Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 16
1 BÓKMENNTAVERÐLAUNUM NORÐURLANDARAÐS UTHLUTAÐ I REYKJAVIK SPJATRUNGAR BORGARSALA • • OG TOFRAMENN ISAUÐNA Dómnefnd Bókmenntaverólauna Noróurlandaráós þingar í Reykjavík um helgina og tilkynnir á fundi á mánudaginn hver hlýtur verólaunin fyrir árió 1997. JÓHANN HJÁLMARSSON, sem sæti á í dómnefndini, segirfrá þeim bókum sem lagóar eru fram. Islenskir rithöfundar hafa fimm sinnum fengið þessi virtu og eftirsóttu verðlaun. Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs 1997 verð- ur úthlutað á fundi dóm- nefndar í Reykjavík á mánu- daginn. Lagðar eru fram ell- efu bækur eftir jafnmarga höfunda frá sex löndum. Þjóðirnar fimm, íslendingar, Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar, hafa hver um sig rétt til að leggja fram tvær bækur, en Færeyingar, Grænlendingar og Samar eina bók hver. Færeyingar og Samar standa utan við að þessu sinni en Grænlendingar leggja fram frásöguna I ly bag isfjeldene eftir Karl Siegstad. Ljóðabók Hannesar Sigfússonar, Kyijála- eiði og skáldsagan Hjartastaður eftir Stein- unni Sigurðardóttur eru lagðar fram af ís- lands hálfu. Danir leggja fram skáldsögurnar Pá sidelinjen eftir Tage Skou-Hansen og Bang. En roman om Herman Bang eftir Dorrit Willumsen. Frá Finnlandi er ljóðabók- in En lycklig mánska eftir Claes Andersson og skáldsagan Má stormen komma eftir Le- enu Lander. Norðmenn, verðlaunahafamir frá í fyrra, leggja fram ljóðabókina Slik Sett eftir Eldrid Lunden og skáldsöguna Til Sibir eftir Per Petterson. Svíar eru að þessu sinni með ljóðabókina Vid budet att Santo Bamb- ino di Aracoeli slutligen stulits av maffian eftir Jesper Svenbro og skáidverkið Samman- hang material eftir Birgittu Trotzig. Það er ljóst að tilnefndum ljóðabókum hefur fjölgað, en þær hafa verið fáar á undan- förnum árum. Skáldsögur hafa þótt líklegri til verðlauna, en það merkir ekki að ljóðabæk- ur séu afskiptar í nefndinni. Um íslensku bækurnar hefur áður verið fjallað í Morgunblaðinu. Óhætt er að fullyrða að þær sómi sér vel á því samnorræna torgi sem bókmenntaverðlaunin eru. Hannes Sig- fússon er meðal brautryðjenda í íslenskri ljóð- list, en bók eftir hann hefur ekki verið lögð fram lil verðlauna áður. Steinunn Sigurðar- dóttir er nú með í annað sinn, skáldsaga hennar, Tímaþjófurinn, var á sínum tíma til- nefnd. Timinn og hnignunin Danir eru sú Norðurlandaþjóð sem talin er ganga einna lengst í formtilraunum og bókmenntalegum nýjungum. Þetta sannast þó ekki á skáldsögunum tveimur sem fulltrú- ar þeirra tilnefna. Tage Skou-Hansen og Dorrit Willumsen eru á hefðbundnum slóðum í verkum sínum. Tage Skou-Hansen er sagður skrifa sam- kvæmt raunsæishefð sem rekja megi til Steen Steensens Blicher og Henriks Pontoppidans. í Pá sidelinjen er frásögnin raunsæisleg og athygli vekur á hve öruggan hátt höfundurinn fetar þá vandasömu leið að spegla í senn samfélags- átök og einkalíf sögupersónanna. Sá sem seg- ir söguna í fyrstu persónu er málafærslumað- urinn Holger Mikkelsen, fyrrum þátttakandi í andspymuhreyfingunni gegn Þjóðveijum. Hann verður á þeim tíma ástfanginn af Gerðu, en hún giftist foringja hópsins, Christian. Misheppnað tilræði sem veldur þvi að Cristian særist illa bindur enda á samband Holgers og Gerðu. Þau hittast á ný á áttunda áratugn- um þegar byltingarsinnuð dóttir Gerðu og Christians lendir í fangelsi ákærð fyrir tilraun til árásar á dagblaðið Jyllands-Posten. Holger skilur og hefur samúð með viðleitni ungu stúlk- unnar til að breyta heiminum. Hann hafnar tilboði um feitt dómaraembætti á landsbyggð- inni og hefur sambýli með bömum Gerðu og syni unnustu sinnar. Sagan gerist á tíunda áratugnum. Holger og Gerða eru ekki lengur ung. Það er kominn tími til endurmats og hlutirnir þróast þannig að vandamálin og tilvistarspurningarnar hrannast upp. Dorrit Willumsen ætlaði sér upphaflega að semja ævisögu rithöfundarins Hermans Bang, en kaus að gera honum skil í skáld- sögu. Sagan hefst árið 1912. Herman Bang situr í lestarklefa á leið um Bandaríkin. Þang- að er hann kominn til að lesa úr verkum sín- um. Lífi hans er að ljúka því í þessum lestar- klefa er hann myrtur. Hugurinn leitar aftur í tímann. Upprifjun- in er saga vonbrigða en líka sigra. Snemma kemur í ljós að drengurinn er ekki eins og venjulegt fólk. Hann verður að takast á við samkynhneigð í samfélagi fordóma, er sér- kennilegur