Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 19
eru Rómansa eftir Saint-Saéns, Andante eft- ir Richard Strauss og Canto serioso eftir Carl Nielsen. Frá því tímabili er einnig Rapsódía fyrir óbó og orgel eftir Rheinber- ger, sem hann tók úr einni af fjölmörgum orgelsónötum sínum og útsetti fyrir óbó og orgel. Geislaplata i vaendum Hörður segir þessa „tilraun" í anda þess sem tíðkist í auknum mæli erlendis, þar sem orgelið hafi vaxið mjög að vinsældum eftir að það „fór að kalla til liðs við sig ýmiss konar hljóðfæri". Þar hafi hátíðum undir yfir- skriftinni „Orgel og..til að mynda vaxið fiskur um hrygg. „Menn hafa fundið upp á ýsmu á slíkum hátíðum, má þar nefna orgel og gítar, orgel og saxófón, orgel og básúnu, orgel og söng og meira að segja orgel og blokkflautu." Að sögn Harðar verða tónleikarnir á sunnudag forsmekkurinn að því sem koma skal á Kirkjulistahátíð í vor en þá verður " vígt nýtt hljómborð við orgel Hallgríms- kirkju, sem gerir samspil mun auðveldara, þannig að unnt verður „að raða allskonar hópum í kringum orgelspilaborðið niðri í kirkj- unni“. Verður við það tækifæri meðal annars boðið upp á tónleika með orgelleik og kór- söng og orgelleik og slagverksleik. En það hangir fleira á spýtunni. „Já, aðal- ástæðan fyrir samstarfinu núna er löngun okkar allra til að festa þessi verk og fleiri til á skífu,“ segir Hörður en fyrirhugað er að upptökur hefjist í næstu viku. Verður geisla- plata þessi að líkindum gefin út af Hallgríms- kirkju og vonast Hörður til að hún geti orðið upphafið að röð geislaplatna með orgelleik, með og án annarra hljóðfæra. Að sögn Harðar má gera ráð fyrir að plat- an komi út fyrir næstu jól en þess má geta ^ að Daði og Joseph, „sem lengi hafa verið í fremstu röð blásara á íslandi", svo sem Hörð- ur kemst að orði, spila nú í fýrsta sinn ein- leik á plötu. „Að því leytinu til verður þessi plata jafnframt sérstök." HUGLJUFTI HALLGRÍMSKIRKJU ÞETTA verða sérlega hugljúfir tónleik- ar — verkin ættu að eiga greiðan aðgang að fólki,“ segir Hörður Áskelsson organisti sem standa mun í eldlínunni ásamt Daða Kolbeinssyni óbóleik- ara og Joseph Ognibene homleikara á tónleik- um Listvinafélags Hallgrímskirkju kl 17.00 á sunnudag. Á efnisskrá er tónlist úr ýmsum áttum sem spannar tímann frá barokk til rómantíkur en meðal höfunda eru Telemann, Loeillet, Albinoni, Saint-Saéns, Strauss og Rheinberger. Tónleikarnir eru að sönnu óvenjulegir en verkin sem félagarnir hafa valið til flutnings eru upprunalega fyrir aðra hljóðfæraskipan — orgelþátturinn er umritun á þætti strengja- sveitar eða píanós. Reyndar veit Hörður ekki til þess að skrifuð hafi verið tónverk fyrir þessa samsetningu hljóðfæra. Daði og Joseph hafa áður leikið með Herði á tónleikum í Hallgrímskirkju hvor í sínu lagi. Var það, að sögn þess síðastnefnda, kveikjan að tónleikunum nú. „Á þeim tón- leikum komumst við að því hvað þessi sam- setning er spennandi. Óbó og orgel er reynd- ar þekkt sem sérstaklega falleg samsetning en að horn og orgel hljómuðu svona vel sam- an var ný reynsla fyrir okkur. Við ákváðum því að steypa öllum hljóðfærunum saman á einum tónleikum, þótt rétt sé að taka fram að við spilum ekki allir saman nema í einu verki.“ Morgunblaóið/Þorkell JOSEPH Ognibene, Hörður Áskelsson og Daði Kolbeinsson búa sig undir tónleikana á sunnudag. Um helmingur verkanna er frá barokktím- ello og þáttur úr konsert fyrir tvö óbó eftir anum, hornkonsert eftir Telemann, óbósónata Albinoni, en þar leikur hornið rödd annars eftir Loeillet, þáttur úr óbókonsert eftir Marc- óbós. Rómantísku verkin fyrir horn og orgel Morgunblaðið/Þorkell LAUFEY Sigurðardóttir fiðluleikari, Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Sigríður Grön dal sópransöngkona verða í sviðsljósinu í Gerðubergi á mánudagskvöld. ANDLEG STURTA „ÞAÐ ER ávallt mikil áskorun að takast á við Mozart og í raun forréttindi að fá að fíkta i þessari tónlist eða eins og góð manneskja norður á Akureyri hefur sagt: „Það er eins og að fara í andlega sturtu“,“ segir Daníel Þorsteinsson píanóleikari