Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Qupperneq 11
SIGURJÓN
GUÐJÓNSSON
A hlaði
Já, bráðum
„Bú þig af stað. ‘
er ég til.
Þökk fyrir daginn — hinn dýra —,
olíðu og jafnvel byl.
Játt skal mælt. — í djúpinu margt
ég dyl.
Kemur að því að kveðja
og týnast í hópsins hyl.
Sáttur við allt og alla ég skil.
Ég fann í heiminum hjörtu,
sem áttu svo mikinn yl.
Höfundur er fyrrverandi prófastur
Saurbæ.
EYJÓLFUR ÓSKAR
Skín við
sólu
Skaga-
fjörður
Á firðinum miðjum
flýtur tappi úr kampavínsflösku
Greini ég daufan ilminn
af þornandi stút
Og minningar vakna
um mungát af myrkri og funa
við morgunsins hæðnisglott
Sem grasbítar liggja skáldin
á fjórum fótum
og gubba
Drangeyj-
arkvæði
Vindur og svagl í regni
sem áraskellir í fjarska
Nálgast blóðsins menn
Við spyijum í lágum kofa
sem grefur sig hræddur í grasið
Hangir stiginn enn?
Grettisljóð
Á eynni uppi
skáli
sem ber við skæðan himin
grösugur, lúinn
baðaður þögli tungls
Inni
moldarfnykur
og ódæðisdimmt
Kúrir þar lítill drengur
í sófasetti af leðri
og starir, starir og starir
í flöktandi glyrnu Gláms
Höfundur vinnur við litgreiningu í Odda.
ALGENG fárartæki í Mexíkóborg: Hinn sígildi Volkswagen, sem enn er fram- CALENDARIO — einskonar almanak
leiddur í Mexikó og fótstignar léttikerrur fyrir fólk og farangur. Azteka, sem hefur orðið táknmynd
Mexikó.
LEIRLIST Aztekanna ersvo sérstæð
að hún sker sig alveg úr annarri
fornaldarlist. Mikið hefur varðveizt
af Aztekalist og hún er ma.a varð-
veitt í Mannfræðisafninu í Mexíkó-
borg.
ástmey hans og 61 honum barn. Cortes
kenndi henni spænsku og eftir það gat hann
komið boðum til keisarans, Moctezuma II í
höfuðstaðnum Teochtitlan.
Moctezuma II var gáfaður maður og frið-
samur og hafði hneigst til þunglyndis. Hann
taldi fregnir um þennan ljóshærða og ljós-
skeggjaða mann koma heim og saman við
foman spádóm um endurkomu Quetzalco-
atl, guðs austanvindsins; hann átti til að
birtast í þessu formi.,Til að byrja með sendi
keisarinn aðeins með dýrlegar gjafir til
guðsins og þær urðu einungis til að æsa
græðgina upp í Spánverjunum.
Cortes fór að með gát; komst að raun
um að Moctezuma átti sér indíánaþjóðflokk
að óvinum og hafði sá aldrei beðið lægri
hlut í stríðsátökum. Þessi þjóðflokkur,
Tlaxcalar, hafði aldrei séð hesta og taldi
að maður og hestur væru ein og sama skepn-
an og ósigrandi. Með þessa nýju bandamenn
í bakhöndinni hélt Cortes för sinni áfram
til Tenochtitlan uppi á hásléttunni.
HARMSAGAN UM
TEN OCHTITL AN
Cortes varð ekki lítið undrandi þegar hann
uppgötvaði stórborg á eyjunni í Texcoco-
vatni, sem var þá stærri en nokkur borg á
Spáni. Hér var þó von um herfang. Mikil-
fenglegir pýramídar, hallir og Musterið
mikla gnæfðu yfir aðrar byggingar.
Spánveijar fengu konunglegar viðtökur
og Moctezuma II virðist ekki hafa verið
búinn að átta sig á því að Cortes var ekki
guð austanvindsins, heldur ímynd þeirrar
spænsku grimmndar og græðgi sem átti í
skammsýni sinni eftir að leggja borgina í
rúst. Cortes gekk fljótlega á lagið; tók keis-
arahöllina og hélt Moctezuma í einskonar
stofufangelsi. Hinir almennu borgarar í
Tenochtitlan áttuðu sig fljótar á því hvers-
konar gesti þeir höfðu fengið. Þeir steyptu
Moctezuma af stóli og síðar grýttu þeir
hann til bana.
Bróðir keisarans, Cuitlahuac, tók við völd-
um en náði aðeins að ríkja í 80 daga. Þá
féll hann fyrir bólusóttinni, sem Spánverjar
fluttu með sér ásamt öðrum sóttum sem
ókunnar voru indíánum og felldu þá eins
og flugur.
Fyrst þegar sló í bardaga unnu Aztekar
og náðu að reka Spánveijana út úr Tenoc-
htitlan. Þá missti Cortes verulega af liði
sínu; menn drukknuðu í vatninu á flótta,
því gullið sem þeir höfðu stolið þyngdi þá
niður. Cortes var hinsvegar betur vopnum
búinn og styrkti stöðu sína í níu mánuði;
vonin um allt gullið sem beið í Tenochtitlan
rak Cortes og menn hans áfram. Nú komu
fyrmefndir óvinir Aztecanna til hjálpar.
Tíminn vann með Cortes og ekki sízt sjúk-
dómarnir.
Síðasta umsátrið um Tenochtitlan stóð í
fjóra mánuði. Á meðan hrundu borgarbúar
niður úr hungri og veikindum. Síðasti keis-
ari þeirra, Cuitlahuac, var tekinn höndum
13. ágúst 1521 og síðan var gengið í það
af miklum dugnaði að eyðileggja borgina.
