Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Page 5
sumir hafa lýst því yfir að ekki verði betur gert, þar á meðal áðumefndur tónlistargagnrýn- andi New York Times, sem segir að svo vel skili hinn ungi Kissin verkinu að við liggi að áheyrandinn tárist af innlifuninni. I kjölfar Chopin-tónleikanna hóf Kissin að ferðast um heiminn til tónleikahalds, fyrst í Austur-Evrópu en síðar færði hann sig til vest- urs, lék meðal annars á tónlistarhátíð Berlínar 1987 og í Japan, en hann hefur leikið með flest- um fremstu sinfóníuhljómsveitum heims undir stjórn manna eins og Claudios Abbados, Her- berts von Karajans, Carlos Giulinins, Lorents Mazurs, Seijis Ozawas, Rostropovitsjs og Dani- els Baremboims. Fyrstu tónleikar Kissins í Bandaríkjunum voru undir stjóm hins kunna stjómanda Zubins Methas í september 1990. Sama ár tróð hann í fyrsta sinn upp í New York, á opnunartónleikum hundrað ára afmælis- árs Camegie Halls og vakti slíka hrifningu að einn gagnrýnenda velti því fyrir sér hve marg- ir píanóleikarar meðal tónleikagesta hefðu farið heim og brennt hljóðfæri sín í örvæntingu eftir að hafa heyrt snilld Kissins. Ólikir listamenn Sumir hafa viljað líkja Kisssin við annan risa rússneskra píanóleikara, Vladimir Horow- itz heitinn, en aðrir benda á að þeir séu í raun svo ólíkir tónlistarmenn að ekki sé vert að bera þá saman; Horowitz hafi fyrst og fremst heillað tónleikagesti með óútreiknan- legri snilli sinni og síbreytilegri túlkun, en Kissin aftur á móti með yfirnáttúrulegri ná- kvæmni, tæmm hljóm og listrænu innsæi. Tónlistarferill Kissins hefur verið samfelld sigurför og ólíkt mörgum öðmm tónlistar- mönnum sem fyrst og fremst komast áfram á sölumennsku og auglýsingaskmmi hefur Kissin heillað fyrir náðargáfu sína, svo mjög á stundum að á tónleikum á Ítalíu á síðasta ári var hann klappaður upp þrettán sinnum. Hér á landi hyggst hann leika Chaconnu eftir Bach í umritun Busonis, Sónöntu op. 27 nr. 2 eftir Beethoven, Fantasíu op. 49 eftir Chop- in og áðurnefnd Paganini-tibrigði Brahms. Ef íslenskir áheyrendur taka honum eins vel og ítalskir, er ekki að vita nema annað eins eigi eftir að bætast við af verkum, en Kissin hefur af nógu að taka. HOVENS þekkt undirþví nafni. „Waldsteinsónatan" inni- heldur allt það besta sem píanósónata getur boðið upp á. Fyrsti kaflinn er hraður og leiftr- andi, enda voru tónlistarfyrirmæli hans „með eldmóði". Hægur miðkafli hennar stendur „Tunglskinssónötunni“ hvergi að baki, og sjaldan má greina jafn tilfinningaþrungið verk sem hér. Síðasti kaflinn byggist á einföldu stefi sem unnið er úr á snilldarlegan hátt. Utkoman er svo stórbrotið og mikilfenglegt verk að orða er vant. Ekki er sónatan einugis túlkunarlega erfið í meðförum spilarans heldur er hún án efa eitt tæknilega erfiðasta píanó- verkið sem Beethoven lét frá sér fara. Um aðrar píanósónötur frá þessu tímabili má minn- ast á hinar víðfrægu sónötu nr.23, Op.57 („App- assinonata") og sónötu nr.26, Op.81a („Das Lebewohl"). IV. 1817-1827 Þriðja og síðasta tímabilið er frá 1817 til dauða hans árið 1827. Heyrnarleysi