Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1995, Blaðsíða 4
KRITIK, 1946-47, málverk Kjarvals sem nú er á Kjarvalsstöðum og eitt af lykilverkum meistarans. Mummi var fyrirmynd þegar Kjarval málaði nakinn, hraust-
legan mann í meira en fullri líkamsstærð, sem beygir sig niður í myndinni.
Mummi frá F eðgum
Ferðagarpur og fyrirmynd hjá Kjarval
Maður er nefndur Guðmundur og er Sveinsson,
fæddur 1907 í Vík í Mýrdal og er því á 89.
árinu. Því hefði ég aldrei trúað þegar hann
kom við á Lesbók með nokkrar gamlar
myndir úr Langjökulsleiðangri frá árinu
Starfsreynsla Mumma
spannar íslenzka
atvinnusögu í þúsund
ár. Hann sat yfir kvía-
ám, óð óbrúuð stórfljót,
réri til fiskjar á opnum
báti, ók fyrstur bíl í
Landmannalaugar og
lærði á tölvur.
GÍSLI SIGURÐSSON
tók saman
1935, og sagði mér ýmislegt frá þeirri ferð
og fleiri svaðilförum. Maðurinn leit út fyrir
að vera í mesta lagi 75 ára. Þeir sem þekkja
hann, kalla hann Mumma. Síðar kom gam-
all kunningi hans, Guðgeir Sumarliðason,
með pistil um ræktunarstarf Mumma á
æskuslóðum í Vestur Skaftafellssýslu og
loks er þess að geta að mér barst í hendur
20 ára gamalt viðtal við Mumma úr ferða-
riti Farfugla. Þessum heimildum hef ég
steypt saman í það sem hér fer á eftir.
Mummi hefur um sína daga verið vinnu-
maður í sveit, sjómaður á síðasta áraskipinu
sem réri frá Grindavík, bílstjóri á allskonar
bílum og bílstjóri hjá Steindóri 1930-34.
Síðan bæjarstarfsmaður hjá Rafveitunni og
þegar Skýrsluvélar ríkisins voru stofnaðar
1952 var hann sendur til Danmerkur til að
kynna sér notkun þeirra. Hann vann síðan
við skýrsluvélarnar og náði því að vinna á
tölvumar eftir að þær komu. Það má segja
að iíf hans spanni allt sem þessi þjóð hefur
gert í þúsund ár; frá því að sitja yfir kvía-
ám, róa til fískjar og beijast yfír óbrúaðar
ár til þess að aka bílum og vinna með tölvur.
Foreldrar Mumma voru Sveinn Þorláksson
skósmiður og símstöðvarstjóri í Vík 1 ára-
tugi, og kona hans Eyrún Guðmundsdóttir..
Þeim varð auðið 15 bama og komust 11 til
fullorðinsára. Eins og nærri má geta var
þröngur kostur á svo barnmörgu heimili.
Fjórir bræðranna fóm í fóstur annarsstaðar
og Mummi var einn þeirra. Fimm ára gam-
all fór hann í fóstur til hjónanna á Feðgum
í Meðallandi, Guðrúnar Eyjólfsdóttur, sem
var ömmusystir hans, og Sveins Þorsteins-
sonar. Þau bjuggu á Feðgum frá 1910 til
æviloka. Þetta sérkennilega bæjamafn mun
vera dregið af tveimur klettum sem þar
standa, sinn hvomm megin við bæinn. Þeir
heita Feðgar og voru taldir vera bústaðir
huldufólks. í þriðja klettinum var álitið að
væri álfakirkja.
„Það var mikil huldufólks- og draugatrú
þama“, segir Mummi. „Fólkið á bænum var
mjög vel upplýst eftir þeirrar tíðar mæli-
kvarða, en það var feykilega myrkfælið, svo
það þorði varla um þvert hús að ganga öðm-
NÚ ÞEGAR Mummi er nær níræðu toga æskuslóðirnar í hann. Að ofan: Mummi
við skógarlundinn í Eldhrauninu, sem hann tileinkar afa sínum. Að neðan:
Mummi við steinkrossinn þar sem hann telur að Skarðskirkja hafi staðið.
vísi en saman eða með ljós. Ég þóttist vera
að bera mig mannalega og hlaut hrós lyrir
hvað ég þótti lítið myrkfælinn."
Á Feðgum ólst Mummi upp til tvítugsald-
urs ásamt með börnum þeirra hjóna. Eins
og venjan bauð - en núna illilega í ósam-
ræmi við reglur EES um barnavinnu - fór
Mummi kornungur að vinna við hvaðeina
sem kraftarnir dugðu til. Stundum sat hann
yfir kvíaám; þá var hægt að láta hugann
reika og horfa á dýrð jöklanna. Aftur á
móti þótti honum leiðinlegast að hjálpa til
við fjárrekstra á haustin, þegar reka þurfti
förgunarlömbin í misjöfnum veðrum yfir
kvíslamar í Eldhrauninu. Þá var ekki komin
brú á Tungufljótið. Fyrir utan Hólmsá voru