Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Blaðsíða 8
strengt yfír húsgrind. Einnig var það notað í barkarbáta, svo og í matarílát. Klæðnaðarmáti frumbyggja Ameríku var að því leyti ó-evrópskur að þeir lögðu minni áherslu á að þekja líkama sinn alveg. Veiði- mannaþjóðir N-Ameríku gerðu sér fatnað úr vel sútuðum skinnum af dádýrum eða hreindýrum. Algengast var að íklæðast serki með áfestanlegum ermum og skálmum. Leður var og notað í föt, tjöld, skildi, örvamæla, bamsburðargrindur, matar- geymsluílát, hulstur, og trúarlegan útbúnað. Leðurfatnaður var oft skreyttur lituðum ígulsbroddum, og litríkar fjaðrir vom eftir- sóttar. Vefnaður í einhverju formi tíðkaðist alls staðar í álfunni, lítið þó meðal Algonkina. Viðskipti voru mikilvæg meðal allra indí- ána. Vora vöramar venjulega fluttar á bak- inu eða í barkarbátum, og vora því venju- lega léttar og smáar. INDÍÁNAKONAN Freda McDonald heyrir til Qjibva-ættbálknum og er meðal þeirra nútíma-indíána, sem viðhalda fom- um vinnubrögðum. Hún er hér að búa til körfu úr berki af birkitré. * ' • ''Í:' ~ Nágrannar V estur-í slendinga Eftir TRYGGYA V. LÍNDAL RUMBYGGJAR Kanada hafa haft mikil áhrif á sögu íslendinga: Þeir voru t.d. komnir til Vest- urheims mörgum árþúsundum áður en ísland byggðist. Þannig gátu þeir orðið til staðar til að hindra landnám Þorfínns karlsefnis í N- Ameríku, í núverandi Kanada, um árið 1000. Seinna áttu kanadískir eskimóar eftir að nema Grænland, og hafa þannig hugsanlega átt þátt í að byggð norrænna manna þar frá Islandi lagðist af, í kring um 1500. Loks hafa þeir flýtt fyrir því að íslending- ar flyttust til Kanada, á síðasta fjórðungi 19. aldar: Innlönd Kanada vora þá að opn- ast m.a. vegna skinnaverslunarinnar við indíána. Útbreiddasti indíánahópurinn í Kanada er af Algonkin-tungumálaflokkinum. Hann nær þar næstum stranda á milli. íslending- ar í Kanada hafa þekkt þá öðrum indiánum fremur í gegn um tíðina. Algonkinar bera líkt og aðrir indíánar álfunnar, enn svipmót forfeðra sinna af „gula kynstofninum“, sem kom til Ameríku frá Asíu fyrir margt löngu: Þannig hafa þeir ljósbrúna húð, brún augu, og dökkt óliðað hár. Fólk kom fyrst til Ameríku fyrir um þrjátíu þúsund árum síðan, en þá var allt fólk í heiminum enn veiðimenn og safnar- ar, á steinaldarstigi. Fyrir um tuttugu þús- und árum var fólk komið suður til Mexíkó. Fyrir um tíu þúsund árum var það svo farið að gera áhöld sem eru í sér-amerísk- um stíl. Handverk Algonkin-indíánar vora fyrst og fremst veiðimenn: þeir vora dreifðír um barrskóga- belti Kanada í litlum fjölskylduflokkum, og veiddu aðallega spendýr á borð við elgi, dádýr, bifra og kanínur. í freðmýrinni fyrir norðan veiddu þeir einnig hreindýr, en á gresjunni fyrir sunnan einnig vísunda. Er svo enn að litlu leyti í dag. Þeir notuðu skinnin til fatnaðar. Annað mikilvægt efni var börkurinn af stórum birkitrjám. Var það notað í kúluhús þeirra, eða í keilulaga indíánatjöld, og þá Algonkin-indíánarnir bjuggu m.a. við Winnipegvatnið og voru nágrannar Vestur-íslendinga. Þeir voru fyrst og fremst veiðimenn og gættu þess vel að ganga ekki of nærri stofnum veiðidýra sinna. SVARTFÆTLINGAR áttu heima vestast, í og við Klettafjöllin, og litu þann- ig út í þá