einkenndi þetta tímabil og eins og fyrr má lesa var hann algerlega heyrnarlaus frá 1819. Engu að síður komu frá honum fjórar sónötur (Op.106 til Op.lll). Tímabilið einkennist af miklum breyt- ingum, Beethoven segir skilið við klassíkina og rómantísk einkenni bijótast fram. Form stefja og tilbrigða varð Beethoven sífellt mikil- vægara og tónlistin varð kontrapunktískari. En það sem mest verður þó áberandi eru tilfinn- ingar rómantíkurinnar. Og ef litið er til lífs og aðstæðna Beethovens á þessum árum skilj- um við strax hvers vegna. Tónlistin var honum allt en örlögin reyndu að slíta hann frá því sem hann unni mest. Innri sálarumbrot urðu gífur- leg, sjálfsmorðshugleiðingar toguðust á við tónlistina, sem að lokum hafði betur. Það má því segja að Beethoven sé einnig fyrsta tón- skáldið sem lifði í öllu eftir hinni rómantísku ímynd; hann lifði stormasömu lífí og kynntist bæði allri þeirri hamingju sem lífið getur gefið ásamt því að kynnast meiri grimmd og bitur- leik en nokkurn getur órað fyrir. Meðal sónat- anna frá þessu tímabili er sónata nr.29, Op.106 (,Jdammerklavier“). Hér notar Beethoven til hins ýtrasta stækkað tónsvið píanósins og gerir hún talsverðar kröfur til flytjandans. Höfundar eru nemendur við Menntaskólann íReykjavík ogáhugamenn um klassíska tónlist. DJASSINN SNYST UM VIÐHORF, ANDA OG HUGMYND Djassinn geggjar - og sameinar, segir Lester Bowie sem ætlar aó skemmtg Islendingum um helging og komg vessunum gf staó meó bestu lúóra- sveit í heimi. JÓN ÓLAFSSON hitti hann á mesta rigningardegi sumarsins í Brooklyn, New York básúnuleikurum, túbuleikara, trommuleikara og ásláttarmanni. „Mig hafði alltaf langað að stofna djass- hljómsveit sem notaði eingöngu lúðra,“ segir Bowie. Tækifærið kom fyrir 12 árum. Þá var mér boðið að taka þátt í djasshátíð í Karlsruhe í Þýskalandi með hvaða hljómsveit sem mig fysti að setja saman. Svo ég gat látið þetta rætast og síðan hefur hljómsveitin lifað góðu lífi.“ UPPÁHALDS heim- spekingarnir mínir eru Louis Arm- strong og Miles Davis,“ segir Lester Bowie og hlær við. „Já, og Art Blake- jey, það má ekki gleyma honum.“ Ég get ekki að mér gert að spytja hann hvað hann eigi við, þótt raunar sé ég ekki kominn á hans fund til að ræða um heimspeki. „Það er allt viðhorfið, sjáðu til,“ segir hann, „til tónlistarinnar. í músík- inni hættu þeir aldrei að kanna, prófa nýtt, rannsaka. Þetta er viðhorfið sem mér finnst rétt og það sem ég reyni að gera sjálfur." Lester Bowie er gestur Listahátíðar 15. og 16. júní ásamt hljómsveit sinni Brass Fantasy. Éins og nafnið gefur til kynna er hljómsveitin eins konar lúðrasveit, skipuð þrem trompetleikur- um auk Bowies, hornleikara, tveimur Lester Bowie’s Brass Fantasy Lester Bowie En hvað fínnst honum svona sérstakt við lúðrasveitir? „Þetta er bara það form sem mér finnst hægt að nota. Ég er alinn upp við lúðra. Fað- ir minn var trompetleikari, afi minn og nokkr- ir bræður hans spiluðu á básúnur og svo má áfram telja. Minn tónlistarferill byijaði í skólal- úðrasveitum. Mig hafði bara alltaf dreymt um djasshljómsveit af þessu tagi.