Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 17
Nútímaleg framsækin skáldsagnagerð stendur með blóma í Noregi eins og tilnefn- ingar Norðmanna sýna. í fyrra var lögð fram ein slík skáldsaga, Rubato eftir Lars Amund Vaage. Nú er röðin komin að Per Petterson. Hann er fæddur 1952 og kvaddi sér hljóðs með smásagnasafni 1987 en hefur síðan sent frá sér þijár skáldsögur. Gagnrýnendur hafa fagnað bókum hans. Per Petterson keppir eftir að ná fram trú- anlegum andblæ og tekst það. Til Sibir er raunsæislega sögð saga. Hún býr frá fyrstu blaðsíðu til hinnar síðustu yfir meiru en felst í orðunum. Stíllin er léttur og seiðandi, málið bókmál með dönsku ívafi, enda gerist sagan að stórum hluta á Norður-Jótlandi. Kona, fædd 1926, segir söguna. Bókin er eins kon- ar minningasaga og tilfinningarík sem slík. Sambandi fólks í gleði og sorg er lýst af inn- sæi. Bróðirinn Jesper er andspyrnumaður á stríðsárunum og byltingarmaður. Hann er örlagavaldur sögunnar og sá sem hún snýst að mestu um. Stríðsárin í Danmörku, hernám Þjóðveija og áhrif þess á daglegt líf er aðalefni sögunn- ar sem þó fæst fremur við að kanna innra líf fólks en það sem er á yfirborðinu. Mafian skerst i leikinn Nafnið á ljóðabók Svíans Jespers Svenbro er óvenjulega langt: Vid budet att Santo Bambino di Aracoeli slutligen stulits av maff- ian. Titillinn er til marks um alþjóðlegt and- rúmsloft ljóða Svenbros. Hann er lærður maður í grísku og latínu og í verkum sínum bundinn Grikklandi og Ítalíu, einkum fornöld- inni og skáldum hennar. í nýju bókinni sem er sjöunda ljóðabók hans er stíllinn opinn. Hann yrkir um vini sína og hina nánustu og segir frá ferðum sínum. Sviðsmyndir sveifl- ast á milli heimalandsins og annarra landa og háalvarleg yrkisefni verða oft mjög einka- leg. Þetta er aðferð skáldsins og minnir mjög á „opin ljóð“ íslenskra skálda á áttunda ára- tugnum. Barnið helga, höggmynd í náttúrlegri stærð í Aracoeli-kirkjunni á Capitolium í Róm, skorið út í tré frá Getsemane, fær að vera á sínum stað þrátt fyrir orðróm um þjófnað. Sammanhang material eftir Birgittu Trotz- ig er skáldverk á mörkum ljóðs og prósa. Trotzig sem er kaþólsk og situr í sænsku akademíunni er sérstæður rithöfundur sem á fáa sína iíka á Norðurlöndum. Myrkrið í bók- um hennar er næstum því áþreifanlegt. í bókinni er þetta orðað svo: „einmana sjálf, einmana vera sem krafist er af að ljái rödd efni sem hreyfist formlaust úti í heimsmyrkr- inu“. Myrkur heimsins er viðfangsefni Birgittu Trotzig. Hún skrifar m. a. um morðið á skáld- inu García Lorca við upphaf spænsku borga- rastyijaldarinnar 1936 og óhugnað stríðsins í fyrrum Júgóslavíu, landi gleymskunnar. Bók eftir Birgittu Trotzig hefur einu sinni áður verið tilnefnd til verðlauna Norðurlanda- ráðs. Það var skáldsagan Dykungens dotter sem kom út 1985. Út i auónina Bók Grænlendingsins Karls Siegstad heitir á frummálinu Iluliarsuit oqquanni og eins og fyrr segir I ly bag isfjeldene í dönsku þýðing- unni. Þetta er frásögn úr grænlenskum veru- leika, lífinu í auðn vetrarins þar sem veiði- menn og töframenn ráða ríkjum. Bókin er greinilega ekki hugsuð sem listrænt upp- byggt skáldverk og keppir ekki við fagur- fræðileg verk sem slík. Dómnefndarmanna bíður að meta þetta sérstæða framlag Græn- lands, frásögn „venjulegs manns“ svo stuðst sé við orð Frederiks Lynge. Þab er Ijóst ab tilnefnd- um Ijóbabókum hefur fjólgab, en þcerhafa verib fáar á und- anfómum árum. Skáldsógur hafa þótt líklegri til verblauna, en þab merkir ekki ab Ijóbabcekur séu afskipt- ar í nefndinni. ENDURREISN AÐ VERÐA í ÍRANSKRI KVIKMYNDAGERÐ Þegar íran er nefnt kemur sú hugskotsmynd upp hjó flestum aó þar séu aóeins ofstækisfullir og skeggjaóir klerkar og skikkjuklæddar ------------7------------- konur. En Iranir státa af því að margra dómi að eiga einn merkasta kvikmyndaleikstjóra heims, skrifar JOHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. MIKLAR breytingar urðu í þjóðlífi írans við trúar- og stjórnarfars- byltinguna í landinu í febrúar 1979 eins og allir vita. Þetta átti ekki síst við um gróskumikið menningarlíf. Vegna einhæfs og öfgasinnaðs fréttaflutnings frá íran þar sem klerkastjórnin virtist leggja ofurkapp á að uppræta allt það sem ekki var skilgreint íslamskt, einangrunar landsins frá umheimi og heiftúðugrar afstöðu til alls sem vestrænt taldist, er svo komið að flestir sjá fyrir sér skeggjaða klerka og bældar skikkju- klæddar konur þegar þeir hugsa um Iran. Kannski er fullmikð að segja að írönsk kvik- myndagerð hafi staðið með blóma árið 1979 en þá voru samt að koma fram á sviðið ýms- ir listamenn sem eftir nokkurt hlé á fyrstu árunum eftir byltinguna hafa efnt mörg fyrir- heit sem voru bundin við þá. í þeirra hópi er lfklega fremstur kvikmyndaleikstjórinn Abbas Kiarostami hefur fengist við kvikmyndagerð síðustu 15-20 ár og margir sem fylgjast með því sem er að gerast í greininni taka svo djúpt í árinni að nefna hann í hópi merkustu samtíð- armanna í þessari listgrein. Myndir ham hafa vakió mikla alhygli á alþjóólegum kvikmyndahátióum í ár verður nýjasta mynd hans frumsýnd „Ólivutrén" og margir bíða hennar með eftir- væntingu. Ekki alls fyrir löngu efndi Stofnun samtímalistar í London til sérstakrar kynning- arviku á myndum hans og á kvikmyndahátíð- inni í Cannes á sl. ári vakti mynd hans „Hvíta blaðran“ mikla athygli. Kiarostami hefur sagt í viðtali að kvik- myndamenntun hans hafi byijað með því að horfa á klassískar bandarískar myndir. Þegar hann var unglingur komu svo til sögunnar ítölsku nýraunsæismyndirnar sem um tíma ruddu bandarískum myndum nánast út úr evrópskum kvikmyndahúsum. „Þegar ég horfði á persónurnar í amerísku myndunum á þessum árum var skilningur minn á þeim sá að þær væru aðeins til í mynd- unum, ekki í veruleikanum. En fólkið í ítölsku myndunum þekkti ég, þar sá ég sjálfan mig, fólk sem ég þekkti. Þá skildi ég að kvikmynda- persónur geta verið raunverulegar, að myndir geta dregið upp sannferðuga mynd af lífinu og venjulegum mannverum," sagði Kiarostami í viðtali við The Middle East nýlega. „Áhrif sólt i lifió sjálft - vió gerum þaó allir" Hann dregur ekki dul á að hafa orðið fyrir áhrifum frá ýmsum evrópskum kvikmynda- leikstjórum. „En við höfum allir orðið fyrir áhrifum frá lífinu, bara eftir því hvernig hver okkar upplifir það. Ef sjá má líkindi milli minna kvikmynda og einhverra annarra stafar það sjálfsagt af því að lífssýn okkar er svipuð. Það ræður ekki úrslitum hvar maður er fæddur og elst upp, þótt við eigum að rækta og vökva okkar rætur. Maðurinn er í eðli sínu alls stað- ar eins.“ Abbas Kiarostami fæddist árið 1940. For- eldrar hans voru vel stætt miðstéttarfólk sem í MYNDINNI „Lífið heldur áfram“ er sagt frá tveimur börnum og lífi þeirra eftir miklar náttúruhamfarir, en líf barna og hugarheimur leitar mjög á Kiarostami. ABBAS Kiarostami. ýttu undir að hann menntaði sig í því sem hugur hans stæði til. Hann tók háskólapróf í listasögu og vann um hríð við gerð auglýsinga- mynda áður en hann sneri sér að kvikmynda- gerð. Hann starfaði með mörgum merkum lista- mönnum innan kvikmyndagerðarinnar á sjö- unda áratugnum en þá var að margra mati að renna upp blómaskeið í íranskri kvikmynda- gerð. Síðan var hljótt um hann í allmörg ár og um þann tíma kýs hann að ræða ekki. Myndir hans Ijóóreenar meó raunseeialegu ívafi Kiarostami kom síðan fram á sjónarsviðið seint á níunda áratugnum þegar mynd hans „Hvar er hús vinar míns?