Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Qupperneq 7
Hátídin vinnur útfrá
ákvebnum pemum sem
eykurgildi hennar
SVERRE Anker Ousdal, einn fremsti leik-
ari Norðmanna, fór með aðalhlutverkið í
Föðurnum eftir Strindberg og bókstaflega
fyllti sal Þjóðleikhússins í Björgvin með
sterkri rödd sinni og yfirþyrmandi leik.
Með honum á myndinni er Liv Heloe sem
fór með hlutverk dótturinnar í verkinu.
á vald. í höllinni voru meðal annars haldnir
tvennir tónleikar þar sem The Boston Camer-
ata undir stjóm Joel Cohen fluttu annars vegar
verk byggt á sögunni um Tristran og ísoldi og
tóniist frá tólftu, þrettándu og fjórtándu öld
og hins vegar Carmina Burana. Hópurinn lék
á hljóðfæri frá miðöldum, svo sem lútu, hörpu,
miðaldafíðlu og lírukassa. Flutningurinn var
allur hinn fjörugasti og sagði enskur tónlistar-
gagnrýnandi sem sótti með mér síðari tónleik-
ana að þannig hefðu engir nema Bandaríkja-
menn látið sér detta í hug að flytja miðaldatónl-
ist._
Á hátíðinni voru kynntir fimm ungir og efni-
legir norskir tónlistarmenn, Katrine Buvarp,
fiðluleikari, Nils Mortensen, pianóleikari, Henn-
ing Kraggerud, fiðluleikari, Helge Kjekshus,
píanóleikari, og Berit Opheim, sem hefur sér-
hæft sig í þjóðlagasöng. Ég hafði tækifæri til
að hlýða á söng Opheim í tónleikasal sem reist-
ur hefur verið við hlið húss Griegs í Björgvin
og sýndi hún stórkostlegt vald á hinum sér-
kennilega þjóðlagasöng.
Tónlistardagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt
og áhugaverð að mörgu leyti. Uppfærsla Kon-
unglegu dönsku óperunnar á Ást til þriggja
appelsína eftir Sergej Prokoíjev verður að telj-
ast til nokkurra tíðinda enda ekki oft sem verk-
ið er flutt. Sömuleiðis vakti dagskrá sem kölluð
var Tónlist á la carte mikla athygli og ánægju.
meðal gesta en á henni rak hver tónlistarvið-
burðurinn annan í aðaltónlistarhúsi Björgvinjar,
Grieg-höllinni, frá tíu að morgni laugardagsins
1. júní til sjö að kveldi. Eigi að síður verður
að segja að sú þunga áhersla sem lögð var á
norska tónlist og flytjendur var eilítið yfirgnæf-
andi og jafnvel þreytandi á stundum. Þannig
er kannski engin furða þótt fýrmefndur enskur
vinur minn - sem sótti mun fleiri tónlistarvið-
burði en ég - hafi stundum fengið sig fullsadd-
an af norskum tónum og læðst út í hléi.
Myndlistin og veórió
Ekki er hægt að segja að myndlist hafi skip-
að stóran sess á Listahátíðinni í Björgvin. Ein
þeirra fáu sýninga sem beinlínis tengdist hátíð-
inni var á verkum myndlistarmanns hátíðarinn-
ar, Hávard Vikhagen. Vikhagen er fæddur árið
1952 og hefur smámsaman verið að hasla sér
völl í norskum myndlistarheimi á síðustu tíu
árum eða svo. Málverk hans bera vott um sterk
tengsl við hið hefðbundna landslagsmálverk,
en eru þó fyrst og síðast af nútímalegum toga.
Fígúratífur tjáningarmáti er ráðandi í verkunum
sem oft og tíðum leysist þó upp í afstrakt
myndform.
