Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1996, Blaðsíða 11
til að gæta hans, en nú hafði sýslumaður ekki lengur stjórn á mönnum sínum, sem voru orðnir nánast morðóðir. Einn þeirra hjó umsvifalaust til Marteins með öxi og stefndi höggið á hálsinn en geigaði og kom á viðbeinið og varð aðeins skeina af. Mar- teinn stökk þá upp, hljóp út í sjó og synti um: . .. hafði hann sig lengra fram á sjó og saung latínu við tón. Það þótti mörg- um afbragð að sjá hans íþrótt í saungl- ist... Hann sat stundum á sjónum, og strauk koll sinn með annarri hendi, en hélt annarri undir læri sér. Þetta vakti furðu íslendinganna, sem kunnu sjálfir ekki að synda. Þeir eltu Martein á báti en honum tókst að snúa á þá þar til einn náði að koma spjótslagi á hann í kafi og stuttu seinna fékk hann stein í ennið. Ein heimild segir að Marteinn hafi þá þrifið í borðstokkinn með annarri hendi og hafi hún verið höggv- in af með öxi. Marteini var nú ýtt til lands, þar sem hann var afklsgddur. Hann var þá enn með meðvitund, en þeir héldú áfram að misþyrma honum á hroðalegan hátt: . .. því þegar hans alnakinn búkur lá nú alnakinn í loft upp, en hann rumdi við, stakk einn hann inn hjá bringspöl- unum og risti hann so í sköp niður, en maðurinn spratt við og sneri sér á grúfu og var þá þegar dauður, er innyflin voru fallin út úr kroppnum. Hermenn hlupu þá að og vildu sjá manninn og hans blóð... Hermenn hlógu þá og settu háð að. Höfundur Víkingarímna líkir aðförun- um við sláturgerð. Baskarnir börðust nú fyrir lífi sínu og vörðust af hörku og leið svo fram á nótt- ina að fáir féllu. Þá var gripið til þess ráðs að láta Magnús, hinn sextán ára gamla son Ara, vinna á þeim með skotum og féllu þeir þá einn af öðrum. Sumir reyndu að fela sig í skúmaskotum eða skríða undir rúm, en unnið var á þeim jafnóðum og þeir fundust. Seinast var drepinn trésmiður að nafni Marteinn mein- lausi. Hann hafði særst lítillega fýrr um nóttina og skriðið undir kú. Þeir sem fundu hann höfðu ekki bijóst í sér til að drepa hann, heldur leiddu hann út. Margir vor- kenndu honum og báðu honum griða „en sumir bölvuðu eftir vanda“. Ari sagðist sjá að maðurinn væri meinlaus og vildi taka hann með sér heim til að láta hann stunda smíðar, „en þessi Marteinn stóð á hnjánum með breiddum höndum, ruglandi um Krist Krist, sárlega lífs biðjandi“. Marteinn meinlausi var drepinn þvert gegn vilja Ara. „Klauf annar hans haus framan, en annar aftan.“ Líkin voru nú dregin út og afklædd. Síðan voru þau lemstruð á ýmsan hátt og lýsir Jón lærði þessu svo í Sannri frásögn: . .. voru allir kroppar þeirra alnaktir í sjávardjúp sökktir, og þó áður framan til ýmislegrar háðungar veittar þeim dauðu kroppum. Þótti sumum það marglæti, en aðrir höfðu að háði og skemmtan . . . Kroppar þeirra dauðu voru þumaðir á huppum og hálsum og samantengslaðir með snæri. í Fjölmóði segir Jón lærði að kynfæri og eyru hafi verið skorin af líkunum, aug- un