Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 9
Enn ein hliðin á málinu er sú, að þegar farin hefur verið hefðbundin leið meðfram Eyjafjöllum hverfa báðir steinar sjónum á löngum kafla, milli Stóradals að vestan og bæjarins Hvamms að austan. Ef farið er t.d. austur með Fjöllum þá standa sumir í þeirri trú að það sé sami steinn sem þeir sjá að vestanverðu og þegar þeir koma austar und- ir Fjöllin. Vel má vera að þetta hafi hent óglögga Eyfellinga hér áður fyrr.og þeir því aðeins álitið að um ein stein væri að ræða á há-jöklinum. Gleggri menn sem voru á ferðinni, bæði fyrir vestan Jökulinn og sunnan, hafa frekar tekið eftir því að um tvo steina var að ræða, enda gijótin nokkuð ólík í útliti. Ólíklegt verður að telja að þeir sem vitað hafi um tilvist tveggja steina hafi kallað þá báða sama nafni. Þáttur Sveins Pálssenar Sveinn Pálsson gekk fyrstur á „hátind“ Eyjafjalljökuls sumarið 1792. Þessu lýst í ferðabók hans. Sveinn hafði aðsetur að Ár- kvörn í Fljótshlíð það sumarið. Sveinn gekk á vestari steininn, frá Stórumörk undir Vest- ur-Eyjafjöllum. Sveinn lýsir staðháttum á gígbrúninni mjög vel og tekur jafnframt fram að þetta sé eini steininn sem standi upp úr og sé auður, þótt hann sjái 3-4 snjóbungur á gígbrúninni. Hann virðist því halda að um aðeins einn stein á hájöklinum sé að ræða. Sveinn kallar steininn Guðnastein (sem gætu verið áhrif frá veru hans í Fljótshlíð) og tek- ur jafnframt fram að ýmsar sagnir gangi um hann. Um nafnið Guðnastein séu menn hins vegar ekki sammála. Orðrétt segir svo í ferða- bókinni; „Aðrar sagnir herma, að þræll einn, Guðni að nafni, hafi flúið þangað og verið drepinn þar, af því að hann ætlaði að myrða húsbónda sinn. Þriðja sögnin er sú, að að goðamyndir úr nálægum héruðum hafi verið fluttar upp á tind þennan og grafnar þar, þegar kristni var lögtekin í landinu, og heiti hann þvi að réttu Guða- eða Goðasteinn." Af þessu er ljóst að þjóðsögurnar, sem nefnd- ar voru framar, eru á þessum tíma á allra vitorði. Sveinn sem er utansveitarmaður og ekki vel staðkunnugur telur aðeins um einn stein að ræða á „tindi Eyjafjallajökuls" og áttar sig ekki á að sagan af Guðna á við klett sem sunnar er í jöklinum. Sá steinn sést ekki frá Goðasteini þar sem hann er hulin snjó að norðanverðu. Sóknarlýsingar Rangár- vallasýslu 1839-73 í ritinu Sóknarlýsingar Rangárvallsýslu 1839-73 eru lýsingar presta á sóknum sín- um, m.a. staðháttum og kennileitum. Þó er þarna merkileg undantekning en þar er ey- fellskur bóndi, Einar Sighvatsson hrepp- stjóri á Ysta-Skála, fengin til að rita lýsinu á Þórsmörk og afréttum Eyfellinga. Hann lýsir Eyjafjöllum einnig í stuttu máli. Aug- ljóst er að hér er á ferðinni maður mjög vel að sér varðandi alla staðhætti og kennileiti. Hann segir m.a. annars: „Fyrir norðvestan Hrútfellsheiði gengur lágur jökulhryggur frá norðurjöklinum (Mýrdalsjökli) til útsuðus eður vesturs er samtengir Há-Eyjafjallajökul (hvörs hæsti hnúkur kallast Guðnasteinn, undir hveijum norðanverðum