Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Qupperneq 7
I
v ' '
■
. ‘‘ia'Vt»v. ■„’rf.íc.'í5
'■Í&&-4
ÍáSpi:ft3
I 3
0MgÍS
iðlfep
ms«ri
WMÆM.
Á HAUKADALSHEIÐI: Efst: Eins og „bleikir akrar og slegin tón“þar sem
Fyrir skömmu var örfoka Iand. Næstefst: - Hér var fyrsta tilraunin gerð
með heybagga og melsániugu og árangurinn hefur ekki látið á sér standa.
Bak við hólinn er minnisvarðinn um Greip Sigurðsson landgræðsluvörð í
Haukadal. Næstneðst: Flæmi með súru á miðri heiðinni. Hún þykir afbragð
og er undanfari víðisins. Þarna er margskonar blómgresi, geldingahnappur,
músareyra, lambagras, holurt, melskriðnablóm og blóðberg. í baksýn eru
Hagafellsjökull, Mosaskarðsfjall, Einifell og Jarlhettur. Neðst: Lúpína í þurr-
um vatnsfarvegi - „bjargvætturinn" eins og Kristín Igndvörður nefnir hana.
Hlaupin hafa borið milljónir tonna af jök-
ulleir og sandi út í Sandvatn, norðaustan-
vert við Haukadalsheiðina, og Farið hefur
haldið þeim framburði áfram. Þar hefur
verið annað vandræðasvæði; leirur sem
tjúka í þurrki á gróðurlendi heiðarinnar.
Lengi hefur þótt brýnt verkefni að hækka
vatnsborð Sandvatns með stíflu þar sem
Ásbrandsá og Sandá renna úr því og raun-
ar er það alger forsenda þess að takist að
vinna endanlegan sigur í baráttu við eyðing-
aröflin á Haukadalsheiði. Þetta hefur nú
tekizt fyrir tilstilli íslandsbanka; bæði
starfsfólksins þar og bankans sjálfs. Byijað
var á stífluframkvæmdum í fyrrahaust og
stefnt að því að kaffæra leirurnar í svo
nefndum Syðri-Flóa. Á loftmyndinni sem
Ragnar Axelsson hefur tekið og hér fylgir
með, sést hvemig vatnið lítur núna út.
Grjót Þar Sem áður
VAR MÝRI
Skriflegar heimildir skortir og lýsingar í
munnlegri geymd eru fáar um Haukadals-
heiði eins og hún var, til að mynda á síð-
BERINGSPUNTUR er ein hinna innfluttu tegunda sem reynzt hafa frábær-
lega. Efst: Kristín Sigurðardóttir landvörður í puntunum við Sjónarhól. í
miðju: Punturinn bylgjaðist eins og komakur vestur á Moldum; Kálfstindar
og Högnhöfði í baksýn. Neðst: Ekið um götuslóða þar sem allt var örfoka
fyrir fáeinum árum.
ustu öld. En ömefni hafa geymst og þau
segja sína sögu. Eitt þeirra er Grasdalir,
kvos í heiðinni austan við Sandfell. Sandur-
inn eyddi með tíð og tíma öllum gróðri þar.
í Grasdölum var Norðlingatjörn. Hún fyllt-
ist af sandi og hvarf.
Um miðbik heiðarinnar var sá staður sem
hét Stóra-mýri. Þar var heyjað á engjum
fyrir rúmri öld, en uppúr 1930 hafði áfok
nær þurrkað upp mýrina og síðan blés hún
upp. Þegar aðgerðir hófust að snúa við þess-
ari óheillaþróun eftir 1960, blés þar enn úr
þurrum mó. Nú er þessi fyrrverandi mýri
að gróa upp aftur; þar er komin fífa og starir.
I Héðinsdæld, mýrardragi sunnan við
Stóru-mýri, var sel og þar var heyjað fyrir
90 ámm. Þar er nú aðeins grýttur melur á
illa blásnu svæði sem bíður aðgerða. Sama
er að segja um Fögmflöt við Sandfell, þar
sem áður var heyjað.
Frá Sjónarhólum, á hrauninu norðan við
Sandfell, og inn að Fari lágu fyrr meir þær
götur sem kenndar vora við Norðlendinga,
nefndar Norðlingagötur. Að sögn Sigurðar
Pálssonar bónda í Haukadal, lagðist þessi
leið af uppúr 1850. Þar var land allt gróið
fram til 1929. Síðan byijaði þar verulegur
uppblástur; vafalaust í tengslum við jökul-
hlaupið 1929. Svæðið var þá nefnt Torfur
vegna fjölda rofabarða. Um 1960 var svæð-
ið nær allt örfoka og moldar- og sandmökk-
urinn sem þessi skrifari man eftir úr æsku,
hefur ugglaust átt upptök sín þar að vem-
legu leyti. Svæðið hefur í seinni tíð verið
nefnt Moldir og þar hefur mikill sigur unn-
izt síðastliðin tvö ár. Nú blæs þar ekki leng-
ur upp; aðeins örfá rofabörð standa eftir,
sum ótrúlega há. Græn slikja var komin á
Moldirnar í ágúst og uppúr þeim standa
óteljandi dökkgrænir hólar þar sem melgres-
ið hefur safnað að sér sandi og bundið hann.
Sandurinn sem Ámi Magnússon nefnir í
jarðabók sinni, hefur að öllum líkindum
borizt frá Sandvatni fram á miðhluta heiðar-
innar. Þar hófst uppblásturinn á svæði sem
nú heitir Skersli og merkir gijót. Sá upp-
blástur átti f tímans rás eftir að ná niður
í byggð eins og blasir við þegar ekið er
þjóðveginn frá Geysi að Gullfossi. Hinsveg-
ar stendur eftir í fullum blóma ríkuega gró-
ið svæði næst Tungufljóti; þar heita Fljóts-
botnar og er þar sumstaðar erfitt yfirferðar
í hvannstóði og háu grasi.
FRIÐUN í 30 ÁR
Upphaf friðunar Haukadalsheiðar var árið
1963, þegar Greipur Sigurðsson í Haukadal
var ráðinn til starfa sem landvörður. Þá var
girt norðanmegin úr skógræktargirðingunni
í Haukadal og allar götur norður í Far.
Heimalönd í Haukadal voru hinsvegar friðuð
1938 og stóð Skógrækt ríkisins fyrir því.
Síðan var girt meðfram Sandvatni og Ás-
brandsá árið 1967. Greipur vann mikið og
i
i
\
i
i
i
i
i
i
l
i
:
:
LESBÓK MORGUNBLAQSINS 21. OKTÓBER 1995 7