Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Blaðsíða 4
LE MAIRE-sund í Suðurskautsálfu. Á heimsenda II Til Suður- skautslandsins að var komið fram í desember 1993. Ég var stödd á þilfarinu á Professor Molchanov, fleyt- unni sem bar mig kringum Svalbarða forðum. Ég hafði meira að segja fengið gamla klefann minn aftur. Nú lá Prófessorinn við bryggju í ÁSuðurskautslandinu er auðjörðímiklum metum. Fuglar geta til dæmis ekki gert sér hreiður nema snjó taki upp og hreiðurstæði eru sjaldhitt, enda þyrpast fuglarnir saman þar sem þau fínnast. Þar viða mörgæsirnar að sér steinum í hreiður sín. Eftir TERRY G. LACY bænum Ushuaia sem er öllu sunnar á hnett inum. Við höfðum komið flugleiðina og lent fyrst í Rio Grande norðarlega á eyj- unni þar sem flatlent er og hrjóstrugt en síðan flogið yfir hrikaleg og snæviþakin fjöll og vorum sem sagt komin til Ushua- ia. Þennan bæ stofnaði Englendingur nokk- ur og var hér fyrst trúboðsstöð en síðar fangelsi, tilvalið vegna þess hve afskekkt þetta er og lítil hætta á stroki. Nú búa 30 þúsund manns í bænum og hann fer vax- andi enda er risinn þar rafeindaiðnaður og stórfyrirtæki á borð við Grundig hafa stofn- að útibú. Við sáum vel yfir bæinn þegar við sigldum út Beagle-sund. Tilsýndar virð- ist hann bandarískur fremur en suðuramer- ískur. Nýlegar timburhúsabyggðir teygjast upp skógivaxnar, sígrænar hlíðarnar. Us- huaia er aðsetur héraðsstjórnar. Það hérað telja Argentíumenn ná allt til Las Malvinas (Falklandseyja). Þeir halda því líka fram, þvert gegn alþjóðasamningum, að það nái yfir sneið af Suðurskautslandinu, sneið sem skorin væri frá suðurpól til sjávar. Við ætluðum að kanna Suðurskautsskagann svonefnda — og hann er einmitt í þessari „sneið af Argentínu". Það tók okkur tvo daga að komast yfir Drake-beltið, sem sagt er vera illskeyttasta siglingaleið á jörðunni. Þar er ekki lengur land til hlífðar, vindarnir æða viðstöðulaust hringinn í kringum hnöttinn. Albatrosar, mávar og sæsvölur steyptu sér í sífellu allt umhverfis skipið. Einn daginn skein sól eft- ir hádegi og endaði með því að setjast undur- fallega en þetta var jafnframt fyrsta og eina sólarlagið er við sáum í þessari ferð. Nýr skipstjóri var tekinn við en stýrimað- urinn og margir hinna í áhöfninni höfðu verið með í Svalbarðaferðinni. Gæfan hafði brosað við þeim, þeir höfðu orðið fastar tekjur og voru betur staddir en fjölmargir landar þeirra. Þeir höfðu líka tekið stórstíg- um framförum í ensku á því hálfu öðru ári sem liðið var. Reyndar hafði enskukunn- áttan engin verið, en nú gátu þeir látið ýmis orð falla og tóku á móti mér með miklum fagnaðarlátum. Ein kvennanna talaði þó aðeins grísku og rússnesku. Eitt sinn kom ég að henni einni og notaði tæki- færið, benti á hana og sagði „þú" en því næst á mig sjálfa og sagði „ég - Sval- barði". Það glaðnaði yfir henni, hún faðm- aði mig og kyssti og sagði einhver reiðinn- ar firn á rússnesku. Ekki skildi ég orðin en merkingin fór ekki á milli mála. Snemma morguns hinn 20. desember komum við inn í heimskautssjóinn og það sást óðar á mælinum í brúnni. Eftir tvo, þrjá tíma var sjávarhiti orðinn nokkrum stigum lægri en hann hafði verið. Það skipti líka um fuglategundir þegar við nálguð- umst ísinn. Lofthitinn var ýmist rétt undir frostmarki eða féll niður í 6-8 gráður. Svo kalt hafði aldrei orðið í Svalbarðaferðinni. EINMANA PÓLVERJAR Við sigldum fyrir King Georgs-eyju sunnanverða og vörpuðum akkeri í Admir- alty-flóa. Við fórum í land hjá Arktowski- stöðinni. Þar voru Pólverjar fyrir og fögn- uðu okkur vel. Trúlega hafa Sovétmenn lagt sinn skerf til stöðvarinnar hér áður fyrr en nú reka Pólverjar hana einir. Stöðv- arbúar lögðu kapp á að selja okkur minja- gripi, buðust m.a. tii að stimpla í vegabréf- in okkar fyrir hæfilega þóknun. Þessir menn dveljast þarna allan ársins hring. Þeir hafa lítinn vélbát til umráða og geta því róið til fiskjar. Þeir búa í timburskála sem stendur á stólpum. Hann er ekki til- komumikill utan að sjá en innan er hann þiljaður og allur hinn notalegasti. Þeim var greinilega eftirsjá að okkur. Einn þeirra reyndi einkum að fá mig til að dvelja um nætursakir. Á veturna heimsækja þeir Argentínumenn sem hafa setu þarna á fjór- um stöðum, en mér fannst þeir ósköp ein- mana. Um kvöldið gerði þykka þoku. Stýrimað- urinn varð tekinn til augnanna enda mátti hann ekki líta af ratsjánni. Við hefðum getað siglt á ísjaka. En morguninn eftir skein sól í heiði og Suðurskautslandið blasti LE MAIRE-sund í Suðurskautsálfu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.