Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Síða 9
MENN I EVROPU FYRIR MILLJÓN ÁRUM GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN ERLENDAR BÆKUR SAGA EVR- ÓPU FRÁ ENDURREISN- ARTÍMANUM veiðidýr og við það batnaði í búi hjá honum og mann- fjöldinn fór í fyrsta sinn að vaxa svo um munaði. Jafnframt hefur Sá upp- rétti gengið á stofna veiði- dýra og orðið að færa sig á nýjar og nýjar veiðilend- ur. Saga ofveiða er ekki alveg ný af nálinni. Haldbærar upplýsingar eru til um Pekingmanninn svonefnda og frænda hans, Javamanninn. Það hefur hinsvegar virst hulin ráðgáta, hversvegna aðrir frændur hafa ekki fundizt í Evrópu. Hversvegna leit- uðu engir vestur á bóginn þegar komið var fyrir botn Miðjarðarhafsins. Var þar engin veiðidýr að hafa? Helftin af þróunarsögu mannkynsins hefur átt sér stað á síðasta kulda- eða ísaldaskeiði, sem hófst fyrir tveimur milljónum ára og lauk fyrir um 10 þúsund árum. Seint á þessu skeiði náði ísaldar- jökullinn suður í Mið-Evr- ópu og sunnan við hann hefur trúlega verið ákaf- lega harðbýlt fyrir fólk sem bjó í hellum og klædd- ist frumstæðum skinn- fatnaði. Talið hefur verið að Neanderdalsmaður- inn væri frumbyggi í Evrópu og menn hafa ekki vitað til þess að aðrir hafi byggt álfuna á undan honum fyrr en þá kannski nú. Neanderdalsmaðurinn hefur lengi verið ráðgáta. Elztu minjar um hann eru 200 þúsund ára gamlar, en fyrir um 40-35 þúsund árum, eða nokkru áður en íslöld- inni lauk, virðist hann hafa dáið út og þá ef til vill vegna þess að honum var ekki áskapað að geta myndað tungumál. Reynslan gat ekki flutzt með tungumálinu frá einni kynslóð til annarrar. Við erum ekki afkomendur Neanderdals- mannsins eftir því sem talið er víst, heldur er Cro-Magnon maðurinn fyrsti Evrópu- maðurinn sem lifir áfram og lifir í nútíma Evrópubúum. Hann er talinn hafa verið greindari en Neanderdalsmaðurinn og hef- ur í krafti vitsmuna sinna getað lifað af þegar harðnaði á dalnum. Hinar elztu verklegu minjar um þennan forföður okkar hafa fundist í desember 1994, nærri Avignon í Suður Frakklandi. Þar opnaðist hellir, sem áður hafði verið luktur og komu í ljós málverk á hellisveggj- unum sem sýna að þar voru snjallir lista- menn á ferð. Menn höfðu haldið áður að hellamálverkin kennd við Laxcaux í Frakk- landi væru elzt slíkra verka, en við kolefn- ismælingar kom í ljós, að hellirinn við Avignon hafði að geyma ennþá eldri mál- verk, 30.300 - 32.400 ára gömul á móti 17.000 ára gömlum myndum í Lascaux. Þetta var því geysilega merkur fundur. En þótt 15 þúsund ár kunni að vera í milli er ekki eins og einhver ósköp hafi gerst í list hellafólksins og það er enn sami leynd- ardómurinn, hver tilgangurinn var með þessum myndum. Allt sem mönnum hefur ELZTA hellamálverkið, 30-32 þúsund ára gamalt, fannst nýlega nálægt borginni Avignon í Frakklandi. Það er um 4-6 þúsund árum eldra en styttan Venus frá Willendorf, sem áður var talin elzta listaverk heimsins, en sýnir samt ótrúlega færni. erca, uppgötvuðu steingerð mannabein svo gömul að þeir ætluðu ekki að trúa niður- stöðu fyrstu mælingarinnar. Hún sýndi að beinin og steinaldarverkfæri sem fundust með þeim, væru að minnsta kosti 780 þúsund ára gömul, og sennilega þó nær því að vera milljón ára. Við tvær endurmæl- ingar kom sama niðurstaða í ljós. Þarmeð