Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 13
RANNSÓKNIR Á ÍSLANDI UMSJÓN: SIGURÐUR H. RICHTER SEGULMÖGNUN I BERGI EFTIRLEÓKRISTJÁNSSON Niðurstöður segulmæl- -------------7--------- ingg ó bergi á Islandi eru mikilvægur þáttur í jarð- fræðikortagerð og nýt- ast jaróvísindamönnum um allan heim. RAUNVÍSINDASTOFNUN Há- skólans á 30 ára afmæli á þessu ári. Eitt af fyrstu rann- sóknaverkefnum stofnunar- innar varðaði segulmögnun bergs. Trausti Einarsson, pró- fessor við HÍ, og Þorbjörn Sig- urgeirsson, sem þá var fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, hófust handa við þær rannsóknir árið 1953. Bergsegulmagn endurspeglar fernl jarósegulsvió Segulsviðið sem mælist við yfirborð jarð- ar, stafar einkum frá rafstraumum umhverf- is innsta hluta jarðkúlunnar. Berglög geta tekið í sig segulmögnun með sömu stefnu eins og jarðsegulsviðið í kring. Þannig segul- magnast gosberg á meðan það er að kólna niður eftir storknun, en setlög á meðan þau eru að setjast til smátt og smátt. Segulmögn- unin situr í litlum kornum af járnríkum steindum í berginu. Við viss skilyrði varðveit- ist stefna hennar í kornunum í hundruð millj- óna ára. Bergsegulmælingar á fyrri hluta aldarinn- ar sýndu að segulsvið jarðar hefur flökt veru- lega mikið til og oft snúist alveg við. Þessum niðurstöðum áttu margir jarðvísindamenn erfitt með að trúa. Greinar um segulmæling- ar á íslenskum hraunum sem þeir Trausti, Þorbjörn og Ari Brynjólfsson birtu á árinu 1957, áttu mikinn þátt í að taka af öll tví- mæli um umsnúninga sviðsins. Meðal merk- ustu staða sem þeir rannsökuðu voru Flugug- il og Húsagil í Brynjudal í Hvalfirði (sjá mynd). Þar hafa nokkur hraunlög í jarðlaga- staflanum runnið meðan á einum umsnúninga jarðsegulsviðsins stóð, og höfðu slík lög hvergi fundizt áður í heiminum. Umsnúningar jarðsegulsviðsins verða með óreglulegu millibili nokkrum sinnum á hvetj- um milljón árum og hver þeirra tekur fáeinar þúsundir ára. Margt er enn á huldu um orsak- ir sviðsins, flökts þess og umsnúninganna en þessi atriði eru þó mjög áhugaverð fyrir þá vísindamenn sem leitast við að skilja innri gerð jarðarinnar. Flestir sem rannsaka berg- segulmagn hafa einbeitt sér að setmyndunum enda eru þær mun útbreiddari á meginlönd- unum en gosberg. Niðurstöður úr setlögunum hafa hins vegar reynzt ótraustari en úr gos- bergi, ekki sízt vegna þess að upphaflegu segulmögnuðu kornin í þeim fyrrnefndu hafa oft ummyndazt í aðrar steindir eða jafnvel horfið alveg úr berginu. Þátlur íslands í timakvaróa fyrir jarósegulsvióió Jarðfræðingar vilja vita réttan aldur jarð- laga sem þeir eru að rannsaka. Til þess nota þeir einkum mælingar á magni tiltekinna geislavirkra efna í gosbergi og steingerðar lífverur í setlögum. Þessar aðferðir duga þó ekki alltaf og segulmælingar gáfu þarna nýjan möguleika. Ef mynztur breytinga í segulmögn- un (t.d. umsnúninga) í syrpu jarðlaga á landi eða í úthafsbotninum kemur heim við mynztur breytinga á jarðsegulsviðinu yfir tiltekið tíma- bil, má draga ályktun um aldur jarðlaganna. Meginvandamálið við beitingu þessarar að- ferðar er hins vegar að mjög óvíða í heiminum eru jarðlög sem hægt er að nota til að byggja upp örugga þekkingu á breytingum jarðsegul- sviðsins; þau verða að vera bæði vel aðgengi- leg, óslitin, auðveld að aldursgreina með mik- illi nákvæmni og gefa traustar niðurstöður úr segulmælingum. Þarna stendur ísland öðrum svæðum fram- ar. Blágrýtishraun halda upprunalegri segul- Morgunbloóió/Leó Kristjónsson HÖFUNDUR við sýnasöfnun í Flugugili við Brynjudal í Hvalfirði, FJÖLL norðan við Seyðisfjörð. mögnun sinni mjög vel og eru þolanlega nothæf til aldurs- greininga. Hraunlagasyrpur landsins spanna nokkuð sam- fellt síðasta 15 milljón ára tíma- bilið í ævi jarðar. A öðrum gos- bergssvæðum ofansjávar ná hraunasyrpurnar yfir styttri tímabil og ýmislegt annað getur verið þar til vandkvæða svo sem gróðurþekja og veðrun. Segul- stefna í aldursgreindu íslensku bergi er því ein af undirstöðum tímatals umsnúninga jarðsegul- sviðsins. Það nýtist við að áætla aldur jarðmyndana víða um heim, meðal annars berggrunns- ins undir öllum úthöfunum. Rannsóknir