sem hefur með öðr- um skipulagt tónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á mánudag kl. 20.30 í tilefni af því að þá verður 241 ár liðið frá fæðingu tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Að sögn Daníels er hugmyndin að „afmæl- istónleikum" af þessu tagi nokkurra ára göm- ul en nú hafi þau ákveðið að láta slag standa. Reyndar vonast píanóleikarinn til að geta gert tónleikana að árlegum viðburði enda sé af nógu að taka þegar tónsmíðar Mozarts séu annarsvegar. Efnisskráin sem boðið verður uppá í Gerðu- bergi er, að sögn Daníels, hádramatísk og afar fjölbreytt,. Nefnir hann fyrst sónötu í B-dúr KV.454 fyrir fiðlu og píanó, þar sem Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari mun leggja honum Iið. „Það er átök í þessari sónötu.“ Jafnframt er á efnisskrá kvartett í g-moll KV.478 fyrir píanó, fiðlu, víólu og selló, þar sem Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Richard Talkowsky sellóleikari munu bæt- ast í hópinn. „G-moll var tóntegund örlaganna í lífi Mozarts en allflest verkin sem hann samdi í g-moll einkennast af togstreitu tragedíu og ljóðrænu, sem á svo sannarlega við þennan kvartett, sem markaði að auki ákveðin tíma- mót í kammermúsík, þar sem Mozart nýtir möguleika hljóðfæranna mun betur en áður hafði verið gert.“ Loks verður flutt úrval laga afmælisbarns- ins, átta að tölu, fyrir sópran og píanó, við þýsk, frönsk og ítölsk ljóð, en Mozart var, að því er fram kemur í máli Daníels, mikill tungumálamaður. Mun kastljósið þá beinast að Sigríði Gröndal sópransöngkonu. „Þessi sönglög Mozarts eru merkilega sjald- an flutt miðað við hve miklar perlur mörg þeirra eru. Sennilega stafar það af því að þau hafa annarsvegar fallið í skuggann af öðrum tónsmíðum Mozarts og hins vegar af sönglög- um annarra ljóðatónskálda, svo sem Schu- berts, Schumanns og síðar Brahms. Sannleik- urinn er á hinn bóginn sá að Mozart var merkilega sannspár, einkum síðustu ár ævi sinnar, um það sem síðan gerðist á blóma- skeiði þýska ljóðsins. Efnistök hans voru með öðrum orðum ekkert ósvipuð því sem gerðist hjá Schubert og jafnvel Brahms. Mozart sinnti ljóðinu hins vegar ekki nema í hjáverkum og yfírleitt af ákveðnu tilefni — hann virðist ekki hafa gert þetta af innri þörf enda hafði hann í nógu öðru að snúast,“ segir Daníel. TILFINNINGAR UNGMENNA Á MYND EFNT verður til styrktarhátíðar í Borgarleikhúsinu á morgun, sunnu- dag, í tengslum við sýningu Mótor- smiðjunnar Hvernig líður mér — ég vildi að ég gæti sagt það með orðum, sem lauk í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Kenndi margra grasa á sýningunni, svo sem meðfylgjandi myndir gefa til kynna en hún samanstóð að mestu af málverkum af persónulegum toga enda mun markmið verkefnisins, sem ungmenni í Mótorsmiðjunni tóku þátt í, hafa verið að gefa tilfinningunum lausan tauminn. : Listaklúbbur Leikhúskjallarans KONUR MEÐ PENNA I LISTAKLÚBBI Leikhúskjallarans á mánudagskvöld, kl. 21 verður dagskrá sem María Sigurðardóttir leikkona hefur tekið saman í tilefni af afmæli Kvenrétt- indafélagsins. Þar verður fjallað um nokkrar íslenskar skáldkonur og verk þeirra. „Meginuppistaðan í dagskránni eru skáldkonurnar Guðný frá Klömbrum og Ólöf frá Hlöðum, en sagt verður frá ólíkum uppvexti þeirra og lífshlaupi. Ólöf var alin upp í mikilli fátækt, en Guðný á efnuðu menningarheimili, en endaði síðan ævi sína í sárri niðurlægingu, eftir að maður henn- ar hafði yfirgefið hana og ráðstafað börn- um hennar og eigum", segir í kynningu. Þá verða fluttar vísur eftir tvíburasyst- urnar Herdísi og Ólínu Andrésdætur, sem fæddar voru í Breiðafjarðareyjum og einnig úr verkum Guðfinnu frá Hömrum, Kristínar Sigfúsdóttur og Jarðþrúðar Jónsdóttur. Auk Maríu taka þátt í þessari dagskrá leikkonurnar Kristbjörg Kjeld, Edda Heið- rún Backman og Halldóra Geirharðsdóttir. Bókmenntalegur ráðunautur er Soffía Auður Birgisdóttir. Dagskráin hefst kl. 21, en húsið opnar kl. 20.30. Aðgangseyrir er kr. 600 en 400 fyrir meðlimi Listaklúbbsins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.