Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 2
Ljósmynd/Anita & Steve Shevett LOUISA Matthíasdóttir tekur við verðlaununum úr hendi Victors Borge. Á milli þeirra stendur hinn kunni bandaríski sjónvarps- maður, Peter Jennings, sem stýrði athöfninni. LOUISA MATTHÍASDÓTTIR HLÝTUR MENNINGARVERÐLAUN THE AMERICAN- SCANDINAVIAN FOUNDATION LOUISU Matthíasdóttur myndlistarkonu voru afhent menningarverðlaun The Amer- ican-Scandinavian Foundation fyrir árið 1996 við hátíðlega athöfn í New York-borg fyrir skömmu. Verðlaunin eru veitt lista- mönnum og öðrum sem hafa skarað fram úr í sinni grein og eflt samband og skiln- ing á milli Bandaríkjanna og Norðurland- anna. Verðlaunin voru að þessu sinni af- hent af hinum kunna danska spéfugli Vict- or Borge en hann hlaut verðlaunin sjálfur árið 1988. Louisa sagði í samtali við Morgunblaðið að henni hefði komið það mjög á óvart að hún skyldi hafa fengið verðlaunin. „Þetta er mikil upphefð fyrir mig en mér þótti það satt að segja dálítið einkennilegt að þau skyldu gefa mér þessi verðlaun; mér hafði aldrei dottið það í hug að ég ætti eftir að fá svona verðlaun.“ Louisa er fædd í Reykjavík en nam list sína í Kaupmannahöfn, París og New York þar sem hún hefur verið búsett síðan árið 1943. Hún hefur þó ávallt verið í nánum tengslum við Island en í verðlaunaskjalinu er hún sögð vera „alþjóðlega þekktur list- málari sem sækir myndefni sitt og inn- blástur beggja vegna Atlandsála". Louisa opnaði sýningu, sem fer um Bandaríkin, fyrr á þessu ári í Miami. Sýn- ingin verður í Washington í október en síðan í Wilkes-Barre, Pennsylvaniu, New York og Seattle. „Það eru bæði ný og eldri verk á sýningunni. Hún er ekkert voðalega stór en hún fer víða.“ Auk Louisu hlaut finnska skáld- og myndlistarkonan, Tove Jansson, verðlaun að þessu sinni en hún er kunnust fyrir bækur sínar um Múmínálfana. Sigurður Bragason söngvari. Hjálmur Sighvatsson píanóleikari. SIGURÐUR OG HJÁLMUR MEÐ TÓNLEIKA í CARNEGIE HALL SIGURÐUR Bragason söngvari og Hjálmur Sighvatsson píanóleikari halda tónleika í Carnegie Hall í New York annað kvöld, sunnudagin 29. september kl. 20.30. Tónleik- arnir verða í einleikssal hússins. Á efnis- skránni verða verk eftir Jean Sibelius, Carl Nielsen, Edvard Grieg, Pál ísólfsson, Sig- valda Kaldalóns, Jón Leifs og fl. Sigurður Bragason hefur haldið tónleika á mörgum tónlistarhátíðum Evrópu og Amer- íku. Hér heima hefur hann einnig sungið á tónleikum og í uppfærslum á óperum og trú- arlegum verkum. Hjálmur hefur starfað sem píanóleikari í Þýskalandi frá 1982. Hann hefur leikið á tónieikum með fjölda söngvara víða í Evrópu og Ameríku. KVIKMYNDAHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR ENDURVAKIN Dagana 24. október til 3. nóvember verður Kvikmyndahátíð Reykjavíkur haldin en hún var síðast haldin vorið 1993 í tengslum við Listahátíð. Kvikmyndahátíðin, sem er sjálfs- eignarstofnun, aðallega studd af ríki og borg, hefur sett sér það markmið að um „árlega hátíð verði að ræða og einn af merkari við- burðum ársins," að sögn Guðrúnar Eddu Þórhannesdóttur framkvæmdastjóra. í hátíð- amefndinni eru Friðrik Þór Friðriksson, Böð- var Bjarki Pétursson, Júlíus Kemp og Rand- ver Þorláksson. Um 40-50 kvikmyndir verða sýndar, allar erlendar verðlaunamyndir. Nefna má Smoke, Steeling Beauty, Dead Man, Small Faces og Breaking Waves (hlaut Grand Prix í Cannes 1996). Norsk kvikmyndahátíð verður hluti dagskrárinnar og kvikmyndaklúbbur starf- ræktur. Ætlunin er að ná til sem flestra og hafa kvikmyndahúsin öll lofað samvinnu í því skyni. Kaurismaki kemwr Meðal þekktra gesta sem koma á hátíðina eru finnski leikstjórinn Mika Kaurismaki, annar hinna frægu bræðra, og bandaríski leikstjórinn Hal Hartley. Tyrknesk kona, leik- stjórinn Canan Gerede, mætir á hátíðina, en hún er að fara að gera mynd um Sophiu Hansen. Einnig er vonast til að fá sem fyrir- lesara þekktasta kvikmyndagagnrýnanada Breta, Derek Malcolm. Unnið er að því að fá fleira þekkt fólk til Iiðs við Kvikmyndahá- tíð Reykjavíkur. NJÁLS SAGA Á FINNSKU NJÁLS saga er nú í fyrsta sinn komin út á finnsku í þýðingu Antti Tuuri rithöfundar. Tuuri hefur áður þýtt Egils sögu Skallagrímssonar á finnsku. Meðal margra verka hans er einnig ferðasaga frá fs- landi - Suuri pieni maa (Stórt lítið land). Frá því í byijun níunda ára- tugarins hefur höfundurinn komið til íslands ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Þýðingu Njáls sögu á finnsku hefur verið fagnað þar sem finnskum lesendum gefst nú í fyrsta sinn kostur á að lesa eitt af stórvirkj- um heimsbókmenntanna á eigin tungu. „Þýðingin er mikið verk, afreks- verk,“ segir gagnrýnandinn Aimo Siltari sem skrifar í blaðið Savon Sanomat sem út er gefið í Kuopio. „Fyrir bragðið verður lesturinn mikil og góð reynsla. Sagan lýsir hringrás blóðhefnd- arinnar sem engan enda tekur og steypir heilum ættum, skyldmenn- um og vinum í glötun.