Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 11
VILLTI Hasse með klakaströngla í skegginu. GUÐBRANDUR GÍSLASON í MINNINGU HRINGS Þú strýkur döggina af hliðarspegli pallbílsins og sérð að stráin eru fmgraför sólarinnar og þau eru græn. Sperrurnar í hlöðunni skipta iitum. Eg snerti kyrrðina. Sumarið er komið í hús. KRISTUR HER TILBRIGÐI VIÐ MÁLVERK MAGNÚSAR KJARTANSSONAR Kristur er kominn langleiðina inn á Kirkjusand. Með krossinn á bakinu. Hann er pínulítill við hliðina á íslandsbanka. Gluggarnir á bankanum eru spegilfægðir og blakkir. Maður sér að minnsta kosti ekki inn. Ég held að frelsarinn sé á leiðinni í sláturfélagið. Það er helgi og enginn verður hans var. Mig langar til að beina honum annað en er hræddur um að hrufa mig á hörðum, dimmrauðum litnum. JÓHANNES EIRÍKSSON Á TORGILÍFSINS 'KKMOKK hefði dáið en ekkert var minnst barnið, móðir Yönu, og ályktuðu því allir að hún hefði einnig látist. Svo var þó ekki, stelpan ólst upp í borg- inni á heimili fyrir munaðarlaus börn, án þess að vita að hún átti fjölskyldu ekki langt í burtu. Þegar hún var 17 ára komst hún að því og fór til fjölskyldu sinnar, sem talið hafði hana látna fyrir 16 árum. Þannig lærði mamma Yönu sænsku sem kom sér vel 15 árum seinna þegar arkitekt var sendur frá höfuðborginni til að teikna upp hvernig húsin ættu að standa sem yfirvöldin höfðu ákveðið að reisa Sömunum til að fá þá til að setjast að, fá sér fasta búsetu. Samarnir hafa um aldir búið í tjöldum og þeg- ar fleiri fjölskyldur bjuggu saman tjölduðu þeir tjöldunum í hring til að geta heilsað hvor öðrum á morgnanna út um tjaldopin. Nú átti að raða upp húsunum í röð, húsin voru bara fjögur, og þá var mamma hennar Yönu fengin til að hafa orð fyrir hópnum og spyrja hvers vegna. Svar- ið sem hún fékk var: „Jú, litla mín því hérna á að liggja aðalgata bæjarins." Það lá enginn vegur að staðnum, aðeins troðningur, og enn þann dag í dag eru þarna bara fjögur hús, eitt af þeim stendur autt, og enginn vegur hefur enn verið lagður. Það var mikið hlegið af þess- ari frásögn. Eins og flest allir frumbyggjar jarðarinnar heyja Samir baráttu við yfirvöld til að viðhalda menningu sinni og tungumáli og því sem kannski er það allra mikilvægasta, landréttin- um. Samir sjálfir tala um sitt eigið land, Sa- miland, sem nær yfir stórt landsvæði í Norður- Skandinavíu. Áður fyrr ferðuðust þeir óhindrað- ir á milli sumar og vetrarhagans með hreindýr sín. En á síðustu öldum hefur þeim verið gert erfitt fyrir með landamærum á miili þjóðanna: Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Rússlands. Þar til um miðja þessa öld gátu þeir beðið leyfis á landa- mærastöðvunum til að fara með hjarðir sinar yfir, en þá fluttist þessi leyfisveiting til þingsins í hveiju landi fyrir sig. Enn meiri höml- ur hafa nú verið settar á flutning- inn milli beitisstaða, því eftir inngöngu Svíþjóðar í EB þurfa Samir nú að sækja um leyfið til Brussel, þó að beitilandið sé bara hinum megin við ásinn. Á Jokkmokk-markaðinum söfnuðust líka Samir saman í mótmælagöngu til að fá land- búnaðarráðherrann til að hækka bætur þær sem þeir fá borgaðar fyrir hreindýr sem hafa verið drepin af vargdýrum eða t.d. keyrt yfir. Nokk- uð sem íslenskir sauðljárbændur ættu að kann- ast við. Það er mikið hægt að segja frá hinum 301 árs gamla markaði en best er að láta hér stað- ar numið og skilja eitthvað eftir fyrir þá sem ráðgera í framtíðinni að heimsækja hinn árlega markað í Jokkmokk. Höfundurinn býr ! Chile. Þegar ég stíg í helgidóm mannlausan, ógnvekjandi, innantóman, fyllist ég stolti. Og þegar ég geng um kirkjugarð fullan af janúarsnjó og nýtekin gröf, finn ég glöggt hve yfirburðir vorir eru miklir. Við erum hin vitiborna skepna og fátt vefst fyrir oss. Það rann upp fyrir mér Ijós þegar ég sá konuna. Gömul, lasburða gekk hún sem stritað hafði langa æfi til einskis, með tvo plastpoka í höndum sínum lúnum yfir gangbrautina við Iðnó. Það var svolítið blóð á bílnum sem keyrði hana niður og húddið dældað eftir höfuðið hennar. Ungur maður með ferðútvarp á eyrunum gekk til mín og spurði: Hvað ætli hafi verið í pokunum? Með þessum vorum kenndum verðum við grafin í vígðum reit. Höfundur er prentari og leigubílstjóri í Reykjavík. GUÐMUNDUR HERMANNSSON SKÁLDIÐ MITT Þó ég lesið hafi kynstrin öll af kvæðum kann ég alltaf best við ljóðin þín það er eins og hugsun og frelsi í þeim fræðum fái mestan hljómgrunn og höfði helst til mín. Lýsingar á landi, dýralífi og gróðri laða fram það besta í huga njótandans efnið verður hugljúft og hjarta_ fyllist hróðri svo heillandi þú lýsir kostum ísalands. Með þínum augum sé ég fallegustu fjöllin fellin öll og klettana og heiðavötnin blá. Um hugann fara ævintýr um álfana og tröllin og allir æskudraumarnir svo Ijúfir líða hjá. Jafnvel allri fátækt í æsku fylgir gleði og fábrotnu gullin mín minna á dýrlegt dót. Svo verður allt Ijóst og bjart í hverju beði og blómin öll svo Ijóslifandi er brosa mér í mót. Svartir hríðarbyljir sem hreystivakar verða þó herjað hafi stormar er minning um þá góð. Fátæktin og eymdin var ætluð til að herða og allir bjuggu í kofum. Svona eru þín Ijóð. Höfundur er fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík httak, með járnrörið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.