Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Síða 8
SANDVATNséð úr lofti., Nú hefur verið stíflað við frárennslið íÁsbrandsá Ljosm.Morgunbiaðið/RAX.
og Sandá og vatnið nær nú yfir leirur sem áður rauk úrþegar þornaði.
árangursríkt starf á heiðinni í nærri þrjá
áratugi og þar féll hann frá fyrir aldur fram
haustið 1990. Við starfi landvarðar tók þá
ekkja Greips, Kristín Sigurðardóttir, og
gegnir því enn. Hún tók að sér að vera mér
til leiðsagnar í sumar, þegar meðfylgjandi
myndir voru teknar á einum fegursta degi
sumarsins; litskrúð hvert sem litið var og
víða ilmur í lofti af blómgresi.
Við Línuveginn á miðri heiðinni, þar sem
fyrist var gerð tilraun með heybagga, stend-
ur nú hlaðinn minnisvarði um Greip í
Haukadal. Fóru þeir Greipur og mágur hans,
Bjöm í Úthlíð, með vélbundna heybagga og
voru þeir settir í röð á svæði þar sem sandur-
inn var á sífelldri hreyfingu. A þennan hátt
er hægt að flytja íjölbreytt lífríki í dauða
jörð og baggamir mynda ákjósanleg skilyrði
fyrir melgresið, sem síðan var sáð. Er
skemmst frá því að segja að þessi hryggur
er nú orðinn um það bil tvær mannhæðir.
Til skamms tíma hefur einhver sandur fokið
í hann, en melgresið hefur alltaf yfirhöndina.
Heybaggarnir reyndust mun árangursrík-
ari en skjólborð sem reist voru þvert á ríkj-
andi vindátt á fyrstu árum uppgræðslunn-
ar. Fyrir 1970 var byrjað var á því að ýta
niður rofabörðum, sem vom sem óðast að
eyðast, og síðan var sáð í sárin og borinn
á áburður. Nú er þar vel gróið land. Þegar
eftir 1963 var farið að sá melgresi, einkum
í Moldimar, sem fyrr era nefndar, og á
vesturhluta heiðarinnar. Nær árvisst hefur
melgresi verið sáð í heiðina síðan og talið
að um 2000 hektarar séu grónir melgresi,
þó ekki samfellt.
Fyrir aldarfjórðungi, árið 1970, var byrj-
að að bera á úr lofti og til þess notuð lítil
flugvél, sem flaug frá framstæðum flug-
velli við Haukadal og bar hún hálft tonn.
Síðar kom svo til sögu Douglasvélin Páll
Sveinsson, sem Flugleiðir gáfu Landgræðsl-
unni og er hún enn notuð.
Lúpínan Er b jargvættur
„Fyrstu árin vann Greipur einr. því Qárveit-
ingin leyfði' ekki meiri mannafla", segir
Kristín. „Síðar var hann með 4-6 stráka
með sér, bæði við sáningar og í girðingun-
um. Þá var allt melfræ herfað niður með
herfi sem sett var aftan í traktor. Á síðustu
ÞANNIG leit verkefnið út - og raunar ennþá, því mikið er óunnið á Hauka-
dalsheiði. Að ofan: Hér er mold að eyðast af völdum vatns og vinda. Að
neðan: Gersamlega örfoka svæði eins og þetta eru látin bíða. Þar getur
ekkert versnað.
STARFSFÓLK íslandsbanka á stiflugarðinum við Sandvatn.
árum hefur aftur á móti verið sáð með raðs-
áningarvél sem Hagkaup gaf Landgræðsl-
unni. Þetta er afkastamikil vél sem sett er
aftan í traktor og gefur áburð um leið. En
hún nýtist ekki á grjóti eða þar sem dráttar-
vélin kemst ekki yfír.
Fyrirtæki og samtök hafa stutt upp-
græðslu á Haukadalsheiðinni. Þar á meðal
er „Átak í landgræðslu“ undir forystu Árna
Gestssonar í Globus, Olís, íslandsbanki og
starfsfólk bankans, Rotaryklúbbar á ís-
landi, Lionsklúbbur Biskupstungna og Li-
onsklúbburinn Freyr í Reykjavík. Á árunum
1988-91 stóð hópur fyrirtækja og einstakl-
inga að söfnun til uppgræðslu á heiðinni og
gaf hún af sér 27 milljónir króna. Það má
því segja að margir séu á bak við þann
árangur sem náðst hefur.“
Á leiðinni niður af heiðinni liggur vegar-
slóðinn yfir grýtta fláka og þar sést að lú-
pínan er búin að nema land. í ljósi þess að
reynt hefur verið með ákafa sem minnir á
trúarofstæði að líta á þessa plöntu sem ill-
gresi og sérstakan varg meðal innlendra
plantna, lék mér forvitni á að heyra álit
landvarðarins í Haukadal.
