Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Blaðsíða 10
Aldarminning Björns E. Árnasonar Brautryðjandi í endurskoðun Sögnin að endurskoða merkir að fara í gegnum ákveðin gögn og rannsaka með samanburði við heimildir og að rannsaka þau á ný. Skilgreining þessi gæti átt við sagnfræði einkum þó þá grein hennar sem fjallar um heimildafræði. Svo er þó Björn E. Árnason Allt fram á sjöunda áratuginn voru íslenskir endurskoðendur skólaðir hjá Birni og margir þeirra störfuðu raunar hjá honum um lengri eða skemmri tíma. Eftir JÓN ÓLAF ÍSBERG ekki þótt margt sé líkt með skyldum. Starfs- heitið endurskoðandi hefur nær einvörðungu verið notað um endurskoðun á reikningshaldi fyrirtækja, félaga og stofnana. Það hefur þó mun víðtækari merkingu og endurskoðun getur náð til ólíkra þátta og fjallar ekki ein- vörðungu um fortíðina. Á síðari árum hefur stjómsýsluendurskoðun verið töluvert í sviðs- ijósinu en hún er angi af hefðbundinni endur- skoðun. Stjómsýsluendurskoðun af svipuðu tagi og Ríkisendurskoðun gerir er sífellt að aukast og er nú orðið talin nauðsynleg í lýð- ræðisþjóðfélagi. Fyrstu lög á íslandi sem tengjast endur- skoðun er að finna í tilskipun um sveitar- stjómir frá árinu 1872. Þar voru gefin fyrir- mæli um reikningshald og reikningsskil hreppsnefnda og jafnframt að hreppsnefndin öll eða maður á hennar vegum skuli end- urskoða reikninga sveitarfélagsins. Svipað ákvæði gilti einnig um kaupstaði og þegar Alþingi fékk framkvæmda- og löggjafarvald með stjómarskránni árið 1874 var þar að finna ákvæði um að hvor þingdeild kysi yfir- skoðunarmann reikninga. Árið 1878 var ráðinn sérstakur aðstoðar- maður á skrifstofu landfógeta, Indriði Einars- son skáld og rithöfundur, og eitt helsta verk hans var að endurskoða reikninga landsins. Indriði sem varð fyrstur íslendinga til að ljúka prófi í hagfræði árið 1877 segir svo frá í endurminningum sínum um tilurð þess að hann var ráðinn til starfans: „Þetta liðuga ár sem ég vann hjá landfóg- eta (Áma Thorsteinssyni) kom til tals að stofna sérstaka skrifstofu fýrir endurskoðun allra hinna sérstöku reikninga. Landfógeti vildi losna við þá byrði og í rauninni var ekki unnt að endurskoða jarðabókarsjóðsreikning landfógeta fyrir aðra en þann sem hafði alla aðra reikninga til samanburðar við hann. - Indriði gegndi starfi sínu til ársins 1918 og þótt verulegar breytingar yrðu á stjómar- háttum og stöðuheiti hans þá var starfi hans að mestu óbreyttur. Indriði var ætíð kallaður revisor upp á dönsku og orðið endurskoðandi mun ekki hafa fest í sessi fyrr en ámnum milli 1920 og 1930. Með innreið þingræðis árið 1904 og síðan fullveldis árið 1918 verða verulegar breytingar á íslensku stjómkerfi. Ábyrgt og ömggt reikningshald er einn af homsteinum lýðræðislegra stjómarhátta. Al- menningur verður að geta treyst því að emb- ættismenn og alþingismenn misnoti ekki opin- bert fé. Alþingismenn verða einnig að geta fylgst með því að stjómvöld noti fjármuni landsins á þann hátt sem fjárveitingavaldið segir til um. Grundvallaratriði í BÓKHALDI Venjulega er talið að miðöldum ljúki með landafundunum í lok 15. aldar en fleiri atburð- ir em þess valdandi að þá er talað um þátta- skil. Einn þeirra er útkoma bókarinnar Summa de Arithmetica, Geometria, Proportioni et Proportionalita eftir ítalska munkinn Luca Pacioii. Hann setti fram gmndvallaratriði í tvíhliða bókhaldi með því að skýra afstöðu rekstrarreiknings og efnahagsreiknings. Paci- oli gerði grein fyrir hvers vegna jöfnuður er óhjákvæmilega á milli fjármuna og fjármagns, þ.e. eignir = skuldir + eigið fé, en þetta er bókhaldsjafnan sem er gmnnur tvíhliða bók- halds. Þróunin erlendis lét íslendinga lítt snortna um aldir og þeir notuðust m.a. við mælieining- ar sem tilheyrðu miðöldum. Þrátt fyrir það vom öll grandvallaratriði viðskipta og verð- mætamats efnahagslegrar framþróunar til staðar. Á 19. öld verða vemlega breytingar á íslensku samfélagi og viðskiptaháttum. Versl- unarhættir breyttust þó ekki meira en svo að tilskipun