gömlu og góðu daga samkvæmt málverki eftir Paul Kane. Hér eru engir aukvisar á ferð og fer ekki milli mála hver fer með völdin. Tæknin við veiðar spendýra, fugla og fiska var háþróuð meðal indíána Ameríku, sérstaklega þar sem akuryrkja þreifst ekki, svo sem í Kanada. Þannig tíðkuðust alls kyns gildrar, t.d. dýrabogar, gyrðingargildr- ur, fiskastíflur og net. Tæknin við varð- veislu matar var alltaf mikilvæg sbr. vind- þurrkun skerpiskjöts hjá Ojibva-Algonkin- um. Menningarumhverfi Miklar andstæður rúmast í víðáttum Kanada. Þannig var kjörlendi Algonkina svo breitt, að það spannaði minnst ferns konar umhverfi: Barrskógabeltið, gresjurnar, freð- mýrarnar og klettóttar strandir A-Kanada. Einn fjölskylduhópur gat því lifað í margar kynslóðir í sama umhverfinu, og þekkt lítið annað. Þótt svo mætti líta á að allir Algonkinar töluðu sama tungumálið, var reyndin sú að það vildi breytast eftir því sem fjær dró. Þannig gat indíáni sem legði af stað frá mið-Kanada til austurstrandarinnar skilið minna og minna eftir því sem austar drægi, þangað til að lokum væri komið annað tungumál. Mannfræðingar greina samfélög í mis- munandi flokka, eftir því hversu flókin þau eru. Einfaldast er veiðimanna- og safnara- stigið (t.d. eskimóar N-Kanada). Síðan kem- ur ættbálkastigið (t.d. Algonkinar N-Amer- íku), þá höfðingjastigið (t.d. Húrónar A- Kanada). Þá einföld borgarmenning (sunnar í Ameríku), og svo flóknari borgmenning eins og Evrópumenn innleiddu. Algonkinar okkar hafa því þurft að taka tillit til ná- granna sem bundu bagga sína öðram hnút- um en þeir. Flestir málahópar náðu líka niður fyrir Kanada. Þannig fjallar kvæðabálkur Long- fellows um Söng Hiawatha, um Ojibva-Alg- onkina í Bandaríkjunum, og Síðasti Móhík- aninns eftir Cooper, fjallar um Húróna og aðra Irókesa þar. SÁLARLÍF OGTRÚ Ojibvar vora mjög friðsamir. Ofbeldi var mjög sjaldgæft meðal þeirra. Lögðu þeir mikla áherslu á stillingu í framkomu, og á að leyna tilfinningum sínum á almanna- færi, nema hvað þeir reyndu að sýna á sér samvinnufýsi og glaðværð. Enda hélt al- menningsálitið þeim mjög í skefjum, með ótta þeirra við slæmt umtal. Hins vegar þreifst illgimi og slúður þess meir að tjalda- baki, og menn reyndu að ná sér niðri á náunganum með göldram í stað ofbeldis. Þannig létu þeir stjórnast af almennings- áliti og ábyrgu uppeldi í staðinn fyrir yfir- völd, enda var þjóðfélag þeirra nánast eins- leitt. án sérhæfðra staða né stéttaskipting- ar. Ágerðist þetta því meir eftir því sem norðar dró og stijálbýlið jókst. Aðhaldssemi þessi einkenndi einnig um- gengni þeirra gagnvart náttúranni: Þeir gættu þess að ganga ekki of nærri stofnum veiðidýra sinna. Sumir Algonkinar höfðu tölu á staðbundnum tegundum eins og bi- frum, og færðu sig til ef þeir töldu sig vera að ganga um of á sumar veiðidýrategundir á svæði sínu, svo sem dádýrastofna. Einnig trúðu þeir að veiðidýrum ætti að sýna mannúð og tillitssemi, ella létu þau ekki veiða sig. Enda hefðu dýrin eilífar sál- ir eins og mennirnir, og þær gætu ekki endurfæðst ef stofninn hryndi. En þar með myndi raskast allt jafnvægi í bæði náttúr- unni og mannlegu samfélagi. Algonkin-indíán- arnir í Kanada

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.