Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 4
VIÐEYJARKLAUSTRIÐ SÖGU Viðeyjarklausturs lauk með villimannlegri árás Diðriks frá Minden og manna hans á hvítasunnudagsmorgunn 1539. Öllu fémætu var rænt, öðru spillt. Mynd: Búi Kristjánsson. EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON Ymis höfuórit kristinna kenninqg á mióöldum var aó finna í bókasafni klaustursins, auk nauó- synlegustu fræóibóka um latneska tungu. Allt var þaó eyóilagt á hvítasunnudagsmorg- un 1539, þegar Diórik frá Minden stóó fyrir ___villimannlegri árás á klaustrið. Island var numið í upphafi þess hlýinda- skeiðs sem stóð frá því á níundu öld og fram um miðja 14. öld á norður- hveli. Landámsmenn komu hér að landi sem var ósnert, ár fullar af físki, eyjar og sker varpstöðvar fugla og fiskur og sjávardýr um alla firði. Viðey hefur verið þakin æðarfugli og dún og fyrstu heimildir eftir að byggð hefst segja að þar hafi verið mikið varp, dúntekja og akuryrkja. Sá maður sem fyrstur er nefndur í tengslum við atburði í Viðey, var Ásgeir Guðmundsson, prestur í Gufunesi, látinn 1180 - Ámi Óla: Viðeyjarklaustur. - Hann og Viðeyjarbóndi áttu í deilum út af veiðum á æðarfugli. Veiðiskapur prests spillti æðarvarpi í Viðey. Jón Sigurðsson forseti ritar inngang að mál- daga staðarins í Viðey í fyrsta bindi Fombréfa- safns (122. bls. 483). Þar segir frá Ásgeiri Guðmundssyni presti í Gufunesi (sbr. hér að ofan) og afskiptum Þorláks helga af músa- gangi í eynni. „Sagt að biskup hafi gist þar og hafi þar þá verið svo mikill músagangur, að þær hafí spillt komum og ökrum, hefír þar því verið sáðland um þær mundir; en Þorlákur biskup er sagt að hafí kyrrsett mýsnar þar í nesi einu á eynni, þar til þeim var hleypt þaðan síðar" (Þorláks saga hin yngri kap. 26: Biskupa- sögur I. bls. 293). Texti Þorláks sögu helga hljóðar svo: „Á bæ þeim, sem í Viðey heitir, spilltu mýs kornum ok ökrum, svá at varla mátti við búa. Ok er Þorlákr biskup gisti þar, báðu menn hann þar sem annars staðar fulltingis í slíkum vandræð- um. Hann vígði þá vatn ok stökkti yfír eyna - utanum eitt nes. Þat fyrirbauð hann at erja. Varð ok eigi af músunum mein í eyjunni, með- an því var haldit. Löngum tíma síðan örðu menn hluta af nesinu. Hlupu þar þá mýs um alla eyna. Varð þar víða jörð hol ok full af músum.“ Kirkja hefur þá verið í Viðey og seint á 12. öld er getið prests eins Bjama að nafni og tel- ur Ámi Óla hann fyrsta nafngreinda ábúanda eyjarinnar. Bjama þessa er getið í sambandi við áheit á Þorlák helga, gert til þess að hamla ágengni ránfugls í eggver prestsins. Getið er Viðeyjar í Guðmundarsögu Amgríms ábóta Brandssonar á Þingeymm. Þar kemur við sögu djákni úr Viðey og samtal hans við Guðmund biskup í Niðarósi um væntanlega ferð til ís- lands. Eina eign djáknans var bókakista hans, sem hann flutti með sér út hingað. Djákninn hafði lánað Guðmundi bækur úr kistunni og fékk þær nú úr láni. Ferðinni til íslands lauk með skipbroti við Minþakseyrr og týndist þar góss alit, en djákn- inn fann þó bókakistuna rekna og vom bækur þær sem Guðmundur biskup hafði léðar, „hvít- ar ok hreinar". Fyrsti íslenski munkurinn sem sögur fara af var Guðlaugur Snorrason goða á Helgafelli, gekk í klaustur á Englandi. Fyrstu starfandi munkar á íslandi vom í Bæ í Borgarfírði og er þar getið Hróðólfs, - Rúðólfs sem dvaldi hér frá 1029-1051 síðar ábóti í Abingdon á Eng- landi. (G. Turville - Petre: Origins of Icelandic Literature 1953). Á 12. öld vom fyrstu varanlegu klaustrin stofnuð hér á landi, Þingeyrarklaustur 1133 og Munkaþverárklaustur 1155. Klaustur vom stofnuð í Austfirðingafjórðungi, í Þykkvabæ í Veri 1168 og í Kirkjubæ á Síðu 1186, og „samt- íða þar með í Vestfírðingaljórðungi: í Hítardal 1166 og í Flatey 1172, sem síðar var flutt að Helgafelli" - Jón Sigurðsson um máldaga stað- arins í Viðey - Fombréfasafn I. - Tilraunir vora gerðar til stofnunar klaustra í Sunnlend- ingafjórðungi á 12. öld, í Vestmannaeyjum og á Keldum, en ekkert varð úr. Á Norðurlandi var stofnað klaustur um 1200 í Saurbæ, en stóð skamman tíma. í munnmælum em sögur um Stafholtsklaustur í Borgarfírði og Hraun- þúfuklaustur í Vesturárdal í Skagafírði, langt inni í landi. Daniel Bmun rannsakaði stað- hætti, og taldi sig fínna merkar minjar í hleðsl- um og görðum. Aðrir hafa dregið hugmyndir Bmuns í efa, en hvað um það þá era þarna undarlega miklar þúfur eða bingir, sem era áreiðanlega ekki hmn úr fjallinu fyrir