Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Qupperneq 14
SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR
Páskatrílógía
I. Skírdagur
Iðrun
Klædd strigapoka
með svarta skuplu
á höfðinu
haltra ég inn
að hásæti Drottins
Hástóll hans
er krossinn
Ég tek steinhjartað
úr brjósti mér
o g legg það fram
fyrir altarið
Hann horfir á mig
fullur kærleika
„Miskunna mér
Drottinn
og gef mér nýtt
hjarta
Ég þrái
að finna til
Finna lífið streyma
í gegnum mig
Ég vil ekki vera
svona köld og hörð
Svona þung“
„Gef mér nýtt hjarta
Ó, Drottinn
hjarta af holdi
og blóði
hjarta sem hrærist
heitt
og skapandi“
Ástúðlega
réttirhann fram höndina
Blessun
Endurlífgun
Ég í honum og
hann í mér
Nýtt líf
Endurfæðing
Persónulegir
páskar.
II. Föstudagurinn langi
Myrkur
Myrkrið
Svikinn með kossi
handtekinn
afneitað og
dæmdur
til dauða
Húðstrýktur
sleginn
í andlitið
hæddur og
hrakinn
Negldur
á kross
Hægri hönd
Vinstri hönd
Báðir fætur
Drottinn dýrðarinnar
á krossi
og myrkur
grúfði yfir
vötnunum
Myrkrið og ég
Svikinn með kossi
handtekinn
afneitað og
dæmdur til dauða
Hvernigmáþetta vera?
Húðstrýktur
Sleginn í andlitið
hæddur og hrakinn
Mig nístir í hjartað .
Nagli í gegnum
hægri hönd
vinstri hönd
og báðar fætur
NeiUU
nei!!!
Ekki meir.....
Ekki meir....
Drottinn dýrðarinnar
á krossi
og myrkur
grúfir yfir.
III. Páskadagur
Sigur
krossins
Englar
í hvítum
leiftrandi
klæðum
kunngjörðu
gleðitíðindin
Dauðinn dó og lífið lifir
Kristur vor eilífa von er upprisinn
Halleljúa
Ljós
heimsins
er áný
á himni
og ájörðu
meðal
manna
Lof
og dýrð
og þökk
sé Guði.
Höfundur hefur ásamt Helgu Hróbjartsdóttur og fleirum haft umsjón með Systradög-
um í Skálholti, sem eru kyrrðardagar á Imbrudögum í mars pg september á hverju ári.
TURN í smíðum á miðöldum. Með
háreistum hyggingum sýna menn
vald sitt. Kirkjuhöfðingjar reistu
kirkjuturna en veraldlegir höfðingj-
ar aðra turna og eru dæmi um 75
turna í einum smábæ á Ítalíu.
fram að líklega hafi það gerst nokkru áður
en hann var kjörinn biskupsefni en barnið
fæðst á meðan hann var í vígsluförinni. Þar
sem hér er um að ræða bakgrunnsathugan-
ir, vegna listrænnar túlkunnar á persónu
Klængs og stórframkvæmdum hans þá leyf-
um við okkur að grípa til sálfræðilegs inn-
sæis, þar sem heimildum er ekki til að dreifa,
til stuðnings þessari túlkun. Við höfum þeg-
ar reynt að gera okkur í hugarlund, hve það
hefur valdið Klængi Hólaklerki miklum von-
brigðum að þurfa að horfa á eftir Birni Gils-
syni, skólabróður sínum úr Hólaskóla upp í
biskupsembættið á Hólum fáum árum áður.
Ef til vill eygði hann ekki aðra möguleika á
að komast til frekari metorða innan kirkjunn-
ar enda varð Hallur Teitsson, erfðaprins
Haukdæla, síðan valinn til að taka við biskup-
stign í Skálholti aðeins tveimur árum eftir
biskupsvígslu Björns. Þaniiíg er þá komið
aðstæðum Klængs til metorða, þegar við
gefum okkur að fyrrum nemandi hans úr
Hólaskóla, hin gullfallega, skapmikla og ljóð-
elska Yngvildur Þorgilsdóttir leiti hjálpar
hans og stuðnings vorið 1151. Hún hefur
þá sagt skilið við mann sinn, sem henni hafði
verið gert að eiga tveimur árum áður gegn
vilja sínum. Hún hafði auk þess misst föður
sinn þetta ár en linnti ekki við bróður sinn,
sem öllu vildi ráða. Klængur og Yngvildur
eru því í þeirri andlegu stöðu bæði tvö að
þurfa á gagnkvæmri huggun að halda til að
vinna bug á vonbrigðum lífsins. Það er nú,
sem mótstöðuþrek Hólaklerksins bilar og
leiðir það til getnaðar Jóru. I
framhaldi af þessu berast síð-
an þau tíðindi eins og þruma
úr heiðskíru lofti að biskups-
efni þeirra Haukdæla, Hallur
Teitsson, hafi látist í vígluför
sinni í Trekt á Hollandi og
nú þurfi að fínna nýtt biskups-
efni. Nú veit Klængur ekki
fyrr en Björn Gilsson, biskup-
inn hans á Hólum beitir sér
fyrir því að hann verði næsta
biskupsefni Skálholtsbiskups-
dæmis. Hans maður að norð-
an skyldi setjast á biskupsstól
í höfuðvígi Haukdæla fyrir
sunnan. Síðan gerist það, þeg-
ar tilnefning Klængs hefur
verið samþykkt á alþingi og
Klængur er sem óðast að und-
irbúa vígsluferðina, að Yng-
vildur kemur til hans og segir
honum, hvernig fyrir henni sé
komið. Hún gangi með barn
hans undir belti.
