Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 15
SÓLARSÖNGUR í LANGHOLTSKIRKJU TRÍÓ Nordica og Áshildur Haraldsdóttir ATARNA ER NÚ SVOLÍTIÐ SKRÍTIÐ __________TONLIST______________ Lislasafn Islands KAMMERTÓNLEIKAR Tríó Nordica og Áshiidur Haraldsdóttir fluttu verk eftir Johan Jeverud, Haflida Hallgvíms- son, Mikko Heiniö, Hannu Pohjannoro og Glenn Erik Haugland. Fimmtudagurinn 26. september, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á verki fyrir píanótríó og flautu eftir Johan Jeverud. Það nefnist Kings Ludd’s Galliard, nafn sem minnir á virginalistana ensku, enda á efnið að fjalla um uppreisn enskra hand- verksmanna á 19. öld, gegn vélvæðing- unni. Ýmislegt í verkinu minnir á tónmál madrigalistanna, bæði taktur og tónferli, þó það sé að öðru leyti nútímalega útfært. Það sem einkenndi verkið eru stuttar tón- hendingar og ofhlæði í píanóinu, sem skyggði nokkuð á samleikshljóðfærin, sér- staklega flautuna, sem auk þess var oft notuð á lágu tónsviði. Flutningurinn var nokkuð flausturslegur og píanóið allt of sterkt. Annað verk tónleikanna var Meta- morphoses eftir Hafliða Hallgrímsson, sem samið er í minningu John Tunnel, vinar og samstarfsmanns Hafliða. Þetta er hæg- ferðugt verk, dapurlegt og dulúðugt, sem Tríó Nordica náði að túlka frábærlega vel. Þriðja verkið á efnisskránni nefnist In G og er eftir Mikko Heiniö. Það er skrifað fyrir selló og píanó, sem nær alveg yfir- skyggði sellóið, með allskonar skölum og STÚLKUR ERU LÍKA MENN KVIKMYNPIR Háskólabíó — Danskir kvikmyndadagar BARA STELPA („KUN EN PIGE “) ★ ★ ★ '/2 Leikstjóri Peter Schröder. Handritshöfundur Peter Bay, Jörgen Kastrup. Kvikmyndatöku- stjóri Dirk Bruel. Tónlist Jan Glæsel. Aðalleik- endur Puk Scharbau, Waage Sandö, Inge Sofie Skovbo, Sopliie Engberg, Birthe Neumann, Amalie Dollerup, Kristian Halken. Dönsk. Det Danske Filminstitut 1995. NÝJASTA stórvirki danskra kvikmynda- gerðarmanna, Bara stelpa, er áhrifarrik þroskasaga baráttukonunnar Lise Jensen (Amalie Dollerup, Sophie Engberg, Puk Scharbau) frá vöggu til fullorðinsáranna. Myndin er byggð á vinsælum endurminn- ingum Lise Nörgaard, blaðamanns, skálds og hugsjónamanneskju, og hefst myndin á fæðingu hennar, en kvenkynsfrumburður brotnum hljómum, sem minnir á þegar leik- ið er af fingrum fram. Það er ekki auðvelt í leik, þótt það liggi oft vel fyrir píanóinu og var leikur Monu Sandström mjög vel úrfærður. Það var meira jafnræði með hljóðfærun- um í verki eftir Hannu Pohjannoro, sem nefnist Frozen the ligth, faraway at the wind, undarlegt nafn en verkið er hið skemmtilegasta og vel samið. Lokaverk tónleikanna heitir We’re lying, fyrir pía- nótríó og flautu, og er það eftir Glenn Erik Haugland. I efnisskrá er efnistökum tónverksins lýst á eftirfarand(máta: „End- urskrifaður atburður (1995). í fyrstu fimm til sex töktunum á sér stað næstum ein- róma glæpur. Þetta eru vandræðalegar aðstæður fyrir hljóðfærin fjögur og eftir dálitla stund fara þau að rífast um hver eigi sökina ... Þegar það ber engan árang- ur gera þau sér grein fyrir að það eina sem hægt er að gera er að endurrita sög- una ... Þetta eru örlög þessa verks. Það besta sem hægt er að gera er að gleyma því að flutningurinn hafi átt sér stað.