Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 19
Morgunblaóið/Þorlcell HREYFINGAR voru grófgerðar og f fáránleikastíl. PÚKAGERIÐ ERYFIROG ALLT UM KRING _________ÆRSLAÖPERA____________ Ilvuniidagslcikhúsiö í Loftkastalanum JÖTUNNINN Höfundur: Leifur Þórarinsson, sem byggir verkið á púkaleik Evrípídesar í þýðingu Helga Hálf- dánarsonar. Leikstjóri: Inga Bjamason. Tónlistarsljóri: Hörður Bragason. Dans- og sviðslireyfing- ar: Ólöf Ingólfsdóttir. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Búningar: Áslaug Leifsdóttir og hópur- inn. Förðun: Hrafnhildur Hafberg. Söngstjóm: Jóhanna Þórhallsdóttir. Leikur, söngur og dans: Anna E. Borg, Arnar Jónsson, Benedikt Elfar, Björk Jónsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Geir Magnússon, Gísli Rúnar Jónsson, Guðleifur Rafn Einarsson, Guðrún Þórðardóttir, Gunnar Gunnsteinsson, Helga Jónsdóttir, Hinrik Ólafsson, Hrólfur Sæmundsson, Hörður Ýmir Einars- son, Ingibjörg Bjömsdóttir, Jóhanna Linnet, Jóhanna Þórhallsdóttir, Jón Hjalti Freysson, Kol- brún Ema Pétursdóttir, Lilja Þórisdóttir, Margrét Pétursdóttir, María Ellingsen, Oddný Amars- dóttir, Ragnheiður Linnet, Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir, Sigrún Sól Ólafsdóttir, Una Björg Hjartardóttir aúk bama. mjóðfæraleikur: Amgeir Hauksson, Amþór Jónsson, Ámi Kristjáns- son, Einar Sigurðsson, Hörður Bragason, Jóel Pálsson, Leifur Þórarinsson, Þórarinn Kristjáns- son og Þórir Viðar. Fimmtudagur 13. júní. LEIKLIST Gðmsætir gcstir ÞESSA útgáfu af Jötninum eftir Evrípídes, sem frumflutt var í Loftkastalanum á fímmtu- dagskvöldið, kallar Leifur Þórarinsson ærsla- óperu. Það hæfir sérstaklega ef með seinni hluta samsetningarinnar er átt við einhvers konar söngleik. Hefðbundin er þessi ópera ekki. Samt byggir hún á einni tegund grískra leikja, púkaleiknum, og er þessi sá eini þeirra leikja sem hefur varðveist. En vart verður talið að þessi útfærsla sé svo frábrugðin leik- ritinu eins og það er í þýðingu Helga Hálfdán: arsonar að telja megi hana sérstakt verk. í raun er textinn nær allur Evrípídesar. Tónlist Leifs styður og styrkir, undirstrikar og upp- hefur en hún breytir ekki forsendum leiksins né getur hún staðið sjálfstætt nema í einstaka tilvikum. Evrípídes tekur hinn einfalda Kýklópaþátt úr Ódysseifskviðu - sem um margt minnir á íslenska tröllasögu - og leikgerir hann með því að bæta inn í púkageri, sonum skógarpúk- ans Sílenosar, sem hinn eíneygði jötunn hefur þrælkað. Eins og tíðkast í grískum harmleikj- um gerast helstu voðaverkin, mannát með meiru, utan sviðs svo verkinu vindur fram í dramatískum ein- og samræðum. Eiginlegar persónur eru því aðeins þijár: jötunninn, skó- garpúkinn og Ódisseifur. Mikið veltur því á þeim er fara með þessi hlutverk. Gísli Rúnar Jónsson stelur senunni með skemmtilegu látbragði og öruggum texta- flutningi. Gervi hans, sem og hinna púkanna, er hannað af hugmyndaríki og vandvirkni, jafnt búningur sem förðun. Arnar Jónsson stendur fyrir sínu með styrkri framsögn og framkomu töffarans, studdur af frábærum hvíslara svo lítið bar á. Hinrik Ólafsson, Jó- hanna Linnet og Margrét Pétursdóttir voru hinn eineygði - og í þessu tilviki þríeini - jötunn og gáfu hvert þeirra honum sitt hvað: Hinrik glæsileika, Jóhanna fögur hljóð og Margrét skap. Verkið nær hámarksáhrifum í lokasöng Jötunsins: „Æ, gömul spásögn ...