„Lúpínan er bara bjárgvættur hérna“,
segir Kristín. „Hún vex þar sem enginn jarð-
vegur virðist vera, bæði í farvegum og á
grýttum flákum þar sem enginn annar gróð-
ur er til. Og reynslan hér sýnir að hræðsla
við hættulega útbreiðslu hennar er óþörf.
Það era áratugir síðan lúpínu var sáð í rof
og farvegi, sem náðu niður í skóg. Lúpínan
dafnar þar en breiðist alls ekki út og lætur
annan gróður í friði.
Við sáum lúpínu í svæði sem era svo
grýtt og ill yfirferðar að raðsáningarvélin
kemst þar ekki um. Til þeirrar sáningar er
notað áhald sem heitir plöntustafur. Lúpínan
er alin upp í gróðurhúsi í Haukadal; að vísu
við lítinn hita. Síðan era plöntumar hertar
með því að hitinn er tekinn alveg af húsinu
og um leið og hættir að fijósa á vorin, eru
þær bornar út.“
Landgræðsluáætlun fyrir Haukadalsheiði
fram til ársins 2000 hefur verið gerð og
verður unnið eftir henni. Þar er tilgreint
hvað gert verður á hveiju ári og hljóðar
áætlunin svo fyrir næsta ár:
Nýsáningar: Sáð verður mel með raðs-
áðvél í 30 ha. sunnan Sandvatns. Ber-
ingspunti og áburði verður dreift í rofa-
börð í Skyggnisheiði, um 50 ha. Beringsp-
unti og túnvingli verður dreift við eldri
sáningar sunnan Línuvegar í 50 ha. Lúp-
ínu verður sáð í vatnsrásir í Sandfelli,
um 24 ha. Lúpínu verður sáð við Sand-
vatn, í um 40 ha. Styrkingar: Rofabarð-
asáningar á Skyggnisheiði, um 50 ha.
Eldri sáningar á Moldum, um 50 ha. Eldri
flugsáningar við Línuveg, um 300 ha.
Eldri sáningar við Sandvatn, um 130 ha.
Annað: Plantað verður lúpínu í um 1100
ha. á svæðinu sunnan Fars og suður fyr-
ir Línuveg. Um 50 þús plöntum verður
plantað út með 15 metra millibili. Einnig
verður plantað um 10 þús. plöntum af
baunagrasi, birki og víði. Unnið verður
að slóðalagningu, almennu viðhaldi girð-
inga auk þess sem endurnýjaður verður
5 km. kafli eldri girðinga. Lífrænir sand-
vamargarðar verða gerðir sunnan Sand-
vatns.
En hvað skyldi stór hluti heiðarinnar núna
vera örfoka og ógróinn? Kristín segir að
ekki sé til nákvæm mæling á því, en gizkar
á að það sé fjórðungurinn. „Ennþá verður
uppblástur ef hvessir.", segir hún, „einkum
á Skyggnisheiði, austanvert á Haukadals-
heiðinni. Þar er mjög viðkvæmt svæði og
það er næst á dagskrá að stöðva allt fok
þaðan. Þar era bæði börð og ávalar moldar-
bungur sem gott er að sá t Aðaláherzlan
er alltaf á að stöðva uppblástur; vinna þar
sem landið er að eyðast. Alveg örfoka land
er þá látið bíða.“
Það sem umfram allt þarf þó að gera er
að stífla þröngan farveg Farsins, þar sem
það skar sér leið úr Hagavatni. Allri upp-
græðslu á Haukadalsheiði stafar enn hætta
af leirunum við Hagavatn. Þetta er tiltölu-
lega einföld framkvæmd, en hér verður enn
að treysta á þjóðholl fyrirtæki.
Á leið okkar vestur í Moldir lá vegarslóð-
inn yfir flæmi vaxið svo háum Beringsp-
unti, að hann tekur manni í mitti. Kristín
sagði að breytingin þarna á fáeinum árum
væri kraftaverki líkust. Allt var þar örfoka
áður. Og hvað eftir annað var sáningin unn-
in fyrir gíg. En tvö síðastliðin sumur hafa
alveg ráðið úrslitum, segir hún. Engin norð-
an áhlaup, en alltaf hlýtt og vel rakt, eink-
um nú í sumar.
Mér fannst ég í rauninni vera að koma á
ókunnugt land, með breiðum af súra og
blómgresi; land vaxið grasi og punti sem
var skriðinn og búinn að taka á sig litblæ
haustsins og bylgjaðist eins og kornakur
fyrir golunni. Ótrúleg sjón og eftirminnileg.