“ Atarna er nú svolítið skrítið og satt best að segja á útskýring tónskáldsins ekkert skylt við verkið, nema ef vera skyldi rifrild- ið, sem túlkað er með mjög stuttum klasa- kenndum tónmyndum. Tríó Nordica lék mjög vel öll verkin en auk Áshildar Haraldsdóttur flautuleikara lék Auður Hafsteinsdóttir á fiðlu, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló og Mona Sand- ström á píanó. Jón Ásgeirsson var ekki það sem faðir hennar, vel stæður kaupsýslumaður í Hróarskeldu, óskaði sér. Strákur átti hann að vera. Þar með er tónn- inn gefinn. Lise verður snemma uppreisnar- gjörn í hörðum heimi á fyrri hluta aldarinn- ar, meðan enn ríktu rykfallnar hefðir um stöðu konunnar í þjóðfélaginu. Hún var síst skárri í borgarastéttinni, sem Lise fæðist inní, kapmannsdætur máttu svo sem mennta sig, en í grautarskóla. Að vinna fyrir sér var ákaflega afmarkað hugtak sem einskorðaðist við hefðbundið starfsval. Lise vildi ung fara í blaðamennsku og hafði sitt í gegn. Þó ekki vegna tiltrúar hins allsráð- andi föður hennar á tiltækinu, þvert á móti taldi hann snjallt að leyfa stelpufrekj- unni að reyna fyrir sér á þessum, þá dæmi- gerða, karlavettvangi — hún gæfist fljótlega upp. Svo fór ekki. Það hjálpast allt að. Saga Lise Nörgaard er merkileg og handritið frábærlega vel skrifað, myndin einkar vel gerð og leikin svo útkoman er langbesta mynd frá Norður- löndum allt frá Pelle sigurvegara. Umfjöli- unarefnið er í eðli sínu hádramatískt en hinn hárfíni, danski húmor er alltaf viðloð- andi á hveiju sem gengur. Leikstjórinn, Peter Schröder, og handritshöfundarnir, Peter Bay og Jörgen Kastrup, draga ásamt búninga- og sviðshönnuðum, upp lýtalausa og sterka mynd af Dönum á fyrri hluta aldarinnar, bæði hugarfari og umhverfi. Hér vegur þyngst viðhorf hinnar uppreisn- argjörnu Lise, meðbyr hennar og mótvindur í stormasömu lífi, lengst af undir oki síns íhaldssama og vel stæða föður og móðurinn- ar, Olgu, sem dormar auðsveip í allsnægtun- um og dáðlausum kerlingarboðum. Inní í DAG heldur Sinfóníuhljómsveit íslands tón- leika í Langholtskirkju undir stjórn Anne Manson frá Bretlandi. Á efnisskránni er meðal annars verk eftir sænska tónskáldið Karin Rehnqvist, sem nefnist, Solsángen, og er að stórum hluta byggt á hinum fornís- lensku Sólarljóðum. Einsöng í verkinu syngur Lena Willemark sópran frá Svíþjóð en verkið er fyrir sópran, tvo lesara og hjómsveit. Lena hefur sérhæft sig í þjóðlagasöng og segir að sá grunnur nýtist sér mjög vel í flutningi þessa verks. Lena ólst upp í smábæ í Dölunum í Mið-Sví- þjóð þar sem mikil þjóðlagahefð er. „Þar lærði ég til dæmis að kalla á dýr í skógun- um, til þess eru notuð mjög sérstök köll sem svo hafa verið notuð í þjóðlagasöng einnig. Þessi köll nota ég í verkinu hennar Karinar. Ég lærði söng við tónlistarháskólann í Stokk- hólmi en ég hef lítið sungið af klassískum verkum, hef aðallega einbeitt mér að þjóðlög- um og djassi. Einnig hef ég gert nokkuð af ÞAÐ gustar af Puk Scharbau í firna- sterku og blæbrigðartku hlutverki rit- höfundarins og mannréttindakonunnar Lise Nörgaard í eftirminnilegri mynd Peters Schröders, Bara stelpa. þessa hefðbundnu góðborgaratilveru kemur Lise einsog skrattinn úr sauðarleggnum. Gerir grín að grautarskólanum sem hún er nauðbeygð til að sækja — enda gott vopn í baráttunni við að halda kvenpeningnum við pottana, hvetur kvenkyns skrifstofub- lækur föður síns til aðgerða í verkalýðsmál- um og skrifar fljótlega ritstjórnargreinar í Roskilde stadstidninger í stað þess að fá sparkið. Skopskynið svífur jafnan yfir vötn- því að syngja nútímatónverk sem henta rödd- inni minni, ég hef til dæmis unnið töluvert með Karinu.