Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Page 3
I-Bgprt«r © [5] [g [q] [u]® g] [l] ® [iui] [0 ig g] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Forsíðan Myndin sýnir hluta úr altaristöflu eftir Hall- grím Jónsson, bónda og smið, sem bjó á - ýmsum stöðum á Norðurlandi á 18. öld. Ta- flan er úr Þverárkirkju í Laxárdal, talin mál- uð 1769 og sýnir Krist ásamt lærisveinunum, Jóhannesi og Jakob eldri, við síðustu kvöld- máltíðina. Jón Vídalín konsúll eignaðist töfl- una og gaf hana Þjóðminjasafni íslands 1910. Klængur Þorsteinsson var biskup í Skálholti um miðja 12.öld og hann réðist kannski í mesta stór- virki sem nokkur íslendingur hefur gert fyrr og síðar: Að flytja til Islands stórviði og byggja dómkirkju í Skálholti sem var miklu stærri en núverandi kirkja. Frá Klængi og miðaldadómkirkjunni segir Erlendur Sveins- son kvikmyndagerðarmaður. Biðin langa, er heiti á nýrri smásögu eftir Indriða G. Þorsteinsson. Yrkisefnið er byggt á at- burði sem átti sér stað á afskektum stað: Aldraður maður og ungur drengur búa einir í gömlum torfbæ. I aftakabyl fer maðurinn til gegninga, en verður úti. Drengurinn er aleinn í bænum og enginn veit um hann. Mexíkó borg er stærsta borg heimsins - þar búa nú um 20 milljónir manna. Blaðamaður Lesbókar var þar á ferð og leit á þessa risavöxnu borg auðlegðar og fátæktar sem á sér blóði drifna sögu frá því Spánverjar jöfnuðu við jörðu indíánaborgina Tenochtitlan, sem stóð á sama stað. '• HALLGRÍMUR PÉTURSSON Um Jesu síðu-sár - Brot úr 48. Passíusálmi - Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar hirtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. Þá sjálfur guð á sonarins hjarta sínum reiðisprota slær, um heimsins áttar alla parta út rann svalalindin skær. Sálin við þann brunninn bjarta blessun og nýja krafta fær. Við þennan brunninn þyrstur dvel ég, þar mun ég nýja krafta fá. í þessi inn mig fylgsnin fel ég, fargar engin sorg mér þá. Sælan mig fyrir trúna tel ég, hún tekur svo drottins benjum á. Hjartað mitt er, herrann góði, hryggilega saurgað mjög. Þvo þú það með þínu blóði. Þess af auðmýkt beiði ég. Vinni mér bót á mæðu og móði miskunnsemin guðdómleg. Hjartans innstu æðar mínar elski, lofi, prísi þig. En hjartablóð og benjar þínar blessi, hressi, græði mig. Hjartans þýðar þakkir fínar þér sé, gæzkan eilíflig. Höfundur Passíusálmanna. f. 1614, er talinn eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar frá upphafi og í nútímanum hefur vegur Passíusálmanna síður en svo fariö minnk- andi. Þeir hafa komið út 60 sinnum á íslenzku og verið þýddir á fjölda tungumála. Sálmana orti Hallgrímur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem hann var prestur og þar lézt hann 1674. FYRSTA UÓÐ HEIMSIIMS Söguljóðið um Gilgamesh er elsta ljóð heimsins. Það er fimmtán hundruð árum eldra en Hómerskviður. Talið er að þetta ljóð hafi verið vel þekkt á þriðja árþúsundinu fyrir Krist. Ljóðið er uppr- unnið í landinu milli fljót- anna, Mesópótamíu. Babýlóníumenn fengu þetta ljóð sem arfleifð og það barst víða um hinn gamla heim. Eftir að Gamla testamentið og Hómerskviður verða heimsbókmenntir virðist þetta ljóð falla úr tísku, gleymast og jafnvel týnast alveg. En það var endurfundið á 19. öld og er á ný að taka sinn fyrri sess meðal bóka sem enginn sæmilega menntaður maður kemst hjá að kynna sér. Eftir