Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 4
JÓN Úr Vör Morgunblaðið/Kristinn HINN EINFALDIGOÐI HVERSDAGSMAÐUR Jón úr Vör, skóld, er einn gf formbyltingarmönnum íslenskrar ijóóiistar. Hann er vafalaust kunnastur af bók sinni Þorpinu sem kom út órið 1946 og var sú fyrsta ó Islandi sem hafói aóeins aó geyma Ijóó í frjólsu formi. Þettg yfirvegaóa og hæglóta skóld varð óttrætt í vikunni og í tilefni af því ótti ÞRÖSTUR HELGASON vió hann samtal um skóldskapinn og gnnaó sem ó dagana hefur drifió. YFIRVEGUN hefur alltaf verið sterkur þáttur í ljóðhugsun Jóns úr Vör. Hlutimir vinnast með hægð - stillt og hljótt: „Ei með orðafiaumi/ mun eyðast heimsins nauð./ Kyrrt og rótt í jörðu/ vex kom í brauð“ (Stillt og hljótt). Lifíð er þrotlaust stríð og einmitt þess vegna verður engin bylting í einni hendingu. Byltingin verður hljóðlát í garði hvers og eins, í hjarta hversdags- mannsins sem vinnur sín verk. Ég, hinn einfaldi góði hversdagsmaður, sem rækta minn litla skika kringum mitt litla hús, trúi á hið eilífa blóð byltingarinnar, sem streymir frá kynslóð til kynslóðar, og byltir sérhverri byltingu, eins og skófla í kálgarði, eins og sól og rep. (Heimsmynd) Það er ekki langt liðið á viðtalið þegar ég kemst að raun um að skáldið er enn samt við sig; það er ekki anað að neinu, engin ys og þys. Hann svarar spurningum mínum ýmist stutt og hnitmiðað, með löngum formálum eða hreinlega alls ekki - smellir bara í góm og segir: „Um þetta máttu segja það sem þú vilt.“ Þegar gengið er á hann er hann varfærinn, hófsamur á orð. Samt á hann til að missa eitthvað (ó)viljandi út úr sér og tekur þá skýrt fram, sposkur á svip, að slíkar sögur eigi nú ekki heima í viðtali. Skáldið er hresst í bragði þegar það tekur á móti okkur Jóhanni Hjálmarssyni í Kópavog- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997 inum. Jóhann, sem þekkt hefur Jón um ára- bil, ætlar aðeins að staldra stutt við til að kynna mig en slær auðvitað ekki hendi á móti kaffísopa og gómsætum vöfflum hús- freyjunnar, Bryndísar Kristjánsdóttur. Úr þorpi Fljótlega kemur í ljós að Jóni er annt um að gera ljósa grein fyrir uppruna sínum í við- talinu. Þorpið sem hann orti um í kunnri sam- nefndri bók sinni er Patreksfjörður þar sem hann fæddist árið 1917. „Ég hef alltaf ort um þorpið, ekki aðeins í þessari bók,“ segir Jón, „menn hafa einblínt á hana en ekki kom- ið auga á að ég hef ort um þetta efni frá fyrstu bók til þeirrar síðustu. Bókin Þorpið er heldur ekki pólitískt verk, eins og menn hafa oft haldið fram, heldur fyrst og fremst lýsing á mínu eigin lífi.“ Þorpið kom út árið 1946 og var þriðja bók Jóns úr Vör, en áður höfðu birst Eg ber að dyrum (1937) og Stund milli stríða (1942). Bókin skipar sérstakan sess í íslenskri bók- menntasögu; var sú fyrsta sem hafði einungis

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.