Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 9
EMIL Nolde: Síðasta kvöldmáltíðin, 1909. væri of bundin sögu og hefðum sem væru í engum tengslum við veruleika nýrrar aldar. Með því að viðhalda þeirri tækni og hefðum sem voru ríkjandi í listalífinu væri jafnframt verið að viðhalda úreltu lífsviðhorfi og gildis- mati. Sú gjá sem hafði myndast milli list- rænna hefða og hins upprunalega hvata til listsköpunar var óyfirstíganleg. Fyrir Nolde stóð valið milli þess að vera trúr hefðinni og menningu þess tíma eða vera trúr sinni eigin eðlisávísun og sannfæringu. í öðrum þætti sögunnar er hann ófær um að yfirstíga þennan þröskuld af eigin ramm- leik, heldur verður utanaðkomandi afl eða atburður að koma til sögunnar til að taka af honum stjómina. Það eru tvö viðhorf ríkj- andi um hvemig togstreitan milli túlkunar og tjáningar í listsköpun er leyst. Annars vegar er litið svo á að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af tjáningarþættinum, hann komi af sjálfu sér með tíð og tíma, með auknum þroska og leikni í beitingu tækninn- ar. En sú skoðun kemur líka oft fram að lista- menn geti aldrei hafið sig yfir þær takmark- anir sem tæknin og menningarlegar og sögu- legar kringumstæður setja honum. Það er einfaldlega ekki hægt að stefna að slíku marki. En ef og þegar slíkt gerist þá er ein- göngu hægt að skýra það með utanaðkom- andi krafti sem grípur inn í og lyftir verkinu á æðra stig. í samræðum Platóns kemur fram sú skoðun að einu listamennirnir sem ein- hver töggur er í eru þeir sem verði gegntekn- ir af einhvers konar vitfirringu, sem var kölluð mania á forngrísku: „En ef nokkur maður kemur að hliðum ljóðlistarinnar án vitfirringar skáldagyðjunnar, sannfærður um að leikni ein sér muni gera hann að góðu skáldi, þá mun hann og hans heilbrigðu verk verða að engu frammi fyrir ljóðlist vitfirring- arinnar." Það hefur verið algeng trú að snilligáfan sé dýru verði keypt, með líkamlegum og andlegum heilbrigði. Eða þá öfugt, að leiðin til snilligáfunar liggur eftir grýttri braut ein- angrunar og harðræðis. Goðsögnin um hinn þjáða listamann þykir frekar lúin klisja í dag. En á sínum tíma hefur Nolde haft verð- ugar fyrirmyndir í Van Gogh, sem endaði ævina á geðveikrahæli og Edvardi Munch, sem komst svo að orði: „Án veikinda og JACKSON PoIIock: „Blue PoIes“, hluti myndarinnar. angistar hefði ég verið stefnulaust rekald.“ Þessi löngun til að yfirstíga takmarkanir menningarinnar beindi áhuga manna að þeirri listsköpun sem var framandi eða til- heyrði „frumstæðum" þjóðum, en einnig þeim hliðum á menningu Vesturlanda sem höfðu verið lítils metnar eða jafnvel útskúfaðar, eins og t.d. list utangarðsfólks og geðveikra. Slík listsköpun væri ekki að sligast undan oki siðmenningar og hlyti því að standa nær upprunalegri listrænni hvöt og tjáningu henn- ar. í þriðja hluta sögunnar, þegar Nolde yfir- stígur loks þröskuldinn, þá er hann á valdi afla sem hann hefur takmarkaða stjórn eða skilning á. Listamaðurinn hefur losnað undan valdi tækninnar og gefið sig á vald tjáning- unni, „án nokkurs ásetnings, þekkingar eða hugsunar". Rómantíska skáldið Wordsworth líkti þessu við vatnsflóð, ástríðurnar vella upp innra með manni, bijótast svo fram og streyma út. Platón líkir listamanninum við völvu sem talar tungum, málpípu æðri mátt- arvalda. Það ber að hafa í huga að það er ekki um það að ræða að Nolde verði sér meðvitaður um ákveðið hugarástand og reyni síðan að finna þessu hugarástandi viðeigandi form. Það er engin skýr meðvitund um þetta huga- rástand, upplifun eða tilfinningar sem und- anfari þess að það er tjáð. Það er ekki hægt að gefa því nafn, það er ósagt. Þannig fær sköpunarathöfnin