Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 10
F orn smiðj a í Rútshelli Ibókinni „Manngerðir hellar á íslandi“ er langur kafli um Rútshelli, enda telst hann til merkari húsa á íslandi, höggvinn út af mönnum, ævafom og ríkur af sögum. Þegar bókin var skrifuð hafði þessi tví- skipti hellir um langt skeið verið fullur af heyi og Ljjósmyndir.Hallgerður Gísiadóttir RÚTSHELLIR. Sagan um Rút í Rútshelli er til í mörgum afbrigðum. Samkvæmt Ferðabók Eggerts og Bjarna frá miðri 18. öld var Rúturjötunn sem gerði hell- inn til að hafa öruggt vígi fyrir fjendum sínum. Þeir komust hins vegar í neðri hellinn, brutu gat á loftið sem var undir svefnbálki Rúts og vógu hann þar í gegn með spjótum sínum. í öðrum gerðum sögunnar kom Rútur að óvinum sín- um þar sem þeir voru að höggva gatið, elti þá uppi og drap þá. Eru mörg ör- nefni sem visa tU þessara drápa. Hellirinn er höggvinn inn í móbergshöfða, sem gengur fram úr hlíð HrútafeUs rétt ofan þjóðvegar skammt frá samnefndum bæ. Rútshellir er ein af okkar alskemmtilegustu minjaperlum og líklega elsta hús af manna höndum gert sem nú stendur uppi á íslandi. Eftir HALLGERÐIGÍSLA- DÓTTURog ÁRNA HJARTARSON jarðvegi og því erfítt að rannsaka hann. Sumarið 1992 lét Magnús Eyjólfsson bóndi á Hrútafelli hreinsa út úr báðum hlutum hellisins og gafst þá færi á að skoða hann og mæla. Hér verður vakin athygli á mannvirkjum í þeim hluta hellis- ins sem Stúka heitir og gengur homrétt á aðalhellinn norðanverðan. Smiðir Stúku virðast hafa byijað nokkkuð norðan við aðalhellinn og höggvið sig síðan upp með honum og yfír hann. Þannig myndast bálk- ur sem þjóðsagan kallar. svefnrúm Rúts og á honum er gat niður í hinn hlutann. Það áttu fjandmenn Rúts að hafa gert til að geta vegið hann í rúminu. Hafí menn á annað borð búið í hellinum var ekki verra að sofa þama en víða annars stað- ar. Gatið í „rúmbotninum" gaf loftræst- ingu sem vart mun hafa veitt af meðan kynt var undir afli á neðri hæðinni en eins og vikið verður að síðar er smiðjubúnaður klappaður í gólf Stúku. Það mun þó ekki einsdæmi að smiðjur hafí verið inni í híbýl- um manna því að í Áslákstungu, Innri- Þjórsárdal, hefur smiðjubúnaður fundist í endanum á fomri skálarúst. Rútshelli er lýst í a.m.k. þremur 18. aldar heimildum, fyrst í Jarðabókinni frá 1703 og í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar segir að hann sé högg- vinn af manna höndum í fomöld og að stundum hafí menn búið í honum áður fyrr. Þar er einnig fyrst prentuð þjóðsagan um Rút sem gerði hellinn og fjandmenn hans sem þá „hefur gengið í munnmælum mann fram af manni“ eftir því sem þeir Eggert segja. Hún er til í mörgum gerðum og er til skýringar innanbúnaði hellisins og ömefnum í nágrenninu. Þriðja heimild- in er Sýslulýsingar 1744-1749. í 19. aldar ritum er einnig víða minnst á Rútshelli. í greinargerð sr. Ólafs Pálssonar um fom- leifar frá 1818 er honum lýst og þar em sérstaklega nefndar höggnar holur í gólf Stúku. Svo stiklað sé á stóm í sögu Rútshellis, þá birtist þessi innanbúnaður aftur í lýs- ingu frá 1936, en þá komu hingað