Mexíkó var á valdi Spánveija; 300 ára ný-
lendutími fór í hönd. Cortes gerði bara ein
mistök. Hann taldi sig þurfa að fara aftur
heim til Spánar og tala við kónginn. Filipus
V. Spánarkóngur var ekkert að þakka hon-
um landvinningana, en bannaði honum að
fara aftur vestur. Svo fór að um síðir var
lík Cortesar fiutt vestur og var grafið í
Mexíkó.
Ómetanleg menningarverðmæti voru
eyðilögð að þarflausu þegar pýramídar,
hallir og Musterið mikla á eyjunni vom tætt
í sundur stein fyrir stein. Fýrst og fremst
til að byggja nýjar hallir og kirkjubáknið
mikla. Byggt var ofaná neðsta hluta Muster-
ins mikla, en nýlega fannst það sem eftir
er og hefur verið varðveitt.
Það er í raun og veru það eina sem eftir
er af Tenochtitlan, þessari glæsilegu Vestur-
heimsborg sem Evrópumenn vissu ekki einu
sinni að væri til. Stöðuvatnið mikla þornaði
upp, eða var þurrkað upp. Og vatnsbotninn
varð framtíðar byggingarland fyrir þá borg
sem nú er stærst í heirninum.
Hernán Cortes var spænskur aðalsmaður
með ævintýraþrá í blóðinu og undi ekki við
makindalegt aðalslíf á Spáni. Eftir að Spán-
veijar fóru að sigla til Vestur-Indía komst
hann á skip og var um tíma á Kúbu. Þar
höfðu menn grun um mikið og merkilegt.
land í vestri. Cortes og annar voldugur
Spánverji stóðu í kapphlaupi um að gera
út leiðangur þangað og Cortes varð á und-
an. Lenti hann skipum sínum og um 500
manna liði og reiðhestum á strönd Mexíkó-
flóans þar sem nú er borgin Vera Cruz.
Cortes vissi nákvæmlega ekkert hvað biði
hans, en honum fannst vissara að brenna
skipin til ösku, ef mannskapurinn gugnaði
og vildi snúa við. Þetta var árið 1519.
Cortes kannaði næstu slóðir og komst
að raun um að landið var byggt indíánum.
í raun og veru átti hann að vera í von-
lausri stöðu. En fyrir einstæða heppni, eigin-
lega glópalán, tókst honum að leggja undir
sig landið. Hvernig í ósköpunum?
Til þess að geta talað við innfædda og
spurt um kóng þeirra þurfti hann á túlki
að halda. Sá túlkur kom uppí hendurnar á
honum með því að indíánastúlka gerðist
FÁTÆKRAHVERFIN í hæðunum í kringum Mexíkóborg eru hrófatildur úr
hlöðnum steini og eiga sér fáar hliðstæður.
AZTEKAR KOMA
SÉR FYRIR
í upphafi var víðáttumikið stöðuvatn á
stórum hluta þess svæðis þar sem Mexíkó-
borg stendur nú. Meðal indíánaþjóðflokka
hét það Texcoco-vatn og í því var eyja.
Segir lítt af þeim þjóðum unz fáeinum árum
eftir að íslendingar komust undir Noregs-
konunga 1262, að nýr indíánaþjóðflokkur
flutti sig að vatninu í óþökk þeirra sem
fyrir voru, en var bara að hlíða bendingu
guðanna. Það fór að lokum svo, að þessi
þjóð sem nú er kunn sem Aztekar, hreiðr-
aði um sig á eyjunni í vatninu. Þeir höfðu
yfirburði yfir aðra þjóðflokka og árið 1345
voru þeir búnir að grundvalla borgina Tenoc-
htitlan á eyjunni; þessa borg sem tæpum
200 árum síðar var sú stærsta á vestur-
hveli jarðar.
Á sama tíma og Feneyjar á Ítalíu voru
voldug verzlunarborg, en öllum ókunn þarna
vestra, var Tenochtitlan einskonar Feneyjar
í Mexikó. Eyjan varð með tímanum sundur-
grafin af kanölum, sem voru samgöngu-
æðar, en á miðjunni, þar sem nú er torgið
Zokalo, reis Musterið mikla - Templo mayor
- og margar mikilfenglegar byggingar úr
steini. Seint á 14. öldinni voru Aztekar bún-
ir að koma sér upp keisara og um 1400
ríkti þar mikilhæfur leiðtogi, sem var skáld,
verkfræðingur og setti þjóðinni lög. Verzlun
blómgaðist; kaupmenn Ázteka fóru í áhætt-
usamar verzlunarferðir langar leiðir og voru
um leið njósnarar. Þetta var gullöldin; það
var næstum eins og Jónas Hallgrímsson
lýsir forfeðrum okkar: Ukust að íþrótt og
frægð/undu svo glaðir við sitt.
Þegar liðið höfðu hátt í tveir tugir af 16.
öldinni og 30-40 ár þar til Jón Arason og
synir hans yrðu hálshöggnir í Skálholti, þá
bar svo við að kaupmenn Azteka sáu nokk-
uð skrýtið og létu keisarann vita: Acalli-
hús á floti úti á hafi. Og stefndu til lands.
Hvað gat það verið? Svo mikið var víst að
friðurinn var úti.
ÆVINTÝRAMAÐURINN
CORTES
föllum. Eitt er það yrkisefni
sem oft stingur upp kollin-
um í trúarlegri list indíán-
anna: Hinn fjöðrum prýddi
höggormur. Það var raunar
einn guðinn sem gjarnan
tók á sig þessa mynd. Ótelj-
andi eru þær fígúrur og
smámyndir sem varðveizt
hafa og sýna oftast ógnvekjandi andlit.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.APRÍL 1995 1 1