Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 7
ÞÓRA Sigurþórsdóttir. „Nýju fötin keisarans." ínu Guðnadóttur, Kolbrúnu Björgólfsdótt- ur, Sigrúnu Guðjónsdóttur og Steinunni Marteinsdóttur. Vinita i erlendan leir Heiðursfélagar Leirlistarfélagsins eru hjónin Gestur Þorgrímsson og Sigrún Guð- jónsdóttir, Rúna, sem verið hafa lærifeður margra sem nú starfa að leirlist. Segir Ingunn þau hafa verið sporgöngumenn Guðmundar frá Miðdal og konu hans Lýd- íu Pálsdóttur, sem riðu á vaðið um 1930. Fram að því hafi leirlist ekki verið iðkuð á íslandi svo vitað sé en ekkert einasta fornt leirbrot af íslenskum uppruna hefur komið í leitirnar. Ingunn segir alla þessa frumkvöðla hafa unnið svo til eingöngu í íslenskan leir, sem safnað var frá ýmsum stöðum á landinu, en samkeppni við inn- flutta leirmuni hafi verið orðin meiri þegar Gestur og Rúna komu fram á sjónarsviðið. Að sögn Ingunnar bryddaði Steinunn Marteinsdóttir fyrst upp á því að flytja inn leir frá útlöndum og hafi tilraunir með ís- lenskan leir þar með runnið sitt skeið á enda. Kolbrún Björgólfsdóttir, Kogga, hafi að vísu gert tilraunir með Búðardalsleir um tíma en í dag vinni íslenskir listamenn eingöngu í erlendan leir, þar sem það sé einfaldlega hagkvæmara. ÁKuginn aukist Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Leirlistarfélaginu var komið á fót. Áhuginn hefur, að sögn Ingunnar, aukist til muna í erli nútímans, svo ekki sé minnst á fjölda listamanna sem gefi þessum anga á méiði myndlistarinnar gaum. Þónokkrir einstaklingar hafi sitt lifibrauð til að mynda af leirlist. Í þessu samhengi segir hún andann frá frumheijunum enn ómet- anlegan, auk þess sem Myndlista- og hand- íðaskóli íslands eigi dijúgan hlut að máli; þaðan hafi fjölmargir leirlistarmenn út- skrifast frá því leirlistardeildin var stofnuð í upphafi áttunda áratugarins. „Síðan sæk- ir leirlistarfólk í vaxandi mæli í framhalds- nám til útlanda og fjölbreytnin hefur því aukist, eins og jafnan gerist þegar lista- menn tengjast framandi menningarheim- um.“ Engu að síður segir Ingunn að enn sé á brattann að sækja enda séu fimmtán ár ekki langur tími. Félagið sé því að mestu leyti enn að glíma við sömu markmiðin og 1981 og listamennirnir við sömu vandamál- in og brautryðjendurnir fyrr á öldinni. Segir hún innflutning á fjöldaframleiddum leirmunum eiga drjúgan þátt í þessu ástandi — munum sem verði vitaskuld aldr- ei sambærilegir við handgerða hluti sem hafi ekki einvörðungu notagildi heldur jafnframt fagurfræðilegt gildi. Formaðurinn horfir þó björtum augum til framtíðar þegar fyrsta öldin sem íslensk leirlist hefur sett mark sitt á er senn á enda. Grunnurinn sé til staðar og fjölmörg jákvæð teikn á lofti. Þá hafi leirlistarmenn aukinheldur tröllatrú á listrænu mati land- ans, ekki síst þar sem hann eigi greiðari aðgang að listinni en áður, þar sem listhús og gallerí séu nánast á hveiju strái nú til dags. LEIKGERÐ að Birtingi eftir Voltaire verður sett upp í Hafnarfjarðarieikhúsinu Hermóð- ur og Háðvör í haust. Hér er Birtingi kastað á dyr af barón eftir að hafa reynt við dóttur hans, Kúnigúnd. Smærri leikhúsin hafg komió meó nýtt blóó inn í leikhúsiíf landans síó- ustu misseri og ár. ÞRÖSTUR HELGASON kynnti sér hvaó er á döfinni hjá þeim í vetur. SMÆRRI leikhúsin hafa sett svip sinn á íslenskt leiklistar- og skemmtih'f undanfarin ár. Hafa sumir jafnvel haft á orði að innan þeirra fari fram starf sem sé að mörgu leyti fijórra og skemmtilegra en í stóru opinberu húsunum. Þannig mundu fáir mæla á móti því að til dæmis Kaffileikhúsið hefur komið með nýtt blóð inn í reykvískt leikhúslíf, bæði hafa nýir leikarar og leikstjórar verið kynntir þar og verkefnav- al verið frumlegt, hugrakkt og oft og tíðum íslenskara en annars staðar. Leikhús eins og Loftkastalinn á enn eftir að sanna sig betur en margt sem þar hefur verið á boðstólum boðar gott um framhaldið. Skemmtihúsið við Laufásveg hefur sömuleiðis farið vel af stað, ef marka má viðtökur. Birtingwr og nýtt eftir Árna Ibson Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóðúr og Háðvör hefur nú sitt annað starfsár. Fyrir ári frumsýndi leikhúsið sitt fyrsta verk, Himnaríki, eftir Árna Ibsen. Sýningar urðu alls 85 talsins en verkið var einnig sýnt í Björgvin, Stokkhólmi og Bonn. Á þessu starfsári verða frumsýnd fjögur ný verk, eru tvö þeirra komin lengst í undirbúningi. Fyrsta verkefnið verður Birtingur eftir Voltaire í þýðingu Halldórs