Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Síða 3
E LESBOE U @ ® [ö] [u| 0 0 B S [sl [S E1 ® S Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Árbók Ferðafélags íslands 1995 heitir „Á Hekluslóðum“ og er höfundurinn Árni Hjartarson jarðfræðingur. Hér er gripið niður í kafla um Heklugos fyrr á öldum, sem voru mörgogþað lengsta, gosið 1764, stóð í tvö ár og mánuði betur. Gosið 1510 var svo stórkostlegt að í Skálholti rotaðist maður af steini úr gosinu og „svo voru brestir og dynkir skelfileg- ir, að mörgum doðnaði heyrnin, sem úti voru...“ Árbókin er prýdd fjölda fallegra litmynda. Landið hefur verið að eyðast og fjúka á haf út. Eitt hrika- legasta landeyðingarsvæði landsins hefur verið Haukadalsheiði ofan við byggð í Biskupstungum. Um 1963 hófst þar skipuleg og árleg landgræðsla jafnframt því að heiðin var girt. Blaðamaður Les- bókar var þar á ferð í sumar og leit á þann ótrú- lega árangur sem orðinn er, ekki sízt á fáeinum undanförnum árum. Kjarval írakonungur var með afbrigðum kynsæll maður og hitt er ekki síður merkilegt, að Helgi magri var dóttursonur hans, á Gnúpum í Ölfusi bjó Korm- löð dóttir Kjarvals og hin þriðja, Friðgerður Kjarv- alsdóttir, bjó á Höfða á Höfðaströnd og átti 19 börn. Hermann Pálsson veltir því fyrir sér hvort íslendingar séu komnir af Kjarval Irakonungi. ÞORSTEINN GYLFASON Skírnarsálmur Anastasíu Suncl og vogar sálma yrkja, syngur Esjan helgilag. Móðir, faðir, kristin kirkja kætast við þinn skírnardag. Lofið Drottin! Lofið Drottin! Lofið Drottin! Amen. Megi hann þig styðja og styrkja, stundir líði þér í hag. Sund og vogar sálma yrkja, syngur Esjan heigilag. Daga ljósa, daga svarta dafni ást þín, von og trú. Geymdu þá í þínu hjarta þetta barn sem ertu nú. Lofið Drottin! Lofið Drottin! Lofið Drottin! Amen. Hann í sínum bjarma bjarta blessi þennan skírnardag. Sund og vogar silfri skarta, syngur Keilir skírnarlag. Sálmurinn var sunginn af Garðari Cortes þegar Pítírím erkibiskup frá Moskvu skírði nýfædda frænku sína, Anastasíu Jónsdóttur, í Bessastaðakirkju laugar- daginn 26. ágúst 1995. Lagið er eftir Dmítrí Stepanovitsj Bortníanskí (1751- 1825), en hann var og er eitt af höfuðtónskáldum rússnesku kirkjunnar. Þetta lag er kunnugt á íslandi úr íslenzku söngvasafni („Fjárlögunum") þar sem það heitir „Ljúfur ómur". Frá skírninni var itarlega sagt í Morgunblaöinu þriðju- daginn 29. ágúst. Höfundurinn er prófessor við Háskóla íslands. B B Endurminningin merlaræ ... IKIÐ getur það verið gaman að blaða í Kennaratalinu, sem Ólafur Þ. Kristjáns- son ritstýrði. Nýlega flettum við vinkona mín þessu riti. Við stöldruðum við hér og þar, rifjuðum upp kunnugleg andlit, spáð- um í önnur og skemmtum okkur konung- lega. Sum þessara andlita, stórskorin og rist djúpum rúnum, virtust fremur heyra til kynslóð Snorra Sturlusonar en hinu unga íslenska skólasamfélagi. Mörg stóðu okkur nær í tímanum. Þarna var samferðafólk okkar, gömlu kennararnir, samstarfsmenn og jafnvel nánir ættingjar. Sum þessara ungu andlita minntu á leikaramyndirnar sem við hengdum yfír rúmin okkar í bernsku. Yngra fólkið var ósjaldan af