“ Þar er leik, söng og sjónarspili stýrt saman í listræna heild á stílhreinu sviði af leikstjóra og verkið öðlast tilgang. Púkagerið er svo yfir og allt um kring, syngjandi og dansandi. Hópurinn setur mjög afgerandi svip á verkið en töluvert bar á að starfsaldur og reynsla hefðu áhrif á að hve miklu leyti hver meðlimur beitti sér þegar sviðsljósinu var beint annað. Einstakir stóðu sig samt frábærlega þótt hér sé ekki ástæða til að tína úr einhver nöfn, heildin blífur og stóð sig vel. En verk, sem er svo kirfilega staðsett í hugarheimi síns tíma með fjölmargar tilvísan- ir í gríska goðafræði og sögur, vill fara fyrir ofan garð og neðan hjá íslenskum áhorfendum án sérstakra skýringa. Hinn orðmargi texti vildi einnig týnast í tónlistinni. Hér var kosið að hafa á undan leiknum stutt forspjall, þar sem Helga Jónsdóttir setti okkur sköruglega inn í söguna. En hér hefði mátt gera mun meira. Aðstandendur uppsetningarinnar hefðu þurft að velja annan tveggja kosta: annarsveg- ar að auka þátt textans og leggja áherslu á að hann kæmist allur til skila eða hinsvegar að skera textann utan af ákveðnum auðskild- um kjama sem tónlistin svo lífgar og eykur við. Ahorfandinn var skilinn eftir með þá til- finningu að hann hefði upplifað eitthvað mikil- fenglegt og gaman en samt misst af ein- hverju sem nauðsynlegt sé til að halda þræðin- um. Sveinn Haraldsson TÓNLIST Oiía og vatn ÖLLU má nafn gefa. Hrossaóperur Holly- woods eru vestrar en ekki óperur, og „ærsla- ópera“ Leifs Þórarinssonar sl. fimmtudags- kvöld var að mínu viti nær því að vera rokk- söngleikur en ópera, ef frá er skilin byijunin, sem hefði getað stefnt í hvaða átt sem væri. Þar var nefnilega að fínna svo til eina mark- verða framlag „klassíska" helmings hinnar níu manna leikhúshljómsveitar - þ.e. lútu, víólu (leikin af höfundi), sellós og kontrabassa - því burtséð frá örfáum stuttum innslögum akústíska kvartettsins á stöku stað, var raf- magnaða hrynsveitin - gítar, bassi, hljóm- borð, saxófónn og trommusett - nær einráð allt til loka. Samspil hefðbundinna hljóðfæra og rokk- sveitar hefur jafnan verið erfitt í framkvæmd, ekki bara vegna misræmis í styrk, heldur einn- ig vegna ólíkrar fagurfræði. Þó hefur þetta verið reynt annað slagið með að vonum mi- sjöfnum árangri, einkum frá því er The Beat- les urðu skyndilega viðurkenndur pappír í augum alvarlegra tónlistarmanna upp úr 1966. Einnig hér um slóðir. Undirritaðan rám- ar í svipaða viðleitni fyrir rúmum aldarfjórð- ungi frá m.a. Atla Heimi Sveinssyni og höf- undi sjálfum. Umræddur tími var líka tilurðar- skeið nýrrar tóngreinar - rokksöngleiksins (Hárið, Jesus Christ Superstar) - og þó að fátt megni lengur að koma á óvart í dag á þeim vettvangi, þá var gróskan í rokkmenn- ingunni á sínum tíma slík, að tónvísindamað- urinn Eric Salzman helgaði henni sérstakan kafla í háskólakennslubók um tónlist á 20. öld. Hér var ekki heldur að sökum að spyija. Megnið af því sem hrynsveitin lék þetta kvöld, m.ö.o. megnið af hljóðfæraleik ærslaóperunn- ar, var meira eða minna litað af tímabilinu kringum 1968, að maður segi ekki af Hárinu. Og vissulega voru góðir sprettir innan um, og ágætlega leiknir líka, en þegar fór að líða á annan hálftímann, tók styrkvíddarleysi raf- magnsins og sláttuvél trommusettsins engu að síður að verka þreytandi, og hlustandinn velti fyrir sér, hvort akústíska-deildin til vinstri á sviðinu, sem var lengst í burtu frá hrynsveit- inni uppi á stalli til hægri, hefði ekki alveg eins getað farið í kaffí, því það litla sem frá henni kom kafnaði hvort eð var í wattaflóðinu. Var þessi vannýting belghljóðfæranna og skortur á samtvinnun við rafsveitina einn helzti veikleiki verksins, og í fljótu bragði óskiljanlegur, sérstaklega miðað við hvað höf- undur fékk mikið út úr klassísku örsveit Trójudætra í fyrravetur, nema þá ef tímahrak hafi spilað inn í dæmið. Alltjent virtist hlut- verk hrynsveitarinnar í heild minna útfært á nótum, en þeim mun meira „ad-libbað“, eins og kallað er. Hlustandinn fékk á tilfinning- una, að í stað samtvinnunar ólíkra áhafna í sátt og samlyndi hefði rokkið smám saman bolað listmúsíkinni út úr hreiðriJíkt og ofvax- inn gauksungi og tekið völdin. Úr því að viðfangsefnið var úr fomgrísku leikhúsi, hefði annars verið upplagt að nota tækifærið og tefla þessum ólíkum hljómheim- um rósemi og rytma