Laxness og leik- gerð Hilmars Jónssonar, Erlings Jóhannes- sonar og Gunnars Helgasonar í samvinnu við leikhópinn. Birtingur er frægt gamanverk en vakti miklar deilur vegna þeirrar beittu háðsádeilu sem hún var á samtímamenn og -málefni. Enn þann dag í dag kitlar bókin hláturtaugar lesenda og verkefni leikhópsins hefur aðallega verið fólgið í að draga fram ástarsöguna í verkinu og hina hlægilegu dramatísku framvindu án þess að það bitni á þeirri furðulegu heimspeki sem heldur lífínu í Birtingi í hveiju sem hann lendir. Leikendur verða Gunnar Helgason, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Sigurþór Albert Heimis- son, Björk Jakobsdóttir, Erling Jóhannesson, Jón Stefán Kristjánsson og Halla Margrét Jóhannesdóttir. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Stefnt er að frumsýningu 3. október. Að eilífu heitir nýtt gamanleikrit eftir Áma Ibsen sem sett verður upp í Hafnaríjarð- arleikhúsinu í samstarfi við Leiklistarskóla íslands. Verkið er sprottið þráðbeint úr ís- lenskum veruleika, líkt og Himnaríki. Að þessu sinni er viðfangsefnið brúðkaup eins og þau gerast viðamest á okkar tímum, með gæsa- og steggjateiti, vali á fötum, veislusal og presti. Leikstjóri verður Hilmar Jónsson. Spænsk kvöld og einleikir í Kaffileikhúsinu verður boðið upp á Spænsk kvöld í vetur sem samanstanda af tónlist, dansi og leik. Reynt verður að skapa ósvikna spænska stemmningu með spænsk- um bacalao og spænsku eðalvíni. Tónlistin, sem verður í forgrunni í sýningunni, spannar margar aldir, sú elsta frá 13. öld og nýjasta frá seinni hluta 20. aldar. Þátttakendur verða Sigríður Ella Magnúsdóttir, söngkona frá London, Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaður frá Spáni, Pétur Jónasson gítarleikari, Einar Kristján Einarsson gítarleikari, og Lára Stef- ánsdóttir dansari. Leikstjóri verður Þórunn Sigurðardóttir. Þorsteinn Gylfason þýðir spænska lagatexta á íslensku. Frumsýnt verður 5. október. Fyrsta leikverkið sem sett var upp í Kaffi- leikhúsinu var Hinar kýrnar eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Settar verða upp einleikssýn- ingar með nokkrum virtustu leikurum þjóðar- innar. Sögukvöldin verða tekin upp frá í fyrra og eftir áramót verður leikritið Vinnukonurn- ar eftir Jean Genet sýnt. Skopfuglinn Hall- grímur Helgason stígur svo á svið á ný í febrúar. Barnaleikrit i öndvegi Möguleikhúsið hefur einkum fengist við barnaleikrit og svo verður einnig í vetur. Þijú ný verk verða frumsýnd í vetur, auk þess sem sýningar verða á Astarsögu úr fjöll- unum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Fyrsta frumsýning vetrarins verður á leik- ritinu Einstök uppgötvun eftir leikhópinn en leikstjóri verður Alda Arnardóttir. Verkið segir frá ólíkum einstaklingum sem hittast fyrir tilviljun og kynnast við það nýjum hlið- um á tilverunni. Leikritið fjallar um vinátt- una, hvernig allir þurfa á vinum að halda hversu öruggir sem þeir virðast á yfírborð- inu. Leikendur eru Bjarni Ingvarsson og Pétur Eggerz. Jólasýningin heitir Hvar er Stekkjastaur? og segir frá Stekkjastaur sem er illa við all- an ysinn og þysinn í nútímanum og ákveður að halda jólin í helli sínum. Hvernig gengur að fá hann til að koma til byggða kemur í ljós í leikritinu. Frumsýnt verður í nóvember en höfundur og leikstjóri er Pétur Eggerz. Leik- endur eru Alda Arnardóttir, Bjami Ingvars- son og fleiri. Snillingarí Snotruskógi er leikrit sem fjall- ar um litla skógarmýslu sem fær að kynnast því að í Snotruskógi gerast ýmis ævintýr þegar hún sest þar að. Þetta er ævintýrasýn- ing með söngvum. Höfundur er Björgvin E. Björgvinsson en leikstjóri Bjarni Ingvarsson. Tónlist semur Helga Sighvatsdóttir. Leikend- ur eru Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz. Eóa þannig og Skottwleikur í Skemmtihúsinu við Laufásveg verður leikritið Ormstunga sýnt á helgum eitthvað fram eftir hausti. Tvö önnur verkefni liggja fyrir. Einleikurinn Eða þannig sem Vala Þórsdóttir bæði semur og leikur á ensku. Hann var frumsýndur síðastliðið vor í Kaffi- leikhúsinu á íslensku. Brynja Benediktsdótt- ir leikstýrir. Einnig stendur til að setja upp barnasýningu á sunnudögum í húsinu. Verk- ið er eftir Brynju Benediktsdóttur og heitir Skottuleikur. Leikendur verða Saga Jóns- dóttir, Helga Jónsdóttir og Guðrún Þórðar- dóttir. Engar upplýsingar fengust um hvað muni verða á seyði í Loftkastalanum í vetur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.