Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Blaðsíða 5
við i allri sinni dýrð. Við sigldum framhjá argentínsku byggðarlagi, 100 manna bæ. Við sigldum sem leið lá gegnum Suður- skautssund og inn á Weddellshaf. Við gerð- um okkur vonir um að geta skoðað mör- gæsir en veðrið gerði okkur grikk, vindur- inn náði nærri 70 hnúta hraða og gúmmí- bátar eru ekki sjófærir í slíku veðri. Merkilegt þótti mér að koma til Decep- tion-eyjar. Eyja þessi er askja og gýs enn við og við. Hún umlykur stóran flóa sem minnir á bækistöðvar sjóræningja. Reyndar höfðu hvalveiðimenn aðsetur þarna forðum daga. Inn í flóann liggur grunnt og þröngt sund. Við lónuðum inn eftir því og gengum á land. Þar hittum við fyrir litlar mörgæs- ir og Weddell-seli. Svo reikuðum við um hvalstöðina gömlu, sem nú liggur í rústum. Þennan dag var þoka í lofti og grámósku- legt um að litast. í hvalstöðinni var allt ryðbrunnið. Hlíðarnar niður að flóanum voru þaktar svartri ösku eftir gosin 1969 og 70. Staðurinn var því ekki sérlega upp- lífgandi. Við sigldum áfram inn í eyjuna, alveg inn í Pendulum-vík þar sem sjórinn er heitur á bletti uppi við ströndina. Mér skilst að hveravatnið hafí verið mjög bland- ið köldum sjó og heldur hráslagalegt til sunds. JÓL Hjá Cuverville-eyju Aðfangadagskvöld. Lágum við festar hjá Cuverville-eyju. Matsveinninn okkar þýski matbjó gæs. Frábær máltíð. Logndrífa. Sjórinn þakinn klakahröngli. Við „björguð- um“ unga fólkinu sem var í rannsóknar- stöðinni kenndri við Scott, leyfðum því að fara í sturtu og gáfum því gott að borða. Þetta eru átta manns. í stöðinni er gisinn kofi, sem hvorki stenst snjó né vind, en fólkið sefur í tjöldum. Það leifir ekki af því að hægt sé að elda þarna. Þessi ung- menni hefðu átt aumleg jól ef okkur hefði ekki borið að garði. „Rannsóknirnar" sem þau stunda eru í hæsta máta vafasamar. Þau láta sér nefnilega nægja að telja ferða- menn og koma í veg fyrir að þeir sóði heimskautslandið út. Nú orðið koma 8.000 manns á ári. Við fórum nákvæmlega að reglum ferðaskrifstofunnar, átum hvorki né drukkum neitt í landi og gættum þess að skilja ekkert rusl eftir okkur. Jóladagur. Komum til meginlandsins. Tókum land í Neko-höfn. Mörgæsir. á hreið- rum og hvítir slíðurnefir á vappi. Til- komumiklir, snæviþaktir tindar. Sjórinn spegilsléttur og speglar allt með ólíkindum greinilega. Nú var blæjalogn í hálfan ann- an sólarhring. Viðbrigði eftir fárviðrin sem við höfðum lent í. Ég fór í frábæra skoðun- arferð á gúmmíbáti, við sigldum yfir Skont- orp-vík og inn á Paradísar-flóa. Þá bar nokkuð ótrúlegt við. Hrefna, dýr sem ann- ars er ákaflega fælið, kom til okkar og fór að skoða okkur. Hún synti í áttina til okk- ar, kom úr kafi, stakk sér og kafaði djúpt undir bátinn og synti nokkra hringi í kring- um okkur. Vatnið var svo ótrúlega tært að ég sá hana alltaf greinilega. Hún kaf- aði svo djúpt að drykklöng stund leið frá því að hún lagði af stað upp á við og þar til hún kom upp úr sjóskorpunni. Hrefnan skaust lóðbeint upp úr sjónum við bátshlið- ina og leit öðru auganu á mig — og ekki var nema metri á milli okkar. Ógleyman- legt. Neyðst til Að Snúa Við Enn var haldið suður á bóginn. Ætlunin var að komast alla leið að suðurskauts- baug. Veðrabrigði enn á ný, sólskinið magnaði bæði hafblámann og himinblá- mann en jafnframt fór að hvessa svo að íshrönglið þéttist og jakar skeyttust saman og þetta olli því að okkur miðaði afar hægt, ferðin var ekki orðin nema tæpir )rír hnútar. Að lokum neyddumst við til að snúa við, vorum þá stödd á 66 gráðum og 8 mínútum suðlægrar breiddar og áttum 22 breiddarmínútur ófarnar að baugnum. Selir flatmöguðu á ísjökum. Einu sinni sá ég hvar keisaramörgæs og adelie-mörgæs stóðu hlið við hlið á jaka eins og faðir og sonur, keisaramörgæsirnar eru svo miklu stærri en hinar. Og enn á ný varð allt hvítt, alhvítt svo langt sem augað eygði. Við vorum umlukt ís. Hvemig sem við lét- um komumst við ekki sunnar. Við kom- umst álíka sunnarlega og ísland er norðar- lega. Eitt sinn í Svalbarðaferðinni varð mér hugsað hvernig við ættum að bjarga okkur ef við yrðum skipreika. En þar voru flettir trjábolir á ströndinni, nóg til að reisa kofa og kynda bál. Auk þess báru leiðsögumenn- irnir byssur, þeir hefðu getað varið okkur fyrir ísbjömum og skotið gæsir til matar. A þetta var að líta þótt útlitið hefði vissu- lega ekki verið gott. Á Suðurskautslandinu áttum við hins vegar allt undir skipinu. Þar sá ekki í auðan sjó