hérlendis 1972-79 Stórt átak í bergsegulmæl- ingum á íslenskum hraunum var gert á árunum 1972-79, í sam- vinnu tveggja háskóla í Banda- ríkjunum og Ástralíu við Raun- vísindastofnun og Orkustofnun. Safnað var sýnum til segulmæl- inga úr um 2500 lögum alls á Vestfjörðum, í Borgarfírði, á mið-Norðurlandi, við utanverð- an Hvalfjörð og víðar. Um 160 hraunlög voru síðan valin úr þeim til geislavirkni-aldursmæl- inga, sem eru vandasamar og 3500- 3000- 2500 -f KAENA MAMMOTH 332 COCHITI a NUNIVAK SIDUFOALL THVERA 1000 534 5 37 550 500- 583 6 12 6.27 639 6 54 6.59 SEGULSTEFNUR í hraun- lagastaflanum í Borgar- firöi. aðeins á færi fárra rannsókna- stofa í heiminum. Eru niður- stöðumar ómetanleg stoð margs konar annarra rann- sókna á jarðfræði íslands og vel þekktar erlendis. Einkum hafa segulstefnur í um 400 hraunlaga stafla, sem hallast inn eftir Borgarfjarðardölum, (sjá mynd) oft birzt í kennslu- bókum sem sígilt dæmi um nytsemi bergsegulmælinga í jarðvísindum. Tölur til vinstri á myndinni sýna heildarþykkt laganna i metrum, talið frá Norðurá við Hreðavatn og upp að Húsafelli. Tölur til hægri gefa aldur samkvæmt geisla- virknimælingum, í milljónum ára. Dökkir hlutar staflans mynduðust þegar jarðsegulsvið- ið sneri eins og í dag, ljósir þegar það sneri öfugt. Eins og sjá má eru tvö tiltekin tímabil (segulskeið) á alþjóðavettvangi kennd við borgfirzk örnefni. Bergsegulrannsóknir á ■slandi I rá 1980 Síðan 1980 hefur Raunvís- indastofnun Háskólans unnið að bergsegulmælingum í tengslum við almenna kortlagn- ingu jarðlaga á mörgum svæð- 'um á landinu. Má þar nefna Mosfellssveit, Langadal í Húnavatnssýslu, Tjömes, fírðina sunnan ísafjarðardjúps, Gnúp- verjahrepp og snið frá Stykkishólmi í Hítard- al. Fáir jarðfræðingar vinna þó að þess háttar kortlagningu hérlendis og miðar henni því miklu hægar en æskilegt væri. 1995-96 var safnað sýnum í innanverðum Fljótsdal (ásamt japönskum leiðangri), í Eyjafjarðardölum, og í Skarðsheiði. Lítið hefur fengist gert af geisla- virkni-aldursgreiningum á íslensku bergi eftir 1980, en erlendis eru nú að ryðja sér til rúms stórbættar aðferðir við slíkar mælingar. Hafa aðilar sem standa framarlega í þróun þeirra mæliaðferða, nýverið aflað sér sýna úr hraun- lögum á ýmsum þeim stöðum á landinu þar sem Raunvísindastofnun hefur rannsakað forna umsnúninga jarðsegulsviðsins. Hagnýtnol Jarðgöng gegnum fjöll vegna samgangna eða vatnsvirkjana verða helst að liggja þar sem bergið er heillegt og sterkt. Bergtegund- ir geta verið mjög mismunandi að þessu leyti. Kort af legu berglaganna í fjöllunum eru gerð með því að rekja auðþekkjanleg setlög, hraunasyrpur með sérstæða steindagerð og snúninga segulstefnu í berginu. Á árunum 1989-93 voru á Raunvísindastofnun segul- mæld sýni úr 360 hraunum í fjöllum við Mjóafjörð og Seyðisfjörð eystra, með stuðn- ingi Vísindasjóðs, Rannsóknasjóðs HÍ og Vegagerðarinnar. Það átak tengdist um- fangsmikilli jarðfræðikortlagningu víða á Austfjörðum sem Jarðtæknistofan hf. í Reykjavík sá um, vegna hugmynda um göng milli byggðarlaga þar. Mælingar á 55 hraun- lögum í 170-910 m hæð í fjallinu Grýtu norðan Seyðisijarðar (sjá. mynd) sýndu til dæmis, að segulstefna í fjallinu er „öfug“ upp í 270 m hæð, síðan að mestu „rétt“ upp að setlagi í 600 m hæð, svo „öfug“ upp að 880 m. Svipað mynztur fínnst einnig í fjöllum við Mjóafjörð og Norðfjörð. Aldur er um 12 milljón ár. Þess má að lokum geta, að segulmögnuð jarðlög valda minniháttar truflunum á jarð- segulsviðinu. Raunvísindastofnun hefur síðan á árinu 1968 unnið að mælingum á þessum segulsviðstruflunum úr flugvélum yfir öUu landinu og einnig á hluta landgrunnsins. Úr mælingunum má fá margs konar vísbending- ar um aldur og gerð bergsins, jafnvel þar sem það er hulið seti, jöklum eða sjó. Meðal ann- ars gerði stofnunin nákvæmt flugkort af seg- ulsviði yfir vinnslusvæði Hitaveitu Reykjavík- ur haustið 1993, með styrk frá Hitaveitunni. Höfundur er jarðeólisfræóingur og forstöðu- maóur jaróeólisfraeóistofu Raunvísindastofnunar Hóskólans. Rannsóknarróð íslands stendur að birtingu þessa greinaflokks. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.