Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Page 2
Morgunblaðið/Halldór
NIKULÁS Sigfússon, Sigrún Nikulásdóttir og S. Anna E. Nikulásdóttir í Gallerí Mýri.
FEÐGIN í MÝRI
NÝTT gallerí, Gallerí Mýri, hefur tekið
til starfa í kjallaranum á Löngu-
mýri 15 í Garðabæ. Reksturínn
hafa húsráðendur, hjónin Jón Hörður Jóns-
son og S. Anna E. Nikulásdóttir, með hönd-
um og er sú síðarnefnda jafnframt þátttak-
andi í fyrstu listkynningunni sem fram fer
í galleríinu ásamt föður sínum, Nikulási
Sigfússyni, og systur sinni, Sigrúnu Niku-
lásdóttur.
Anna lauk námi frá Myndlistar- og hand-
íðaskóla íslands vorið 1992 en „fór ekki af
stað“ fyrr en síðastliðið vor, svo sem hún
kemst að orði. Grafíkin er hennar fag og
hefur listakonan verið með vinnustofu í
gömlu ísafoldarverksmiðjunni í Reykjavík.
„Síðan var mig tilfinnanlega farið að vanta
vinnuaðstöðu heima og þar sem ég tek svo
mikið pláss með allt mitt hafurtask ákvað
ég að innrétta íbúð í kjallaranum sem gall-
erí.“
Anna kveðst fyrst og fremst líta á Gall-
erí Mýri sem vinnustofu og vettvang fyrir
kynningu á list þeirra feðgina, þótt ekki sé
útilokað að aðrir listamenn fái þar inni í
framtíðinni. Opnunartíminn verði sveigjan-
legur, „fólk þarf bara að hringja", og alltaf
verði einhver kynning í gangi. „Ætli ég
skipti ekki um verk, þegar ég verð orðin
leið á þeim sem fyrir eru.“
Nikulás sýnir nýlegar vatnslitamyndir í
Gallerí Mýri. Hann er yfirlæknir að atvinnu
og sinnir myndlistinni eingöngu í tóm-
stundum, þótt hann hafí efnt til nokkurra
einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýn-
inga. „Eg málaði mína fyrstu mynd níu
ára gamall og hef verið að dútla við þetta
síðan, einkum síðastliðna tvo áratugi. Ég
mála eingöngu vatnslitamyndir enda eru
minni líkur á að maður nái árangri ef
maður dreifir kröftunum, auk þess sem
vatnslitirnir eru svo erfiðir viðureignar að
þeir krefjast eiginlega óskiptrar athygli
manns."
Sigrún á keramikverk á kynningunni.
Hún útskrifaðist frá Myndlistar- og hand-
íðaskóla íslands á liðnu vori og sýnir verk
sín nú í fyrsta sinn á opinberum vettvangi,
ef undan er skilin útskriftarsýningin. Sigrún
stundar list sína á handverkstæðinu Osku
í Reykjavík, ásamt tveimur stöllum sínum,
og kveðst hafa valið keramik fyrir þær
sækir að handverkið liggi betur fyrir henni
en málverkið.
Framhald
r r> ••
a Sogu
Islands
SIGURÐUR Líndal forseti Hins íslenska bók-
menntafélags segir að þegar verði tekið til
óspilltra málanna við að búa sjötta og sjöunda
bindi Sögu íslands undir útgáfu en, svo sem
fram kom í Morgunblaðinu í gær, er á fjárlög-
um 1997 gert ráð fyrir að félagið fái sex
milljóna króna framlag úr ríkissjóði til að ljúka
útgáfu ritraðarinnar.
Síðasta bindi af Sögu íslands, hið fímmta
í röðinni, kom út árið 1991 en að sögn Sigurð-
ar var í upphafi samið um útgáfu fímm binda.
Fljótlega hafi hins vegar komið í ljós að verk-
ið yrði mun umfangsmeira og þykir honum
raunhæfara í dag að bindin verði níu eða tíu
talsins þegar upp er staðið.
