Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 9
NÚ Á AÐ forðast mistökin frá 7. tugnum, þegar blokkir, svipaðar og í Austantjaldsríkjum, voru byggðar í hundraðatali. Svona er eitt nýjusta íbúðahverfið, Hammarby Sjöstad. KATRÍNARKIRKJAN brann 1990, en hefur verið verið gerð glæsilega upp. KÓNGSGATAN: Gamalgróinn evrópskur virðuleiki 2. og 3. áratugarins. GLOBEN, íþrótta- og sýningarhús, sem rúmar 16000 áhorfendur, ein sérstæðasta og merk- asta bygging í Stokkhólmi á síðustu árum. isholmen (gulbrúnu húsin) og verður látið falla svo að umhverfinu, að það sést illa tilsýndar. Þegar ljóst var að Stokkhólmur yrði menningarborg Evrópu árið 1998 var nýtt Nútímalistasafn sett á oddinn og nú er bygg- ingin langt komin. Staður fyrir safnið var ákveðinn á Skeppsholmen, sem er í hjarta borgarsvæðisins og í næsta nágrenni við elzta hluta borgarinanar, Gamla Stan, þar sem Konungshöllin er. Á Skeppsholmen hafði sænski flotinn áður haft aðalbæki- stöðvar og þar er Arkitetúrsafnið í sér- stakri byggingu. Það er til marks um viðhorfsbreytingu á fáeinum áratugum, að nú mátti þessi nýja skrautfjöður eiginlega ekki sjást. Þessvegna varð fyrir valinu teikning spænska arkitekts- ins Rafaels Moneos, sem gerir ráð fyrir lá- greistum en víðáttumiklum byggingum í felulitum. Á teikningunni sem hér er birt af safninu, er af þessari ástæðu erfitt að átta sig á þessu metnaðarfulla mannvirki. Samkeppni fór fram meðal útvalinna arki- tekta. Moneo, sem er fimmtugur, hefur m.a. teiknað Miró-safn á Mallorca og lista- söfn á Spáni og í Bandaríkjunum. Þegar dómnefndin íjallaði um tillögu hans, sýndist rnönnum af svipmóti byggingarinnar að á bak við þær stæði Norðurlandamaður. Moneo leggur megináherzlu á að safn- byggingin falli inn í umhverfi Skeppshól- mans og það var einmitt sú hugmynd sem átti uppá pallborðið hjá Svíum. Frægasti arkitekt listasafna nú um stundir, Banda- ríkjamaðurinn Richard Mayer, hefur hins- vegar allt aðra afstöðu; safnbyggingar hans eru mjallhvítar og þeim er ætlað að standa út úr umhverfi sínu og sjást langt að. Lista- safn Mayers í Atlanta er raunar fegursta safnbygging sem þessi skrifari hefur séð, en það er önnur saga. Það verður hinsvegar nægilega erfitt fyrir Svía að benda gestum á nýja listasafnið sem kemur til með sjást afar ógreinilega. Veggir þess eru leirbrúnir á hinni upphaflegu teikningu. Hinsvegar hefur Moneo nú ákveðið að þeir verði gráir og þökin klædd sinki. Nútímalistasafn Moneos í Stokkhólmi verður ekki afgerandi dráttur í svipmóti borgarinnar eins og ráðhúsið til dæmis. En það er annað sem Moneo leggur áherzlu á og vert er að minnast á hér. Hann telur að þirta sé grundvallaratriði í listasafni; þar verður að vera dagsbirta, telur hann. Með tilliti til þess hefur hann teiknað marga, misstóra sýningarsali með pýramídaþaki og uppúr hverjum pýramída er strompur með hatti. Hliðar hans eru úr gleri og þaðan veitir Moneo dagsbirtunni niður. Þetta gæti verið lærdómsríkt fyrir okkur, sem hvað eftir annað mistekst að byggja sýningarhús með viðunandi birtu; aðeins hefur það tekizt í Kópavogssafninu. Salir Nútímalistasafnsins á Skeppsholm- en eru 19 talsins, en auk þeirra er stórt rýmij 30x35metrar, fyrir sérstakar sýning- ar. Á neðri hæð er sýningaraðstaða fyrir grafík og ljósmyndir og þar notar Moneo einungis raflýsingu. Á jarðhæð er svo allt annað sem með þarf í stofnun af þessu tagi; geymslur, verkstæði fyrir forvörzlu og við- gerðir. Öll herlegheitin eiga að vera tilbúin á næsta ári. Stykki úr mióborginni endurbyggt Frá Sergelstorgi og uppmeð Sveavegi standa fimm 18 hæða blokkir með framhliðum úr áli og gleri og minna lítið eitt á forhlið Morgunblaðshússins gamla við Aðalstræti. Þessi hús voru reist á velmektarárum kratanna um og eftir 1960 og voru börn síns tíma. Á því tímabili er yfírleitt talið að arki- tektúr í hinum vestræna heimi hafi náð óvenjulega djúpri lægð og víða er verið að bijóta niður hús frá þessu tímabili. Það er búið að vera heitt umræðuefni í Stokkhólmi, hvort rífa eigi húsin og byggja nýtt, eða bæta útlit þeirra með einhveiju móti. Nú mun sú skoðun orðin ofaná að láta þau standa sem minnisvarða um byggingarstíl þessa tíma. Á