að menn uppgötvuðu að hluti eða hlutar þessa ljóðs eru endursagðir í Gamla testamentinu vakn- aði áhugi manna. Sá áhugi hefur farið vax- andi vegna hins sígiida yrkisefnis. Mönnum fínnst að í þessu gamla ljóði sé fjallað um ástina, dauðann og sorgina á ótrúlega nútíma- legan hátt. í því birtast dýpri tilfinningar en í öðrum fornum söguljóðum. Söguljóðið um Gilgamesh er ort á tímabili goðsögunnar, en einhvern veginn finnst mér við lestur ljóðsins að þetta tímabil goðsögunn- ar sem okkur er sagt að hafi dáið fyrir tvö þúsund og fimm hundruð árum sé ennþá bráð- lifandi í nútímamanninum. Enn eru tilfinning- arnar þær sömu, og vonin um að maðurinn geti ráðið leyndardóma lífs og dauða. Þessu ljóði hefur tekist að bijótast gegnum tímam- úrinn og ná til okkar. Það sýnir hið sammann- lega gildi menningarinnar. Hið sammannlega gildi sem gott ljóð getur haft fyrir fjölda kynslóða og ólík samfélög. Við finnum endu- róm þessa harmræna ljóðs í verkum margra stórskálda síðari tíma. Hann er að finna í verkum Virgils og Dantes. í verkum Sha- kespeares, þar sem Lér konungur harmar dauða dóttur sinnar Kordelíu. í Ilionskviðu þar sem Akkilles harmar dauða vinar síns Patroklesar og jafnvel í Jobsbók í Gamla testamentinu. Hér er sviðið alls staðar af- markað og leikreglur settar. Maðurinn á í harðri baráttu og hann berst við að komast út fyrir og upp fyrir sjálfan sig. Hann berst við að ná markmiði sem hann þráir en ræður ekki við. Harmleikurinn byijar í veröld þar sem ógæfan liggur í loftinu eins og lifandi afl sem þó er hvergi að sjá beinlínis. Við þetta afl verður hetjan að berjast. Hetjan verður að hafa kraft og hugrekki til að horf- ast í augu við hættuna. Og hetjan verður að lokum að sætta sig við takmarkanir sínar og þola þau örlög sem henni eru ásköpuð. Ljóðið um Gilgamesh fannst á ný á 19. öld. Tveir Englendingar, Austen H. Layard og George Smith, báðir starfsmenn við Brit- ish Museum, fundu það á leirtöflum í rústum Nineveh og Nimrud. Þeir vissu ekki hvað þeir höfðu fundið fyrr en síðar þegar mönnum hafði loks tekist að ráða fleygrúnirnar. Það tókst ekki síst vegna rannsókna annars Eng- lendings, Henry Rawlinson sem var búsettur í Bagdad. Hann fann annála Daríusar sem voru skrifaðir með fleygrúnum á fornpers- nesku, elamísku og babýlónsku. Rawlinson byijaði að ráða þessar rúnir í Bagdad og hélt áfram eftir að hann kom heim til Eng- lands. Þetta reyndist lykillinn að ráðningu rúnanna í söguljóðinu um Gilgamesh. Það varð uppi fótur og fit meðal fræðimanna í Bretlandi þegar þeir heyrðu fyrst lesið úr þessu ljóði kaflann um syndaflóðið. Og áhug- inn hefur farið vaxandi og rannsóknum hefur verið haldið áfram. Menn komust að því að frumgerðin er eldri. Fræðimenn velta fyrir sér hvaða áhrif þetta ljóð hefur á norræna goðafræði t.d. Völuspá og sögnina um Ask Yggdrasils. Menn velta því einnig fyrir sér hvaða áhrif það hefur haft á gríska ljóðagerð og menningu þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þar var þetta ljóð alþekkt á öðru árþúsundinu f. Kr. Á þess- um tíma stóð ljóðagerð með talsverðum blóma við botn Miðjarðarhafsins og þaðan barst ljóðagerð til eyjanna á Eyjahafi og loks til Grikklands. Við vitum ekki hvort íbúar Eyja- hafsins hafa þekkt ljóðið um Gilgamesh frá Úrúk. Um það þekki ég engar heimildir. En ólíklegt þykir mér að kaupmenn og aðrir sem stóðu í