gosið kom upp 1821-22)“. Það er vel þekkt að gosið kom upp innan gígskálarinnar svo aðeins kemur til greina að hér sé átt við syðri klettinn. Tína mætti til fleiri heimildir en hér verður látið staðar numið. I byijun greinar var sett fram ákveðin kenning. Hvernig sem málinu er snúið þá benda heimildir til að syðri steininn hafi ein- göngu borið nafnið Guðnasteinn en sá vest- ari verið nefndur Goðasteinn af mörgum. Þjóðsögurnar passa, landfræðilega, aðeins við þessa útfærslu nafnanna. Það liggur því beint við að draga þá ályktun að eðlilegast sé að hafa þennan háttinn á. Með því að festa þessar útgáfu kennileitanna í sessi er báðum nöfnunum gert jafnhátt undir höfði, hvorugt þeirra gleymist, og kennileitin fá sitt eigið nafn. Það er bæði steinum og fólki fyrir bestu. Höfundur er ætlaður fró Stórumörk undir Vest- ur-Eyjafjöllum. LEIÐRÉTTING í ÞÝDDU ljóði eftir nígeríska skáldið Wole Soyinka, sem birt var í Lesbók 18. janúar sl.,varð sú prentvilla, að lukt varð að lykt. Þar stóð: En olíulyktin/ er lampi fóta o.s.frv. en á að vera olíu- luktin/ er lampi fóta. Eru höfundur, þýðandi og lesendur beðnir veivirðingar. GULLÆÐIÐ SÝNT MEÐ UNDIRLEIK ODDNÝ SEN TÓK SAMAN ÞÖGLA kvikmyndin Gullæðið eftir Charles Chaplin verður sýnd á morgun, sunnudag með lifandi tónlist í Háskóla- bíói. Undirleikari á píanó og fiðlu er þýski tónlistarmaður- inn Gúnter A. Buchwald. Sýn- ingin hefst klukkan 16 og að henni standa Hið íslenska kvikmyndafræða- félag í samvinnu við Hreyfimyndafélagið, Goethestofnun, Visa ísland, Háskólabíó, Ger- maníu, Kvikmyndasjóð og Kvikmyndasafn íslands. Kvikmyndin er með islenskum texta. GULLÆÐIÐ Gullæðið (1925) var ein af uppáhaldsmynd- um Chaplins sjálfs en hann sagði jafnan að þetta væri sú kvikmynda sinna sem hann vildi helst láta minnast sín með. Hún hefur alla tíð notið feiknavinsælda allar götur frá því hún var frumsýnd árið 1925 og er ein af frægustu klassísku kvikmyndum sögunn- ar. Nokkru eftir hljóðbyltinguna seint á þriðja áratugnum endurgerði Chaplin myndina sjálf- ur með tali og tónlist. Hún var sýnd í því formi árið 1942 við frábærar undirtektir hvar- vetna um hinn vestræna heim. í Gullæðinu leikur Chaplin flækinginn, sem hvarvetna kemur fram í frægustu kvikmynd- um hans, og er staddur í vetrarríki Alaska um aldamótin í leit að gulli. Hann leitar skjóls undan stórhríð í litlum kofa ásamt gullgraf- ara sem leikinn er af Mack Swain. Þeir félag- ar komast hvergi til að leita matfanga vegna veðursins og neyðast því til að borða soðna skó á þakkargjörðardaginn. Þegar veðrið gengur niður fer flækingurinn á knæpu í þorpi í grenndinni sem er fjölsótt af gulleitar- mönnum og verður ástfanginn af stúlku að nafni Georgiu (Georgia Hale). Georgia er með „vafasamt" mannorð og svíkur hann grimmilega en leiðir þeirra liggja saman síð- ar í myndinni á óvæntan hátt. Kveikjan að Gullæðinu var draumur sem Chaplin dreymdi eftir að hafa lesið bók um harmleik sem átti sér stað i Sierra Nevada fjöllunum á 19. öld. Þá