Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Side 16
ÞAÐ ER engum blöðum um það
að fletta að Svanavatnið er
ástsælasti ballett allra tíma.
Myndin af fallegu prinsess-
unni sem hefur verið hneppt
í álög og líður um sviðið í
svanslíki í „tutu og táskóm",
hvít í silfruðu mánaskini er
mynd hinnar eilífu fegurðar.
Þegar Svanavatnið var sviðsett í fyrsta
skipti árið 1877 í Bolshoj-leikhúsinu í
Moskvu voru viðtökurnar vægast sagt slæm-
ar og sýningin féll. Fólk undraðist að
Tjækovskí, það virta tónskáld, skyldi semja
tónlist við þetta listform, en balletttónlist
var álitin óæðri tónlist. Danshöfundurinn,
Julius Reisinger, var afgreiddur sem and-
laus. Það var ekki fyrr en átján árum seinna,
árið 1895, að Svanavatnið var aftur svið-
sett, þá í Pétursborg, og varð með þeirri
uppfærslu að klassísku meistarastykki.
SVANAVATNIÐ var skrifað til að þókn-
ast smekk áhorfenda sem voru og hétu
í lok 19. aldar. Sagan er sótt í ýmis germ-
önsk ævintýri og fjallar um efni sem ballettá-
hugafólki var hugleikið, leit mannsins að
hinni eilífu fegurð í spilltum heimi.
Svanavatnið hefur lifað í heila öld og enn
er verið að sviðsetja það um allan heim, sem
betur fer.
í Piccadilly-leikhúsinu í Lundúnum sýnir
ballettflokkurinn „Adventures In Motion
Pictures", eða AMP, all nýstárlega upp-
færslu af þessum ástsæla ballett. Danshöf-
undurinn, Matthew Boume, hefur skrifað
algerlega nýtt ballettverk fyrir tónlist
Tjækovskís; nýja sögu. Samt heldur hann
sig við upphaflega þemað; leit mannsins að
hinni eilífu fegurð í spilltum heimi, en Matt-
hew Bourne skrifar fyrir þann heim sem
hann lifír í, lok 20. aldarinnar.
í þeim heimi er allt harðara, hraðara,
kaldara, skeytingarlausara, yfirborðslegra
en við sjáum í verki Reisingers.
Saga Matthews byijar þó á svipuðum
nótum og saga Reisingers. Það er höll og í
henni er prins að alast upp. Hann hefur þjóna
á hveijum flngri; er meðhöndlaður eins og
hann sé fjölfatlaður; þarf ekki að klóra sér
sjálfur. Og í höllinni er „móðir...“.
Konan sú er drottning, ekkert nema
drottning.
Við hennar kalda skjól elst drengurinn
upp; fægður og slípaður þegar hann þarf
að vera til sýnis með móður sinni, en hún
hefur ekkert að gefa.
Prinsinn kynnist stúlku, sem er full af lífs-
gleði og glettni og laðast að henni, en frú
drottningunni er gróflega misboðið. Klæða-
burður stúlkunnar er afkáralegur, hún kann
ekki að hegða sér við hirðina og er í alla
staði afskaplega óviðeigandi. Stúlkan er
rauðhærð.
Ekki laust við að hér fari bjöllur að hringja
í hausnum á manni.
Prinsinn leitar eftir votti af hlýju hjá frú
drottningunni; krefur hann um tilfinninga-
lega alúð, snertingu; bara eitthvað sem sýni
að henni þyki vænt um hann sem mann-
eskju. En hún er ófær um það, og allir sem
í kringum hana eru. Prinsinn fyllist örvænt-
ingu og leitar út, í skjóli nætur; fer út að
skemmta sér. Meira að segja lífsglaða stúlk-
an snýr við honum baki. Hann er ekki eins
og almúginn, sem hæðir hann og spottar,
hrækir á hann. Samastaður hans er hvorki
innan hallar né utan. Það er enginn staður.
Hann er ekki frjáls, jafnvel þótt hann sé
ríkisarfinn sjálfur og hann ákveður að binda
enda á líf sitt...
Það er þá sem Svanurinn birtist: ægifag-
ur, sterkur, karlmannlegur, fijáls, umfram
allt fijáls.
