Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1996, Blaðsíða 10
DÝRFIRÐINGAR sendu strax mann til Ögurs
að segja Ara tíðindin. Lagamanninum Ara
fannst að sjálfsögðu ófært að drepa menn
án dóms og laga. Hann vildi standa löglega
að öllu og lét dóm út ganga í Súðavík þann
Hér skal af mörgu
minnzt á dálítið,
en stikla hjá
stærstu og verstu;
sá er, sem leitar
líka og dæmir;
hið leynda verður þó
tjóst um síðir.
(Úr Fjölmóði Jóns lærða.)
Eftir drápin á
Spánverjunum og
misþyrmingarnar á
líkunum fengu menn Ara
í Ögri að verklaunum að
hirða fataslitrin,
blóðstorkin og tætt, og
var þeim stórlega
misboðið. Nokkrir
Spánverjanna sluppu,
hertóku erlent fískiskip
og sigldu á brott en
enginn veit hvort þeir
náðu heim.
Eftir ÁRNA
ARNARSON
7. eða 8. október. Þar voru Baskamir
dæmdir óbótamenn og réttdræpir. í dómin-
um er að mestu stuðst við konungsbréfið
og óbótakapítula Jónsbókar. í dóminum
segir m.a.:
Jtem í ÞjofaBælki. Nu ero Ránsmenn.
obotamenn. huar sem þeir verda tekn-
er. . . Og med þui þessi arga þiod og
syndsamleger skipbrotzmenn leita ecki
ölmusu j Gudz nafne ... dæmdum vér
fyrrskrifader domsmenn med
fullnadardoms atkuæde þessa oft-
nefnda þiod af Buscaien. er nú ero
skipbrotzmenn. fridlausa og sanna
obotamenn eptter fyrrtiedu kongsins
Brefí.
Marteinn og menn hans bjuggu um sig
í Æðey, reru til fiskjar og skutluðu hval
þegar færi gafst. Þeir tóku það sem þá
vantaði frá ábúendum en beittu ekki of-
beldi. Einhveijar fregnir hafa þeir fengið
af vígunum í Dýrafirði, því þeir tóku þá
fífldjörfu ákvörðun að ráðast að sjálfu
höfuðvígi valdsins á Vestfjörðum, Ögri.
En Ari var nú orðinn var um sig og hafði
dregið að sér flokk manna til vamar. Bask-
amir ógnuðu heimamönnum úr fjarlægð,
veinuðu og vældu og sögðu að svona
myndu kona og börn Ara æpa þegar búið
væri að drepa hann. Við svo búið hurfu
þeir á braut. Það var óþolandi ástand fyr-
ir stórbokkann Ara að hafa þessa menn í
nágrenni við sig. Hann stefndi að sér liði
til að ráðast gegn Marteini og mönnum
hans í Æðey. Liðið, sem taldi fímmtíu
manns, var ekki eingöngu úr Djúpinu held-
ur var þar einnig séra Jón í Arnesi við
fímmta mann. Jón lærði segir að ekki
hafí allir verið fúsir til fararinnar: „Fóm
ÞEGAR menn Ara í Ögri höfðu drepið Spánverjana voru líkin afklædd og
naktir kroppamir hornir á björg fram, þar sem þeir voru bundnir saman og
steypti í djúpin. Mynd; Gun/lar KllrIss0Ih
því sumir fúsir, því þeim var lofað öllu
herfangi, en sumir ófúsir.“ í Ögri hefur
verið til nóg af vopnum enda voru Ari og
bræður hans aldir upp við vopnaburð.
Faðir Ara, Magnús prúði, fékk viðurnefni
sitt vegna þess, að hann tók upp þann sið
að ríða til þings með flokk vopnaðra
fylgdarmanna.
Liðsafnaðurinn var kominn í Ögur hinn
10. október en veður var slæmt þessa
daga, rigning og hvassviðri, stundum með
eldingum. Það var ekki fyrr en 13. októ-
ber sem Ara tókst að senda njósnaskip til
Æðeyjar en þangað er aðeins um klukku-
tíma róður yfir Djúpið. Njósnamennirnir
komust að því að Baskar höfðu járnað
hval og dregið á land við Sandeyri, sem
er nokkru utar á Snæijallaströnd. Aðeins
fímm af mönnum Marteins voru eftir í
eynni. Hinir þrettán voru á Sandeyri að
vinna úr hvalnum.