í myndum sýningarinnar mátti sjá nokkur
meginþemu; fólk, náttúru og veður sem er lýst
með ýmsum hætti. Á göngu okkar í gegnum
miðbæ Björgvinjar á leið á sýninguna verður
Vikhagen reyndar tíðrætt um veðrið. Það er
vindasamt þennan dag í borginni og rigning-
arsuddi. Vikhagen, sem býr í Ósló, kveðst
ánægður með þetta veðurfar; „ég kann svo vel
við mig hér í Björgvin vegna þess að hér finn-
ur maður fyrir veðrinu, veðrið er alltaf nálægt,
Morgunblaóið/Ásdís
BERNARDEL-KVARTETTINN kann vel að meta stemmninguna í miðbæ Reykjavíkur.
Bernardel-kvartettinn íTjarnarsal Ráóhúss Reykjavíkur
Líf og lævirkjar
það er alltaf að láta mann vita af sér með því
að breytast, skipta skapi. Um leið finnst manni
maður vera í meiri tengslum við náttúruna og
það skiptir myndlist mína miklu."
Það er mikill kraftur í verkum Vikhagen,
sterkir litir eru ráðandi og formin eru oftast
dregin skýrum útlínum. „Þegar ég hefst-handa
við að mála mynd“, segir Vikhagen, „hef ég
eitthvert ákveðið mótíf í huga en það molnar
svo iðulega í höfðinu á mér og verður að engu
eða breytist í eitthvað annað. Þannig tekur
verkið af mér völdin og öðlast sjálfstæða til-
veru. Ef þetta gerist ekki verð ég oftast óánægð-
ur með verkið, það vantar þá í það frelsið,
óbeislaðan sköpunarkraftinn."
Bókmenntir og leikhús
Bömin urðu ekki útundan í Björgvin. Skipu-
lögð var sérstök dagskrá til að mæta þörfum
og kröfum þeirra þar sem efnt var til leiksýn-
inga, leikbrúðusýninga og tónleika. Er augljóst
að aðstandendur hátíðarinnar vita hvað þeir eru
að gera með því að ala upp listelska æsku og
er það lofsvert framtak sem Listahátíð í Reykja-
vík gæti lært af.
Einn dagskrárliðanna tileinkaður börnum var
upplestur skálds hátíðarinnar, Herbjargar
Wassmo, úr barnabók sinni, Hemmelig torsdag
i treet. Wassmo er einn virtasti rithöfundur
Noregs og hefur náð mikilli útbreiðslu á erlend-
um mörkuðum einnig. Wassmo fékk bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1987
fyrir skáldsöguna Hudlos himmel, en hún er
síðasta bókin í trílógíu um örlög ungrar stúlku
sem heitir Þóra. Wassmo hefur gefíð út fímm
stórar skáldsögur og síðasta bók hennar var
smásagnasafnið Reiser, sem kom út síðastliðið
haust. Haldið var málþing um höfundskap
Wassmo þar sem Dagný Kristjánsdóttir, dósent
við Háskóla íslands, hélt erindi meðal annarra,
en einnig las Wassmo úr verkum sínum og
hafði umsjón með upplestrarkvöldi þar sem hún
kynnti fjórar norrænar skáldkonur, þar á meðal
Steinunni Sigurðardóttur, sem jafnframt lásu
úr verkum sínum. Nánar verður greint frá
þætti Wassmo á hátíðinni síðar í blaðinu.
Eins og áður var getið voru ólíkar aðferðir
leikhússins kynntar á hátíðinni. Þannig áttu
kunnuglegar andstæður bókmennta- og leik-
stjóraleikhússins sinn fulltrúa hvor í Björgvin.
Hið formfasta og agaða form bókmenntaleik-
hússins átti sér glæsilegan fulltrúa í uppfærslu
Norska þjóðleikhússins í Ósló á Föðurnum eftir
sænska leikskáldið August Strindberg. Með
hlutvek föðurins í sýningunni fór einn fremsti
Ieikari Norðmanna, Sverre Anker Ousdal, sem
bókstaflega fyllti sal Þjóðleikhússins í Björgvin
með sterkri rödd sinni og yfírþyrmandi leik.'