stöðugum ferðalögum um hinn gamla heim hafi ekki borið með sér söguna um mestu hetju allra tíma, mánninn sem drepur sjálfan erkióvininn Húmbaba og naut himins- ins, eftirlæti ástargyðjunnar (Gyðjan og ux- inn). Er ekki eðlilegt að halda að ljóðið eins og trúarbrögðin og hugsunin hafi borist frá fyrstu ríkjum borgarmenningar vestur til Krítar, Eyjahafsins og að lokum til Grikkja og Rómveija. Enginn veit um hina upphaflegu gerð ljóðs- ins um Gilgamesh. Vafalítið hefur a.m.k. ein- hver hluti ljóðsins verið til í munnlegri geymd áður en letrið var fundið upp og ljóðið skráð. Sjálfsagt hafa mörg skáld komið að þessu ljóði, breytt, fellt niður og bætt við. En ljóðið var þjóðkvæði meðal Babýlóníumanna. Það verður ekki deilt um það að þetta ljóð er til mun eldra en Gamla testamentið og Hómers- kviður. Það er óumdeilanlega fyrsta skráða ljóð heimsins. Hins vegar vita menn ekki hvort guðinn og hetjan Gilgamesh hafi nokkurn timann verið til. Að vísu er hann skráður sem fimmti konungur í Úrúk eftir flóðið. Ef sú frásögn er tekin trúanleg þá ætti konungurinn Gilga- mesh að hafa verið uppi á þriðja árþúsundinu f. Kr. Sögur um hann eru yfirleitt ekki trú- verðugar. Við verðum að athuga að við erum hér stödd á tímabili goðsögunnar og þar geta margir hlutir gerst. Sagt er til dæmis að konungurinn Gilgamesh hafi stjómað ríki sínu í 126 ár. Hann er sagður hafa reist borgar- múrana miklu í Úrúk. Sennilega blandast hér saman, sagnfræði og goðsögn. Sagt er að móðir Gilgamesh, Ninsún, hafi ekki verið mennsk. Gilgamesh fer í langa ferð til að leita að eilífu lífi á jörðinni. Einn guðanna aumkast að lokum yfir hann og vísar honum á blómið dularfulla sem vex á botni fljótsins. Það eitt býr yfir þeim mætti sem veitir eilíft líf. Það er ekki alveg ljóst hvers eðlis þessi jurt er í ljóðinu. En í endursögnum breytist hún í eilífð- ar smáblóm, lífstréð, tréð eina, sþilningstréð, heimstréð og Ask Yggdrasils. Á ytra borði kann þetta að sýnast ólíkur gróður, en allt þetta býr yfir nákvæmlega sama kynngi- magni og jurtin dularfulla sem óx í ljóðinu um Gilgamesh á botni fljótsins. Og höggorm- urinn er líka á sínum stað eins og í skilning- strénu og í Aski Yggdrasiis. Það koma margir aðrir guðir við sögu í þessu Ijóði. Anú kemur hér við sögu. Súmer- ar kölluðu hann föður guða og manna. Fjall- ið eina sem var skapað úr vötnum upphafsins skiptist í tvo hluta, himininn sem nefndist An og jörðina sem nefndist Ki. Guðinn Enlil, stríðsguðinn, stjórnaði jörðinni en Anú ríkti á himnum. Aðalmusterið í borginni Úrúk bar nafn hans og var kallað Anúmusterið. Skýringar á þessu ljóði á ýmsum tungum eru þegar orðnar töluverðar bókmenntir. Fræðimenn hafa eins og fyrr segir sýnt fram á hvernig þetta ljóð tengist norrænni, grískri og rómverskri goðafræði. Áhrif þess á Gamla testamentið eru augljós. En þetta fyrsta ljóð heimsins höfðar ekki fyrst og fremst til fræðimanna. Það er góður og myndauðugur skáldskapur sem höfðar í ótrúlega ríkum mæli til okkar sem nú lifum árþúsundum síðar. Og enn eru yrkisefni þessa gamla skálds hin sömu og yrkisefni okkar, sársaukinn er sá sami og leitin, draumurinn og vonin eru enn á sínum sþað í tilveru manna sem eru að sigla inn í þriðja árþúsundið eftir Krist. GUNNAR DAL LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.APRIL 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.