Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Qupperneq 15
JÓLAVERKEFNI LEIKFÉLAGS AKUREYRAR FRUMSÝNT Á NÝJU LEIKSVIÐI, RENNIVERKSTÆÐINU ■ SNORRI Ásmundsson og Ólafur Sveinsson gera sviðið klárt fyrir æfingu. EYVINDUR Erlendsson leikstjóri og Trausti Ólafsson bera saman bækur sínar. HALLGRÍMUR Helgi Helgason þýddi leikritið sem Héitir á frummálinu On the Open Road, en hefur hlotið titilinn Undir berum himni. Eyvindur Erlendsson leikstýrir, Magnús Pálsson mynd- listarmaður sem búsettur hefur verið í Lund- únum um árabil gerir leikmynd sýningarinn- ar, Hróðmar Ingi Sigurbjömsson velur tónlist til flutnings í sýningunni og Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu. Tveir gamalreyndir leikarar, þeir Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson fara með helstu hlutverk sýningarinnar, leika hina göngu- móðu ferðalanga A1 og Angel. Stefán Orn Arnarson kemur fram í hlutverki Krists og leikur á selló, Aðalsteinn Bergdal fer með hlutverk munksins, Eva Signý Berger leikur litla stúlku sem verður á vegi mannanna tveggja, Skúli Gautason er sýningarstjóri og aðrir sem koma fram í sýningunni eru Birgir Rafn Friðriksson, Ólafur Sveinsson, Snorri Asmundsson og Vigfús Ragnarsson. Barmaf ullt af tilvisunum Undir berum himni gerist í borgarastyijöld í ónefndu landi. Tveir vegmóðir göngumenn leita leiða til þess að bjarga lífí sínu við óblíð- ar aðstæður. Fyrirheitna landið þar sem frels- ið ríkir er takmark þeirra en leiðin er ekki greið. Undir berum himni er barmafullt af tilvísunum í tónlistar-, lista- og menningar- sögu Vesturlanda. Verkið setur gildi hinnar vestrænu menningar undir mæliker en er um leið næm lýsing á sambandi tveggja manna sem geta ekki hvor án annars verið en eiga þó erfitt með að nálgast hvor annan. Hinn alvarlegi undirtónn verksins er iðulega undir- strikaður með meinlegri fyndni. Þetta leikrit var fyrst sýnt árið 1992 í Goodman’s Theatre í Chicago, en hefur á undanförnum árum verið sýnt á öllum Norður- löndunum. Höfundurinn Steve Tesich fæddist árið 1942 í Bosníu en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna þrettán ára að aldri. Fyrsta leikrit hans var frumsýnt árið 1970, The Carpenters og í kjölfar þess komu fjöl- mörg leikrit á áttunda áratugnum. Á þeim níunda sneri Tesich sér æ meir að því að skrifa kvikmyndahandrit og vann til Óskars- verðlauna sem handritshöfundur kvikmyndar- innar Breaking Away. Steve Tesich lést í júní síðastliðnum, 53 ára að aldri. Þrir flokkar aö störf um Renniverkstæðið er nýtt leiksvið Leikfélags Akureyrar, þar sem áður var renniverkstæði Vélsmiðjunnar Odda, en húsin eru í eigu Gránufélagsins. Um 140 áhorfendur komast að á hverri sýningu. Síðustu vikur hefur fjöldi iðnaðarmanna verið að störfum við að breyta húsnæðinu en jafnhliða hafa starfsmenn leikfélagsins verið að vinna að uppfærslu verksins. Þeir Trausti Ólafsson leikhússtjóri og Sigurður Sigurðsson einn eigenda Gránu- félagsins eru sammála um að samstarfið hafi gengið ótrúlega vel. „Það hafa þrír flokkar verið hér að störfum, vinnuflokkur eigenda hússins, tæknideild leikfélagsins og leikflokk- urinn og þessir hópar hafa verið að vinna hér meira og minna á sama tíma. Aðstæður hafa AÐ ELSKA ÁN ÁSTÆÐU Jólaverkefni Leikfélags Akureyrar.Undir berum himni, eftir bandaríska Bosníumanninn Steve Tesich veróur frumsýnt ó nýju leiksviói félagsins, Renniverk- stæóinu í Grónufélagshúsunum vió Strandgötu, 29. desember næstkomandi. MARGRET ÞORA ÞORSDOTTIR kynnti sér leikritió og fylgdist meó vinnunni ó nýja leiksvióinu. Morgunblaðió/Kristján MAGNÚS Pálsson hannar leikmynd verksins Undir berum himni. að því leyti ekki verið sérlega góðar, en