konungs um skráningu bókhalds frá árinu 1787 dugði þokkalega til þess að menn höfðu yfirsýn yfir reksturinn. Árið 1911 vom sett lög um‘verslunarbækur en ekki var þar tekið fram hvemig ætti að skrá viðskiptin, t.d. var rekstrarreiknings ekki krafist. Það er ekki fyrr en árið 1938 að sett em lög um bókhald þar sem settar em skýrar reglur um þessi mál en þau byggðust í meginatriðum á þeim aðferðum sem þá giltu á hinum almenna markaði. En hvað vom menn að endurskoða og hvemig var reikningshaldi hagað hér á landi í upphafi aldarinnar? Endurskoðunin var nákvæmlega eins og sögnin að endurskoða er skilgreind í orðabók, þ.e. að fara í gegnum ákveðin gögn og rannsaka með samanburði við heimildir og að rannsaka þau á ný. Reikn- ingshald var hins vegar með ýmsu móti og það gerði endurskoðendum erfítt fýrir. Láms J. Rist var spítalahaldari á Akureyri um 1920 en hann hafði sótt námskeið í bókfærslu á vegum samvinnumanna. Bókhald fyrirtækja var flókið, eins og Lár- us lýsir því, og fært í ýmsar bækur og sjúrna- la en síðan var öllu talnaflóðinu safnað sam- an í eina höfuðbók. Vegna þessa höfðu stjórn- endur ekki næga yfírsýn yfir reksturinn. Sag- an segir að upphaf endurskoðunar í fyrirtækj- um hér á landi sé _þannig tilkomið að Ólafur Johnson forstjóri 0. Johnson & Kaaber hafi verið að bera þessi vandræði upp við danskan kunningja sinn skömmu fyrir 1920. Sá hafi bent honum á nauðsyn þess að ráða til sín endurskoðanda en í Danmörku var þá búið að setja lög um löggilta endurskoðendur. Kveikjan að lagasetningunni í Danmörku var stófelldur fjárdráttur Albertis dómsmálaráð- herra og fyrrum íslandsráðherra. Fyrsta Endurskoðunar- SKRIFSTOFAN Árið 1919 kom til Ó. Johnson & Kaaber lærður danskur endurskoðandi, Jakobsen að nafni, á vegum Centralanstalten for Revision og Drifts Organisation. Þegar Jakobsen hvarf heim kom Niels Manscher í hans stað og fyrirtækið stofnaði hér útibú. Árið 1924 keypti hann ásamt Birni E. Ámasyni lögfræð- ingi útibúið og stofnuðu þeir fyrstu endur- skoðunarskrifstofuna hér á landi, N. Mancher & Co. Nú em liðin 100 ár frá fæðingu Björns E. Árnasonar en hann hafði öðmm fremur meiri áhrif á endurskoðun á almennum mark- aði og menntun löggiltra endurskoðenda hér á landi. Mancher og Bjöm ráku skrifstofuna saman til ársins 1930 þegar Bjöm stofnaði sína eigin stofu sem enn er starfandi, Endurskoðunar- skrifstofu Bjöms E. Ámasonar. Af Mancher er það að segja að hann seldi skrifstofu sína og hvarf af landi brott árið 1937 en hún er nú rekin undir nafninu Endurskoðunarmiðstöð- in Coopers & Lybrand hf.... Bjöm gegndi nokkmm opinbemm störfum um tíma, t.d. vann hann í fjármálaráðuneytinu, kenndi laga- nemum bókfærslu og var aðalendurskoðandi ríkisins, og einnig sat hann í nokkmm nefnd- um. Tvær nefndir skipta þar meira máli en aðrar; kauplagsnefnd og prófnefnd löggiltra endurskoðenda. Kauplagsnefnd hafði það hlut- verk að reikna út vísitölu framfærslukostnaðar með aðstoð Hagstofunnar og tilnefndu vinnu- veitendur og Alþýðusambandið sinn fulltrúann hvort en formaðurinn var valinn af Hæsta- rétti. Bjöm var formaður nefndarinnar frá stofnun 1939 til æviloka 1967 og er til þess tekið að nær undantekningalaust var sam- komulag í nefndinni um gmndvöll vísitöluút- reikninganna. í prófnefnd löggiltra endurskoð- enda var Bjöm allt frá stofnun nefndarinnar til ársins 1962. Árið 1926 vora sett lög um löggilta endurskoðendur og þar var m.a. kveð- ið á um að þeir sem óski löggildingar skuli „sanna fyrir ráðuneytinu, eða fyrir nefnd, sem atvinnumálaráðherra skipar, að hann hafí þá þekkingu á viðskiptum og rejkningshaldi, sem krafíst verður í reglugerð". Á gmndvelli þess- ara laga var skipuð prófnefnd og í henni sátu Jón Guðmundsson skrifstofustjóri í viðskipta- ráðuneytinu, Jón Sívertsen skólastjóri Verzlun- arskólans og Björn E. Ámason. Þeir hlutu allir löggildingu án prófs samkvæmt ákvæðum í reglugerð. Áður en maður fær löggildingu verður hann að hafa starfað við fagið undir stjórn löggilts endurskoðanda og hlutverk