Uppfærsla Rúmenska þjóðleikhússins í Krai-
ova á gríska harmleiknum Phaedru nýtti sér
hins vegar hið ftjálsa og óhefta form leikstjóra-
leikhússins. Leikurinn er verk Evrípídesar en
var hér sýndur í eftirgerð rómverska heimspek-
ingsins og rithöfundarins Lucius Annaeus
Seneca (4 f.Kr.-65 e.Kr.). Leikstjóri sýningar-
innar var Rúmeninn Silviu Purcarete, sem tal-
inn er einn eftirtektarverðasti leikstjóri í Evrópu
um þessar mundir. Sýningin var einkar mynd-
ræn og falleg á að horfa, hlaðin táknum og
leik að tólum leiklistarinnar; minnti hún um
margt á frábæra en umdeilda uppfærslu lithá-
íska leikstjórans Rimasar Tuminas á Don Juan
í Þjóðleikhúsinu í vetur.
Björgvin - Reykjavik
Hér hefur vitanlega aðeins fátt eitt verið
nefnt af því sem í boði var á Listahátíðinni í
Björgvin 22. maí til 2. júní. Ekkert hefur verið
minnst á djasshátíð sem fram fór þessa daga
í borginni né „funk“-kónginn síunga, James'
Brown, sem tryllti unga fólkið með skrækum
öskrum sínum. Hér hefur heldur ekkert verið
minnst á veglega dansdagskrá þar sem til
■ dæmis The Royal Ballet sýndi Mr. Wordly Wise
eftir danshöfundinn Twyla Tharp og víetnamsk-
ar dansmeyjar á sjötugsaldri tóku sporið.
Það er augljós munur á Listhátíðinni í Björg-
vin og þeirri sem fer fram í Reykjavík þessa
dagana. Björgvinjarhátíðin er mun heilsteyptari
og virðist sem mun meiri vinna og hugsun
hafi verið lögð í skipulagningu en hér. Unnið
er út frá ákveðnum þemum sem gestir hátíðar-
innar geta fræðst um á fjölmörgum fyrirlestrum
og reynt er að stefna saman ólíkum hlutum í
ákveðnum listgreinum. Barnadagskráin er
sömuleiðis til fyrirmyndar.
Á vissan hátt má hins vegar segja að hátíðin
í Björgvin hafi verið fulleinlit; þannig er lang-
mest áhersla lögð á tónlist en myndlistin og
bókmenntimar fá fremur lítið rúm. Og eins og
áður sagði er hin norska áhersla kannski full-
þung. Þessa galla má að sumu leyti heimfæra
upp á Listahátíð í Reykjavík; hér er tónlistin í
aðalhlutverki, myndlistin fær mikið rúm einnig
en fátt áhugavert er á bókmennta- og leiklistar-
dagskrá hátíðarinnar. Þannig hefur engum er-
lendum rithöfundi verið boðið á hátíðina og eini
fulltrúi erlendrar leiklistar er Circus Ronaldo,
sem er jafnframt það eina sem hátíðin býður
upp á fyrir bömin. Já, skipuleggjendur Listahá-
tíðar í Reykjavík gætu vissulega lært ýmislegt
af starfsbræðmm sínum í Björgvin.
BERNARDEL-K V ARTETTINN efnir til tón-
leika í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á
morgun, sunnudag, kl.16. Á efnisskrá eru
strengjakvartettarnir Lævirkinn eftir Haydn
og Ur lífi mínu eftir Smetana. Aðgangur er
ókeypis.
Kvartett þessi hefur verið áberandi í ís-
lensku tónlistarlífi hin síðari misseri, en
hann skipa fiðluleikaramir Zbigniew Dubik
og Greta Guðnadóttir, Guðmundur Krist-
mundsson víóluleikári og Guðrún Th. Sigurð-
ardóttir sem leikur á selló.
Bernardel-kvartettinn flutti Lævirkjann
fyrst á tónleikum í Þorlákshöfn á liðnu hausti
en hefur ekki í annan tima spreytt sig á
verki Smetana. „Okkur hefur lengi langað
til að spila þessi verk i Reykjavík en hefur
ekki gefist tími til þess fyrr en nú,“ segir
Greta þegar aðdraganda tónleikanna ber á
góma.