Sigurður segir að búið sé að skrifa drög
að tveimur næstu bindum, einungis eigi eftir
að „fylla í skörðin, endurskoða, slípa og fága“.
Þar af leiðandi verði róið að því öllum árum
að þau muni bæði, í það minnsta fyrra bind-
ið, koma út á næsta ári. Mun sjötta bindið
ná frá Siðaskiptum fram til um 1680 og hið
sjöunda frá 1680 til aldamótanna 1800.
---♦ «-----
Handrit eftir
Wagner á 8
milljónir
FYRSTU drög þýska tónskáldsins Richards
Wagner að óperunni „Tannhauser" sem komu
í leitirnar fyrir skemmstu, voru seld á upp-
boði hjá Sotheby’s fyrir um 8,5 milljónir ísl.
kr. Handritið, sem er áritað af Wagner, komst
í hendur uppboðsfyrirtækisins þegar ónefndur
maður frá Austur-Evrópu benti á það. Hand-
ritið var nýársgjöf Wagners til svissneska
hljómsveitarstjórans Wilhelms Baumgartners
árið 1852 en lítið er vitað í hvaða höndum
það lenti eftir það.
Wagner lauk við óperuna árið 1842 og sam-
kvæmt handritinu gerði hann allnokkrar smá-
breytingar á henni frá fyrstu drögunum, bæði
í texta og tónum. Þá er lokakafli hennar
breyttur frá því sem nú er.
Það var Þjóðvetji sem hefur sérhæft sig í
sölu á handritum og nótum, sem keypti hand-
rit Wagners fyrir mun lægra verð en búist
hafði verið við að fengist fyrir það.
Styttist
í Villi-
öndina
ÆFINGAR eru vel á veg komnar á
jólaleikriti Þjóðleikhúsins sem að
þessu sinni er Villiöndin eftir Henrik
Ibsen.
Villiöndin er af mörgum talið eitt
allra besta leikrit Ibsens og segir frá
ljósmyndaranum Hjálmari Ekdal og
fjölskyldu hans. Þrátt fyrir þröngan
kost unir fjölskyldan glöð við sitt þar
til dag einn er gamall vinur fjölskyldu-
föðurins birtist óvænt og ógnar ör-
uggri tilverunni.
I aðalhlutverkum eru Pálmi Gests-
son, Edda Heiðrún Backman, Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir og Sigurður Sig-
urjónssson. Aðrir leikendur eru Gunn-
ar Eyjólfsson, Anna Kristín Arngríms-
dóttir, Róbert Arnfinnsson, Magnús
Ragnarsson, Sigurður Skúlason, Bessi
Bjarnason, Arni Tryggvason, Flosi
Ólafsson og Valur Freyr Einarsson.
Lýsingu hannar Björn Bergsteinn
Guðmundsson, höfundur leikmyndar
er Gretar Reynisson, höfundur bún-
inga Elín Edda Árnadóttir, þýðandi
Krislján Jóhann Jónsson og leikstjóri
er Stefán Baldursson. ÆFINGAR standa nú yfir á jólaleikriti Þjóðleikhússins, Villiöndinni eftir Henrik Ibsen.
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn - Sigtúni
Mótunarárin í list Ásmundar Sveinsson-
ar.
Kjarvalsstaðir - Flókagötu
Sýn. á aðföngum safnsins sl. 5 ár. Sýn.
á verkum Kjarvals til 22. desember.
Listasafn Islands
Sýn. „Á vængjum vinnunnar" til 19. jan.
Gallerí List - Skipholt 50b
Guðrún Indriðad. sýnir út mán.
Listasafn Kóp. - Hamraborg 4
Afmælissýn. Ljósmyndaraf. Ísl./Guð-
björg Pálsd./Alistair Maclntyre/til 15.
des.
Listhús 39 - Strandgötu 39 Hf.
