Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Blaðsíða 1
O R G U N
L A Ð S
C t r, fv, ,, A 1 0 ? S
Viðskiptin
efla alla dáð
Eg kom þangað fyrst fyrir átján árum. Þá var
Hong Kong þróunarland með þjóðartekjur, sem
námu 3.000 dollurum á mann á ári á þáver-
andi verðlagi, eða röskum helmingi af tekjum
á mann á móðurlandinu, Bretlandi, og tæpum
þriðjungi af tekjum á mann hér heima. Nú
er Hong Kong eitt ríkasta land heims. Tekj-
ur á mann á kaupmáttarkvarða eru komnar
langt upp fyrir tekjur á mann á Bretlandi
og einnig hér heima og raunar alls staðar
nema í Bandaríkjunum og fáeinum öðrum
auðlöndum. Hvernig fóru þeir að þessu í
Hong Kong? Til þess liggja ýmsar ástæður,
sem ég segi frá í bókinni minni nýju, Síð-
ustu forvöðum. Ein mikilvægasta ástæðan
er sú, að íbúar Hong Kong hafa lagt mikla
rækt við verzlun og viðskípti. Útflutningur
þeirra hefur aukizt hröðum skrefum undan-
gengna áratugi og nemur nú um 143% af
landsframleiðslu. Þetta er ekki prentvilla:
þeir flytja sem sagt miklu meira út en þeir
framleiða. Nokkur fyrirtæki flytja t.d. inn
loðskinn frá Siberíu og Svíþjóð og víðar að
og sauma úr þeim dýrindis feldi og flytja
þá síðan aftur út. Loðfeldir henta ekki vei
sem yfirhafnir í hitabeltisloftslaginu í Hong
Kong. Virðisaukinn felst í hugvitinu, hönn-
uninni og handbragðinu. Hráefnið er auka-
atriði. Ef hráefnið væri aðalatriðið, þá væri
Síbería sjálfsagt í allsnægtum, en Hong
Kong væri hörmulegt fátæktarbæli.
Við getum margt lært af
Hong Kong. Þar eru
engar umtalsverðar
auðlindir aðrar en þær,
sem búa í fólkinu sjálfu,
þar hefur verið unnið
eftir þeirri forskrift sem
Jón Sigurðsson boðaði
hér fyrir 153 árum.
Eftir ÞORVALD
GYLFASON
HONG KONG. Hér hefur heimurinn orðið vitni að efnahagsundri fyrir mátt
frjálsrar verzlunar, en á síðustu öld var hér aðeins fátæklegt fiskimannaþorp.
Á GÖTU í Hong Kong. Hér iðar allt af lífi og viðskiptum. Það er til dæmis
um hugkvæmni og viðskiptasniUd manna í Hong Kong, að í þessari hitabelt-
isborg eru framleiddir pelsar úr skinnum sem keypt eru frá Síberíu.