Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Síða 2
Marta og þjónustuhlutverkið
KRISTUR í
húsi Mörtu
og Maríu.
Málverk eft-
ir Vermeer
frá 1654.
ALBERT
7.apríl 1994 - 7. apríl 1995
Ég átti þig sem aldrei brást
á öllu hafðir gætur.
Með hjartað þrungið heitri ást
þig harma daga og nætur.
Ylríkt skjól í örmum þér
var auður daga minna.
Ljósið bjart sem lýsti mér
var ljómi augna þinna.
Þú vaktir meðan sæl ég svaf
ei sviku kenndir þínar.
Allt sem ljúfast lífið gaf
var lagt í hendur mínar.
Nú slökknað hefur lífs míns ljós
lokið draumi mínum.
Ég vildi mega verða rós
og visna á barmi þínum.
Brynhildur.
HRAFN
GUNNLAUGSSON
Einstæð
moðir i
blokk
í dag á dóttir þín afmæli.
Á dívaninum situr hún
og rífur bréfið utan af bögglunum
bláeygð og fumandi
eins og hann
bláeygur og fumandi
búinn að rífa utan af þér umbúð-
irnar.
Hvít tertan og kertin
minna á aulabrandara um nunnur
og frænkurnar komnar með kjass
og gotterí
heimilislegar með helgisvip
hugsa: hún er nýskilin
best að segja ekki neitt.
Bara þær væru berrassaðar!
Svo drekka þær ekta súkkulaði
og vitna í símtöl við vinkonurnar
byggja upp hrungjarnt sjálfsálit
með sögum af óförum annarra.
Dóttir þín ræður sér vart fyrir
fögnuði.
Heldur að gullöld sé runnin upp
og afmælið vari til eilífðar.
Hún tætir sundur bréfið og rekur
upp hlátur.
Bergmál í tómri blokkinni
og hann órafjarri
með umbúðir þínar í höndunum.
Hún brosir af öllu afli
hlær þessum heilnæma hlátri
og lætur eins og hún hafi vængi
en sársaukinn í augunum hennar
nístir þig
þú þekkir látalætin
og hræðsluna við afskiptaleysið
örþrifaráðin
hún hlær af öllu afli
staðráðin í að skemmta sér.
Höfundur er kvikmyndaleikstjóri.
Eftir SIGURJÓN Á.
EY JÓLFSSON
I
Fáar frásagnir guðspjall-
anna valda konum eins
mikilli óánægju og frásag-
an af Mörtu og Maríu (Lk
10.38-42), því að óneitan-
lega mætti ætla að Krist-
ur geri hér lítið úr heimil-
isverkum sem, eins og
kunnugt er, hvíla að mestu leyti á herðum
kvenna. Einnig virðist Jesús hefja hér hina
„andlegu vinnu“ upp á kostnað hinnar lík-
amlegu. í sögu kirkjunnar er að finna túlk-
anir á þessari frásögu sem styðja beinlínis
og ýta undir þessa óánægju, því margur
hefur útlagt hana á þann veg að frelsarinn
undirstriki hér yfirburði hinnar andlegu
vinnu gagnvart þeirri líkamlegu. Þessi tví-
skilningur og mismunandi mat á vinnu eftir
eðli hennar varð þess valdandi að á miðöld-
um var heimurinn aðgreindur í svið tveggja
ríkja: ríki heimsins og ríki kirkjunnar. Það
gefur að skilja að menn álitu hið veraldlega
ríki algjörlega háð kirkjunni. Enda byggðist
hjálpræðiskerfi katólsku kirkjunnar á milli-
liðum, þar sem prestar og klausturfólk voru
meðalgangarar milli Guðs og manna. Guðs-
þjónustan var aðgreind frá daglegu lífí og
talin felast í sérstökum skyldum utan vett-
vangs hins dagalega lífs sem Marta var
fulltrúi fyrir.
Sumir kirkjufeðranna mótmæltu þessari
túlkun og vildu fremur sjá í þeim systrum
tvær stöður hins trúaða, þ.e.a.s. annars
vegar þjónustuna við náungann sem Marta
er fulltrúi fyrir og hins vegar íhugun trúar-
innar sem María er fulltrúi fyrir. Þessi út-
skýring á frásögu guðspjallsins er sannfær-
andi, en hún skýrir ekki til fulls gagnrýni
Jesú á hegðun Mörtu.
Marteinn Lúther leysti þennan vanda og
benti á að þær systur væru dæmi um stöðu
hins trúaða gagnvart Guði og mönnum.