ráðstefnunni sögðu Svíar margsinnis: Við erum að endurbyggja og stækka Stokk- hólm, en sú stækkun verður inn á við. í því sambandi tala þeir endalaust um “infra- struktur", sem virðist einhverskonar tízkuorð í umræðunni. Þeir hafa gert sér grein fyrir því að lifandi borg næst ekki nema með því að fólk búi þar; líka inni í miðju hennar. Þessvegna eru áætlanir um verulega viðbótar íbúðabyggð fast við borgarmiðjuna. Þar á að vera allt hugsanlegt sem dregur fólk að og í því augnamiði var byggt við Hötorgið stórhýsi yfir kvikmyndir: Filmstaden. Nú koma þangað 4000 manns á hveijum degi í bíó. Hötorgið framan við súlnahlið Konsert- hússins heldur sínum skemmtilegu sérkenn- um, þar sem hver útimarkaðurinn rekur ann- an. Á virkum dögum er torgið litskrúðugt af ávaxtaborðum og grænmeti, en á laugar- dögum er þar hliðstæða við Kolaportið okkar. Jafnframt er verið að bæta borgarum- hverfið, gera það hollara og vistvænna. Það gerist til dæmis með því að einkabílaumferð- in er takmörkuð, en mikil áherzla lögð á ódýrar almenningssamgöngur; miðbik gatna alveg tekið frá fyrir strætisvagnaumferð. Til samgöngubóta heyrir einnig hraðlest frá Arlanda-flugvellinum inn í borgina. Sú ferð sem áður tók 45 mínútur, verður nú farin á 7 mínútum. Borgararkitektinn ræddi m.a. um hve erfitt væri að sinna öllum kröfum á einni götu. Þar eiga strætisvagnar að geta ekið tafarlaust, þar verður að einheiju leyti að koma við einkabílum; þar eiga að vera hjólreiðastígar, gangstéttir, svo og tré og annar gróður. Undir bætta hollustu heyrir það að nú á að taka allskonar efni úr umferð í byggingar- iðnaðinum, sem komið hefur í ljós að eru óholl. Það er ekki bara asbest sem áður var í hemlaborðum og tjaran úr malbikinu sem endar í lungum manna. Það er líka meira af PBC en menn óraði fyrir og allskonar óhollustu. Stórtækasta áætlunin um breytingar og bætur á Stokkhólmi hljóðar uppá niðurrif á víðáttumiklu svæði í vesturhluta miðborgar- innar, þar sem heitir Vástra City. Það er í norður frá Ráðhúsinu, við aðaljárnbrautar- stöðina og þar eru hús, sem ekki þykja hafa byggingarsögulegt gildi. Á þessu svæði verð- ur byggður mjög þéttur borgarkjarni með um 8 hæða húsum og þar verður allt í senn: íbúðir, hótel, verzlanir, veitingahús og skrif- stofur. Þessi kjarni verður byggður eins og borg samkvæmt því sem áður er sagt. Sumt er þegar orðið að veruleika. Þar á meðal er World Trade Center, sem þykir víst fram- bærilegt heiti á sænsku, svo og umferðarmið- stöð og hefur byggingin þegar fengið umfjöll- un í alþjóðlegum tímaritum um arkitektúr. Annað hús sem þangað hefur komizt er Glo- ben, íþrótta- og sýningarhúsið, sem gnæfir yfír umhverfi sitt og rúmar 16 þúsund áhorf- endur. Þar var byggt af óvenjulegri dirfsku og Globen verður að teljast það frumlegasta sem byggt hefur verið í Stokkhólmi uppá síðkastið. Katrinarkirkjan endurbyggó Kirkjan kennd við Katrínu er frá stórveldis- tíma Svía á 17. öldinni. Á þeim tíma var hún eðlilega byggð í barokstíl. Kirkjan er afar formfögur, en eins og gefur að skilja algert steinbákn og því kemur það spánskt fyrir sjónir, að hún hefur tvívegis eyðilagst af eldsvoða. í fyrra skiptið var það árið 1723, þegar stór hluti nágrennisins brann. Síðari bruninn varð í mai 1990 og svo vænt þótti Stokkhólmsbúum um Katrínarkirkju, að stórfé safnaðist til þess að gera kirkjuna upp. Kostnaðurinn af því varð sem svarar til 2,3 milljarða íslenzkra króna. Form kirkjunnar heldur sér, en að innan- verðu - og raunar einnig að utanverðu - er vafasamt að telja hana í barokstíl. Allt það þunga flúr sem þeim stíl heyrir til, hefur ekki verið endurgert. Þess í stað er kirkjan mjallhvít og ákaflega hreinleg og björt að innan. Ugglaust er hún meira aðlaðandi fyrir nútímafólk en áður. í gluggunum er ekki steint gler, hvort sem það er til fram- búðar eða ekki, en í gegnum gluggana sést í krónur trjánna og himininn. Skúlptúr úr tré í hlutverki altaristöflu er þokkalegt verk, en óskiljanlegt á þessum stað. Að utanverðu eru koparklæðningar á þökum og turnum en veggirnir hvítir. Þannig var kirkjan á 19. öld og því útliti hefur verið haldið. TTISTOKKHOLMI i- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.