Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Blaðsíða 9
NORTHWES; <P C) Huétm flói ERRITORITIES, M Naskapi,,/ Q U E B E C / Montagnais.-/ ,NEW ^UNSVICK Blood Algonkit FAGURLEGA unnir leðurskór Ojibva-indí- ána með skreytingum; annað parið með legg- hlífum. Teikninggerð eftir guða-og vættamynd- um, útskornum í bein. STÁSSLEG taska eða burðarpoki fyrir smádót, sem indíána- konur notuðu. Það er ung Ojibva-indí- ánastúlka, sem á heiðurinn af þessum grip. INDÍÁNASLÓÐIR í Kanada. Algonkian-indíánar skiptast í nokkra undir- flokka og eru heimaslóðir þeirra merktar inn á kortið. Nágrannar Vestur- íslendinga við Winnipegvatnið hafa verið Cree-indíánar. NÆSTU nágrannar okkar meðal kanadískra indíána eru þeir sem nefndir eru Naskapar, og eiga heima á köldu og harðbýlu svæði á Labradorskaga. I Nágrenni V-íslendinga Algonkin-indíánar eru allt í kringum Winnipeg-vatn í Manitóba, en þar eru Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og skáld; útskrifaðist í mannfræði í Kanada. Hann er formaöur Vináttufélags (slands og Kanada. stærstu byggðir V-ísiendinga. Eru þar eink- um Ojibvar að sunnan en Krí-indíánar norð- anvert. Algonkin-indíánar stunduðu lítt fiskveið- ar, en létu sig þó hafa það í hallæri, og veiddu þá við hlið íslendinga og annarra innflytjenda frá Evrópu á Winnipeg-vatni. Fremur sóttust þeir þó eftir grávöru, til að selja skinnakaupmönum. Ber og jurtir tíndu teir einnig í körfur sínar. Síra Ásgeir Ingibergsson, prestur frá ís- landi, telst til síðari tíma útflytjenda til Kanada. Honum sagðist svo um prestskap sinn meðal Krí-indíána, við undirritaðaðn, áirð 1981: „Næsta kallið mitt var til Kanada, og fór ég þangað árið 1968. Áshern, Manitoba, var um 600 manna bær, og var hann þjónustumiðstöð fyrir bændurna í kring. Um þriðjungur íbúanna nágrenninu var Vestur-íslendingar. íslendingar bjuggu flestir meðfram Winnipeg-vatni, og stunduðu aðallega holdanautarækt (eða „griparækt", eins og Deir kölluðu það). Indíánabyggðir eru allt í kring, og gjarn- an í nánu sambýli við íslendingana. Er hér um að ræða Krí-indíána. Stunda þeir fisk- veiðar með íslendingum á vatninu, og róa með þeim. Sérstaklega á þetta við um ann- an bæ, Vogar. Indíánar bjuggu í húsum byggðum af hinu opinbera, og unnu fyrir sér, bæði með fiskveiðum, og með því að leigja íslending- um slægjulönd. Þó eru atvinnuleysi og drykkjuskapur algeng meðal indíánanna. Aðaltekjur kaupmannanna í Ashern virt- ust mér vera af indíánum, sem komu þang- að til að eyða fátækrastyrk sínum frá rík- inu, í áfengi og fleira. Það kom fyrir að maður hitti indíána af íslenskum ættum. Ég man eftir tilfelli frá réttarhöldum í félagsheimili staðarins, en réttarhöld voru haldin þar fyrir nágrennið einu sinni í mánuði, þegar faranddómari kom í heimsókn. Þar var eitt sinn fyrir rétti mjög þeldökkur blendingur sem kallaði sig alíslensku nafni. Faðir hans reyndist vera íslenskur kaupmaður í indíánabyggð fyrir norðan, sem hafði gifst indíána. Ég hafði nokkur kynni af indíánum í mínu starfi, og komu siðir þeirra mér stund- um á óvart. Eitt sinn var ég t.d. kvaddur til indíánabyggðar í norðri, til að gefa sam- an indíánapar. Að aflokinni athöfninni kom brúðguminn til mín og sagði: „Þér varð á í messunni. Þú hafðir engin samskot, svo nú get ég ekki borgað þér.