kenn- urum komið og stundum fundum við þijá ættliði í Kennaratalinu. Margir kennarar urðu þjóðkunnir menn; ráðherrar, rónar, prestar, biskupar, skáld, embættismenn, forsetar, alþingismenn, rit- stjórar og listamenn. Það hvarflaði að okkur að um tíma hafi það verið liður í því að takast á við lífsháska kynslóðanna að verða kennari. Líklega var það einskonar mann- dómspróf þeirra sem síðar erfðu landið og valdastóla þess að þjóna æskunni um stund. „Sjáðu þennan,“ sagði vinkona mín. „Við hefðum getað glapist á honum þessum á Borginni í gamla daga.“ Ég leit á mynd af ungum, dökkhærðum manni, með dreymin augu og munúðarfullar varir. „Já,“ sagði ég. „Hann er miklu sætari en Presley en með sömu hárgreiðsluna og löðrandi í brill- iantíni." Við skelltum upp úr enda þekkjum við manninn í sjón og samfögnuðum hvor annarri að hann skyldi ekki hafa rekið á fjörur okkar forðum. Ég sá fyrir mér hroka- fullan svip þunnhærðs manns, með slappar kinnar niður á háls og mjúkan maga. Draumurinn er slokknaður. Svona getur líf- ið afskræmt hið fagra. Þama er líka mynd af honum afa mínum gamla og tveim systk- inum hans. Hann langafi minn, presturinn, er þarna líka. Ég vissi ekki að hann hefði verið kennari á Eyrarbakka. Þarna er pabbi vinkonu minnar, alvarlegur í bragði, þótt votti fyrir glettni við augnakrókana. Við blöðum áfram í ritinu. Konurnar eru forvitnilegar. Gaman væri að þekkja sögur þeirra. Þarna er gullfallegt stelpukríli með ljósan topp og Monu Lísu-bros. Sú er nú roskin kona, en samt enn í blóma. Hún hefur varðveitt drauminn. Hann er blandinn reynslu og fordómaleysi þess, sem víða hef- ur farið um garða. Margar kennslukonurnar af eldri kynslóðunum eru merkilega vel menntaðar. Þá vekur athygli hversu margar þeirra voru ógiftar og barnlausar og einnig það að þær virðast hafa varið mestum starfsaldri sínum í barnakennslu. Margar fátækar stúlkur urðu líklega að velja milli menntunar og svo kennarastarfsins og þess að giftast og eignast börn. Konan er nefstór með kringlótt gleraugu og hefur skipt dökku hárinu kæruleysislega fyrir miðju. Hún er smáeyg og minna augun á tvær dökkar lindir sem liggja of þétt sam- an sitt hvorum megin við háan fjallgarð nefsins. Hún horfir hiklaust yfir gleraugun framan í myndasmiðinn. Fagurlega boga- dregnar varirnar eru vendilega klemmdar saman. Ég horfi fast á þennan svip og fyll- ist fögnuði. Svona leit hún þá út, hún frök- en Guðrún Jónsdóttir, íslenskukennarinn minn í Landakoti, þegar hún var ung. Hún var kennarabarn og prestsdóttir og átti kennara fyrir bræður. Hún stundaði kenn- aranám hér og í Danmörku og lærði síðar germönsk og rómönsk mál erlendis. Ef hún fröken Guðrún, líkt og margir samtíðarmenn hennar í Kennaratalinu, hefði vaxið úr grasi eftir að blessaður stríðsgróðinn breytti ís- lensku samfélagi, hefði hún án efa orðið doktor í bókmenntum eða málvísindum og líklega aldrei fengist við barnakennslu. Minningamar hrannast upp. Hvílík gæfa að njóta kennslu fröken Guðrúnar. Ást henn- ar og yfirgripsmikil þekking á íslensku máli og bókmenntum smitaði okkur. Við lærðum Gunnarshólma eins og hann lagði sig