“ var sýnd á kvik- myndahátíð á Ítalíu og fór síðan sigurför á mörgum alþjóðlegum hátíðum. I þeirri mynd fæst hann við það viðfangsefni sem mest leitar á hann, heim bernskunnar. Margir segja að með því að vinna út frá þessu efni hafi honum tekist að bjarga kvikmyndagerðarferli sínum vegna þeirra mörgu boða og banna sem klerka- stjómin lagði á kvikmyndagerð eins og annað. Myndir Kiarostami eru skilgreindar sem ljóðrænar með raunsæislegu ívafi. Sumir snúa þessu við og kalla þær raunsæjar með ljóð- rænu ívafi. Hvað sem því líður finnst mörgum að sú frægð sem honum hefur fallið í skaut síðan 1989 hafi orðið til að endurreisa íransk- an kvikmyndaiðnað og blása í hann nýju lífi. í myndinni „Hvar er hús vinar míns?“ er sögð einföld saga um líf barns sem breytist gersamlega og fyrir fullt og allt vegna lítils atviks. „Og lífið heldur áfram“ segir frá afleið- ingum jarðskjálfta og baráttu kvikmyndaleik- stjóra nokkurs við að hafa upp á tveimur börn- um sem höfðu komið fram í myndum hans. Báðar þessar myndir þykja bera þau ein- kenni sem hvað sterkust eru í myndum hans, heillandi frásagnargáfa hans þar sem sögur byija aldrei á byijuninni og einstakur hæfi- leiki hans til að kynna til sögunnar siðfræði- lega klípu sem persónurnar lenda í og verða að velja milli þess sem þær telja rétt og rangt. En val þeirra leiðir sjaldnast til þeirrar niður- stöðu sem þær væntu. Ekki pólitiskar myndir en hafa alþjóólega skirsketun Kiarostami er þeirrar skoðunar að hann sjái ekki af hveiju hasar og mikil atburðarás eins og í Hollywood-myndum sé nauðsynleg. Hann segir að oft gerist ekkert í bókstaflegum skiln- ingi í myndum sínum. í „Olífurtrén" er verið að gera mynd um fólk sem er að gera kvik- mynd. „En oft var ekkert að gerast í mynd- inni og þessu ENGU vildi ég koma til skila í mynd minni,“ segir hann. Viðfangsefni Kiarostami þykja vfirleitt ekki af pólitískum toga heldur hafa alþjóðlega skír- skotun og það hefur að sjálfsögðu gert honum kleift að starfa að listgrein sinni án þess að myndir hans lendi í höndum ritskoðaranna í íran sem eru ósparir á skærin ef þeim finnst eitthvað að. Hann segir að ritskoðurum verði oft á leiðindamistök og klippi út það sem alls ekki sé neitt athugavert við að sýna. Sjálfur hafi hann sloppið. „Ég hef aldrei reynt að fást við efni sem gæti ögrað ritskoðurunum hér. 0g ég er kominn af þeim aldri að finnast það heiður ef einhver mynda minna yrði bönn- uð.“ Frœgóin hefur minusa og plúsa i för meó sér Frami Kiarostami á alþjóðavettvangi hefur ekki alltaf auðveldað honum starfið í heima- landi sínu. Um tíma er ekki vafí á að hann óttaðist að frami á Vesturlöndum yrði til þess að hömlur yrðu settar á listsköpun hans. En nýlega hlaut hann ein virtustu verðlaun heims í þessari grein, japönsku Kurasawa verðlaun- in, og írönsk stjórnvöld drógu ekki dul á að þau teldu þetta mikinn heiður. Nú allra síðustu ár hafa Evrópulönd sýnt verkum hans aukinn áhuga og þar með eru myndir hans kynntar splunkunýjum áhorfend- um. Og eru einnig vottur þess að eftir að hafa eigrað um í auðninni um árabil er íran aftur að koma fram sem mikilvægt afl í kvik- myndagerð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997 1T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.