prófnefndar var að sjá um framkvæmd prófa og svo er raunar enn í dag. Allt fram á sjö- unda áratuginn vom íslenskir endurskoðendur skólaðir til hjá Birni og margir þeirra störf- uðu raunar hjá honum um lengri eða skemmri tíma. Áhrif hans á starf löggiltra endurskoð- enda em gríðarleg því enn í dag stendur menntunin á þeim grunni sem þá var lagður þótt vitanlega margt hafí breyst. Árið 1935 stofnuðu endurskoðendur félag löggiltra end- urskoðenda og var Björn kosinn fyrsti formað- ur þess. Hann var formaður þess í samtals 10 ár, fyrst árin 1935-38 og síðast árin 1955-58 og á 30 ára afmælinu, árið 1965, var hann kosinn heiðursfélagi þess. Allan sinn starfsaldur vann Björn við endurskoðun og mörg helstu fyrirtæki landsins skiptu við hann. Áhrifa hans gætti því ekki einvörðungu innan starfsstéttar endurskoðenda heidur einnig í flármála- og viðskiptalífí landsins. Fjölgáfaður Dugnaðarmaður Bjöm E. Árnason var fæddur á Sauðár- króki 27. febrúar árið 1896 sonur prófasts- hjónanna Árna Björnssonar bónda á Tjörn Sigurðssonar og Líneyjar Siguijónsdóttur bónda Jóhannessonar á Laxamýri. Björn ólst upp á Sauðárkróki en fluttist að Görðum á Álftanesi árið 1913 þegar faðir hans var kjör- inn prestur þar. Hann lauk stúdentsprófi árið 1917 og hóf síðan nám í læknisfræði en hvarf frá því námi og verteraði yfir í lögfræði. Með námi vann Björn ýmis störf en frá árinu 1921 við reikningshald og endurskoðun hjá útibúi Centralanstalten for Revision og Drifts Org- anisation. Vinna Bjöms kom þó hvorki niður á námi hans né félagsstörfum og hann lauk prófi í febrúar 1924 með hárri 1. einkunn. Stúdentaráð Háskóla Islands var stofnað síðla árs 1920 og haustið 1921 var Björn kosinn í ráðið sem annar fulltrúi lagadeildar. Björn varð varaformaður ráðsins síðar um veturinn og árið eftir, þ.e. 1922-1923, var hann for- maður. Hann lét mikið að sér kveða og að tillögu hans fór Stúdentaráðið þess á leit við Háskólaráð að tekin væri upp kennsla í bók- færslu í lagadeild og varð það úr. Björn var fulltrúi stúdenta í Lánasjóði stúdenta sem komið var á fót 1921 og var um tíma gjald- keri Mensa academica, sem var matsala á vegum stúdenta, og síðar endurskoðandi þess eftir að hann lauk námi. í formannstíð Björns var hafíst handa við að undirbúa byggingu stúdentagarðs eftir könnun á aðbúnaði stúd- enta og kjörorðið var „leggið stein í stúdenta- garðinn". Stúdentaráð hleypti af stað stórglæsilegu happdrætti til að fjármagna bygginguna og þótt nokkur bið yrði á því að Garður risi þá var þama lagður gmnnurinn að því starfí. Fjáröflun Stúdentaráðs og stór- hugur varð síðan háskólamönnum fyrirmynd að stofnun Happdrættis Háskóla Islands. Af öðmm málum sem unnið var að á þessum árum má nefna óskir um bætta lánafyrirgre- iðslu til handa stúdentum, aukin samskipti við erlenda stúdenta, lengri próftíma og leikfími- kennslu. Á háskólaámnum varð Bjöm félagi í Karlakór KFUM, sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður, en hann hafði óvenjudjúpa og hljómmikla bassarödd. Hann varð síðar for- maður kórsins um nokkurra ára skeið og hjálp- arhella í fjármálum. Björn var stór og myndar- legur maður að vallarsýn sem sópaði af hvar sem hann fór. Nokkuð hijúfur á yfírborðinu og gat verið hryssingslegur en einstakt ljúf- menni og drengur góður. Hann var afburða verkmaður, skarpgreindur, fljótvirkur og vel- virkur og fátt var honum meira á móti skapi en slugs og rasshandarvinna. Bjöm var enginn meðalmaður en misjafnt er hvað mönnum kemur fyrst í hug þegar þeir minnast hans; fjölgáfaður, glæsilegur, réttsýnn og samvisku- samur. Björn kvæntist árið 1923 Margréti Ásgeirsdóttur (f. 1898, d. 1991) og vom böm þeirra Aðalbjörg kennari og Ámi lögfræðing- ur. Árni hóf störf með föður sínum að námi loknu árið 1953, varð löggiltur endurekoðandi árið 1960 og tók við rekstri skrifstofunnar að fóður sínum látnum og rak til dauðadags árið 1978. Bjöm E. Ámason lést í Reykjavík 23. nóv. 1967. Höfundur er sagnfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.