var ljóst að tímaskeið mannsins í Evrópu hafði verið lengt um meira en helming. Svo örugg þótti þessi niðurstaða vera, að vísindamenn, sem hafa annars tilhneigingu til að fara varlega, töldu óhætt að fullyrða að á tímabilinu frá 800 þúsund til milljón ára hafi menn verið í Evrópu. Leyfar beinanna eru af fjórum einstakl- ingum; eitt þeirra af barni. Nú er spurning in: Eru þarna vísbendingar um forföður Neanderdalsmannsins. Fyrirrennari hans hefur verið nefndur homo heidelbergensis, kenndur við Heidelberg í Þýzkalandi. Hann er talinn hafa verið kominn á þær slóðir fyrir um 400 þúsund árum. í Evrópu hafa menn ekki fundið eldri leyfar af mönnum þar til nú. En þarna er ekki bara vísbend ing, heldur vissa um það, að Sá upprétti hefur í einhveijum mæli snúið vestur bóginn þegar kom fyrir botn Miðjarðar- hafsins fyrir um það bil milljón árum, eða kannski talsvert fyrr. Við verðum að gera því skóna, að það hafi tekið sinn tíma að komast allar götur vestur á Spán. Reyndar er með nokkrum ólíkindum að leyfar þessa manns finnist fyrst þar. Öllu líklegra hefði verið að rekast á þær austar í Evrópu Þeir sem fundu þessi steingerðu bein á Spáni eru líka vissir um að önnur jafngöm- ul, eða eldri, eigi eftir að finnast á Balkan- skaga eða Ítalíu. Það muni taka sinn tíma, en nú sé fengin vissa fyrir því, að Evrópa hafi verið byggð mönnum í milljón ár. ANNAÐ en hluti af hauskúpu og bein úr kjálka fannst ekki af þessum manni, sem lifði á Spáni fyrir 800.000- 1.000.000 árum. Það er samt sönnun þess að menn eru búnir að vera í Evrópu að minnsta kosti eins lengi. komið til hugar í því sambandi eru einung- is tilgátur. Sé litið til þess að Neanderdalsmaðurinn hafi verið kominn til Evrópu fyrir um 200 þúsund árum, þá má segja að þessi hella- málverk séu svo ung, að þau eru eiginlega síðan í gær. En hvenær urðu þau sögulegu tímamót, þegar menn komu í fyrsta sinn einhversstaðar að austan og settust að í Evrópu? Nýleg uppgötvun á Spáni færir þann atburð heldur betur aftur i tímann. Vísindamenn sem voru við rannsóknir á miðhluta Spánar, þar sem heitir Atapu- TALIÐ HEFUR verið að Homo erectus,- hinn upprétti mað- ur- hafi labbað norður eftir Austur-Afríku fyrir um það bil milljón árum og síðan tek- ið stefnu austur á bóginn, til Kína og austur á Jövu, þar sem ýmsar minjar hafa fund- izt um hann. Enginn veit hversu ógnar- langan tíma það tók, en Sá upprétti var þá orðinn býsna seigur veiðimaður; hann var farinn að ráða við stór Steingeró mannabein sem nýlega hafg fundiztí Alapuerca á Spáni eru samkvæmt mælingum um milljón ára gömul. Þarmeó er Ijóst aó Hinn upp- rétti maóur hefur haldió noróur á bóginn og vestur í Evrópu fyrr en til þessa hefur verið talið. John Merrimann: A History of Modern Europe. - From the Renaissance to the Present. London-New York - Norton 1996. John Merriman er prófessor við Yale háskól- ann. Höfundurinn kveður það hafa orðið tíma- bært að skrifa nýja Evrópusögu einmitt nú, eftir þá atburði sem ollu hruni Sovétríkjanna og leppríkja þeirra fyrir sjö árum. Þar með slaknaði á þeirri spennu sem hafði um áratugi ríkt í samskiptum Vest- urveldanna og Sovétb- lokkarinnar. Kalda stríð- inu var lokið á þeim vett- vangi með hruni kom- múnismans. Þótt alræð- isstjórnun kommúnista hafi tekist að halda þjóð- um í