Þjónustan við Guð fælist í því að nærast
af orði hans og láta það vera grundyöll lífs
okkar. Á þessum grundvelli þjónuðum við
síðan náunganum. Hlutur Mörtu væri því
rangur, ekki fyrir hvað hún gerir, heldur
af því að hún velur aðeins verkið, en ekki
trúna í þjónustunni. Þjónusta sem gleymir
trúnni, þó ekki sé nema um stund, veldur
áhyggjum og amstri. Þessi útlegging Lúth-
ers nær inntaki frásögunnar, en því miður
;hefur hún ekki náð þeirri útbreiðslu sem
skyldi og vék fyrir túlkun heittrúarstefnunn-
ar. Fulltrúar hennar álitu sig geta sameinað
kosti systranna og gert þær að fyrirmynd
kvenna. Sú fyrirmynd var hin iðna og undir-
gefna kona sem þjónaði og hlustaði á orð
eiginmanns síns í þögn, aðdáun og undir-
gefni.
Það er ekki að undra að kvenréttindakon-
ur ráðist gegn slíkum túlkunum og hefur
þýski kvennaguðfræðingurinn Inge Wenck
sagt, að frásagan vitni ekki um neitt annað
en „karlrembu" Jesú. Afstaða hans sé hér
greinileg. Konan eigi að sinna heimilisverk-
um eins og Marta og dást að karlinum eins
og María. Samkvæmt skilningi Inge Wenck
er svar Jesú við gagnrýni Mörtu svar allra
karla sem vilja engu breyta og viðhalda
forréttindum sínum. Hún kemst að þeirri
niðurstöðu að Guð hafi greinilega ekki gerst
maður að öllu leyti í karlmanninum Jesú frá
Nasaret.1
Frásagan veldur heilabrotum eins ogtúlk-
unarsaga hennar vitnar glöggt um og óhætt
er að fullyrða að aðalorsök þess sé að mönn-
um finnst að Marta sé ekki virt sem skyldi.
En ef við skoðum texta dagsins betur,
þá er sá skilningur ekki réttur. Hugum eilít-
ið betur að Mörtu. Hún á yngri systur er
heitir María, sem virðist hógvær og ekki
sérlega framsækin. Marta á einnig bróður,
Lasarus að nafni, sem er sjúklingur. Ábyrgð
heimilisins hvílir á herðum Mörtu. Hún ber
því nafn með réttu, en nafnið Marta þýðir
hin stjórnsama eða húsráðandi. Þessi stað-
reynd hefur leitt til þeirrar röngu ályktunar
að Marta hafi verið hneigð til hins verklega
en María til íhugunar. Sú ályktun er röng,
því að það er Marta sem flytur eina merk-
ustu játningu til Jesú í Nýja testamentinu,
sem hljóðar svo: „Já, herra. Ég trúi, að þú
sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í
heiminn" (Jh 11.27). Játning Mörtu er jafn-
vel merkari en játning Péturs postula: „Þú
ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs“ (Mt.
16.16), sem páfínn hefur eignað sér og tel-
ur sig byggja allt sitt veldi á.
II
Marta er mikil trúkona er glímir við allan
veruleika sinn í ljósi trúar sinnar á Krist. í
harmi yfir dauða bróður síns grefur hún sig
ekki inn í þögn sorgarinnar heldur deilir við
Guð eins og Jakob og Job forðum. Hún fer
til Jesú og segir: „Herra, ef þú hefðir verið
hér væri bróðir minn ekki dáinn“ (Jh. 11.21).
Hún ásakar Jesú fyrir að hafa brugðist, en
samt bindur hún von sína við hann. Þetta
reyna hinir trúuðu oft í lífi sínu, þegar þeim
finnst Guð hafa yfirgefið þá í neyðinni. Þá
erum við eins og Marta og gleymum á stund
sorgarinnar, að Guð leiðir.allt okkar líf til
góðs. í tilfelli Mörtu reisir Jesús Lasarus
aftur upp til hins jarðneska lífs eftir að
hafa veitt henni fullvissu um að hún á eilíft
líf í honum. Hann sagði við Mörtu:
„Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á
mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem
lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu
deyja. Trúir þú þessu? Hún segir við hann:
„Já, herra. Ég trúi, að þú er Kristur, Guðs
sonur, sem koma skal í heiminn" (Jh. 11.27).
Marta er hér trúarfyrirmynd okkar og
sérstaklega er tekið fram að Jesús hafi elsk-
að hana, („Jesús elskaði þau Mörtu og syst-
ur hennar og Lasarus" (Jh. 11.5).
III
í frásögn okkar kemur fram að Jesús er
fjölskylduvinur. Hann er hvorki í fyrsta né
síðasta skipti í heimsókn hjá þeim systkin-
um. Marta gengur beint til verks og vill
þjóna Drottni sínum. Hún ber fram mat,
en María systir hennar sest við fætur Drott-
ins og hlýðir á orð hans. Hér er meira á
ferðinni en venjulegar samræður. Jesús er
að kenna henni eins og lærisveini. Hið
ómögulega á sér stað, kona er gerð að læri-
sveini, slíkt þekktist ekki í samtíma Jesú.
En Jesús áleit konur jafnréttháar körlum,
bæði til að læra og boða fagnaðarerindið.