“ Sænsk þjóðlagatónlist hefur veitt Karin Rehnqvist mikinn innblástur og hún hefur starfað náið með Lenu undanfarin ár. „Þetta verk er unnið út frá nokkrum ólíkum textum sem allir fjalla um sólina; það lýsir frum- krafti sólarinnar og kannski smæð mannsins gagnvart honum.“ „Þetta verk hefur mörg litbrigði," heldur Lena áfram, „það glitrar á það. Það er sam- sett úr ólíkum myndum af krafti sólarinnar. Það má kannski segja að það lýsi samspili manns og sólar, eða manns og náttúru; við sjáum þarna manninn einan í náttúrunni, nokkuð sem við þekkjum svo vel hér á norður- slóðum.“ Önnur verk á efnisskránni verða Dandy Garbage eftir Norðmanninn, Jon 0ivind Ness og Halo eftir Jukka Tiensuu frá Finnlandi. Tónleikarnir hefjast kl. 14. unum, jafnvel á alvarlegri stundum myndar- innar, svosem þætti íslensku stúlkunnar í húsmæðraskólanum í Sorö, tilfinninga- þrungnum viðskiptum móðursysturinnar Bob (Birthe Neuman) við Lise og Jensens- ijölskylduna og ekki síst lýsingunum á fyrir- fram dauðadæmdu hjónabandi Lise og Mogens (Kristian Halken). Það er engin englaímynd sem dregin er upp, heldur er reynt að sýna Lise Nörgaard í réttu Ijósi, með sínum miklu mannkostum og fyrirferð- armiklu göllum, sem m.a. koma fram í lo- kakaflanum þar sem hún heldur sínu striki sem ein fyrsta „karríerkona“ Norðurlanda. Leikhópurinn er óaðfinnanlegur og hlut- verkin safarík með kjöt á beinum. Aðalhlut- verk Lise er í höndum þriggja leikkvenna, þar sem þær Amalie Dollerup (sem leikur Lise á barnsaldri) og einkum hin sjarmer- andi Puk Scharbau fara á kostum. Þá er Waage Sandö óborganlegur sem grósserinn, heimilisfaðirinn fordómafulli, en engu að síður sá sem Lise sækir fiest sitt til, gott og miður gott. Þá undirleikur Inge Sofie Skovbo með ágætum atkvæðalitla húsmóð- urina, þar koma einnig við sögu flinkir förð- unarmeistarar. Engir gallar, eða hvað? Vitaskuld og fel- ast einkum í ofurást klipparans á hverju einasta feti sem tekið hefur verið af filmu, myndin er óþarflega löng, þátturinn af her- setunni daufur og Þýskalandsreisan mátt missa sig. Þetta eru smámunir. Bara stelpa er eftirminnileg mannlífs- og aldarfarslýs- ing, snjöll mynd um einstaka persónu og innsýn í, til allrar Guðslukku, mikið til horfna karlrembuveröld. Sæbjörn Valdimarsson Morgunblaóið/Árni Sæberg LENA Willemark, til hægri, flytur verk Karinar Rehnqvist, Sólarsöngur, á tónleikum í Langholtskirkju í dag. nmdgó norræmr músíkdagar f DAGSKRÁ Norrænna músíkdaga ’96 laugar- daginn 28. september er eftirfarandi; Norræna húsið kl. 12.30 Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Signý Sæ- mundsdótir, sópran, Matti Rantanen, harm- ónikka. Langholtskirkja kl. 14 Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjórnandi Anne Manson. Lena Willemark, sópran. Listasafn íslands kl. 20 Avanti! strengjakvartettinn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.