Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Blaðsíða 7
Iqoatl, guð austanvindsins. Varascar stundaði skógarhögg, akur- ka sína litaði þetta fólk með sterkum ið vinna úr náttúruefnum eins og sést á þessari fresku. inntakið skilar sér fullkomlega. Þetta er pólitísk list, er greinilega ætlað að vera það og er pöntuð sem slík. Bæði frá hendi stjórnvalda og höfundanna eru þessi myndverk liður í sjálfstæðisbaráttu Mex- íkó- en með sögulegu yfirliti. Fyrst í röðinni er risastór freska eftir Rivera í Þjóðarhöllinni. Þar er saga hinna stóru átaka sögð, en þessi aðalmynd er fremur dauf i litum og ekki heldur eins góð í teikningu og sumar þær sem málar- inn vann síðar. Hann hefur ekki alveg verið búinn að finna sinn rétta takt og gerir það ekki að mínu mati fyrr en í smærri freskunum á öðrum stað í Þjóðar- höllinni. Einmitt þær myndir birtast hér; myndir þar sem málarinn gægist lengra aftur í þjóðarsöguna og lítur á framlag og menningu einstakra indíánaþjóða, svo og stórborgina Tenochtitlan. Diego Rivera var heppinn að vera fædd- ur í Mexílcó en ekki á íslandi. í fyrsta lagi hefði enginn falið honum að vinna söguleg og frásagnarleg myndlistarverk á íslandi. í annan stað hefðu þeir sem voru að meðtaka stórasannleik frá París bara púað á hann. Að einu leyti hefði honum þó verið borgið; Diego Rivera var sanntrú- aður kommúnisti. Réttir menn hefðu sett hann á réttan stall. Meinið er bara að á þeim stalli gerðist ekki neitt sem hugsan- lega gat vakið athygli umheimsins á okk- ur og íslenzkri list. | Gísli Sigurðsson. Á valdi vínguðsins III Hver er alki? Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON 3. Raunsæi DRYKKJUSIÐIR geta verið með mjög ólíku móti á yfirborðinu og fara þá eftir mönnum og aðstæð- um. Líklega eru þeir þó alltaf til komnir af svipuðu tilefni þótt menn kunni að vera sér óvitandi um hvað þeir eru að gera. Áfengisdrykkja er hlé, hlutlaust skoð- uð, sem sumum verður á að framlengja endalaust. Helsta ástæðan er stjórnar- kreppa einstaklings, þrástaða frammi fyrir sambúðarvanda við minningu um yfirvald ef ekki annan raunverulegri af því tagi. Úrræði drykkjumannsins, einkaheimur hans, er vissulega undanhald frá þeim sem ráða lífi hans og hann fær ekki þolað, hver sem rökin annars eru fyrir því undanhaldi. Já, stjórnarkreppa í sálinni kann að vera kjarni málsins. I annan stað er drykkja félagsþörf sem ekki fæst fullnægt; drykkj- usiðir allir eru af félagslegum toga og það hversu sérsinna sem íslenskur drykkjumaður kann að reynast. Hann fann ekki upp áfengið, ekki fremur en skáldið ljóðið. Sídrykkja er háttalag sem margt á sameiginlegt með leit að trúarlegum hljómgrunni enda reynast trúarbrögð oft haldbær- ust aðferð drykkfelldum til að halda sér þurrum, - og dregur það ekkert úr alvöru málsins á hvorn veg sem er litið. Drykkja í þróaðastri mynd, þeirri sem sjá má á frönskum veitingahúsum, er náskyld helgileikhúsi trúar- bragðanna. Og öll þekkjum við hlutverk vínsins í helgihaldi kris- tinna manna. Alkinn En hver er drykkfelldur og hver ekki? Með alka á ég ekki við þann sem dettur í það um helgar og er fullur í einhveijar klukkustund- ir í senn, þótt slíkt sé engin hófdrykkja heldur; ég á við þann sem vaknar til glass- ins að morgni og sinnir svo vínhneigð sinni svo dögum skiptir, hættir helst ekki fyrr en úthaldið brestur, heilsan fer að bila og ótti við dauða og tortímingu tekur við af Bakkusi. Ég á við drykkjumanninn sem situr heima yfir glasi og ýmist þusar eða dottar, þann sem felur flösku í Borgundar- hólmsklukkunni og er svo dottinn í það þrátt fyrir loforð. Sá sem þykist geta hætt en hættir ekki, og hefur hveiju sinni _sem hann fellur nýja skýringu til reiðu. Ég á við þann sem heldur að allt sé við hið sama og var í fyrra, en