lagði hópur manna upp í ferð um fjöllin og lenti í hrakningum vegna ofsaveðurs. Fólkið neyddist til að borða föt sín og skó og síðar lík þeirra sem frusu í hel. Chaplin ákvað að gera kómedíu eftir þess- um óhugnanlegu atburðum og lét taka flest útiatriðin í Nevadafjöllunum, skammt frá staðnum þar sem harmleikurinn átti sér stað. Mörg atriðanna og kvikmyndaleg stílbrögð sem koma fram í Gullæðinu lögðu grundvöll- inn að listrænni tjáningu sem Chaplin þróaði frekar í síðari myndum sínum. Litli flæking- urinn er hér táknmynd fyrir baráttu mann- kynsins. Hann lætur aldrei bugast og missir aldrei sjálfsvirðinguna hvað sem á gengur. í einu frægasta atriðinu úr Gullæðinu, þakkar- gjörðarmáltíðinni, snýr hann mestu eymd mannsins, hungrinu, upp í ærslafulla kómed- íu með því að borða skóna sina eins og ljúf- fenga steik, reimarnar eins og pasta, sjúga naglana eins og bein og bjóða félaga sínum einn naglann sem óskabein. Flækingurinn er ein fyrsta andhetja kvikmyndanna, svarinn fjandmaður borgaralegra gilda, spegill mann- legra tilfinninga, leyndardómsfullur og torr- áðinn líkt og Hamlet. CHAPLIN Charles Spencer Chaplin (1889-1977) var borinn og barnfæddur í einu af fátækrahverf- um Lundúna og eyddi hann bernskuárum sínum ýmist í athvörfum borgarinnar eða á götum úti. Foreldrar hans voru uppgjafa skemmtikraftar í söngleikjahúsum en faðir Chaplins yfirgaf íjölskylduna þegar Chaplin var þriggja ára. Sjálfur segist Chaplin hafa hafið feril sinn fimm ára að aldri þegar hann hljóp í skarðið fyrir móður sína kvöld nokk- urt þegar hún átti að koma fram í söngleik en missti röddina. Tíu ára að aldri komst hann að í söngleikjahópi þar sem börn fengu að koma fram sem skemmtikraftar. Chaplin varð skærasta stjarnan í hópnum áður en langt um leið, þar sem hann lék drykkjuróna ÞAKKARGJORÐARMALTIÐIN í Gullæðinu. Giinter A. Buchwald við góðar undirtektir, týpu sem hann þróaði síðar upp í litla flækinginn. Hann fékk því tækifæri til að ferðast með leikstjóra hópsins til Bandaríkjanna þar sem honum var boðin vinna i fyrirtæki Marc Sennetts, Keystone- fyrirtækinu. Sennett var einn af lærisveinum leikstjór- ans D.W. Griffiths og framleiddi aðallega gamanmyndir sem báru glögg merki teikni- myndasería, auk áhrifa frá söngleikj- um, försum, sirkus og lát- bragðsleik. Kvikmyndir Sen- netts voru fagmannlega klipptar og höfðu náð mikilli almannahylli þegar Chaplin var ráðinn 24ja ára að aldri. Eftir eitt ár hjá Sen- nett var Ch.aplin orðinn víðfrægur. Leiktækni hans var byggð á breskri söngleikja- • hefð en meðfæddir hæfileikar hans og uppfinninga- semi gerði hann að þeirri goð- sögn sem hann varð síðar. I fyrstu kvikmynd- inni, sem hann lék i hjá Sennett, var hann látinn leika umrenning. í næstu mynd hafði hann full- mótað ímynd flækingsins sem fylgdi honum alla tíð síðan; uppáklæddur í þröngan jakka, viðar buxur með axla- böndum, of stóra skó, of lít- inn kúluhatt og með stafinn sinn fræga. Chaplin vann að því að þróa þetta hlutverk í eigin