það næsta ótrúlegt hve vel hefur gengið,“ segir Trausti. Sigurður segir að reynt hafí verið að hag- ræða verkefnum, hávaðasöm verk unnin fyrir hádegi en þau hljóðlátari eftir að leikarar eru komnir á æfíngu. „Það gengur ýmislegt á þegar verkstæði er breytt í leikhús,“ segir hann. Leikhússtjóri sagði rýmið í senn nýtísku- legt og klassískt, en aðalkostur þess væri að hvergi væru súlur sem skyggðu á leiksviðið. Fyrir fáeinum árum fóru fram viðræður milli leikfélagsfólks og eigenda Gránufélags- Undir berum himni seturgildi hinnar vestrænu menningar undir mæliker húsanna um að setja Djöflaeyjuna upp í þessu húsi, en af því varð ekki. „Við treystum okk- , ur ekki í þetta í fyrra, en við verðum bjart- sýnni með hverju árinu og ákváðum að sjá til núna,“ segir Sigurður. „Við ákváðum að taka þetta verk til sýning- ar af því leikritið er svo gott. Þegar við fórum að skoða þetta betur urðum við sammála um að í listrænum skilningi væri farsælla að sýna það ekki í hefðbundum sal og fórum að leita að hentugu húsnæði. Við höfðum augastað á þessu húsi og samningar tókust við eigendur, framkvæmdirnar voru í raun og veru hafnar áður en maður hafði tíma til að láta sig dreyma drauminn," sagði Trausti. „Vissulega er það djarft að leggja út í svona fyrirtæki, en við treystum því að þeir sem láta sig leik- list varða skilji út í hvað við erum að fára og komi á sýningarnar. Það er ekki hægt annað en vera glaður og vondjarfur, við vitum að við erum með gott verk í höndunum og afar góða listamenn.“ öóru visi i manni sálin „Þetta er hið klassíska leikhús," segir Ey- vindur Erlendsson leikstjóri, en áhorfendur sitja í hálfhring umhverfis sviðið og leikararn- ir leika upp á við. „Það er öðru vísi í manni sálin þegar talað er upp á við og breytir hug- arfarinu. Þeim Arnari og Þráni hentar þetta form mjög vel, þeir hafa stórdramatískar sál- ir. Hafa löngun til að blanda geði við fólk, við eitthvað sem er stórt í sniðum.“ Eyvindur telur að höfundurinn, Steve Tesich hafí fundið eitthvað sem kalla megi nýjan sannleik. „Kannski sannleik minnar kynslóðar, það sem fólk hefur verið að bijóta heilann um en ekki náð neinum tökum á til þessa dags. Maður var eiginlega búinn að missa trúna á að skrifuð yrðu almennileg leik- rit framar, ég er ekki að segja að þessi mað- ur sé nýr Tsjekov eða Shakespeare, en hann hefur náð ákveðu taki á áhyggjumálum okkar tíma. Hann lætur þetta verk gerast í borgara- styijöld þar sem enginn veit upp né niður á neinu, allar venjulegar siðferðilegar viðmiðan- ir eru týndar, en engu að síður verða menn að hafa, hver fyrir sig, eitthvað að lifa fyrir. Kannski þá ekki síst vináttuna og ástina sem hreinsast út við svona aðstæður. Niðurstaða leikritsins er þessi: Að elska án ástæðu, það er það sem gerir manninn að því sem hann er. Höfundur hefur slegið þann tón sem allir ganga eftir og það má því segja að það sé' tiltölulega létt verk fyrir leikstjórann að stjórna þessari sýningu, hún stjómar sér að miklu leyti sjálf.“ Smám saman aó œsa okkur upp Magnús Pálsson hannar leikmyndina og hefur eins og aðrir sem að verkinu koma stað- ið í ströngu síðustu vikur. „Við eram að viða að okkur alls konar drasli, skapa stríðs- ástand,“ segir Magnús. „Við höfum smám saman verið að æsa okkur upp.“ Meðal þess sem komið verður fyrir á sviðinu er hluti af flugvélaflaki og bíll sem kveikt hefur verið í. Þeir sem tryggja sér miða á eina af fimnl fyrstu sýningum verksins fá nöfn sín rituð í sérstaka árnaðaróskaskrá í leikskránni. Framsýning er sem fyrr segir 29. desember, þá verða sýningar 30. desember, 3. janúar, 4. janúar og 5. janúar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.