nokkr- ir þjóðveijar á vegum Ahnenerbe, sem var einskonar vísindastofnun á vegum nasista- flokksins undir forræði Heinrichs Himml- ers og hluti af SS-sveitum hans. Þjóðver- jamir höfðu einkum áhuga á að rannsaka íslenskar hofrústir. Meðal þeirra var dr. Walter Gehl, háskólamenntaður maður í norrænum fræðum. Ekki er að orðlengja að í Rútshelli þóttust þeir fínna heiðið hof. Stærri hellirinn var samkomustaður- inn, í Stúku var dýram fómað og lýsir Gehl innanbúnaði þar, m.a. þríhyrndum fómarstalli sem höggvinn var í móbergið. Eftir að Magnús á Hrútafelli hreinsaði út úr hellinum komu þessi mannvirki í ljós. Fremst í Stúku em þijár holur sem auðsæi- lega em þær sömu og sr. Olaf- ur Pálsson lýsir í skýrslu sinni frá 1818. Þar er einnig þríhymda móbergsupp- hækkunin á gólf- inu og ummerki öll nákvæmlega eins og sjá má í grein dr. Gehls hins þýska frá 1939. Hann taldi að hér hefðu blót átt sér stað í heiðnum sið. Goði byggðar- lagsins stjómaði athöfnum. Fóm- ardýr var leitt að fómarstallinum þríhymda, bandi var smeygt í berghaldið og dýrið reyrt með hálsinn þétt við steininn. Höfuð- slagæðin lá þá yfir holunni, sem Gehl giskaði á að væri hlautbolli. Dýrið var skorið og blóðið flæddi í bollann og út um skarðið eða rennuna í barmi hans og niður í ferningslaga holuna á gólfínu, í hinni stóð öndvegissúla. Beint yfír bollanum og deyjandi dýrinu lá ósýni- leg „töfralína“ milli tákna sem rist em í veggj báðum megin. Frammi í veislusaln- um sat fólkið sem að blóti kom við snark- andi langelda á gólfí og beið þess að kjöt- ið yrði fært fram til steikingar. Þetta sáu Gehl og félagar hans fyrir sér í Rútshelli sumarið 1936. Þeir áttuðu sig hins vegar ekki á að hellirinn var af manna höndum ger. Smiðja Forn Sr. Ólafur Pálsson hafði allt aðrar hug- myndir en hér að ofan er lýst. Hann segir að í móbergsgólf Stúkunnar séu „holur sem sagt er að sé „nóstokkur Rúts, afl- gröf hans, steðjastæði hans“. Og í skýrsl- unni teiknar hann holumar upp, raunar afar illa og án mælikvarða en þó sést vel hvað er hvað. Nóstokkur var ker eða ílát sem notað var til að snöggkæla og herða jám við smíðar. Aflgröf var sæti smiðsins og steðjastæði, sem stundum var nefnt steðjaþró, var til að skorða niður steðja. í þessum orðum felst að Stúkan hafi verið smiðja, og þar sem steðjastæðið er á upp- hækkaðri móbergsklöpp, sem skilin hefur verið eftir í gólfínu þegar hellirinn var höggvinn, má ljóst vera að þarna hafa menn strax í upphafí hugsað sér að gera smiðju. „Að Setjast í AFLGRÖF“ Orðið aflgröf er athyglisvert. í afmælis- riti Sigurðar Þórarinssonar, Eldur er í norðri, er grein eftir Kristján Eldjárn sem hann nefnir „Að setjast í aflgröf", en þar lýsir hann smiðjunni í Stöng i Þjórsárdal. Örðið kemur fyrir í Þiðriks sögu af Bem þar sem Velent sest í aflgröf og smíðar hníf. Utan orðabóka, sem skýrðu orðið ekki öðmvísi en sem gróf fyrir framan afl fann Kristján það einungis á tveimur stöð- um hjá annálaritumm seinni alda. Bæði ÚR STÆRRl hellinum á meðan hann var enn fullur af heyi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.