Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1996, Blaðsíða 7
„SÍSTEFTIRSÓTTA“málverkiðíBandaríkjunum. Geómetrískabstraktmynd GREINARHÖFUNDURINN í miðju ásamt þeim Komar og Melamid, rúss- með hvössum hornum og hrjúfri áferð er það sem Bandaríkjamenn gætu nesku málurunum sem búa í New York og hafa kortlagt myndlistarsmekk síst hugsað sér að hafa uppi á vegg. almennings í nokkrum löndum, nú síðast á íslandi. „EFTIRSÓTTASTA“ málverk rússnesku þjóðarinnar er sláandi líkt uppáhaldsverki Banda- ríkjamanna. Sömu litir, blátt og grænt, eru í mestu uppáhaldi, en hjá Rússum er skógurinn eitthvað fyrirferðarmeiri. Fólk má vera með, en ekki áberandi, og Rússar geta vel hugsað sér Krist sitjandi í náttúrunni. til að mynda trúarsjónarmiðum (72%). Fæst- ir, eða 19 af hundraði, eru reiðubúnir að greiða meira en 60 þúsund krónur fyrir lista- verk sem þeir eru virkilega hrifnir af, og aðeins 6 af hundraði gætu hugsað sér að hafa málverk af nakinni manneskju fyrir augum. 41 prósent landsmanna taka jákvætt undir málverk af fjöllum, hrauni eða óbyggð- um að haustlagi (44%) á meðan rúmlega einn tuttugasti óskar heldur að myndefnið tengist borgum (1%), húsum eða öðrum mannvirkjum (5%). Um helmingur aðspurðra er hrifnari af ávölum bogum (51%) en hvössum homum (19%), og yfirgnæfandi meirihluti vill að málverk séu á stærð við þvottavél (57%) eða 19 tommu sjónvarp (67%). Íróníuskammtur- inn heldur einungis áfram að margfaldast eftir því sem könnunin, sem útfærð var sam- kvæmt vísindalegum kröfum, er brotin niður í fleiri tölfræðileg smáatriði. Skáldað í Þjóðarsálina Ef frá er talið „hneykslið" sem ljósmyndar- inn Robert Mapplethorpe olli í lok síðasta áratugar hefur sennilega enginn listviðburður vakið meiri eftirtekt að undanförnu úti í hin- um stóra heimi en þetta rannsóknaverkefni Komars og Melamids á myndlistarsmekk fólksins. Það er líka afar hæpið að hægt sé að draga upp mynd af „meðaltalssmekk" heillar þjóðar út frá jafn hráum tölfræðilegum staðreyndum og raun ber vitni. Eftirsóttasta málverk íslensku þjóðarinnar er því í raun afbökun á ímynduðu fyrirbæri, og þeir félag- arnir hafa mátt leggja sig alla fram við að fylla í eyðurnar þar sem prósentutölunum sleppti. Eins og í öllum skoðanakönnunum ræður eðli spurninganna mestu um eðli útkomunar. Bróðurpartur Hagvangskönnunarinnar sner- ist um lit, stíl, stærð og myndbyggingu, með öðrum orðum um formlega eiginleika. Engin tilraun var gerð til að varpa ljósi á þau marg- víslegu merkingarblæbrigði eða þá upplifun sem fólk kann að verða fyrir þegar það skoð- ar listaverk vandlega. Flókin fagurfræðileg viðbrögð eru þannig lögð að jöfnu við álíka einfaldan hlut og að versla til daglegra þarfa; þetta helgibrot verður að teljast hluti af „mega- brandaranum“. Fleiri vankanta má ugglaust tína til. Hvern- ig geta tveir (vodka-blautir) Rússar sem aldr- ei hafa til íslands komið og vita nánast ekk- ert um landið, nema það sem þeir hafa séð í nokkrum glanstúristabókum, málað sjálfa þjóðarsálina? Þeir sækja „andagiftina" í and- laust tölvuúrtak og þykjast svo getað túlkað einhvern sameiginlegan fegurðarsmekk F’rónbúa! Kjarni Malsins Að dæma uppátækið dautt og ómerkt út frá slíkum aðfinnslum ér að fara á mis við hina „dýpri“ merkingu könnunarinnar. Eru eftirsóttustu málverk þjóðanna algjörlega sós- íalísk eða algjörlega lýðræðisleg að inntaki? Val fólksins, eins og Komar og Melamid kalla verkefnið, er ekki viðleitni til að koma á lagg- irnar áður óþekktri tegund af „alþýðumyndl- ist“. Komar og Melamid eru hvorki tækifæris- sinnar („situation-istar") að gera sér mat úr uppákomufíkn fjölmiðlanna né einhveijir