Samsýningin „Dýr-Gripir“ til 24. des.
Gallerí Hornið - Hafnarstræti 15
Ella Magg sýnir til 30. des.
Ófeigur - Skólavörðustíg 5
Frank Reitenspiess sýnir til 23. des.
Mokka - Skólavörðustíg
Ari Alexander Ergis sýnir til 6. jan.
Undir pari - Smiðjustíg 3
Sólveig Þorbergsd. sýnir til 14. des.
Gallerí Smíðar & Skart - Skólavörðu-
stíg
Englaveisla, samsýning til 20. des.
Sólon íslandus - við Bankastræti
Cheo Cruz sýnir til 6. jan.
Gallerí Fold - Laugavegi 118
Jólasýning fram yfir hátíðimar. Onnur
hæð - Laugavegi 37
Lawrence Weiner sýnir til áramóta.
Listþjónustan - Hverfisgötu 105
Gunnar Örn sýnir til 23. des.
Sjónarhóll - Hverfisgötu
Guðrún Kristjánsdóttir sýnir til 15. des.
Gerðuberg - Gerðubergi 3-5
Sjónþing Guðrúnar Kristjánsd. til 15.
des.
Gallerí Listakot - Laugavegi 70
13 listakonur sýna verk sín.
Galleríkeðjan - Sýnirými
Sýn. í des.: í sýniboxi: Lýður Sigurðsson. í
barmi: Vilhjálmur Vilhjálmsson. Berandi:
Gera Lyn Stytzel. Hlust: 551 4348: Haraldur
Jónsson.
Laugardagur 14. desember
Jólatónl. Tónlistarsk. Borgfirðinga í
Logalandi kl. 14 og Söng deildartónleik-
ar í Borgarneskirkju kl. 18. Lúðrasveit-
artónleikar í Ráðhúsinu kl. 17.
Sunnudagur 15. desember
Kór Landakirkju og Diddú í Landa-
kirkju kl. 20.30. Drengjakór Laugarnes-
kirkju í Langholtskirkju kl. 20. Aðventu-
tónl. í Skálholtskirkju kl. 21. Orgeltónl.
í Hallgrímskirkju; franski orgelleikarinn
Jean Galard kl. 20.30. Aðventuhátíð
Tónlistarfélags V-Húnvetninga í Víði-
hlíð kl. 21. Jólatónleikar Tónskóla
grunnskólanna í Grafarvogi í Grafar-
vogskirkju kl. 16.
Mánudagur 16. desember
Tónleikar Strengjasveitar Tónlistarskól-
ans í Reykjavík í Grensáskirkju kl.
20.30.
Þriðjudagur 17. desember
Jólatónl. Tónlistarsk. Rangæinga í
Hellubíói kl. 20.30.
Miðvikudagur 18. desember
Jólatónl. Tónlistarsk. Rangæinga í
Heimalandi kl. 20.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Villiöndin frums. 26. des.
Leitt hún skyldi vera skækja fös. 27.
des.
í hvítu myrkri sun. 29. des.
Borgarleikhúsið
Trúðaskólinn sun. 29. des.
Svanurinn lau. 28. des.
BarPar fös. 27. des.
Stone Free fös. 27. des.
Loftkastalinn
Áfram Latibær lau. 28. des.
Á sama tíma að ári sun. 15. des.
Sirkus Skara Skrípó lau. 28. des.
Leikfélag Akureyrar
Dýrin í Hálsaskógi sun. 15. des.
Undir berum himni sun. 29. des.
Furðuleikhúsið
Jólin hennar ömmu lau. 14. des., sun.
Gerðuberg
10 fingur sýnir „Jólaleik" kl. 14. á sun.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað
er eftir að birtar verði í þessum dálki
verða að hafa borist bréflega fyrir kl.
16 á miðvikudögum merktar: Morgun-
blaðið, Menning/listir, Kringlunni 1,103
Rvík. Myndsendir: 569 1181.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 1996