sjálf geysilega þýing- armikið hlutverk. Listamaðurinn öðlast meðvitund um þær til- fínningar eða upplif- anir, sem hann er að reyna að tjá í gegnum vinnu sína við verkið. Bandaríski „ab- strakt expressjónist- inn“ Jackson Pollock lýsir því hvernig hann reyndi að samsama sig málverkinu á með- an hann vann að því. „Þegar ég er inni í málverkinu þá er ég ekki meðvitaður um hvað ég er að gera. Það er aðeins eftir nokk- urs konar „viðkynningartimabil" að ég sé á hvaða leið ég er. Ég er ósmeykur við að breyta eða eyðileggja myndina, því málverk- ið hefur sitt eigið líf. Eg reyni að láta það skína í gegn. Það er aðeins þegar ég glata sambandinu við málverkið að útkoman verð- ur klúður.“ Þetta lýsir löngun til þess að komast á það stig þar sem tungumálið á uppruna sinn, áður en nokkuð hefur verið sagt. Það má segja að þetta sé tjáning sem hafi heiminn allan að viðfangi sínu vegna þess að tungu- málið (eða myndmálið) er ekki til staðar til að skipta honum upp og gefa einstökum hlut- um hans nafn. Ef þessum stigi er náð þá höfum við málverk án tækni og án stíl- bragða. Listin er brennd til ösku til þess hún rísi upp aftur, eins og fuglinn Fönix, af end- urnýjuðum þrótti. Andmælendur Og Formgerðarmenn Expressjónískur hugsunarháttur hefur átt sér andmælendur og ekki alltaf átt upp á pallborðið meðal listamanna. Hann þykir bera með sér of mikla upphafningu á einstakl- ingsvitundinni; goðsögnin um hinn fullkom- lega frjálsa einstakling, sem slítur af sér viðj- ar menningarinnar, þykir rómantísk og ós- annfærandi, ekki síst vegna þess að hún er sjálf hluti af menningarlegri arfleifð. Þá má spyija, hver sé mælikvarðinn á vel heppnaða tjáningu í myndlist? Er ekki lista- maðurinn einn til frásagnar um það. Spum- ingin er hvort leit okkar að merkingu tjáning- arinnar leiði okkur ekki óhjákvæmilega að sálarlífi listamannsins, þ.e. út fyrir verkið sjálft, sem öðlast gildi sitt af því að vera vitnisburður um lífshlaup listamannsins. Auk þess er sköpunarathöfnin gerð að dularfullri athöfn, nokkur konar helgileik, sem á að gefa listaverkinu aukið gildi, þótt þess finni engan stað í sýnilegum þáttum verksins. Og hvert er sambandið miili þeirra mynd- rænu eiginleika sem við sjáum og þeirra til- finningalegu eiginleika sem við upplifum? Þetta er mikilvæg spurning sérstaklega ef tjáningin á að birtast í myndrænum eiginleik- um sérstaklega. Reyndar em margir þeirrar skoðunar að tjáning í myndlist sé aukaatriði af þessum sökum, því hún varði ekki gmnd- vallaratriði myndsköpunar, og skýri engan veginn hvernig hún er gerð möguleg. Þetta er útgagnspunktur abstraktlistarinn- ar, að viðfangsefni myndlistar er ekki tján- ingin sem slík eða þau tilfinningalegu áhrif sem verkið hefur, heldur þeir myndrænu eig- inleikar sem gera tjáningu mögulega. Þeim formgerðarmönnum sem vilja ganga lengst finnst að expressjónismi sé of bundinn við ytri skírskotanir; myndir geta aðeins líkst tilfinningalegu hugarástandi og slík samlík- ing er alltaf túlkunaratriði, sem byggist á þeim áhrifum sem búa í formgerð verksins. Þess vegna eigum við frekar að halda okkur við það sem við sjáum, en láta það sem okk- ur finnst liggja milli hluta. Eftir stendur þó sú hvöt sem hlýtur að Ieita á listamenn aftur og aftur, þótt stefnur og stílar komi og fari — að kasta öllu frá sér, gefa sig á vald upprunalegri eðlisávísun, og leita eftir þeim punkti á mörkum hins ósagða, þegar tungumálið birtist í heimunum í fyrsta sinn í skapandi athöfn. Höfundur er heimspekingur og kennari við Myndlista- og handíðaskóla (slands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1.APRÍL1995 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.