aðrir sjá að ráð hans er brenglað allt, málfar, svipbrigði og valda- taumar vínguðsins yfir honum. Ég á við þann sem er dögum saman með glasið við höndina, og ber sig eins og ódrukkinn væri nema er frakkari til orðs og æðis en hann á að sér ef glasið er ekki innan seilingar. Ég á einnig við þann sem á löng símtöl við kunningjana um hvað fyrir hafi borið á síð- asta fylliríi, lætur aðra segja sér af skamm- arstrikunum og býsnast yfir ósköpunum. Ég á við þann sem lögreglan ekur heim að dyrum og þarf ekki að spyija hvar býr, krakkarnir heyra brölt og bölv á ganginum. Móðirin kemur þeim í skólann að morgni, sjálf á leið til vinnu. Og karlinn horfinn að heiman sömu erinda þegar hún kemur að krökkunum yfir vídeóinu síðdegis. Ég á við eldhúsheimspekinginn, sem leysir allar gát- ur við eldhúsborðið fyrir börnin, hljóð og tortryggin, og grætur svo misheppnað líf sitt undir iniðnætti. Ég á við þann sem dettur alltaf í það þegar hann á pening, fer með bankainnstæðuna á drykkjutúr, hefur svo lag á að bæta sér upp með láni. Og ég á við þann sem neglir konuna fullur fyrir að þiggja ekki tilfinningar hans og mann- dóm, - og helvítis heiminn í leiðinni. En ekki er það heldur dæmalaust að karlar búi við konu sem ofurseld er þessu sama heimilisböli. Ég á líka við konuna sem byltist æpandi á gólfinu, formælir ónýtum manni til allra hluta. Þá konu einnig sem læðist að heiman til vinkonu eða hver veit hvert til að drekka og skríður svo þegjandi í fletið að morgni. Ég á við þá sem endur- lifir hippaárin uppáklædd yfir rauðvínsblett- óttum plötum; og er komin í sterkt. Ég á við þá sem alltaf drekkur glasi um of á skemmtunum og þegar heim kemur skammar hún náttlangt allt og alla Og ekki síst á ég við þá konu sem sullar öll kvöld; lítt drukkin framaf en sofnar svo kófdrukkin út frá Stöð tvö á óljósum tíma nætur. Sum hjón drekka náttlangt saman, músikin á fullu, rífast þegar verst lætur, hún æpir, hann öskrar, - og aldrei betra að gera það en eftir rifrildi. Fólk sem orðið er að draugum án þess að horfast í augu við það. í dyrunum glottir leigubílstjóri með nýja flösku að öllu og engu. Og börnin á rölti, glaðbeitt; pabbi er aldrei gjafmildari en fullur! Ég á við þann sem liggur í köldufiogum eftir fylliríistúr og skelfur svo að hriktið í rúminu heyrist milli herbergja. Pabbi er veikur. Þann sem hefur farið oft í meðferð sem heitir sölutúrar á máli konu hans. Þann sem brosir afsakandi þegar hann man ekki það sem gerðist áðan, það er alveg að koma, og hefur á næstu andrá gleymt að hann var að reyna að muna eitthvað. Þann sem drekkur vegna þess að uppistöð- ur hugsana hans eru marklaust rugl og reynir með þessu móti að réttlæta ruglið. Pabbi er rugludallur. Mamma er alvara májsins. Nú eða á hinn veginn. Ég á við alkann, athyglisfíkilinn í heima- leikhúsi drykkjunnar. Ofstjórn er hvergi varasamari en í fjöl- skyldumálum. Þótt heimilisreglur eigi að heita skynsamlegar, gerir mikil reglufesta meinlausar vitleysur að ófriðarefni og þá líklega mannlegan þátt sem miklu varðar fyrir uppeldi og sjálfsuppeldi barna og for- eldra. Áfleiðingin getur orðið verulegur misþroski, ekki síst ef öll áhersla er á það lögð að gera heimilið að vel rekinni fjár- málastofnun. Heimili manna eiga þvert á móti að vera griðastaðir fyrir ófullkomleika. Á góðu heimili hlæja menn ekki nema þeir þurfi, hversu miklir viðhlæjendur sem þeir eru á vinnustað; gráta ef þeim finnst þeir mega til, og bulla svo lengi sem enginn hefur ama af, - ódrukknir. Þannig er hið opna heim- ili. Það er ekki leikhús. Hlutverk eru að vísu fyrir hendi í fræðilegum skilningi en þau eru opin, þau eru aðeins farvegir að hjartanlegra samneyti. Á hinu opna heimili leggja foreldrarnir heldur ekki áherslu á að endurtaka fyrri