Danshöfundurinn, Matthew Bourne, hef-
ur valið þá leið að skrifa svanahlutverkin
fyrir karlmenn og það verður að segjast
•éins og er að það er árans djörf leið. Ekki
vegna þess að í því felist einhver samkyn-
hneigð ögrun, heldur einfaldlega vegna þess
að svanadansarnir úr upprunalegu útgáf-
„Adventures In Motion Pictures“ er heitið á ballett-
flokki sem hefur starfaó í Lundúnum frá árinu 1987
og hefur frá upphafi þótt boða nýjan tón í listdans-
inum. Um þessar mundir sýnir flokkurinn Svanavatn-
ió í mjög svo nýstárlegri útgáfu í Piccadilly-leikhús-
inu í Lundúnurrfy sýningu sem hlautQlivier-verólaun-
in 1996 fyrir bestu nýju dansuppfærsluna.
SUSANNA SVAVARSDOTTIR sá sýninguna, sem hún
segir aðeins hægt aó lýsa meó oróinu „snilld.“
unni eru einhver þekktustu ballettatriði sem
til eru. Enda verð ég að viðurkenna að ég
beið spennt eftir því hvernig hann myndi
leysa dans „litlu svananna", sem í látleysi
sínu er alltaf eftir-
minnilegur. Lausnin
var heillandi og
full af glettni og
alls ólík því sem
maður á að venj-
ast í Svanavatn-
inu.
Prinsinn heillast
af Svaninum og I:<S|
þeirri veröld sem
hann stendur fyrir og 1
hann eyðir allri nótt-
inni með þessum fagra
flokki. Hann hefur fund-
ið sinn stað í veröldinni
og fyllist lífslgeði og ham
ingju.
MATTHEW Bourne fylgir
byggingu upphaflegu
sögunnar og í næsta atriði er
haldinn dansleikur í höllinni,
að sjálfsögðu til að kynna
Prinsinn fyrir konum sem gætu
orðið honum samboðnar sem eig-
inkonur. Þar er hann blekktur, rétt
eins og prinsinn í upphaflegu útgáf-
unni. Hann telur sig þekkja aftur
Svaninn sinn í svartklæddum dreng
í leðurbuxum og verður sér til
skammar. Hann er hæddur og
úthrópaður.
Og alls staðar er gula press-
an mætt með sínar myndavél-
ar.
í lokaatriðinu er Prinsinn
bugaður á sál og líkama;
hann er deyjandi og sér
sýnir; vökusýnir, draum-
sýnir, það skiptir ekki
máli. Hann sér þann heim
sem hann þráir, heim
frelsis, þess frelsis sem
ekki er til í mannheimum.
Og hann deyr þessum
draumi sínum.
Eins og í upphaflega ball-
ettinum er hlutverk Svansins
stærsta og viðamesta hlutverkið í
sýningunni. Þegar AMP sýndi Svana-
vatnið fyrst dansaði Adam Cooper það \
hlutverk og hlaut fyrir það Time Out-
dansverðlaunin 1995. Núna hefur William
Kemp tekið við hlutverkinu, ungur maður
sem lauk ballettnámi í fyrra. Frábær dans-
ari, sem hefur ótrúlegt vald yfir líkamanum;
sterkur, kraftmikill, lipur, karlmannlegur...
Nákvæmlega eins og sýningin er öll. Það
er nákvæmlega ekkert væmið, pempíulegt
eða hommalegt við hana, ekki einu sinni
þótt Prinsinn og Svanurinn eigi mjög svo
mikilfengleg dansatriði.
Dansarnir í sýningunni eru svo ótrúlega
fallegir og kraftmiklir og sýningin svo mikil
snilld að maður þarf nánast að klípa sig við
og við til að ganga úr skugga um hvort
þetta sér raunverulegt. Eftir sýninguna er
maður orðlaus yfir því að svo einkennilega
vildi til í tilverunni að maður missti ekki
af henni. Og getur sagt það sem eftir
er: Ég sá þessa sýningu.
En hvert er Matthew Bourne að fara?
Hvað er hann að segja og hvert sækir
hann sitt yrkisefni?
HANN segist ekki neita því að konung-
legu persónumar í verkinu eigi nokkuð
skylt við þær persónur sem um þessar mund-
ir leiki aðalhlutverkin í sögu Windsor-fjöl-
skyldunnar. Hann segist þó hafa gert rann-
sókn á konungbornum einstaklingum síðustu
150 árin og komist að því að þar væri
margt um krónprinsa sem hefðu þjáðst
af svo mikilli persónuleikatruflun að þeir
hefðu verið vanhæfir til að gegna því starfi
sem þeir væru fæddir til að gegna; nefnir
meðal annarra Lúðvík af Bavaríu og Edward
VII.