Laugardaginn 14. október hélt Ari með
lið sitt yfír sundið til Æðeyjar og komu
þeir þangað skömmu eftir myrkur. Bask-
amir, sem annars voru varir um sig, voru
lagstir fyrir og flestir sofnaðir. Tveir þeirra
voru inni í bænum, það voru Pétur pilot,
Samtíma málverk af Ara sýslumanni í Ögri og konu hans. Á málverkum af
fyrirmönnum þótti við hæfi að sýna Krist krossfestan milli hjónanna til að
undirstrika kristilegt innræti þeirra. Málverkið er varðveitt í Þjóðminja-
safninu.
sem að sögn Jóns lærða hafði hið besta
orð á sér og „iðkaði hann lestra sína og
psaltara, sem hans var ávallt siður til“ og
„hans compan, mjög gildur maður, lá á
gólfínu á höttkápu sinni er hét Lazarus".
Hinir þrír höfðu búið um sig í smiðjukofa,
„bartskerinn ungur maður, reykjarþræll-
inn og þvottapilturinn". Menn Ara sendu
konu inní bæinn með ljós sem hún skildi
eftir enda verða myrkaverk ekki unnin án
skímu. Þeir komu að mönnunum tveimur
sofandi og var höfuð Péturs mélað með
kylfu og síðan lagt til hans í bijóstið með
sleddu. Lazarus vaknaði þá, og fékk einn-
ig kylfuhögg í höfuðið en missti ekki með-
vitund. Þegar hann reyndi að brölta á
fætur var hann höggvinn í höfuðið með
öxij þannig að það klofnaði í sundur.
Arásarmennirnir héldu nú að smiðjukof-
anum, en þeir þrír sem þar voru, höfðu
vaknað við hávaðann og snerust til varn-
ar. Þó þeir verðust hraustlega máttu þeir
sín einskis gegn fímmtíu alvopnuðum
mönnum og voru fljótlega drepnir. Líkin
voru afklædd og naktir kropparnir bornir
á björg fram þar sem þeir voru bundnir
saman og steypt í djúpið. Aðstæður voru
allar hinar draugalegustu, kolniðamyrkur
og ein og ein elding lýsti upp umhverfíð.
Stormurinn var svo mikill að varla var
skipfært yfír sundið til Snæfjallastrandar,
sem þó er örmjótt. Ari hélt samt rakleitt
yfir sundið með menn sína og brutust
þeir út ströndina í myrkri og regni, leið
sem er nokkurra stunda gangur við góð
skilyrði.
Um það bil sem árásarmennina bar að
á Sandeyri var Marteinn ásamt nokkrum
mönnum sínum í húsi einu úti á hlaði og
höfðu þeir kynt eld á gólfínu. Hinir voru
inni í sjálfum bænum. Nokkrir af mönnum
Ara umkringdu bæinn en aðrir réðust beint
að húsi því sem Marteinn var í og skutu
inn um dyr og glugga. Marteinn bannaði
mönnum sínum að skjóta á móti, en kall-
aði út að hann ætti ekki skilið slíka með-
ferð og ákallaði Guð til vitnis um það.
Séra Jón Grímsson svaraði á latínu og
sagði að Marteinn og menn hans ættu
skilið að vera drepnir. Marteinn þekkti
strax rödd klerksins úr Árnesi og viður-
kenndi að hafa látið ógna honum einu
sinni, en bað hann fyrirgefningar „fyrir
krists skuld“, öðrum hafí hann ekki mein
gert. Jón sagðist þá vera reiðubúinn að
fyrirgefa honum og spurði Ara hvort hann
vildi ekki gefa Marteini líf því hann sé
tiginn maður og „einn kapitan". Með því
að þyrma lífí svo hátt setts manns væri
ólíklegra að Baskanna yrði hefnt síðar.
Það kemur víðar fram í heimildum að
menn hafa óttast að hefndarleiðangur yrði
gerður út frá Spáni.
Ari féllst á þessi rök og lét segja Mar-
teini að hann yrði að gefast upp ásamt
mönnum sínum og afhenda vopnin. Mar-
teinn féllst á þetta umsvifalaust og rétti
út byssu sína til prestsins og skreið síðan
út fyrir fætur Ara. Þrír menn voru settir
Ari býst
í stríð
Náttvíg Islands II