Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Blaðsíða 9
 EFRI mynd: Þjóðarhöllin, m.a. aðsetur forsetans, stendur við hina fornu borgarmiðju, Zokalo. Hún var byggð fljótlega eftir að Spánverjar sigruðu Azteka og efnið fengu þeir með því að eyðileggja Musterið mikla, pýramída og hallir indíánanna. ’ /mT‘v ^ \T,i\ j 1 , j j / 'v •snk'v Sl" :í j jMKv/ ns HARMSÖGU þjóðar sinnar hefur málarinn Diego Rivera skráð í fresku sinni í Þjóðarhöllinni. Að ofan: Cortes (með ljósan hatt) ásamt indíánakonunni sinni og barni þeirra. Til vinstri er verið að brennimerkja mann. Að neðan til vinstri: Bækur Indíánaþjóðanna brenndar. Til hægri: Rannsóknarrétturinn illræmdi innleiddur. I stærstu borg heimsins egar flogið er inn til lendingar á flugvellinum í Mexíkóborg, gerir maður sér grein fyrir ótrú- legri víðáttu þessar mannflestu borgar heims- ins. Menn telja að þar búi nú um 20 milljónir manna en um nákvæma tölu er ekki vitað. Cortes hinn spænski fann ókunna borg árið 1321 sem reyndist vera stærsta borg á vesturhveli jarðar. Núna er hún bæði víðáttumest borga og mannflesta borg heimsins með um 20 milljónir íbúa, og íjölgunin er 400 þúsund áári. Eftir GISLA SIGURÐSSON Vandamálin eru himinhrópandi af völdum umferðar, mengunar og skorts á grundvall- aratriðum eins og vatni og frárennsli. Samt fjölgar borgarbúum um 2% á ári; það eru hvorki meira né minna en 400 þúsund. Á tveimur og hálfu ári bætist heil milljón manna við það sem fyrir er. Þessi fjölgun er ekki sízt vegna þess að fólk gefst upp á lífsbaráttunni í sveitunum og fiyzt á mölina í von um vinnu. Og það er að flytja á mölina í bókstaflegum skilningi. Fátækt fólk sem flytur til borgarinnar á oftast ekki aðra kosti en að flytja í - eða byggja sér - kofa úr steinplötum á berangri utan við borgina. Þessir kofar mynda stærsta fátækrahverfi heimsins og blasa við vegna þess að þeir ná yfir gríðarlegar víðátt- ur þar sem enginn tijágróður felur eymdina og þeir ná líka langt uppí brattar hæðir umhverfis slakkann sem borgin er byggð í. Þessi óskaplegu hverfi eru fleinn í holdi framfarasinnaðra Mexíkóbúa og þeir verða hryggir og jafnvel reiðir þegar útlendir gest- ir taka upp myndavélarnar og festa á film- ur kofana næst þjóðvegunum. Umhverfis þá virðist enginn gróður til; aðeins möl. Stundum hefur húsbyggjandinn ekki átt fyrir plötum í alla veggi og þar er aðeins tjaldað fyrir, en steinar látnir sjá um að halda plötum á þakinu. Veðurfarið í Mexíkó- borg á méstan þátt í að við þessar aðstæður er hægt að lifa. Hér uppi á hásléttunni í 2.450 m. hæð er tiltölulega jafn og þægi- legur hiti. Á vætutímabilinu frá vori og framá sumar verða aðeins skúrir og það er oftast logn. Aftur á móti hefur borgin feng- ið að kenna á hörðum jarðskjálftum. Mengunin sem getur orðið skelfileg, eink- um að vetrarlagi, angraði engan þá daga sem þessi skrifari var í borginni. Þá var bjartviðri og smá andvari sem líklega hefur borið hana í burtu. Reynt er að sporna við mengun frá bílaumferð með því að mönnum er uppálagt að leggja bílum sínum einn dag í viku. En miðstéttin - og það er gífurlegur fjöldi- er þó það vel efnum búin að þrír bílar eru á heimili og það er notað til þess að fara í kringum þessa reglu. ALÞJOÐLEG STÓRBORG Yfirgengileg stærð Mexíkóborgar - eða Ciudad de México eins og hún heitir á máli innfæddra- veldur því að erfitt að lýsa henni. Oll lýsingarorð verða máttlaus. Það má þó til sanns vegar færa að hún er margt í senn: Iðandi vestræn og raunar alþjóðleg stórborg með öllum þeim einkennum sem slíkar borg- ir hafa, stórkostleg menningarborg með ekki minna en 76 söfnum, hrærigrautur fjöl- skrúðugs mannlífs, forn helgistaður í sögu þjóðarinnar og að þvi kem ég síðar,- og borg ótrúlegra fátækrahverfa. í ljósi þess er merkilegt að glæpir eru ekki tiltakanlega alvarlegt vandamál í Mexíkó-borg; minna er um þá en í mörgum öðrum stórborgum. Þrátt fyrir mannfjöldann í borginni verður hans ekki vart á götum og torgum í miðborg- inni í sama mæli og til dæmis á Manhattan í New York eða í London í jólakauptíðinni. Stórbísnisinn hefur komið sér fyrir í stál- og glerhöllum og allir eru þeir turnar eins og annarsstaðar og vekja ekki athygli. Tals- vert frábrugðinn og mun áhugaverðara byggingarverk er fyrsti skýjakljúfurinn: Torre Latinoamericana, 43 hæðir með sjón- varpsmastri efst. Hann er frá 1953 og vakti athygli að hann haggaðist ekki í miklum jarðskjálfta 1957. Það er stórborgarlegt um að litast við Paseo de Reforma og Avenue Juarez, sem sker hana og liggur á þann fornhelga stað Sökkulinn, eða Zokalo eins og hann heitir. Aðeins Rauða torgið í Moskvu er stærra en þetta torg, sem er raunverulega sökkull undir hallir og aðrar stórbyggingar sem til stóð að Spánveijar reistu, en varð ekki af. Zokalo er núna hinn sjálfsagði staður fjöldafunda og stóð mikið til þegar blaðamaður Lesbókar var þar í marzmánuði síðastliðnum. Fólk sem ótví- rætt var indíánar fremur en hin algenga kynblanda var komið með vörubíla á torgið og margir voru önnum kafnir að mála á borða og skilti. Samt vakti rósemin mesta athygli í Ijósi þess að hér áttu að verða mótmælaaðgerðir gegn því misrétti sem viðgengst gagnvart indíánum í héraðinu Chiapas. Maður sá svo greinilega mynd af allt öðru og æsingarlausara hugarfari en tíðk- ast víðast hvar þar sem til stendur að mótmæla einhveiju. Tímunum saman sat þetta fólk hreyfingarlaust á beru torginu; sumir í hnapp, sumir einir sér. Mér skilst að Indíánar hafi löngum haft aðra og heimspekilegri afstöðu til tímans en Spánveijarnir, sem voru eins og við í þá veru að vilja hamast við að nýta tímann, annaðhvort til að vinna eða skemmta sér. Þetta fólk var ekki reiðilegt að sjá og amað- ist ekki við myndatökum. Á sama tíma stóð yfir ensk messa í hinni tröllauknu dómkirkju, sem Spánveijar reistu við Zokalo svo að segja um leið og þeir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.APRIL1995 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.