fjölskyldumynstur sín enda hefur náttúran séð þeim fyrir meðalvegi með samruna þeirra í afkvæmunum. Nýtt fjölskyldulíf er í mótun og framgangi samkvæmt vali og samkomulagi; ekki endurtekning hinna fyrri nema í minni háttar atriðum. Um flest framangreint gegnir öðru máli í heimaleikhúsi drykkjumanns eins og kom- ið hefur fram. Helgihald Það er engin furða þótt mörgum verði á að kveða vínandann sér til fylgilags svo lítið sem lagt er upp úr hinni fornu dyggð, samræðulistinni, núorðið. Við lifnaðarhætti sem svo hefur sneiðst um að menn setja allt sitt traust á tryggingar og ellilífeyri, kveðja menn andann sér til fulltingis, til að hafa upp á dýrinu í sjálfum sér, - ef þeir þá ekki leggjast í sveppaát. Trúarþörf og fíkn renna saman, helgisiðir og víma vegast á. I daglegu lífi okkar teljumst við vits- munaverur og látum skynsemina ráða. Sjálfsskynið ristir að sama skapi grunnt. Varúlfur í kvikmynd, að hálfu maður og að hálfu dýr, er myndgervi græðginnar; ófreskja sem drekkur í sig lífskraft manna. Við meinum eitthvað með því að gefa slíkum táknum hlut- deild í lífí okkar, þótt ekki sé nema í bíó, en við skiljum ekki táknmál af því hispursleysi sem menn gerðu fyrr á tíð. Krafan er um beinskeitta, einfalda upp- lýsingamiðlun þar sem skemmst leið milli tveggja punkta er bein lína þótt allar aðrar leiðir séu greiðfarnari draumlífí okkar og undirvitund. Kannski hrollvekju- meistarinn Peter Cushing hafi talað skýrast til okkar um fíknir í gervi Dracula greifa, blóðugur um varir og hvítmatar í augun undir háu enni og afturstroknu hári, agi, stíll og nautnaæði stefnir allt á einn og sama veg. Okkur hefur lærst að halda draumtáknum frá orðræðu skyn- seminnar, eftirláta óviti okkar sjálfra að vinna úr þeim. Njóta slíkra frumþanka aðeins í vímu. Svo vaknar fíkill upp frá helgi- leik og draumi um heimsnet vis- kunnar til óra og tómleika allsg- áðs manns. - Og við stundum líka leikhús drykkjunnar til að halda vá geðóranna frá dyrum okk- ar, - notum áfengi í sama skyni og forn- þjóðir flóknar siðvenjur til að bægja frá sér illum öndum. Það teljast mannasiðir að bregða þá aðeins út af venjum að maður kunni fótum sínum forráð. Og á hinn bóg- inn við hæfi að halda stíft í venjurnar þeg- ar ekki er annað til ráða. Stúka templara, þessarar heittrúarmanna edrúmennskunn- ar, er sniðinn til að svara svo bernskum þörfum, hún svarar um margt til sýniþörf drykkjumanns, er leikhús og trúarbrögð í senn. Önnur aðferð en drykkjumannsins til að dýrka vínguðinn. Á fundunum skrýðast templarar kyrtlum, möttlum og öðrum helgitáknum í því skyni og nánast hver hreyfing er fyrirskrifuð. Ándstæða templarareglunnar eru AA- samtökin, en þjóna samt sama tilgangi. Þessi samtök hirða síður um form, en leggja áherslu á gagnkvæman stuðning þeirra sem drukkið hafa frá sér sjálfstæð- ið. Þessi alþjóðlegu samtök eru líklega hin einu í frumkristinni mynd sem hlotið hafa viðurkenningu ríkisvalds nokkurs staðar á byggðu bóli enda eru stjórnleysingjar íhaldssömum valdsmönnum fyrirboði alls- heijarhruns og því óhæfir hvernig sem á er litið. Stjórnleysingjar búa með róttæk- ari hætti en aðrir yfir getu til að byrja alveg að nýju. Sælt er sameiginlegt skipbrot. Á AA- fundum ríkir auðsveip samstaða manna sem vita af tálbeitu freistarans skammt undan og að hún tærir sjálf manna með óskiljan- legum hætti. Væru fundarmenn ekki svona alteknir af skipbroti hver annars ætti að vera hægt að virkja samstarfsviljann, beita AA-samtökunum, þessari alþjóðlegu áfalla- hjálp, til bjargar heimsbyggðinni allri frá óhófsneyslu. Ekki veitir af! Því að hver er ekki fíkill í neyslusamfé- lagi? Höfundur er ríthöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2.MARS1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.