“ Brass Fantasy fer ekki troðnar slóðir í tón- listarvali. Þeir Bowie og félagar eru ófeimnir við að taka upp þekkt dægurlög og spila þau í eigin útsetningum. Við fyrstu hlustun er ekki laust við að manni.fínnist býsna létt yfirbragð yfir sveitinni og jafnvel alvörulaust. „Það sem við erum að gera lýsir bara ákveðinni þróun í djassi. Djassinn er alveg ótrúlegt fyrirbæri, því hann hefur svo víða skírskotun. Djassinn getur tekið hvað sem er inn og gert að sínu. Alveg sama hvort við erum að tala um dægurlögin á topp tíu eða þjóðlagatónlist úr norskum afd- al. Við erum vissulega að vinna með hluti úr skemmtanaiðnaðinum, en við þróum þá áfram.“ Og Bowie er ekki í neinum vafa um gildi hljómsveitarinnar: „Ég þori alveg að segja að Brass Fantasy er besta lúðrasveit í heiminum um þessar mundir. Og hún er meira en það. Við erum að troða nýjar brautir í djassi. Djassinn hefur svo jákvæð áhrif. Hann fær fólk til að hugsa. Kemur vessunum af stað. Ég get sagt þér að við fáum allsstaðar ótrúlega góðar viðtökur. Þegar fólk heyrir hvað við erum að gera og skilur það,“ segir Bowie af sannfæringar- krafti. Og bætir við: „Fólk einfaldlega geggj- ast.“ Lester Bowie hefur mikla trú á sameining- armætti djassins. Og honum fínnst sárt til þess að hugsa að jafnvel í sjálfu landi djass- ins, Bandaríkjunum, hlustar ungt fólk æ minna á djass. „En það er ekki vegna þess að það mundi ekki kunna að meta djass. Hann höfðar til allra. Hér er markvisst reynt að koma í veg fyrir ' að fólk hugsi fyrir sig sjálft. Um daginn héld- um við tónleika í skóla dóttur minnar. Okkur datt í hug að leyfa krökkunum að heyra hvem- ig alvöru djass hljómaði. Þau vissu ekkert um djass. Höfðu aldrei heyrt neitt þessu líkt. En þau voru yfír sig hrifin.“ Hann er heldur ekki sáttur við hvemig sum- ir tónlistarmenn í New York með trompetleikar- ann Wynton Marsalis í broddi fylkingar hafa reynt að skipa djassinum á bekk með klass- ískri tónlist. „Marsalis hefur að mörgu leyti unnið gott starf í Lincoln Center og aflað djassinum ákveð- innar viðurkenningar. En málið er bara að djass er svo lifandi og síbreytilegt tónlistarform að það er ekki hægt að jafna honum saman við klassíska tónlist nema að mjög takmörkuðu leyti. Djassinn snýst um viðhorf, anda og hug- mynd. Tæknin er í öðm sæti. Tónlistarmanni ber skylda til að koma einhveiju á framfæri við áheyrendur sína. Hann verður að hafa eitt- hvað að segja sem getur skipt máli og haft áhrif á hvemig fólk hugsar og hagar sér.“ íslandsferð Bowies á Listahátíð er ekki fyrsta ferð hans til íslands. Hann var líka gestur Lista- hátíðar 1982 ásamt hljómsveitinni Art En- semble of Chicago sem er enn við lýði og í fullu fjöri. „Ég hlakka mikið til að fara til íslands,“ segir Bowie. „Ég veit að þar verða góðir áheyr- endur og við ætlum að skemmta okkur" En það er enn langt í að hann geti sagt frá því hvað þeir félagar muni spila. „Það ákveð ég aldrei fyrr en svona tíu mínútum áður en tónleikar heíjast," segir hann og glottir. „Það ræðst svo margt af stemmningunni.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.