“ Seinna meir borgaði hann mér reyndar, á leið sinni suður til Winnipeg, í verslunarer- indum. Um leið og hann borgaði, kvartaði hann yfir því við mig að hann ætti ekki buxur sem hægt væri að láta sjá sig í í þéttbýlinu. Ég fór því með honum í verslun sem verslaði með notuð föt, til að kaupa á hann skikkanlegar buxur. Þetta var dæmigert fyrir indíána, þeir voru alltaf að ganga á lagið við þá sem höfðu einu sinni gert þeim greiða. Sérstak- lega urðu prestar fyrir barðinu á þessu, en þeir þóttu veikir fyrir, stöðu sinnar vegna, ef menn báðu þá um greiða. Það virðist vera mikið um lán meðal indí- ána: Einn þeirra sagði eitt sinn við mig að það væri erfitt að leggja neitt fyrir, af því þá vildu ættingjar hans strax ganga í það. Það virðist vera siður meðal þeirra að allir eigi jafnt. Ég held að það sé eitt af því sem varnar þeim að komast áfram. Einu sinni var ég við útför meðal indí- ána, sem ég minnist enn með hrolli. Allt fór sinn vanagang þangað til kistan var sigin í gröfina, og hinni kirkjulegu athöfn var lokið. Þá upphófust skyndilega óhemjulega skerandi kveinstafir hjá ekkju hins látna og öðrum konum. Það virtist engin stilling vera til, þær virtust sleppa sér alveg. Ekkj- an stökk síðan kveinandi niður í gröfina og ofan á kistuna." Nú búa indíánar i Kanada margir á vernd- arsvæðum fyrir frumbyggja. Hefur þeim gengið bagalega við að snúa baki við veiði- mannamenningu sinni og að fara í staðinn út.í sérhæfðar starfsgreinar iðnaðarþjóðfé- lags. Þó fer þeim nú fjölgandi sem ljúka háskólanámi. Gerast þeir venjulegir borgar- ar til jafns við innflytjendur frá Evrópu. Þó er fátækt þrálátari meðal indíána og eski- móa en annarra þjóðarhópa Kanada, vegna tryggðar við gamla hugsunarhætti veiði- mannamenningarstigs mannkyns. Nokkrar heimildir: Encarta (alfræðibók á tölvugeisladiski). Indians of North America, eftir Driver. Cultural Ecology, eftir Cox. Encyclopedia Canadian. Indíánar N-Ameríku trúðu að til væri einn guð: Var það andi, sem var uppspretta alls lífsins, og var án forms, og alls staðar nálægur. Freistuðu þeir að efla trúarupp- lifanir sínar með föstum, bænum og jafnvel með vímuefnum. Indíánar álitu að mikill skyldleiki væri með mönnum og dýrum og plöntum, enda væru þau öll sköpunarverk eins guðs. Almennt höfðu þeir minni áhuga á lífi eftir dauðann en t.d. kristnir menn, og ímynduðu sér það með líkum hætti og jarð- vistina. Mörg dæmi eru um að Evrópumenn sam- löguðust indíánamenningu, og gerðust indí- ánar, og öfugt. Mannfræðingar hafa því velt fyrir sér að hvaða marki þessar tvær menningar eru samrýmanlegar án þess að önnur verði að víkja. Svo virðist að indíána- uppeldi í bernsku komi í veg fyrir að viðkom- andi geti meðtekið Evrópumenninguna al- gerlega, hvað sem öðru líður. Hvað hernað snerti, fór hann þannig fram hjá flestum indíánum Ameríku, að litlir hóp- ar freistuðu þess að koma andstæðingunum að óvörum. Tíðasta ástæða vígaferlanna var líkast til sú, að þeir voru að deila um yfirráð yfir landsvæðum. Bardaginn fór fram ýmist á fæti eða úr barkarbátum. Var hann ýmist háður augliti til auglitis, með kylfum, stríðsöxum og rýt- ingum, eða þá álengdar, með spjótum og örvum. Hvað tónlist indíána Ameríku snertir, þá var söngur megintónlistarformið. Af hljóð- færum voru einkum trumbur og hristur notaðar til undirleiks. Þó þekktust flautur og blístrur einnig. Kanadískir indíánar fengu meiri frið fyrir ágangi Evrópumanna en flestir aðrir indíán- ar Ameríku, m.a. af því að þeir voru svo nytsamir sem veiðendur grávöru fyrir þá. Sér þessa enn stað í því að margir indíána- hópar stunda skinnaveiðar a.m.k. hluta árs- ins. Icmac iOVA SCOTIA ATIANTS- HAF LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2.MARS 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.