ofan. Vióeyjarklaustur Með dauða Jóns Loftssonar 1197 varð ekk- ert úr stofnun klausturs á Keldum. Það var ekki fyrr en 1224 að Þorvaldur Gissurarson og Snorri Sturluson náðu samkomuiagi um ráðstöf- un hluta eigna Kolskeggs hins auðga Eiríksson- ar, sem hafði haft mikinn áhuga á stofnun klausturs í Sunnlendingafjórðungi. Snorri Stur- luson fór um vorið 1224 „suður um heiði“ til fundar við Þorvald Gissurarson í Hmna, þar var gert samkomulag. Hallveig einkaerfíngi auðs Kolskeggs skyldi gera „félag við Snorra ok fara til bús með honum" og Ingibjörg dóttir Snorra skyldi föstnuð Gissuri Þorvaldssyni. Hér vom miklir samningar og kaupmálar og sam- tengingar auðs og valda. Þessi ráðagerð olli síðan miklum hörmungum, eftir að Þorvaldur varð allur. Þorvaldur gat nú efnt loforð Kol- skeggs um mikið fé til stofnunar klausturs og svo stendur í íslendingasögu Sturlu Þórðarson- ar „Eftir þetta kaupir Þorvaldr Viðey, ok var þar efnast til 'klausturs. En það var sett vetri síðar. Var Þorvaldr þá vígðr til kanoka". Hann er nefndur príor, þ.e. næstur ábóta, sem þá var biskupinn bróðir hans Magnús Giss- urarson. Jón Sigurðsson telur að þannig kunni að hafa verið í Viðey. Príorar gengu næstir ábóta að völdum. Þessi háttur, að biskup væri ábóti var þekktur frá klaustrinu á Möðravöllum í Hörgárdal, þar sem Hólabiskup var ábóti, en príorinn á Möðmvöllum fulltrúi hans. Styrmir hinn fróði er nefndur príor, en eftir hann var settur ábóti og var svo til loka. Klaustrið í Viðey var Ágústínusarklaustur - svartmunkaklaustur. í ritgerð Þóris Steph- ensens staðarhaldara í Viðey, „Menntasetur að Viðeyjarklaustri" 1992 segir: „1397 er skráð bók með heitinu Liber Hugonis de abusibus clavstris - Bók um eyðileggingu klaustra - þetta er sennilega rit eftir Hugo frá St. Victor. Til- vera þess í Viðey leiðir hugann að því, hvort Viðeyjarklaustur gæti, eins og Helgafellsklaust- ur, hafa fylgt Viktorsreglu um tíma.“ Höfundur telur að hér geti verið um eðlilega bókaeign Ágústínusarklausturs að ræða, en grein þeirrar reglu var Viktorsreglan. Benediktsregla var um tíma í Viðeyjarklaustri á 14. öld, en Ágústín- usarregla tekin upp aftur 1352. Eins og áður segir var Þorvaldur Gissurarson fyrsti forstöðumaður klaustursins frá stofnun þess til dauðadags 1235. Á þeim tíma vom gerðir máldagar um eignir klaustursins og tek- justofna, bréf um osttoll og bískupstíundir milli Botnsár og Hafnarfjarðar. Hvert býli milli Reykjaness og Botnsár, þar sem ostur var gerð- ur, skyldi gjalda einn osthleif til Viðeyjar. Munk- ar og kennimenn í Viðey skyldu í staðinn biðja fyrir gjaldendum. Seinasta árið sem Þorvaldur Gissurarson var príor, var í máldaga getið þeirra jarða sem klaustrið átti þá, sem vom: Hálft Elliðavatn, Vatnsendi, Korpúlfsstaðir, Blikast- aðir, Kleppur. Hérertalinn stofninn aðjarðeign- um klaustursins, en alls námu jarðeignimar nokkuð á annað hundrað þegar klaustrið var aflagt. Þorvaldur og bróðir hans Magnús Gissur- arson lögðu gmnninn að tekjustofnum og jarða- safni klaustursins og þegar Þorvaldur lést 1235 tekur við starfí hans Styrmir fróði Kársson ábóta á Þingeyram. Mennlasetur aó Vióeyjarklaustri Kveikjan að bókmenningu íslendinga og ís- lenskri menningu var latínukunnátta sem berst út hingað með latínulærðum klerkum og iðkuð var hér á biskupssetram og klaustrum allt frá því á 12. öld, ef ekki fyrr. Bókagerð og ritun sagnfræði og annarra bókverka var þegar stunduð af kappi í Þingeyr- arklaustri á 12. öld, Helgafelli og víðar. Lat- nesk menntun samófst munnlegri menningar- geymd og íslenskt bókmál mótaðist af aga latín- unnar. Rómversk og grísk menningaráhrif í kristnum búningi urðu undirstaða bókverka vestrænnar miðalda-menningar á íslandi. í áðurnefndri ritgerð staðarhaldarans í Viðey er ítarleg úttekt á bókaeign klaustursins í Við- ey samkvæmt máldögum. Þá kemur í Ijós að safnið í Viðey hefur nokkra sérstöðu um sjálf- stæð Biblíurit. „Etymologia Isidórs var t.d. hvergi til hér á landi nema þar og á Hólum í Hjaltadal....“ Ýmis höfuðrit kristinna kenn- inga á miðöldum er að fínna í bókasafni klaust- ursins, auk nauðsynlegustu fræðibóka um lat- neska tungu. Ætla má að klaustrið hafí átt talsvert bóka, sem hvergi fínnast skráðar. Bóka- söfnun hefur hafíst á dögum Þorvalds Gissurar- sonar, því klausturstarf gat ekki farið fram án nauðsynlegs bókakosts. Með Styrmi fróða Kárssyni hefjast fræðistörf 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.