popplistargalgopar sem beita öllum andfagur- fræðiiegum ráðum til að komast í sviðsijósið. Það er altént ekki eina markmið þeirra. Með Vali fólksins hefur þeim tekist að ýkja hina „lýðræðiskjörnu meirihlutaskoðun" svo gríð- arlega að fáránleiki fölsunarinnar ætti að vera nístandi augljós. Hvað voru þeir eiginlega að gefa til kynna? Jú, að opinberar viðhorfsmælingar geta alið jafn auðveldlega af sér forsetaframbjóðendur og neytendur fyrir dömubindi. Nánast hvað sem er. Slík röksemdafærsla höfðar mjög til fréttasmala, því þótt helsta verslunarvara fréttamennskunnar séu end- urunnar skoðanir, uppdub- baðar sem málefnalegur fluttningur, „kjami máls- ins“, og hún nærist að miklu leyti á niðurstöðum mark- aðsrannsókna og símkosn- inga, einkum þegar „stórt er spurt“, veitir það henni aukinn trúverðugleik að gefa í skyn að skoðanakannanir segi ekki alla söguna þegar allt kemur til alls. Hana seg- ir náttúrlega ijölmiðillinn sjálfur. EðlilegurLiður í Umhverfi Framtíðarinar Hvers konar tölfræði (statistík) er lykilatriði í valdatækni lýðræðisríkja um allan hinn „bananalýðræðis- lega“ heim þótt talnadýrkun- in hafi hvergi náð meiri fót- festu en á Vesturlöndum. (Orðið statistík er náskylt þýska orðinu Staat, eða ríki, og tilurð þessarar „vísinda- greinar“ er óaðskiljanleg frá uppgangi þjóðríkjánna.) í samræmi við ákvæði banda- rísku stjórnarskrárinnar um rétt kosningarhlutfall þing- fulltrúa urðu hverskonar „samþykkisprófanir" ómiss- andi þáttur í ríkisrekstrinum. Varla er til sú þörf sem ékki hefur verið snúið yfir í hlutfallstölu og hún mótuð og löguð að meginhagsmunum kerfis- ins — eigin viðhaldi — hvort sem um er að ræða sjónvarpsáhorf, auglýsingar, gáfnapróf, heilsugæslu, vegagerð, tryggingar, bingó- lottó, atvinnumiðlun, verðbréf, húsbréf, lán- skjaravísitölu eða verga þjóðarframleiðslu. Nánast allt mannlegt nema listsköpun — þar til Komar og Melamid mættu á vettvang. Menningarfjandskapur fólksins En rannsókn Komars og Melamids slær á fleiri (ögrandi) strengi. Nú þegar mörgum virðist sem aðeins eigi eftir að bókfæra hug- myndafræðilegt gjaldþrot framúrstefnunnar færir Val fólksins myndlistarmönnum nýjan tilverugrundvöll með því að afnema þau sögu- legu fríðindi þeirra að fá að „leika lausum hala“. í bókmenntum, kvikmyndum og tónlist rennur „hálistin" og „láglistin" eftir svipuðum markaðsfarvegunum hvað varðar útbreiðslu og neyslumáta; bókin, myndbandið og hljóm- diskurinn eru „opin fyrir öllu“. Öðru máli gegnir um myndlistina. Hún á sér ekki tján- ingarform sem komast almennilega í líkingu við spennusöguna, sjónvarpsgamanþættina, hasarkvikmyndina eða popptónleikana. Áður fyrr gerði almenningur sér allt að góðu sem að honum var rétt, með einstaka undantekningum þó, eins og þegar Hafmeyja Nínu Sæmundsson var sprengd í loft upp í Tjöminni á gamlárskvöld 1959. Nú hikar hann ekki að áfrýja til dómsstóla þegar sá gállinn er á honum. Listaheimurinn hefur gjaman vísað til slíkra mótmæla sem merkis um menningar- fjandskap fólksins í því skyni að hlúa betur að eigin hagsmunum. í millitíðinni hafa hinir útvöldu komið ár sinni fyrir borð hjá því opin- bera og þurfa hvorki að taka tillit til skatt- greiðenda né þess hvort listaverkin séu yfir- höfuð söluhæf á hinum almenna markaði. (Af gefnu tilefni skal tekið fram að íslenskir myndlistarmenn standa yfirleitt alfarið straum af kostnaði vegna eigin sýningahalds, og fá sjaldnast fimmeyring til baka.) Lýð-Ræðið Inntakið í könnun Komars og Melamids er smekkur í sinni víðtækustu merkingu. Þó að í fljótu bragði mætti ætla að þetta af- stæða og tískukennda fyrirbæri komi þegn- réttindum okkar takmarkað