nema svo sem metra breiða rönd meðfram landi og hvergi nokkurs staðar kom ég auga á nýtilegt efni af nokkm tagi. Strendurnar vom tand- urhreinar, algerlega ósnortnar. í gamla daga veiddu landkönnuðir seli og mörgæs- ir sér til matar, en við gátum ekki hag- nýtt okkur neitt sem hér var að hafa nema andrúmsloftið eitt og svo bráðinn snjó til drykkjar. Við áttum líf okkar undir skip- inu, rétt eins og líf geimfara er undir ferj- unni komið. Menn hafa kannað Suður- skautslandið þvert og endilangt. En þeir eiga ekki heima þar. HORFST í AUGU VlÐ SÆFÍL Utsýnið var alveg jafn yfirþyrmandi á leiðinni til baka. Við komum við hér og hvar, meðal annars í mörgæsabyggðum og töldum fimm tegundir af fugli þessum. Það var mikið fjör á meðal sæfílanna á Suður-Hjaltlandseyjum, karlar og kerlingar veltust hvert um annað þvert. Þoka, súld, heldur ömurlegt veður — en ofurlítill gróð- ur. Gróður höfðum við varla séð frá því að við létum úr höfn í Ushuaia. Sæfíll nokkur, urta, vék sér að mér, ég virtist hafa tekið stæðið hennar. Við horfðumst í augu drykklanga stund. Augun í henni voru alveg kringlótt, mjög dökk, engin hvíta sjáanleg. Hvað skyldi hún hafa verið að hugsa? Var henni illa við mig? Eða lék henni Iíka forvitni á þessari framandi veru? Eitt var þó ljóst: Það var best að ég færði mig. Á Suðurskautslandinu er auð jörð í mikl- um metum. Fuglar geta til dæmis ekki gert sér hreiður nema snjó taki upp og hreiðurstæði eru sjaldhitt enda þyrpast fuglamir saman þar sem þau finnast. Þar viða mörgæsirnar að sér steinvölum í hreið- ur sín. Þar eð auða jörð og steinvölur er óvíða að fínna gefur að skilja að steinvölur em dýrgripir á þessum slóðum. Það er þá ekki heldur nein furða að mörgæsir veija dijúgum hluta vökutíma síns til að safna steinvölum, stela þeim meðal annars hver frá annarri. Sumarið á Suðurskautslandinu er að vísu fögur árstíð en kalt er það og miskunnarlít- ið. Það hlýtur að taka sérstaklega á kraft- ana að koma ungum upp í slíku tíðarfari, en sjórinn er auðugur að kríli og það er undirstaða dýralífs á þessum slóðum. Mör- gæsirnar éta krílið og æla því upp í unga sína, pardusselirnir éta kríli og mörgæsir, skúmamir éta mörgæsir og slíðurnefirnir kroppa sér næringu úr driti. Mörgæsir em sídritandi hvar sem þær eru staddar. Þær lyfta stélinu, spræna rauðri og illa þefjandi bunu aftur úr sér og draga heilan metra. Allt er útatað í driti og sér talsvert á mörgæsunum af þeim sökum en þær kæra sig kollóttar. Á Svalbarða sló því einu sinni niður í mig að mannskepnan væri glómlaus, hún þyrfti ævinlega að fara svo langt sem hún kæmist þótt hún ætti þar alls ekki heima. í Suðurskautsálfu datt mér í hug að náttúr- an væri alveg jafn glórulaus. Það var sama hvert við komum, hvarvetna voru mörgæs- ir að beijast sinni hörðu lífsbaráttu og neyttu kraftanna til hins ítrasta. Svo otuðu þær goggum í loft upp og görguðu af æsingi. Höfundur er kennari við Háskóla islands. ELÍSABET KRISTÍN JÖKULSDÓTTUR Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig Ég er þessi fugl með titrandi hjarta. og þori ekki að sofa. Hugsa látlaust um að ég muni ekki vakna ef ég sofna. Ég er þessi fugl með gula litla tösku. Ég er að yrkja Ijóð þau eru öll um svefninn. Góði guð. Viltu hiðja engil um að gæta mín í nótt. Engil með vængi. Ef einhver skyldi koma. Engil með kuðunga og vængi. Nóttin, nóttin, ég bið um fullt fang af myrkri. Og logandi Ijós, svo myrkrið sjáist. Ég græt ekki með augunum. Allan tímann reyni ég að forðast það sem ég vil segja, til að koma því í orð. Orð. Guð. Ást. Líf. Trú. Von. Þrá. Vit. Haf. Egg og bók. Og svo erum það við. Allan tím- ann. Og hljóð. Allt gefur frá sér hljóð. ÖII þessi orð. Hvaða hljóð hefur Ijósið. Eða tárið. Höfundur er skáld ( Reykjavík. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók skáldkonunnar, sem ber sama heiti og Ijóðin sem hér eru birt, en undirtitill er „Sorgarljóð”. Bókaútgáfan Viti menn hefur gefið bókina út. INGIBJÖRG M. ALFREÐSDÓTTIR Þegarþú kemur Ég hef komið illa undan snjónum þetta árið. Er of þreklítil til að hlaupast á fjöll. Verð að láta mér nægja landslagsmyndir úr sjónvarpinu. En þegar þú kemur lyfti ég vetrinum aföxlunum ogset upp fjallabrosið. Ljóðið birtist í Lesbók 10. febrúar sl. Þar sem meinleg villa varð í því, er það endur- birt hér. Höfundur og lesendur eru beðn- ir velvirðingar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. MARS1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.