“ Að sögn gagnrýnandans beinir bókin huga lesandans að þeim ódæðisverkum sem unnin hafa verið mitt á meðal okkar í Evrópu upp á síðkastið. Formála finnsku Njálu-útgáfunn- ar skrifar Njörður P. Njarðvík. Antti Tuuri MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Sýn. á málverkum og skúlpt- úrum eftir súrrealistann Matta frá Chile. Sýn. á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals í austursal til 22. desember. Sýn. á nýjum verkum eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur til 19. október. Við Hamarinn Sigríður Ólafsdóttir sýnir til 13. október. Gerðuberg Sjónþing Brynhildar Þorgeirs- dóttur til 6. október. Sjónarhóll Sýn. á verkum Brynhildar Þor- geirsdóttir til 6. október. Norræna húsið Ulla Fries sænskur grafík- listamaður sýnir í anddyri Norræna hússins til 29. september. Gallerí Stöðlakot Maila María sýnir til 29. september. Ingólfsstræti 8 Hulda Hákon sýnir. Listasafn Kópavogs Sýn. Síkvik veröld til 29. september. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til septemb- erloka. Snegla Gluggasýn. á verkum Jónu Sigríðar Jónsdóttur til 8. október. Listakot Kynning á verkum þriggja lista- kvenna; Dröfn Guðmundsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir til 28. september. Gallerí Fold Tryggvi Ólafsson sýnir til 6. október. Gallerí Greip Karl Jóhann Jónsson sýnir til 6. október. Gallerí Hornið Ólöf Oddgeirsdóttir sýnir til 9. október. Nýlistasafnið Ólöf Nordal og Gunnar Karls- son sýna tii 6. október. Hafnarborg 26 félagsmenn sýna undir yf- irskrftinni „Leir í lok aldar“ til 15. október. Gallerí Sævars Karls Hólmfríður Sigvalda- dóttir sýnir. Sólon Islandus Guðjón Bjamason sýnir til 7. október. Listhús 39 Yngvi Guðmundsson sýnir til 14. október. Önnur hæð Japanski listamaðurinn On Kaw- ara sýnir. Gallerí Úmbra Sýning á flókateppum; Ing- unn Lára Brynjólfsdóttir, Sandra Laxdal og Björg Pétursdóttir sýna. Listasafn Siguijón Ólafssonar Yfirlitssýn- ing á völdum verkum Siguijóns. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýnendur í sept- ember: í sýniboxi: G.R. Lúðvfksson. í barmi: Einar Garibaldi Eiríksson. Berandi er: Bruno Muzzolini. í Hlust: Steingrímur E Krist- mundsson. Ljósmyndastöðin Myndás Björn Valdimars- son sýnir til 18. október. Listasetrið Kirkjuhvoli - Akranesi Ljós- myndasýning Péturs Péturssonar til 6. októ- ber. Slunkaríki - ísafirði Ragnheiður Ragnars- dóttir sýnir til 30. september. Laugardagur 28. september Fríður Sigurðardóttir sópran, Halla Soffía Jónsdóttir sópran og Skúli Halldórsson tón- skáld og píanóleikari verða með opna æfíngu í Gerðubergi kl. 15. Sunnudagur 29. september Hátiðartónleikar í Hveragerðiskirkju á vegum Tónlistarfélags Hveragerðis og Ölfuss og KMjClkórs Hveragerðis og Kotstrandarsókna LEIKLIST Þjóðleikhúsið Nanna systir lau. 28. sept, fim., lau. í hvítu myrkri lau. 28. sept., fös., lau. Kardimommubærinn sun. 29. sept. Hamingjuránið fös. 4. okt. Borgarleikhúsið Ef ég væri gullfiskur lau. 28. sept., fím. Largo desolato lau. 28. sept. BarPar á Leynibarnum fös.,-4.okt., lau. Stone Free fös. 4. okt., lau. Loftkastalinn Á sama tíina að ári sun. 29. sept., fös. Sirkus Skara Skrípó lau. 28. sept. Sumar á Sýrlandi miðnætursýn. lau. 18. sept. Skemmtihúsið Ormstunga sun. 29. sept. Kaffileikhúsið Hinar kýrnar sun. 29. sept kl. 16, fös. 4. okt. Spænsk kvöld frums. lau. 5. okt. Höfðaborgin „Gefin fyrir drama þessi dama...“ eftir Megas lau. 28. sept., sun., fös., lau. íslenska Ópcran Galdra-Loftur, ópera eftir Jón Ásgeirsson lau. 28. sept. Master Class fös. 4. okt. Möguleikhúsið Furðuleikhúsið sýnir „Mjall- hvíti og dvergana sjö“ sun. 29. sept. kl. 14. KVIKMYNDIR MÍR „Beitiskipið Potjomkin“ sun. 29. sept. kl. 16. Norræna húsið Sænsk teiknimynd fyrir börn kl. 14: „Bambse och den lilia asnan". Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir ki. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menning/list- ir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691181. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.