við er „smekkur- inn“ samt það tonnatak sem heldur neys- lusamfélaginu saman, og honum er óspart beitt til að upphefja eða útiloka einstaklinginn frá þátttöku; að hafa smekk jafngildir því að hafa skoðun og það að hafa (rétta) skoðun jafngildir því að tilheyra. Þannig hefur „smekkurinn" að vissu leyti leyst hefðina að hólmi sem undirstaða þjóðfélagsins. Nálægð markaðarins, sem þrengir sér inn á hvert heimili, gerir það að verkum að við komumst ekki hjá því að verða áþreifanlega vör við þá „smekkbaráttu" sem endalaust er háð um hollustu okkar. Hörðustu átakasvæð- in eru þó hvorki gallerí né söfn heldur verslan- ir. Á þessum stöðum hefur almenningur á tilfmningunni að komið sé til móts við smekk hans og þarfir ólíkt því sem gerist í söfnunum þar sem einn smekkur er öðrum „kjörbúðars- mekk“ betri og sá sem ekki kann gott að meta verður óhjákvæmilega afskiptur. Söfnin eru arftakar þess tíma þegar smekkvísinni var miðstýrt að ofan. Og þrátt fyrir alla til- burði við að laga þau að skemmtanaiðnaðinum með safnarútum og safnaleiðsögn, sælkera- kaffistofum, barnaleikherbergjum, gjafavöru- búðum og aðsóknartalningu, svona til að vera með í allri samkeppninni, eru þetta fremur þunglamalegar túristagildrur. Á TÍMUM TÓMARÚMSINS Val fólksins leysir samtímamyndlistina kannski ekki úr þeim álögum að vera utan- veltu í þjóðfélaginu. Gagnrýnin sem í fram- kvæmdinni felst er enda fyrir löngu orðin akademísk, auk þess sem afraksturinn er gagngert stílaður inn á söfnin en ekki markað- inn. Eftir að myndlistin tapaði sjónrænni einok- unaraðstöðu sinni með tilkomu ljósmyndar- innar á síðustu öld hefur hún kappkostað að kryfja sig. Módemisminn gekk í skrokk á akademísku listinni, og þegar hún lét loks undan síga lagði póst-módemisminn til atlögu við módernismann uns rústirnar einar stóðu eftir og öll mótspyrna hefðarinnar var horfin. Síðan á níunda áratugnum hefur nýlistin ýmist fengist við að rógbera sjálfa sig, skreyta táknfræði- og samsæriskenningar franska heimspekiskólans, hossa sér á líkamspólitík- inni eða gramsa í rústahaug hefðarinnar eftir einhveiju til að moða úr. Stundum allt í senn. Á þessu sjálfhverfa þróunarferli hafa reyndar verið gerðar margvíslegar tilraunir til að end- urheimta samfélagshlutverk myndlistarinnar, en hún hefur jafnharðan hrökklast inn í skel sína af enn meiri einstrengingshætti. Við lifum í hálfgerðu siðferðislegu og póli- tísku tómarúmi. Leiðtogarnir virðast ófærir um að leiða; gamla flokkakerfið (eins og þjóð- kirkjan) á í basli og velferðarsamfélagið veit varla lengur í hvom fótinn það á að stíga. Til hægri eða vinstri. Tangóinn heldur áfram. Reynslan kennir að þegar svo er ástatt lætur náttúran (þ.e. „náttúra fólksins") fyrr eða síðar til skara skríða og æðir innfyrir. “Fólk- ið þráir kjölfestu, ekki frelsi", segir Melamid. Það ætti því engan að undra að eftirsóttasta málverkið skuli allstaðar vera landslag. Næst- um eins og úr sömu sveitinni. Svar Komars og Melamids við ástandi myndlistarinnar er í senn kaldhæðið og bjart- sýnL Val fólksins er borgaraleg innrás á varn- arvirki hins innblásna smekks, griðastað fag- urlistanna. Jafnframt er könnunin liður í því sem kalla mætti endurmenntun listamann- anna. Hvort sem uppátækið verður tekið al- varlega eður ei virðast Komar og Melamid vera staðráðnir í því að læra meira og meira um væntingar og fordóma fólksins og fínna listinni nýjar tjáskiptaleiðir — „handan við“ galleríið, safnið, tvíæringinn, útiverkið og internetið. Höfundur er listfræðingur. í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. JANÚAR 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.