stungin úr og „annað svoddan“. Sýslumaður lýsti alla fjármuni Ba- skanna konungseign en Bogi Benediktsson segir í Sýslumannsæfum „að hann hafi haft sinn fullan hluta af fé þeirra, sem annarsstaðar þar sem hann kom því við“. Menn Ara fengu aðeins að hirða fataslitr- in, blóðstorkin og tætt, og var þeim, sem eitthvað þóttust eiga undir sér, freklega misboðið og móðguðust við Ara. Liðsmenn Ara dvöldu sunnudaginn í Æðey og fengu að drekka það sem þeir gátu af víni Ba- skanna en á mánudeginum var haldið til baka í Ögur. Þar var gleðskapnum haldið áfram: Eftir þá herför og-hávan sigur hver mann varð af drykkju digur, vikuna vel so alla, því vildi þá í hag falla. Daginn eftir drápin fannst lík Marteins rekið í Ögurhólmum og var hann dysjaður þar. Hin líkin rak hvað eftir annað á fjör- ur, jafnvel hálfum mánuði seinna, en var kastað jafnóðum í hafið. ÖNNUR HERFÖR ARA Skútumennirnir dvöldu á Vatneyri um veturinn. Þær birgðir sem danski kaupmaðurinn hafði skilið eftir dugðu þó skammt fyrir svo stóran hóp. Þeir urðu því að fara um sveitir og leita sér matar. Einnig gerðu þeir út báta til fiskveiða. Harðæri var í landinu og því ekki mikla björg að hafa, en Baskarnir sýndu ekki alltaf yfirgang því er þeir komu á stórbýlið Sauðlauksdal voru þeir kurteisir, kysstu á hendur sér og tóku ofan. Ragnheiður, ekkja Magnúsar prúða og móðir þeirra Ara í Ögri og Björns sýslumanns í Barðastrandarsýslu, gerði vel við þá og í Spönsku vísum segir að þeir hafi eytt frá henni þijátíu hundruðum, sem var stórfé. Þar er Ragnheiður sögð „ágæt kvinna og ekkja mild“ og hefur hún eflaust vorkennt Böskunum því í Víkingarímum segir að heimamenn hafi haft alla möguleika á að drepa gestina ef vilji hefði verið til. I janúar lagði Ari af stað í herför til Vatneyrar og á leiðinni dró hann að sér hundrað manna her. Hann vildi að sjálfsögðu standa löglega að öllu og á þingstaðnum Mýrum í Dýrafirði lét hann. dóm út ganga um Spánveijana í Patreksfirði, svonefndan Mýradóm „um Spanska". Þar segir m.a.: .. .Þa dæmdum vier fyrrtieda skipbrotzmenn med öllu fridlausa og sanna Ransmenn, dræpa og deydandi. huar þeir mega hondlast. Ari var með menn sína í Tálknafirði á sama tíma og Baskar voru þar í ránsferð. Hann reyndi að veita þeim fyrirsát en þeir komust undan. Mönnum Ara tókst þó að drepa einn Báskanna og særa annan með því að skjóta á eftir þeim. Veður og ófærð komu í veg fyrir að liðið kæmist til Patreksijarðar og ákvað Ari þá að hætta við herförina. Baskarnir þraukuðu veturinn á Vatneyri og biðu þess að erlend fiskiskip kæmu á miðin við Vestfirði, sem venjulega var í aprílmánuði. Um leið og þeir sáu skip koma af hafi mönnuðu þeir báta sína og reru að því og hertóku. Skipið varð þeim auðveld bráð enda hafa skipveijar tæpast átt von á árás frá árabátum. í Víkingarímum segir að einhveijar ryskingar hafi orðið og að einn piltur hafi hlotið sár á handlegg. Baskarnir rændu einnig fiski úr bátum sem á vegi