spennitreyju, varð stjórnarfarið ekki þess eðlis að „andstæðurnar milli þjóða yrðu upphafn- ar". Strax og slaknaði á kúguninni, hófust hinar gömlu andstæður milli trúarbragða og i. þjóðernishópa, eins og dæmin sýna best frá hinni gömlu Júgóslavíu og í suðurhlutum Rúss- lands. Sagan hefst um 1450. Þá voru flestir Evr- ópubúa bændur, og þá skipti litlu máli hvort þeir teldust til ákveðinna ríkja, svo lengi sem þeir fengu að eija jörðina í friði og gátu brauð- fætt sig og goldið landsdrottni sínum tilskildar leigur og jarðarafgjöld. Stéttaskipting var lögbundin og með aukn- um mannfjölda eftir mannhrun Svartadauða, jókst framleiðslugetan og jafnframt fólksfjöld- inn og með þáttaskilum í heimsmynd og auk- inni verslun og landafundum, margfaldaðist fjölbreytileiki vöruframboðs og eftirspurnar. Italskir bankamenn og kaupmenn og hollensk- ir farmenn og kaupmenn auðguðust stórum, hið formfasta miðaldasamfélag breyttist smátt og smátt og ýmis merki um meiri breytingar létu á sér kræla. Kristindómurinn skiptist upp og endurmat fomrar arfleifðar Rómveija og Grikkja hófst meðal auðugra banka- og kaup- manna á Ítalíu. Nýjar víddir birtust í málverk- um ítölsku meistaranna og enn frekar í verkum flæmsku snillinganna. Höfundurinn leitast við eins og hann skrifar í formála: „Að binda sig við frásagnarsöguna og draga ályktanir af þeim höfuðatburðum og menningarbreytingum sem einkenna sögu Evrópu frá því um 1450 og fram á okkar daga, efnahagslegar, samfé- iagslegar og pólitískar breytingar verða höfuð- viðfangsefnin". Evrópuþjóðunum var gefin sú dirfska og víðsýni bæði í efnahagslegum og' andlegum efnum, sem mörkuðu evrópsk áhrif um allan heim eftir því sem aldir liðu. Sköpun- armáttur þjóða Evrópu umbreytti heimsmynd- inni og Portúgalar, Spánveijar, Hollendingar og Englendingar, ásamt Frökkum mótuðu mik- inn hluta heimsins að eigin þörfum. Þetta olli hruni annarra ríkja og menningarheima. Mynd- un ákveðinna ríkisheilda með sterkri miðstýr- ingu einkenndu pólitískar breytingar og mögn- uðu togstreitu milli voldugustu ríkjanna. Mesti ógnvaldur Evrópuþjóðanna, Tyrkir, voru stöðv- aðir og þegar kemur fram á 18. og 19. öld hefst nýtt landnám og yfirtaka landssvæða sem áður voru utan heimsins. Með upplýsingunni og þar áður með uppkomu vísindahyggju Bac- ons og skynsemishyggju heimspekinga Nýju aldar hrynja hinir fornu miðaldahimnar, glerslíparar í Hollandi opna stjörnufræðingunr nýja heima og sjálfur alheimurinn tekur mikl- um stakkaskiptum í augum Evrópubúa. New- ton og Watts verða frumkvöðlar nýrrar fram- leiðslugetu. Mannfjölgun tekur miklum breyt- ingum strax á 18. öld og stóreykst á 19. öld. Á þeirri tuttugustu verður enn örari mannfjölg- un og þá er svo komið að mannfjöldi heimsins eykst um helming á hveijum 40-50 árum. Höfundur leggur mikla áherslu á pólitíska sögu og þar með sögu styrjalda, en styijaldir mynd- breytast með styijöldum frönsku byltingarinn- ar, allsheijar herkvaðning, sem markaði styij- aldir 19. og 20. aldar. Heimurinn í dag er mótaður af sögu Evrópu undanfamar fimm. aldir og nútíminn verður ekki skilinn án skiln- ings á þeirri sögu. Bókin er 1.515 blaðsíður auk litmynda og svart-hvítra mynda. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 1996 9.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.