og sáum landið um leið með augum Jónasar í tjaldinu á bjartri sumarnóttu. Við tókum afstöðu með ijúpunni horuðu sem gæðakonan góða plokkaði, sauð og át. Gæðakonan sú varð mér lengi tákn um illsku heimsins. Ég sá hana fýrir mér afskræmda af græðgi, með ljótar vörtur á nefinu, hysja upp um sig pilsin, svo skein í ógeðsleg lærin í skítugum lopabuxum, rétta fram kruml- urnar og snúa sakleysið úr hálsliðnum. Frök- en Guðrún sagði okkur sögur á meðan við snæddum nestið okkar. Aldrei var hún með bók með sér i þessum sögustundum. Hún sagði okkur Laxdælu, Njálu, Grettlu og Eglu af slíkri snilld að við lifðum okkur inn í frásagnirnar og tókum skýra afstöðu með sumum persónunum en gegn öðrum. Fröken Guðrún sagði okkur líka af riddurum og frúm þeirra í útlöndum og skrítnar sögur af rússneskum fursta og aðra af manni sem breyttist í skordýr. Aldrei man ég eftir að við höfum látið illa í tímum hjá fröken Guðrúnu. Ég minnist þess heldur ekki að hún hafi misst þolinmæðina eða hækkað róminn. Þegar ég missti föður minn ellefu ára, var hún eini kennarinn, sem faðmaði mig að sér án orða. Hinir tóku stirðbusalega í höndina á mér, samhryggðust formlega og héldu svo áfram eins og ekkert hefði í skorist. Ég fann að fröken Guðrúnu var ekki sama. Hún leyfði sér að finna til með mér og sýna það. Svona kennarar eru salt jarðar. Þeir hafa alltaf verið til, vakið forvitni nemenda sinna, sjálfstraust og gleði við að læra. Aðals- merki þeirra er staðgóð þekking og djúp ást á því efni sem þeir kenna, hógværð og virðing fyrir nemendum. Ég fletti Kennaratalinu áfram og velti fyrir mér andlitunum. Þessir kennarar störf- uðu flestir í allt öðrum heimi en við byggjum nú. Þeir kunnu hvorki að búa til glærur né skrifa á tölvur, og kennslufræðin var allt önnur, ef hún var á annað borð til í hugum þeirra. Líklega skipta umbúðir nútímans minna máli en sá kjarni sem skapar góðan kennara. Margir núverandi nemendur Kennarahá- skólans, eru þangað komnir vegna þess að þeir höfðu sjálfir góða kennara. Þar eru líka mörg kennarabörn. Vonandi verður þetta unga fólk hinir góðu kennarar framtíðarinn- ar. Á hinn bóginn er kennaramenntunin ekki lengur svo til eini lykillinn að ævi- starfí, vel gefins fátæks fólks, sem þyrstir eftir menntun. Nú Ijúka margir nemendur skólans prófum, kenna í nokkur ár og bæta svo við sig frekara námi eða hverfa á vit starfa sem gera þeim kleift að sjá sínum eigin börnum fyrir tónlistartímum, ballet, fimleikum og utanlandsferðum, sem við telj- um mikilvægan þátt í uppeldi næstu kyn- slóðar. íslenski skólinn gæti verið betri vinnu- staður bæði fyrir kennara og nemendur. Nútímaskólinn er annars eðlis en Landa- kotsskólinn forðum. Hann þarf að vera lif- andi og metnaðarfullt menntunarsamfélag, þar §em allir fá að njóta sín og þroska hæfileika sína til hins ítrasta. Einungis slíkt samfélag er líklegt til að halda í góðu kenn- arana en skilja hina frá, sem hvort eð er gagnast hvorki sjálfum sér né öðrum á þeim vettvangi. DÓRA S. BJARNASON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. OKTÓBER 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.