Bourne segist einnig hafa skoðað muninn
á opinberu lífi kóngafólksins og einkalífi. í
Svanavatninu sé hvort tveggja jafn ömur-
legt fyrir Prinsinn. Það hafi verið gert til
að mynda tilfinningalegt tómarúm í miðri
sögunni til að flétta Svanavatnsins gengi
upp. 7
PRINSINN er tilfinningamiðja verksins
og ólíkt fyrri útgáfum af Svanavatninu
er saga hans sögð í 1. þætti, til að skýra
örvæntingu hans og einsemd. Það er nauð-
synlegt til að skiljanlegt verði hvers vegna
Svanurinn verður honum svo mikils virði í
2. þætti.
Matthew Bourne hefur verið spurður að
því hvort þetta sé „homma“ Svanavatnið
og svarar því til að hann neiti því ekki að
þannig megi lesa sýninguna. Hins vegar sé
hann að segja sögu sem sé mun
einfaldari og hafi almennari
skírskotun. Svanavatnið sé
saga um mann sem lifi í al-
geru ástleysi. Honum er
hafnað af vinkonu sem er
engan veginn samboðin hon-
um, móðir hans, frú drottn-
ingin, geti ekki sýnt syni sín-
um hlýju og takmarkandi
konunglegur lífsstíll hans geri
honum ókleift að mynda sam-
band við annað fólk, án þess að
eiga von á skandal.
Fyrir Prinsinum er Svanurinn
tákn fyrir allt sem hann sjálfur
vill vera; sterkur, fagur og frjáls.
Hann er eins konar æðri vitund og
endurspeglar hugarástand Prinsins.
Bourne játar þó fúslega að dansar
þeirra séu ákaflega erótískir og bend-
ir á að það sé hluti af aðdráttarafli
hins óþekkta. Hann minnir á að hvað
sem megi um erótikina í sýningunni
segja, þá sé Svanurinn fugl.
Samband Prinsins og Svansins nær
hámarki þegar Svanurinn lyftir honum upp
og vefur um hann vængjum sínum; faðm-
ar hann að sér eins og lítið barn. Bourne
bendir á að þetta sé mikilvægasta atriðið
allri sýningunni, vegna þess að það sé
svo einfalt og svo almennt, þörfin fyrir
snertingu og hlýju, hana þekki allir.
AÐ SEM einkennir þessa sýningu
öðru fremur er að hún er skiljanleg.
Það er verið að tjá miklar tilfinningar
og er það gert á viðeigandi hátt. Þráin
eftir ást, fegurð, frelsi er augljós í öllum
hreyfingum Prinsins. Frelsið í líki Svans-
ins er heillandi en felur í sér ógnvekj-
andi fyrirboða, því það má spyija hvort
eitthvert raunverulegt frelsi sé til nema
í dauðanum. Svanirnir eru kynþokkafull-
ir og ögrandi, svo langt frá þeirri hefðu-
bundu karlmannsímynd sem einkennir
klassískan ballett. Þeir eru ekki þarna
til að hjálpa neinum að dansa. Þeir hafa
sjálfir rödd og tjá hana með hreyfingum
sínum.
Svanavatnið er sýning sem enginn, sem
á leið til Lundúna, ætti að láta framhjá
sér fara. Ekki ættu tungumálaörðugleikar
að hindra fólk í að sækja sýninguna, því
ballett hefur alþjóðlegt tungumál; likamlega
tjáningu. Það gæti hins vegar reynst erfitt
að fá miða vegna þess að fólk fer aftur og
aftur að sjá hana. Þegar ég sá Svanavatnið
fór ég með konu sem var að sjá það í ann-
að skipti og ætlaði oftar. Hún sagði mér
frá því að þegar hún hefði farið í fyrsta
skipti hefði hún setið við hliðina á manni
sem var að sjá það í fimmta skipti. Og
þeir eru til, Islendingarnir, sem hafa séð
þessa sýningu þrisvar. Ég veit um tvo. Það
er því eins gott að panta miða áður en lagt
er af stað.
Bara, ekki missa af sýningunni. Hún er
lífsreynsla.
LEIT MANNSINS AÐ
HINNI EILÍFU FEGURÐ
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 1996