra hefða og sem hann hefur tileinkað sér með ágætum árangri, er honum til trafala frekar en til framdráttar. Hún er ekki einlæg og þar af leiðandi fölsk, að eigin dómi. Hvemig getur það gerst að þekking, kunn- átta og fæmi verði listamanni til trafala? Ef við tökum aftur dæmi af leikaranum þá er enginn vafí á því að hann þarf að búa yfir þekkingu, kunnáttu og fæmi, í einu orði, „tækni“, til að skila hlutverki sínu. Hann getur lagt fyrir sig hvernig hann ætlar sér að leika hlutverkið, hann getur lært viðeig- andi tækni af öðram, það er hægt að skýra með hvaða hætti hann leikur hlutverkið og borið það saman við aðra möguleika, aðra beitingu tækninnar. En leikari sem finnur sig í hlutverkinu og kemur til skila sinni sýn og sinni afstöðu til þess tjáir sig í gegnum hlutverk sitt; En þetta er ekki hægt að læra, og ekki hægt að útskýra. Það er enginn „tján- ingartækni“ til. Nolde er maður sem hefur alla tækni á valdi sínu. Hann getur túlkað hvað sem hann lystir í myndum sínum. En hann fínnur ein- faldlega ekki sjálfan sig í því sem hann er að gera; þótt það sé sagt að hann hafí tækni á valdi sínu þá er þessu í raun öfugt farið, tæknin hefur hann á valdi sínu. Ekkert í þekkingu hans á myndlist getur hjálpað hon- um að fínna þá einlægu tjáningu í myndum sínum sem hann leitar eftir. Þá má líka rifja það upp að á þessum áram var það útbreitt viðhorf að menningars- amfélög Evrópu væru komin að lokum tíma- skeiðs sem einkenndist af offágun og hnign- un. Listin hefði fjarlægst uppruna sinn og 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.