Yfirbótarverkið
INNSÝN í dómkirkjuna í Skálholti. Teikninguna
hefur Þorgeir Jónsson arkitekt unnið fyrir Hörð
Ágústsson sem mest hefur rannsakað kirkjubygg-
ingar fyrri alda. Þó að Skálholtsdómkirkja hafi
staðið í 5 aldir hefur ekki svo mikið sem ein riss-
mynd varðveizt með söguþjóðinni af þessu stór-
brotna mannvirki.
Björns og tengsl hans við valdamestu ætt
landsins í Haukadal. Um þessar mundir
gæti Yngvildur Þorgilsdóttir, konan er síð-
ar átti eftir að koma mjög við sögu Klængs
hafa verið í nemendahópi hans á Hólum að
mati Björns Þórðarsonar. Björn bendir á að
Yngvildur virðist hafa hneigst að skáldum,
sem gæti þýtt, að hún hafi aflað sér menntun-
ar og þá liggur beinast við, að það hafi verið
á Hólum. Hún hefur því verið um 15 ára að
aldri í Hólaskóla, þegar Björn er kjörinn bisk-
up. Klængur er hins vegar um fertugt, þegar
hinn ættgöfugri Björn Gilsson heldur af stað
í vígsluför sína til Noregs. Það hefur vafalít-
ið reynt á persónustyrk Klængs, sem hefur
haft fulla ástæðu til að ætla að menntun
sín, málsnilld og persónutöfrar væru fremri
gáfum Björns, að fylgjast með komu Björns
aftur til stólsins sumarið 1147 með allar þær
virðingar, sem honum hefur þá hlotnast við
innsetningu í hið háa embætti. En svo líða
ekki nema 4 ár, þá kemst Klængur óvænt í
sömu stöðu og Björn fyfrir einlægan stuðning
þessa æskufélaga síns úr Hólaskóla. Hann
er sjálfur kjörinn til biskups, þegar spurst
hafði að biskupsefni Haukdæla, Hallur Teits-
son, hafði látist í vígsluför sinni.
Syndin
Eins og þegar hefur verið drepið á, eign-
aðist Klængur barn með náfrænku sinni og
hefur fræðimenn greint á um, hvenær þessi
fæðing hafi átt sér stað. Flestir halda því
fram að barnið hafi fæðst eftir að Klængur
varð biskup. Hér verður sett fram önnur
skoðun, sem rökstudd verður nánar í næstu
tveimur Lesbókargreinum. Miðað við valda-
stöðú Klængs á yfirráðasvæði Haukdæla og
Oddaveija og í ljósi menntunar og persónu-
leika hans og'fleiri atriða, er við komum að
síðar, þá hefur Klængur ekki getið barnið í
biskupsdómi sínum. Hér verður því haldið
Kannski er það fyrst nú
sem hugmyndin um kirkju-
bygginguna fullmótast í huga
Klængs. Bygging nýrrar dóm-
kirkju í Skálholti skal ekki
einungis tryggja hann þar í
sessi strax í upphafi biskups-
dóms hans heldur skal hún
verða hans stóra yfirbótaverk.
Með öðrum hætti getur hann ekki tekið að
sér embættið. Þannig styrkist hann, dóm-
kirkjuklerkurinn að norðan, hið óskrifaða
blað í valdaspili samtíðarinnar, í þeirri djörfu
ákvörðun að láta það verða sitt fyrsta verk
á biskupsstóli að rífa niður kirkju sjálfs Giss-
urar ísíeifssonar, sem verið hafði göfgastur
maður íslands, bæði lærðra og ólærðra og
reisa í staðinn nýja og miklu stærri kirkju á
grunni hennar. Hvers vegna gekk hann svona
skjótt til verks? Fólst ekki í því meiri háttar
ögrun við Haukdæli? Kirkjan var þó ekki
eldri en 71 árs og hafði verið endurbætt af
forvera hans á biskupsstólnum. Skyldi hann
hafa haft fyrir því að skoða ástand hennar,
áður en hann hélt í vígsluför sína? Við skul-
um hafa það fyrir satt að þau Yngvildur
verði sammála um að leyna því fyrst um sinn,
að hún sé þunguð og að biskupsefnið Klæng-
ur Þorsteinsson sé barnsfaðirinn. Klængur
kveður Yngvildi síðsumars og lætur í haf á
fund Áskels erkibiskups í Lundi. Þetta verð-
ur í síðasta sinn, sem biskupsefni af íslandi
vígist þar til biskups. Framundan er ný skip-
an mála með stofnun erkibiskupsdæmis í
Noregi.
(Frh. í næstu Lesbók.)
Höfundur er kvikmyndagerðarmaöur og vinnur
að undirbúningi kvikmyndaþríleiks í tilefni af
þúsund ára afmæli kristnitökunnar um næstu
aldamót.
Helstu heimildir:
Hörður Ágústsson (1990): Skálholt, Kirkjur
Bjöm Þórðarson (1949-53): Móðir Jóru biskupsdóttur
Jóns saga helga (Yngri gerð frá 14. öld), útg. Guðni
Jónsson
Sveinbjöm Rafnsson (1989): Um Þorlák biskup Þór-
hallsson
Sverrir Tómasson (1992): íslensk bókmenntasaga 1
Brenda Bolton(1983): The Medieval Reformation
John Roberts: Sjónvarpsþœttirnir Triumpf of the West
Hungurvaka
Sturlunga 1 (Útg. 1946)
Gryt Anne Pibenga (1993): Hallr andaðiz í Trekt
Magnús Stefánsson (1975): Saga Islands 2
14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. APRlL 1995 14