Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 13
ARKITEKTUR NORSKAR NYBYGGINGAR GÍSLI SIGURÐSSON TÓKSAMAN Enda þótt Norómenn hafi auógast gf olíunni, byggja þeir ekki aó hætti nýríkra. Alþjóólegttíma- rit um grkitektúr gerói nýlega úttekt á norskum nýbyggingum og fannst menningarlega staðið að verki. Hér eru fáein dæmi um það sem blaðið taldi hvað athyglisveróast en þar á meðal er miðborgar- kjarni sem þykir með því bezta sem gert hafi verið í heiminum. EINSKONAR atriumhús sem hýsir verzlan- ir, veitingahús og skrifstofur, hefur risið í miðborg Oslóar og sýnir að loksins eru menn að ná því hvernig þarf að byggja borgir á norðurslóðum. Rómverjar byggðu sín atriumhús umhverfis lokaðan garð til að geta verið í forsælu, en þetta atrium- hús er byggt til að ná inn sem mestri birtu og jafnframt til að útiloka veðurfarið. MYNDIN er eins og af jólakorti. í Tromsö hefur arkitektafirmað Lund & Slaatto teiknað klausturbyggingu fyrir 25 karmel- systur. Klaustrinu hefur verið valinn staður á úti í skógi þar sem fátt er til truflunar og það er við hæfi; karmelreglan er víst „innhverfasta" klausturreglan i kristni. Utveggir eru úr múrsteini og bogadregin form þaksins eru endurtekin eins og sést á myndinni. SKÓLI í Stavanger. Arkitektar: Arbeidsgruppen Hus. Hér er ekki hefðbundin skólabygg- ing, það er Ijóst. Steiner-hreyfingin hefur byggt hér einn af sínum Waldorf-skólum og þar hefur sannarlega verið tekið mið af fortíðinni með nýstárlegum hætti. Hér er burstabæjarstíllinn enn á ferðinni og vitaskuld á hann sínar rætur í norskum jarðvegi og stendur víða traustum fótum, til dæmis í gömlum bryggjuhúsum sem snúa burstun- um fram. Það sérkennilega er hér, að arkitektarnir láta hvern stafn sveigjast inn á við; jafnframt er þakið látið sveigjast út um miðjuna. Það er eiginlega því líkast að þessir stafnar standi með opinn faðminn og bjóði mann velkominn, enda var það vfst meining- in. í Ijósi úrkomunnar í Stavanger gæti sýnst nokkur bjartsýni í timburklæðningunum; tiarna er meira að segja unnið með einskonar reisifjöl, svo sem lengi vel tíðkaðist á slandi. En vatnsvarinn timburveggurinn er aðeins ytra byrði. Síðan kemur holrúm og einangraður innri veggur. Þessi skólabygging er kannski athyglisverðust í Ijósi þess hvernig hægt er aö vinna innan ákveðinnar hefðar, en samt á nýstárlegan hátt. AKER Brygge í Osló. Þar til nýlega þótti Osló fremur daufleg borg, einkum með tilliti til næturlífs. En hún er það ekki leng- ur; þar er allt sem býðst annarsstaðar í borgum. Miðborg Oslóar hefur einnig yfir sér virðuleika og þar hefur ekki teljandi verið farið offari í krafti olíuauðsins. Þó þykir mörgum að nýr viðskiptakjarni í há- hýsum fari ekki sem bezt. Annað mál er með kjarnann Aker Brygge sem arkitektinn Niels Torp á heiðurinn af. Tímaritið The Architectural Review telur hann eitt af því bezta sem hægt sé að benda í nýbygging- um gamalla borgarhluta, sem ævinlega þykir mikið vandaverk. Miðhluti Oslóar - gamla Kristjanía- er dæmigerð Evrópuborg þar sem húsin meðfram götunum mynda samfelldan vegg. Því miður er myndin hvorki góð né lýsandi, en hér hefur Niels Torp unnið nútímalegt verk og „allt á - mannlegum skala“ segir tímaritið, „svo ekki hefur verið betur gert á þesari öld“. Hér hefur verið byggt yfir margháttaða starfsemi og um leið tekizt að halda svip- móti sem fellur að umhverfinu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.