Guðmundur segir fjórmenningana hafa
mikið dálæti á miðbæjarstemmningunni og
sakir þess hafi Tjarnarsalurinn orðið fyrir
valinu og Guðrún bætir við að ekki spilli
návígið við menninguna, sem sé í hávegum
höfð þar um slóðir. Upphaflega ætlaði kvart-
ettinn að spila á Hótel Borg, eins og hann
gerði um líkt leyti í fyrra, en brúðkaup-
sveisla sem haldin verður þar á morgun
gerði þau áform að engu.
„AMLÓÐA saga“ verður sýnd á listahátíð-
inni i Helsinki í ágúst, en þar verða aðeins
tvær erlendar leiksýningar, Amlóði Banda-
manna og sýning Kanadamannsins Roberts
Lepage, sem hvað mesta athygli hefur vak-
ið í leiklistarheiminum austanhafs og vestan
að undanförnu.
Leikflokkurinn er nýkominn frá Færeyj-
um, þar sem hann sýndi „Amlóða sögu“
tvisvar í boði Norðurlandahússins.
Rithöfundurinn Dagny Joensen fjallar
um leikiim í blaðinu Sósialurinn í heilsiðu-
umsögn, þar sem í fyrirsögn segir, að leikur-
inn sé nútimaleiklist, eins og hún gerist
best og láti sér engan mannlegan vanda
óviðkomandi. Flutningur leikenda sé svo
Úr því hyggst kvartettinn bæta í haust
og fleiri tónleikastaðir á þessum slóðum eru
tónlistarfólkinu ofarlega í huga. „Við höfum
mikinn áhuga á Tjarnarbíói, sem er afar vel
staðsett," segir Guðmundur.
Bernardel-kvartettinn á viðburðaríkt
haust í vændum en í ágúst efnir hann til
tónleika á Kirkjubæjarklaustri i félagi við
Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Þá heldur
hann á ISCM-hátíðina í Kaupmannahöfn í
september með þijá glænýja strengjakvart-
etta úr smiðju jafn margra erlendra tón-
skálda í farteskinu.
Austurríska tónskáldið Joseph Haydn
(1732-1809) var fyrsti meistari vinarklassík-
urinnar og oft talinn faðir sónötuformsins,
fjögurra þátta sinfóníunnar og strengja-
kvartettsins. Meðal nemenda hans var Ludw-
ig van Beethoven og Wolfgang Amadeus
Mozart leit á hann sem læriföður sinn. Læ-
virkjann mun Haydn hafa samið árið 1790.
Tónskáldið Bedrich Smetana (1824-84) var
fyrsti fulltrúi þjóðemisrómantíkur í tékk-
neskri tónlist og einlægur baráttumaður fyr-
ir sjálfstæði þjóðar sinnar. Óperan Selda
brúðurin er sennilega kunnasta verk hans,
en strengjakvartettinn Úr lífi minu, sem sam-
inn var 1876, eftir að Smetana hafði glatað
heyminni, hefur jafnframt notið mikillar
hylli.
frábær, að hann þoli að vera framborinn
áhorfendum í hvaða landi sem er, og þó að
íslenskan sé kannski ekki heimsmál, dragi
það ekki úr mætti íslenskrar leiklistar.
„ Amlóða saga“ var fmmsýnd á Helsingja-
eyri 2. mars sl., sem fyrsti dagskrárliður í
svokölluðu „Hamlet-sumri“ þar, en alls er 5
sýningarhópum boðið til þessa hátiðahalds,
þar á meðal Hamlet-ballett Peters Schauf-
uss, sem einmitt um þessar mundir er fmm-
sýndur við Krónborgiu'kastala. Síðan var
Bandamönnum boðið að sýna leikinn í Kaup-
mannahöfn sem lið í hátíðahöldum í tilefni
af því að Kaupmannahöfn er menhingarhöf-
uðborg Evrópu í ár og loks var leikurinn
sýndur 10 sinnum í Borgarleikhúsinu í vor.
Listahátíðin í Helsinki
Amlóða saga önnur
tveggja erlendra sýninga
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 7