Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 11
út um alla kirkjuna á færanlegum járnpöllum. Áhorfendur þurftu því að færa sig eftir því hvar var leikið. Verkið er eftir Irvine Welsh þann sama og skrifaði bókina „Trainspotting" og var sýningin eins og gefur að skilja mjög hrá og vinsæl af yngri kynsóðinni. Eldur i Edinborgarkastala Á Edinborgarhátíðinni eru einnig djass- og kvikmyndahátíð og annað hvert ár er haldin bókmenntahátíð. Auk þess má finna alls kyns uppákomur og námskeið. Sú sýning, sem alltaf nýtur hvað mestu vin- sælda, er flugeldasýningin. í lok hátíðarinnar er flugeldum skotið við undirleik Scottish Chamber Orchestra. Fólk flykkist alls staðar að úr borginni til að sjá og heyra svo miðbær- inn troðfyllist og allt nágrennið í kring. Þeir, sem heima sitja geta svo hlustað á hvað fram fer í beinni útsendingu í útvarpinu, en í ár voru það tónverk eftir Handel og Brahms sem gáfu tóninn fyrir flugeldasprengingarnar. Þessi rómantíska og fallega borg fékk á sig dulúðleg- an blæ þar sem ýmist kviknaði í kastalanum eða logandi gosbrunnar risu upp úr garðinum. Þess á milli sprungu litríkar stjörnur á himni þar til ekkert var eftir nema sindrandi silfur- regn sem smátt og smátt hvarf áður en það náði til jarðar. Það lifir þó enn í minningunni líkt og sýningarnar, sem voru jafnólíkar og litir himinsins þetta kvöid. Ef ég ætti að lýsa Edinborgarhátíðinni í einu orði þá dettur mér einna helst í hug orð- ið „maraþon". Eftir sýningu í Traverse Thea- tre hitti ég einn leikarann að máli. Ég var svo hissa hvað framkallið hafði verið stutt miðað við hve mikið var klappað. Hann sagði mér þá að tæknimennirnir hefðu aðeins hálftíma til að skipta um svið fyrir næstu sýningu og að hópurinn hafi verið beðinn um að hneigja sig helst ekki oftar en einu sinni og í hæsta lagi tvisvar. Tæknimennirnir voru þegar byij- aðir að taka af sviðinu í seinni hneigingunni og áður en fólk var staðið upp var ekkert eftir á sviðinu nema örfáar tægjur, svona rétt til að minna mann á að sýning hafi átt sér stað. Auðvitað var þetta argasti dónaskapur bæði gagnvart okkur áhorfendum og leikurunum. En framboðið er svo mikið að það verður að halda vel á spöðunum ef allt á að ganga upp. Það er eitthvað barbarískt við þetta og iíka eitthvað heillandi enda ekki oft boðið upp á slíkt „menningarmaraþon". „SÖNGUR er framhald af tali og því mjög eðlilegur hlutur. Maður vinnur ekki við söng, maður er söngvari," segir Bjarni Thor Kristinsson. „HEADSTATE" var sú óvenjulegasta af skosku sýningunum. Hún var sett upp í meira en tvö hundruð ára gamalli kirkju en fjallaði aftur á móti um forfallna dópista. Höfundur er leikari. SÝNING Carles Santos frá Katalóníu á Spáni nefnist L’esplendida vergonya del fet mal fet og er mjög súrrealísk. Santos er tónskáld og segist hann vera að sviðsetja tónverk svo fólk geti bæði heyrt það og séð. BASSINN ER SJALDNAST ELSK- HUGINN ÓHAMINGJUSAMI EG HÓF söngnám 22 ára gamall og fyrst um sinn var námið stundað með hálfum huga, enda taldi ég mig ekki mikinn „söng- kandídat", þótt ég hefði svo sem gaman af að syngja," sagði Bjarni, sem er fæddur og uppal- inn í Garði á Suðurnesjum og bjó þar fram yfir tvítugt. Vendipunktur varð á ferli hans árið 1992, þegar hann fór í prufu- söng fyrir val á söngvurum í einsöngshlutverk í Messíasi eftir Handel, sem fluttur var á Lista- hátíð sama ár. „Ég fór upp í Gerðuberg í Breið- holti og söng fyrir dómnefnd sem þar sat og mér gekk alveg hræðilega. Eftir sönginn sett- ist ég niðurbrotinn á bekk fyrir utan salinn og hlustaði á krakka, sem ég þekkti, fara inn og standa sig glæsilega. Þá hugsaði ég með sjálfum mér að söngurinn ætti sjálfsagt ekki við mig. Allt í einu áttaði ég mig á því að það voru allir farnir og ég sat einn frammi og ákvað því að banka á dyrnar á herberginu og gerði nokkuð sem engum dettur í hug að gera, og ég myndi aldrei gera í dag. Ég bað um að fá að syngja aftur og gekk þá miklu betur og fékk hlutverk í óratóríunni." Hann sagðist hafa farið að velta söngnum meira fyrir sér í kjölfarið og áttaði sig á að kannski væri þetta eitthvað spennandi að fást við. Veturinn 1993-1994 kom Helene Caruso söngkennari við tónlistarháskólann í Vín til íslands og hélt námskeið sem Bjarni sótti, þá á lokaári sínu í Söngskólanum. „Eftir nám- skeiðið bauð hún mér að koma og syngja fyr- ir óperudeildina í Vín. Hún sagðist gjarnan vilja verða kennari minn ef ég kæmist inn í skólann. Það gekk eftir og ég hóf þar nám haustið 1994.