Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1996, Blaðsíða 4
BAÐSTOFULÍF á Vatnsenda. Natan hefur fylgt þeim hjónum Rósu og Ólafi frá Lækjamóti og Súsanna litla, fædd 1826, var skráð Natansdóttir. Þau Rósa og Natan voru tvær eldsálir sem unnust taumlaust og tiáðu hvort öðru ást sína í h'óðum. Ólafur eiginmaður Rósu var aftur á móti utanveltu í þessum félagsskap. Mynd: Sigurður Valur Sigurðsson. Angurs stranga leið er löng síðastliðinni Þorláksmessu voru liðin 200 ár frá fæðingu Rósu Guðmundsdóttur, sem flestir fulltíða íslendingar þekkja mæta vel sem Skáld-Rósu eða Vatnsenda-Rósu. Margir kunna fleygar og sígildar vísur þessarar glæsi- Skáld-Rósa - oft nefnd Vatnsenda-Rósa - varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hún er með beztu skáldkonum fyrri alda og þessi gáfaða mæðumanneskja gat gætt vísur sínar slíkum töfrum að þær lifa enn góðu lífí. GÍSLISIGURÐSSON tók saman legu og gáfuðu konu, sem varð þjóðfræg fyrir þær og ástamál sín og virtist sjaldan geta orðið samferða hamingjunni. Á litlu svæði norður í Eyjafirði varð á skömmum tíma ótrúleg uppspretta skálda. Undanfari þeirra er Jón Þorláksson á Bæg- isá. Rósa fæðist í næsta nágrenni að Arn- gerðarstöðum í Hörgárdal 1795 og er orðin 24 ára þegar skáldið á Bægisá fellur frá. Fáeinum mánuðum á eftir Rósu, fæðist Hjálmar Jónsson, löngum kenndur við Bólu, á Hallandi handan fjarðarins og liðlega 11 árum yngri en Rósa er svo drengur sem fæddist á Hrauni í Öxnadal og þjóðin þekk- ir sem „listaskáldið góða". Á 200 ára afmæli Skáld-Rósu hefur kast- Ijósinu enn einu sinni verið beint að atburð- um norður í Húnaþingi, sem stóðu henni nærri og höfðu mikil áhrif á næmt geð hennar. Astin hennar eina á tímabili, Natan Ketilsson, var myrtur eftir að hann hafði loksins yfirgefið Rósu. Frá þeim atburðum segir í kvikmyndinni Agnesi, sem frumsýnd var í lok síðasta árs og má segja að þeir hafi staðið þjóðinni ljóslifandi í minni þótt liðin séu 167 ár. Rósa var ekki með neinum hætti aðili að þessu harmsögulega máli, en allir vissu um missi hennar, ekki sízt vegna þess sem hún orti. ÖRLAGARÍK VlST Svo farið sé fljótt yfir uppvaxtarsögu Rósu, þá fluttist hún 7 ára gömul með foreldrum og systkinum að Fornhaga í Hörgárdal, um 5 km frá amtmannssetrinu Möðruvöllum. Búskapurinn hjá Guðmundi í Fornhaga gekk bærilega að þeirrar tíðar hætti; ekki var kallað að þar væri fátækt, en vitaskuld allt af skornum skammti. Andlegt fóður var ekki á marga fiska; fáeinar guðsorðabækur og handskrifaðar sögur sem stundum gengu milli bæja. Það telst hinsvegar sérstætt, að í Fornhaga var til uppskrifað handrit af Hávamálum. Að líkindum fór Rósa ung að kasta fram stökum, en níðvísur að hætti hins unga Hjálmars Jónssonar, sem kom sér í vand- ræði í næsta nágrenni, lét hún alveg eiga sig. Rósa hefur átt betri daga á sínu æsku- heimili en Hjálmar, sem flæktist bæ frá bæ. Engar heimildir eru fyrir því að þau hafi hitzt eða þekkst. Þann skugga ber þó á unglingsár Rósu, að 12 ára missti hún móður sína og tók eldri systir hennar þá við bústýrustörfum. Það varð fljótlega ljóst þegar Rósa fór að vaxa upp - og hefur bezt sést við kirkju á Möðruvöllum- að heimasætan í Fornhaga bar af öðrum ungum stúlkum. Til er svo- felldur vitnisburður frá fólki sem var henni samtíða og þekkti hana vel: „Hún var e'mkar fríð sýnum, svipurinn fyrirmannlegur og þó góðlegur, vel máli farin, gáfurnar skarpar og fjölhæfar', skáld- mælt var hún svo vel að hún ortijafn hratt og hún talaði og þótti þó kveða (þ.e. yrkja) betur en flestir hagyrðingar um þær mund- ir. Því var hún kölluð Skáld-Rósa. Lundin var létt og glaðvær; var henni einkar vel lagið að gleðja hvern sém hryggur var. Færði hún og jafnan hvert mál til betri vegar. Var hún elskuð og virt^f öllum er við hana kynntust, og kölluð höfðingskonu- efni" Það hefur verið viðburður sem jafna mátti til skólagöngu þegar þessi efnilega stúlka var vistráðin á amtmannssetrið á Möðruvöllum. Um þá vist og kynni Rósu við hinn unga skrifara amtmannsins, Pál Þórðarson frá Melstað, hefur margt og sumt misvísandi verið skrifað. Með þeim tókust kynni sem urðu Rósu tilefni til einhverra eldheitustu ástarljóða sem ort hafa verið á íslenzku. Þar á meðal: Augað mitt og augað þitt, og þá fögru steina mitt er þitt, og þitt er mitt, þú veizt, hvað eg meina. Rósa hélt sig við ferskeytluformið; hefur líklega ekki álitið að hún væri skáld og ekki einu sinni haldið því saman sem hún orti, eða skrifað það upp, nema þá ljóðabréf- ið til Natans, sem síðar verður á minnst. En vísurnar hennar urðu fleygar jafnframt því að hún var milli tannanna á fólki. Og fyrir hvað? Fyrir það til dæmis að hún, bóndadóttirin innan úr Hörgárdal, væri að stofna til náins kunningsskapar við yfirstétt- ardrenginn á Möðruvöllum, sem allir vissu að átti að ganga að eiga amtmannsdóttur- ina, Önnu Sigríði. Amtmannsdóttirin hafði að vísu látið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.