Þegar Páll postuli átti í deilum við gyðinga,
tæpum tveimur áratugum síðar, benti hann
þeim á að hann, Páll, hefði jafnan rétt og
þekkingu á ritningunni og þeir og segir:
„Við fætur Gamalíels hlaut ég fyllstu upp-
fræðslu í lögmálinu" (P 22.3). En hér lærir
María við fætur Drottins, af slíku gat Páll
ekki stært sig, þó að hann sé mestur meðal
postulanna.
í guðspjallinu er undirstrikað að hin sanna
næring mannsins er orð guðs. Það ber að
boða en boðuninni fylgir einnig líkamleg
næring sem sést á því að Jesú kennir Mar-
íu við matarborðið. Boðun og matur fylgj-
ast oft að í Nýja testamentinu.
Loks er bent á að við eigum ekki að hefja
eina þjónustu yfir aðra. En það henti Mörtu
og sem trúuð kona þá er hún bæði fljót til
verka og að orða kjarna vanda síns. „Herra,
hirðir þú eigi um það, að systir mín lætur
mig eina um að þjóna gestum?“ (Lk. 10.40).
Þegar ég var að vinna að þessari grein
kom litla dóttir mín oft og iðulega inn til
mín og spurði hvort ég vildi ekki gera eitt-
hvað með henni. Henni fannst eins og mörg-
um, að raunveruleg vinna tengdist meira
sýnilegum hreyfingum og áþreifanlegum
verkum. Þann dag áleit hún, að ekki verður
bókvit í askana látið. Mörgum yfirsést erf-
iði þess er felst í að læra, hlusta og skrifa.
Við þá vinnu er ekki hægt að flauta lagstúf
né láta hugann reika. Sú þraut að halda á
penna með þrem fingrum krefst allrar ein-
beitingar sálar og líkama. En samt er hún
eins og öll kennsla og fræðsla sem snýr að
fólki oft ekki metin sem „raunveruleg
vinna". Ef til vill hefur Marta hugsað svo
er hún sá systur sína meðtaka Guðs orð í
trú. Hún sá ekki vinnuna er fólst í því að
nema né þá byltingu sem átti sér stað, að
Guð í Kristi var að kenna konu. Marta ryðst
inn í kennslustund hjá syni Guðs og vill
draga nemanda hans út. I þokkabót heimtar
hún að kennarinn ávíti nemandann fyrir að
sækja tíma hjá honum.
Við verðum að hafa í huga hið broslega
í sögunni og þann he.milisanda er hún lýs-
ir. Það mætti búast við að Jesú hefði ávítað
Mörtu harkalega, en svo er ekki. Hann ger-
ir ekki lítið úr starfi hennar, heldur kallar
hann Mörtu aftur til sjálfrar sín. Jesús seg-
ir: „Marta, Marta“, þessi tvítekning er dæ-
migerð fýrir góðlátlega áminningu í ritning-
unni. Það er eins og Jesús vilji áminna alla
kristna einstaklinga og vara þá við, að
gleyma ekki í þjónustunni hvers vegna við
yfirleitt þjónum náunganum. Við megum
ekki missa sjónar á Kristi í daglegri vinnu
okkar. Ef við gerum það látum við verkin
alfarið stjórna lífi okkar og þá valda þau
okkur áhyggjum og skapa óróleika. Kristur
undirstrikar stöðugt í boðun sinni: „Verið
ekki áhyggjufullir um líf yðar ... leitið held-
ur Guðs ríkis og þá mun allt þetta veitast
yður að auki“ (Mt 6.25-34).
Okkur mönnum hættir samt til að gleyma
trúnni og viljum byggja fyrst og fremst á
verkum okkar. Þá segir Kristur við okkur:
„Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæð-
ist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt. María
valdi góða hlutskiptið. Það verður ekki frá
henni tekið“ (Lk 10.41-42).
Jesús er ekki með neinn aðskilnað á milli
veraldlegra og andlegra verka. Hann gerir
ekki lítið úr einu og hefur hitt upp. Nei!
Hann ver Maríu og bendir um leið þeim
systrum og okkur á nauðsyn þess að hlusta
á orð hans svo við leggjum hvert dagsverk
í hans hendur.
Kristur kallar á okkur eins. og Mörtu.
Hann áminnir okkur að gleyma ekki þeim
sem gaf okkur lífið og kallar okkur til þjón-
ustu. Við hlýðum kalli hans og játumst,
með Mörtu, Drottni og segjum með henni:
„Já herra, ég trúi, að þú ert Kristur Guðs
sonur.“
Heimild:
1 Inge Wenck, „Gott ist im Mann zu kurz gekomm-
én. Eine Frau iiber Jesus von Naz.areth" Giitersloh
1982. Andstætt Inge Wenck kemst kvennaguðfræð-
ingurinn Elisabeth Moltmann-Wendel, í umfjöllun
sinni á frásögunni, að svipaðri niðurstöðu og Lúther.
Sjá bók hennar, „Ein eigener Mensch werden. Frauen
um Jesu“, Giitersloh, 1982 bls. 23-56.
Höfundur er héraðprestur ( Reykjavik.