í hegðun og útliti, elskaður og hataður spjátmngur. Hann nær fljótlega frama sem afburða blaðamaður, vinnur sigra sem leikari og leikstjóri heima og erlendis, en bækur hans hljóta misjafnar viðtökur, em ýmist hafnar til skýjanna eða rifnar niður. Bang er skáldsaga um samband lífs og listar eða réttara sagt bilið að því er virðist óbrúanlega. Stíll Dorrit Willumsens er hægur og yfirvegaður þótt viðfangsefnið sé fullt af mótsögnum og óróleik hjartans. Meðal þekktustu skáldverka Hermans Bangs eru Tine, Ved Vejen, Stuk og Ludvigs- bakke sem öllum var vel tekið og Haablose slægter sem gagnrýnendur fundu flest til foráttu. Hann var rúmlega fimmtugur þegar hann lést, þreyttur og farinn að heilsu eftir stormasamt líf og óreglu. Férnir og grátur Má stormen komma eftir Leenu Lander er framhald skáldsögunnar Heimili dökku fiðrildanna sem kom í íslenskri þýðingu 1995. Þess er að vænta að úr efninu verði þríleikur, í senn ættarsaga og um- Tage Skou-Hansen Dorrit Willumsen Claes Andersson Leena Lander Eldrid Lunden Per Petterson Birgitta Trotzig Hannes Sigfússon um- Steinunn Sigurðardóttir ræða um hverfismál. í stuttu máli má segja að Má storm- en komma sé ástar- saga, spennusaga og þjóðfélagsrýni. Við kynnumst í upphafi hamslaus- um tilfinningum karla og kvenna í Finnlandi fjórða áratugarins, eink- um kvenna. Rúss- nesk-kanadísk kona flyst til finnska námubæj- arins Olkikumpu. Hún giftist finnsk- um manni og eignast tvö börn. Vegna ensku- kunnáttu sinnar gerist hún túlkur írsks verk- fræðings sem rannsakar málmvinnsluna. Úr starfinu sprettur ástarþríhyrningur. Iris, barnabarnið, er fulltrúi nútímans og það er hún sem hefur orðið í samtímanum. Hún leitar til írsks sérfræðings í kjarnokumál- um því að hún hefur komist að því að fyrirætl- anir eru um að koma kjarnorkuúrgangi fyrir í námunni gömlu. Dáið stúlkubarn, fórn nútíma lífshátta og líka goðsögulegt tákn fyrri tíma, er rauður þráður sögunnar og síendurtekinn. Þetta vef- ur efnið dul og eykur líka spennu í samtíma þar sem ekki er allt með felldu og samfélags- legar meinsemdir og hirðuleysi um li'fið og framtíðina ráða í raun ferðinni. Skáldsagan er því eins konar spegill gamalla og nýrra goðsagna og tilraun gerð til að tengja fortíð DÓMNEFND Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs heldur fundi sína í Norræna húsinu og þar verður tekinn ákvörðun um verð- launahafa ársins 1997 og nútíð saman. Siðferðileg áhugamál brenna á höfundinum. Skáldið Claes Andersson er nú menningar- málaráðherra Finnlands, en hefur áður látið að sér kveða í ýmsum gervum: þingmaður, geðlæknir, djasspíanóleikari, knattspyrnu- maður. Hann er höfundur margra ljóðabóka og bók eftir hann hefur áður verið tilnefnd til verðlauna. I En lycklig mánska er tónninn líkur þeim sem við þekkjum úr fyrri bókum, óvenjulega beinskeyttur, komið beint að hlutunum. Rabb- tónn og dagbókarleg skrif setja svip á bók- ina. Hún hefst á orðunum: „Hvers vegna ætti Jóhann Sebastian Bach ekki að vera jafn góður og áður/ á þessu 59. sumri mínu.“ Sum ljóðanna (hér er við hæfi að tala um ljóðaflokka) eru eins konar spakmæli eða þankar: Gráttu gráttu gráttu Landið eydda rúmar öll tár Gráttu uns eydda landið blómstrar Mörg ljóðanna eru um það að eldast. Þótt það sé ekki beiskjulaust er gamansemin yfir- leitt leiðarljós. í ástum þarf það til dæmis ekki að vera neikvætt að samband manns og konu fari að minna eilítið á brunna sinu. En lycklig mánska sannar að menninga- málaráðherrann hugsar ekki síður um einka- málin en landsmálin og heimspólitíkina. Á stöku stað talar stjórnmálmaðurinn og um- bótasinninn þó fullum hálsi. Aftur fyrir sig Norska skáldkonan Eldrid Lunden er á svipuðu reki og Claes Andersson. Hún hefur líka fínan titil eins og skáldbróðirinn finnski, er fyrsti Norðmaðurinn með starfsheitið pró- fessor í ritlist. Kunnasta bók Eldrid Lunden er Mammy, blue frá 1977. Ljóð hennar eru af einföldustu gerð, afar hnitmiðuð, jafnvel takmörkuð í tjáningu sinni. Tónninn er oft barnslegur en tvisæi og fyndni aldrei langt undan. Það er ekki síst málið, nýnorskan, sem hún beitir á sérstakan hátt. Ljóðin geta virst allt að því tómleg í fyrstu en vinna á. Eitt ljóðanna í Slik Sett nefnist hugsaði hann: Og hefði hann ekki fallið aftur fyrir sig þegar hann féll niður, þá hefði hann ekki fallið niður í sjálfan sig 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.