þeirra urðu og ætluðu sér til matar á heimleiðinni. Síðan lögðu þeir á hafið og um afdrif þeirra vitum við ekkert. Réttlætingarþörf Hér var um stóra atburði að ræða, sem Alþingi bar að leggja blessun sína yfir. Ari reið því til þings sumarið 1616 með dóma sína til birtingar og staðfestingar. Ara og Vestfírðingum var greinilega mikið í mun að fá velþóknun Alþingis á þessum atburðum enda mæltust þeir misjafnlega fyrir. Á þinginu var einnig birt Supliceran presta og leikmanna til Alþingis „vm Spanska“ rituð í Holti í Önundarfírði 3. júní árið 1616. Þar er líkt og í dómunum gert mikið úr misgjörðum Baskanna. Meðferðin á skipbrotsmönnunum var grimmdarleg og Ijót og í réttlætingarskyni var reynt að gera hlut þeirra sem verstan. En gaumgæfileg skoðun þessara heimilda leiðir aðeins í ljós hversu lítilfjörlegar misgjörðir þessara ógæfusömu manna voru. „Líf og æru þeir létu kyrt“ og „heiður misti ei kvinna nein“ segir í Spönsku vísum. Þessi fjölmenni hópur ógnaði jafnvægi samfélagsins, sem sá ekki aðra lausn en að afmá hættuna í eitt skipti fyrir öll. í Vatnsfjarðarannál segir að þetta hafí verið gert til „landhreinsunar". Baskarnir voru óumdeilanlega lögbijótar, en urðu fórnarlömb kringumstæðna, sem þeir réðu ekki við. Þeir hafa ekki verðskuldað þessa meðferð. Jón lærði nefndi þessa atburði náttvíg íslands og höfundur Víkingarímna, sem annars er Ara velviljaður, hittir í mark þegar hann segir: Valla er hreint þó vel sé meint verkin styijar munda að ljósta mann með ljótan sann líkt og böðlar hunda. Höfundur er sagnfræðingur. Heimildir: Alþingisbækur íslands IV (1606-1619) 1920-1924. Annálar 1400-1800 II. Reykjavík 1927-1932. III. Reykjavík 1933-1938. Fjölmóður. Ævidrápa Jóns lærða Guðmundssonar. Safn til sögu fslands V.3. Reykjavfk 1916. Helgi Guðmundsson: „Um þrjú basknesk-íslensk orðasöfn frá 17. öld“. Islenskt mál og málfræði 1. (1979). Ólafur Davíðsson: „Víg Spánveija á Vestfjörðum 1615 og „Spönsku vísur““. Tímarit Bókmenntafélagsins 16 (1895). Spánveijavfgin 1615. Sönn frásaga eftir Jón Guðmundsson lærða og Víkingarímur. Jónas Kristjánsson bjó til prentunar. Kaugmannahöfn 1950. Trausti Einarsson: Hvalveiðar við ísland 1600-1939. Reykjavfk 1987. VERÐLAUNAHROSSGÁTA SÁÁiSm jVnih f* AM X Htí- \ AS Ui-i'-T-HBHAff\£K IHH “1 Kostuc &UAT FLZÓT SUHD kl aftPp8Pl'L oJ B FAÁ | e-Ki Fucla mt S W 'A L D s K A T A R M 7~ L flb’OM KúAA R r o S ► K u L Ci-D - EnoiKC K A F \ AVfAKA KéTT r L A N fo r r ÍTKlTlP e R F l í> 1 í> KVAVI L T / o £> KÍKDAfi JAflfA< £ Æ r í R rr- fóntkT KAOSSI Vflir LT, A K T A R L - M«P«-T »l£MA L A S r A $> A R R A 4 f u orAK- £l*o ÍAf - IHN 5 A F T 1 H (ÍMM u M L A foCNN Ck u. N1 A R B'OK R 1 T TATLAK MCIM- ULUR ítílM AM I L L A H HtÚTSA s r Á L A «**** R O K A H r«uw crfti N A SmíA« íanni tðlKIP MAÓN 4 R A £ SkfJDI S r A L tólDU*. A Cx 4 IHM- '/FU R 1 k Raf- If-ND r r o N m- klippT ÍHlKfR BCLIHN KvCN- bv'rt ♦ TAOie L Æ í> A í K ~k H 1 N «•«*<- Ktwml rtSi. - LtSNIH, A R l Ð p r o L 'OPÍTT- I9T 5 !