“ Öll tækifæri til að koma fram opinberlega skipta miklu máli fyrir unga söngvara og þar eru margar leiðir færar. Bjarni hefur fengið mörg söngtækifæri í Vín. Hann hefur tekið þátt í óperuuppfærslum, sungið á tónleikum, útvarpi og hjá óperufélögum. „Sumir segja að best sé að syngja fyrir í stórum húsum og fá lítil hlutverk fyrst og vinna sig upp en þá er hætta á því að festast í litlu hlutverkunum. Aðrir segja að best sé að fá stór hlutverk í litlum húsum en þá getur fólk fest í litlum húsum og enn aðrir segja að best sé að byija í kórum, og fá eina og eina einsöngsstrófu, en þá geta menn fest í því. Þannig að það er allur gangur á þessu,“ sagði Bjarni. í hlwtverkwm konwnga og ædstwpresta Það er heldur ekki alveg sama hvort maður er karl eða kona. Það er mun meira framboð á kvensöngvurum og því miklu meiri sam- keppni þeirra á meðal og það sem meira er; BASSASÖNGVARINN Bjarni Thor Kristinsson vakti athygli fyrir söng sinn hér ó landi í sumar, bæói í Galdra-Lofti og síóar á Ijóóatónleikum. Gagnrýnandi Morgun- blaósins hreifst á tónieik- unum og sagói þá meóal * annars listsigur. ÞOR- ODDUR BJARNASON ræddi vió Bjarna um sönginn, fjölskylduhagi, útlit og limaburó. það eru miklu færri kvenhlutverk í óperum. Kvensöngvari þarf líka að hafa svo margt, því það er ekki nóg að hafa góða rödd. Það eru kannski hundrað konur sem syngja jafn vel í prufu og þá er það útlitið og annað sem sker úr um hver fær tækifæri. Talandi um útlit. Þú eit með þetta dæmi- gerða bassaútlit? „Þú meinar stór og feitur," segir Bjarni og hlær. „Það eru reyndar margir sem hallast á að bassar líti allir svona út og að óperusöngvar- ar eigi allir að vera stórir og feitir. Við eigum eitt dæmi sem afsannar þetta. Viðar Gunnars- son bassasöngvari er þvengmjór með þessa miklu og flottu bassarödd. Útlit ræður svo aftur á móti miklu um trú- verðugleika hlutverka í óperum. Bassinn er sjaldnast elskuhuginn óhamingjusami. Hlut- verk konunga, æðstupresta og annarra valda- mikilla manna eru oftast skrifuð fyrir bassa- söngvara og 1,60 sm og 65 kílóa maður yrði ekki trúverðugur sem æðstiprestur sem rymur yfír þorpsbúa. Annars fylgjast líkamsburðir og rödd mjög oft að þar sem raddböndin eru bara vöðvi og lengd þeirra, meðal annars, ræður raddgerðinni. Þetta er líffræðilegt." Bjarni segir sönginn vera íþrótt. „Menn verða að vera í góðu líkamlegu ásigkomulagi, hafa góða öndun og úthald og heilsufarið er mikilvægt, hvernig sem útlitið er.“ Stundar þú líkamsrækt? „Nei, ekki að neinu marki, en í vetur þarf ég að taka námskeið í skylmingum í skólanum. Hreyfifræðin sem fylgir þeirri íþrótt og lima- burður er mjög heilsusamlegur söngvurum og hjálpar mönnum að bera sig vel. Þetta hangir allt saman. Söngur er mjög náttúrulegur hlutur og þeg- ar rétt er sungið er það mjög heilbrigt og starf- semin sem á sér stað í skrokknum mjög eðli- leg.“ Margir myndu sjálfsagt segja hið gagn- stæða, að óperusöngur væri ekki eðliiegur söngur? „Það er náttúrulega ekki öllum gefið að syngja. Ég er á þeirri skoðun að söngur sé framhald af tali. Að syngja er ekki að búa eitthvað til og breyta röddinni. Hins vegar verður maður að gefa sig allan í söngnum og maður vinnur ekki við söng heldur er maður söngvari." Bjarni segist aðspurður um uppáhaldssvið innan söngsins mjög þakklátur fyrir að eiga eftir að kynnast mjög miklu af óperubókmennt- unum. „Ég er ekki kominn með neitt uppá- haldsfag. Eg veit ekki hvert mín leið kemur til með að liggja. Mér fellur óperusöngur mjög vel og mér finnst gaman að fást við hlutverk því þar er maður líka að móta ákveðna per- sónu. í ágúst síðastliðnum var ég að syngja ljóð, einn með píanóundirleik, og það er að mörgu leyti miklu meira krefjandi form, því þar er maður einn og berskjaldaður og ekki með hlutverk til að skýla sér á bakvið. Ljóða- söngur er engu að síður mjög spennandi." Konan elwr wpp börnin Bjarni er í óeiginlegri sambúð með Katrínu Jónu Svavarsdóttur. Hún býr hér á landi og elur upp bæði börn þeirra, Jóhönnu Maríu fimm ára og Véstein þriggja ára. „Það eru tvær ástæður fyrir því að fjölskyldan er aðskilin. Katrín er við íslenskunám í Háskóla íslands, sem hún lýkur í vetur, og við eigum þroska- hefta dóttur, með Down Syndrom, og öll þjón- usta við þroskahefta er mun betri hér en í Mið-Evrópu, því er ekki saman að líkja. Ég hef komið heim á þriggja mánaða fresti og líður stundum eins og sjóarapabba sem kemur heim reglulega með pakka og fer svo aftur. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég geri að ári. I vetur mun ég reyna að komast á samn- ing hjá einhveiju óperuhúsi og þá gæti fjöl- skyldan komið saman á ný eftir að námi lýk- ur. Um leið og ég kem út fer ég á fund virtr- ar umboðsskrifstofu í Vín sem hefur falast eftir mér og hugsanlega kemur eitthvað út úr því.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.