Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Side 8
ÞETTA er alfarið þeirra uppátæki, ég kem
ekki nálægt þessu - mæti bara við opn-
unina,“ segir Eiríkur Smith listmálari
en Listasafn íslands tekur nú til sýningar úr-
val olíumálverka og vatnslitamynda hans frá
afstrakt-expressjóníska tímabilinu, 1963-68.
Verður sýningin, sem ber yfirskriftina Milli
tveggja heima, opnuð almenningi {dag og
stendurtil 2. febrúar 1997.
í kynningu frá Listasafni íslands segir að
sérstaða Eiríks felist ekki síst í því að hann
hafi komið við sögu helstu hræringa sem mót-
að hafi íslenska málaralist á árunum 1950-
1965. „Rætur hans liggja kirfílega í íslensku
landslagsmálverki og hlutlægum expressjón-
isma, en við upphaf sjötta áratugarins varð
hann virkur þátttakandi í hreyfingu strangflat-
arlistamanna, en þeir voru fyrstir íslenskra
listamanna til að innleiða algjörlega óhlutlæga
myndlist á íslandi."
„Seint á sjötta áratugnum," segir ennfrem-
ur í kynningunni, „hóf Eiríkur að endurskoða
viðhorf sín til strangflatarlistar, tók þá að
gera óhlutlægar myndir í opnum, ljóðrænum
stfl. Þær leiddu síðan af sértímabil umbrota-
mikilla afstrakt-expressjónískra málverka,
sem þó tóku nokkurt mið af hrynjandi ís-
lenskrar náttúru, en þau eru af mörgum talin
meðal öndvegisverka íslenskrar afstraktlistar.
í kjölfarið fylgdu síðan hálf-óhlutlæg verk
undir áhrifum frá popplist og draumkennd
verk af fólki og náttúru. í seinni tíð hefur
Eiríkur aftur sett sig í samband við hrynjandi
náttúrunnar og gerir við hana frjáls og óhlut-
læg tilbrigði; er þar með búinn að loka hringn-
um.“
Segir listamaðurinn þessa lýsingu gefa all-
góða mynd af ferli sínum. „Ég hef alltaf verið
svolítið göróttur enda hef ég ekki nennt að
mála sömu línuna í gegnum heilu áratugina.
Ef mig langar til að breyta um stíl, geri ég
það - þannig er ég gerður."
Á árunum sem sýningin nærtil, 1963-68,
kveðst Eiríkur hafa verið á kafi í afstrakt-
expressjónísku málverki en fljótlega upp úr
því kúvent yfir í fígúratíft og jafnvel realískt,
sem hafi verið glettilega gaman. Nú sé hann
á hinn bóginn farinn að nálgast afstraksjónina
aftur, þótt hann haldi sig, sem svo oft áður,
við landslags-mótífin.
Eiríkur kveðst kunna Listasafni íslands
bestu þakkir fýrir að efna til sýningarinnar,
auk þess sem fólk sem láni verk úr einkaeign
til hennar eigi heiður skilinn, en einungis örfá
verk, einkum vatnslitamyndir, eru! eigu lista-
mannsins sjálfs.
I tilefni af sýningunni gefur Listasafn ís-
lands út skrá með fjölda litmynda, upplýsingum
um feril listamannsins frá upphafi og ritgerð
eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing um þróun
hinnar afstrakt-expressjónísku myndsýnar í
verkum Eiríks í ljósi franskrar og bandarískrar
myndlistarhefðar.
Sýningin verður opin alla virka daga frá kl.
11 til 17, lokað mánudaga. Yfir hátíðirnar
verður hún opin alla daga nema aðfangadag,
jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýárs-
dag.
MILLITVEGGJA HEIMA
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 1996