*JK- SAViu* P>»K I £> 1 N H : Á L Fxóec. IST ÍKveei A F R Á e 1 Mfe L O 4 N tffUlSN 1 L£lT R. \ S N A CCI6K1C 1 L L U R Koœmt, r u e * HAFAI JPÍAUM A £ L I KMðKT- UR 5KÓU V 6U.T- T A P A e I AMÞOlt MwH- AR r 'o N1 u K ÍNH T Á R N 1 i> LSC«« SlTWHf HOrfO s Á itK%r~ tAKTI ■K A K 5 f AfiA F P i f> A R PVALO- lir S r o L HAC-4F- INt-L* I e 1 ié*>\ AÍ»aI| e S 5 WlVAVI K A 4 H A Ð I PlÁ*t\« N E r L U R rve ia ClN* . TAH.A N N róun yeiHA*- Í.LAVH WtuA £ T 1« o F f?CLLU R O 1 N JÉTAA 4 M'MI A HÉÍtDI R fe A R : R A N A N A VOfJíKU BlÓm Kvew- L % ft A : e N H £HK A X> 'a ENOlNC A R MVfiNI r o & *“*««•• ' N £ R I OAA- OVTA tHKA tlN- KÉNNl KOMMV i ÁLNIfc £ihn AF Ásua U í_ L u R fAMOA* 5o«.r A L A £> A R RAAUT K«UI| A K V e 4 V)Alm- ur L VEP<- lirVfrn* lí SPuNð M £ 1 T 1 L EMDD u R 1 N fít'lLLT 'o í> ve - fíMfi- 1A e F A 5 T L rAru»iu u»ur\ VNAHM lí* L FAvout A L 1 H N j N A F A R i N N rnn ( l L\ KAW HtKTA HU.AMS > u R R Kapd- 9L* T / ^ o N aa. FÍK. -ÞULT F £ L FAUM-I trn i N A e l o - }U?1 ~b N N KNd.r- U« JS ■ Kaif "k «- FmLinM ■Pi'í.u8A 8FKI-M SHD1 ur ak n o R I fl A O !»«)■ im*«* t>VIT T U Roam r.TACA L •1 V«i*« A H S 71 R F»um- £FNI D N Cx AU ÓL CR S i M D U K o««- £»NI<A« FhkTVsr A T A R OTA JM»1 FA£K r ^í —- A N A D Æ T R A X M Kvaloi Þ T Á $> 1 fAHAl j T Á A 4 A R (cl-PT- u VUPA bomi ctc- ITjttlH vtór- 0£ldi U 6 A H«>«. n A u T RéimiKX 'o L 1 N A M.ÍHA £ r o N A \|ise>l / O \0 i-ÍNi KATtA« «Xru- ÚT M- M- EFMI i ftröv- u* 1A 1 P P- A MH» f HVlSH N1 1» o Cx L A rv-unL. MðXTH MA A L N1 £ N N M £ >«»««• A*l C.Kl4 - IKCV.*. N CVPA Æ s A V»J AKA p L A R A x> ÁJ N A r £ Meie>A FA.9IR HANHl- KAfHl Ssk; MAHKl- KAEA» b 4 £ P 'hicar r A u Á r A ÁLj 1 ^reiKs l) k £ R T . o T s WáKiÍA ó«t>f»A A M L A H : A P s> S R FU»u^ x> "cT N N CSKTA- Aooi N 'd N 1« Æ ►JOTA Á R A R "i± V A u XwT o- KbMAK T L 1 í> krTAR 7~ N1 1 N N 1 R LIP|« AtlCMl r R 1 LL. \ L JV\ U LMTt* Vunav R«aS N 1 5> R r R > S 1 N A Verðlaun hlutu: Kr. 20.000 Heiðbjört Björnsdóttir, Miðbraut 7, 690 Vopnafirði. Kr. 15.000 Olöf Siguijónsdóttir, Goðheimum 10, 104 Reykjavík. Kr. 10.000 Vigdís Sigurð- ardóttir, Borgum, 681 Þórshöfn. fRTA L 1® VERA Hí $ ___-r£. KEftrCD NN Á EMÓO b § 5 /!j 3 S <. ; ! § í* S -S íftNDUK FVW« l>V(WM ERMA T 5 UM RA Anði V>r?t>T oa elcl') ur -po«n i n s í n (Ath: Ekki er gvrður greinarmunur á bmiðum og grOnnum sérh(jóða.) Lausnin er: - Það er talið dýrt að vera íslendingur. Ekkert minna en landflótti stend- ur fyrir dyrum er mat sumra enda margir horfið af landi brott. ísland rís samt enn úr sæ og elur börnin sín. Verðlaun hlutu: Kr. 20.000 Kolbrún Zophoníasdóttir, Hlíðar- braut 2, 540 Blönduósi. Kr. 15.000 Sverrir Pálsson, Möðruvallastræti 10, 600 Akur- eyri. Kr. 10.000 Sigurjón Jónsson, Lambastaðabraut 1, 170 Seltjamamesi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. JANÚAR 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.