saman sem fulltrúum fomklassískrar tvíhyggju milli apollonskrar yfn-vegunar og díonýsiskrar vímu. Lútan hefði t.d. getað verið erkitákn lýmnnar líkt og hjá Monteverdi og leitt e.k. resítatíf „rhapsóð- ans“, líkt og harpan styður einleiksfíðlurödd Sheherazöðu í tónaljóði Rimskys milli frá- sögukafla. En því var ekki að heilsa. Andstætt Tróju- dætmm, sem var ótrúlega heilsteypt og sann- færandi verk er nýtti takmarkaða áhöfn flytj- enda í þaula, virtist tónlist Jötunsins, er naut góðs af töluvert fleiri spilumm og sviðspersón- um en harmleikurinn í fyrra, margklofínn, ekki aðeins í togstreitunni milli ósamrým- anlegra hljómheima, heldur einnig milli sund- urlausra stflheima, er náðu ekki að renna sannfærandi saman frekar en olía og vatn. Gamanmál - jafnvel farsar - þurfa ögun og alúð ekki síður en alvarlegri viðfangsefni (sumir segja þau þurfa meiri), og úr því höf- undur kaus að tæpa á jafnmörgum stflum og hér gat að heyra, spannandi frá miðaldaron- dello, endurreisnarsöng (á la sönginn um graða prestinn í Lochamer Liederbuch), kín- verskum barnakór, arabísk-tyrknesku tón- og hryntaki og broti af expressjónisma og Kurt Weill til hipparokks, Broadways (kórlag í 6/8-3/4 eins og I wanna be in America með undirhljómi frá Emerson, Lake & Palmer), tangós, kalypsós og rapps - svo stiklað sé á stóru - þá hefði lengri tími til aðlögunar lík- lega komið í góðar þarfir. Með því að Trójudætrauppfærslan, sem ráðgerð hafði verið á undan Jötninum sama kvöldið, féll niður, mætti þess vegna ímynda sér, að púkaleikinn hafi þótt þurft að lengja á síðustu stundu. A.m.k. gat ég ekki varizt þeirri hugsun þegar frá leið, að lopinn hefði verið teygður ríflega helmingi lengra en upp- haflega hefði staðið til. Ein- og samsöngur var harla misjafn, og söngstrófur stundum lagðar í munn leikara, er ættu helzt ekki að bera sig við að syngja. Meðal betur heppnuðu söngatriða má nefna rokkaríu sem Jóhanna Þórhallsdóttir fór með, er sýndi nýja pg óvænta hæfileikahlið á alt- söngkonunni. Ókenndur piltur söng þar áður laglega litla melódíu í falsettu. Seinna í verk- inu var tilkomumikill dúett karls og konu á djúpum orgelpunkti, og María Ellingsen, að svo miklu leyti sem séð varð gegnum smink- ið, afhjúpaði í fallegu ljóðrænu smálagi nokkru síðar huggulega litla en lagvissa rödd, sem vel mætti nýta í framtíðarsöngleikum. Stærsti „smellurinn“ var þó lokasöngurinn, þar sem kórinn söng „Við höldum út á haf“ sem við- lagskafla í rondói með hljómsveitarinnslögum. Það hitti í mark, og af klappi og köllum gesta í sýningarlok að dæma féll rokk-yfírviktin í kramið hjá flestum öðrum en undirrituðum. Ríkarður Ó. Pálsson _____________PANS_____________________ Púkalcgar hreyfingar ÞAÐ kemur í minn hlut að Ijalla um dans og sviðshreyfingar þessa skemmtilega ærsla- leiks. Ólöf Ingólfsdóttir heitir sú sem þeim þætti stýrði, en því miður veit ég engin deili á henni, því leikskrá var heldur rýr og gaf litlar upplýsingar. Ekki var mikið um eiginlegan dans, en aftur á móti var kór skógarpúka allur á iði frá upphafí til enda, og hafði nóg að gera, enda inná allan tímann. Hreyfingar voru af- skaplega púkalegar og þá á ég við að þær voru alveg í karakter, grófgerðar og í fárán- leikastfl. Kórinn samanstendur af leikurum og söngvurum sem léku þessar kúnstir af hjartans list - sumir meir en aðrir, svona eins og gengur. Kraftur og úthald hélst vel út verkið. Litlu lömbin voru sæt en gerðu lítið annað en að skríða um, fyrir utan örlítinn dans Oddnýjar Amarsdóttur. Hreyfingar Gísla Rúnars í hlutverki Sflenosar, gamla skóg- arpúkans, voru aldeilis skemmtilegar. En í lokaatriði hættu púkarnir allt í einu við að vera púkar og urðu menn, og fannst mér það dálítið stílbrot. Ég óska öllum aðstandendum til hamingju með ágætan ærslaleik. Ásdís Magnúsdóttir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.