myndum sem hann fór að gera í kringum 1915 með- an hann vann enn fyrir Sen- nett. „Eftir því sem ég öðl- aðist meiri reynslu, fann ég að staðsetning kvikmynda- vélarinnar hafði ekki ein- ungis sálfræðilegt gildi, heldur var líka grunnur að allri sviðsetningu og mynd- rænum stíl,“ er haft eftir Chaplin. Tækni hans byggðist á því að hann lagði meiri áherslu á staðsetningu myndavélarinnar heldur en klippingu og hafði full- komna stjórn á persónum, j hlutum og hreyfingum / þeirra í rými sem hann f skapaði út frá sálfræði- / legum næmleik. Á fyrsta áratugnum j. var áhugi vestræns almenn- ings á kvikmyndum orðinn gífur- legur og má segja að Chaplin hafí orðið fyrsta tuttugustu aldar stórstjarnan, fyrir utan Mary Pickford. Árið 1918 byggði Chaplin sitt eigið kvikmyndaver og ári síðar stofnaði hann „Unitied Artist Corporation“ ásamt Mary Pickford, D.W. Griffith og t Douglas Fairbanks í þeim tilgangi að fjármagna og stjórna eigin kvik- myndum. Fyrsta mynd Chaplins,; sem var fjármögn- uð af United Art- ists, var Parísar- konan (A Woman of Paris - 1923), gamanmynd sem gerist í hinu ljúfa lífi Parísarborgar. Næstu fjórar myndir hans voru Gullæðið (The Gold Rush - 1925), Sirkusinn (The Circus - 1927), Borgarljósin (City Lights - 1931), Nútíminn (Modern Times - 1936) og Einræðisherrann (The Great Dictator - 1940). Þær eru meðal frægustu mynda hans í fullri lengd og gerðu hann að goðsögn í lif- anda lífi. Snilli Chaplins liggur þó ekki aðeins í þeim fjölda meistaralegra gamanmynda sem hann gerði í fjóra áratugi, heldur líka í sköp- un hans á litla flækingnum, sem er táknræn fyrir andstæður tuttugustu aldar; átökunum á milli hins efnislega og huglæga, einstakl- ingsins og samfélagsins, náttúrunnar og borgarlífs. Velgengni hans liggur einnig í þeirri staðreynd að hann átti eigið kvik- myndaver og gat sjálfur undirbúið myndir sínar að vild en sumar þeirra voru fjögur til fimm ár í þróun og vinnslu. Chaplin var sjálflærður sel- listi og fiðluleikari og samdi sjálfur tónlistina við Borgarljósin, en hann hlaut fyrstur leikstjóra Óskarsverðlaun fýrir tónlistina í myndinni. Hann hafði hönd i bagga með gerð tónlistarinnar við „Gullæðið“ þó hann hefði ekki samið hana sjálfur. Á tímum pólitískra nornaveiða í Hollywood á sjötta áratugnum vegna herferðar stjórnvalda gegn kom- múnisma, var Chaplin ákærður fýrir „and- ameriskt athæfi“ og myndir hans voru meira og minna tekn- ar úr umferð í tvo ára- tugi. Chaplin neyddist því til að flýja til Evrópu og sneri ekki aftur til Bandaríkj- anna fyrr en árið 1972. Síðasta kvikmynd hans Hertogaynjan frá Hong Kong (A Countess from Hong Kong) var gerð árið 1966. Chaplin lést í hárri elli árið 1977. Spilaó undir 430 myndir Gúnter A. Buchwald er píanóleikari og fiðluleikari bú- settur í Freiburg í Þýskalandi og starfar sem dósent við tónlist- arháskólann þar í borg. Árið 1978 hóf hann undirleik við þögl- ar myndir með píanói og fiðlu og var frumkvöðull á því sviði í Þýska- landi en í kjölfarið varð bylgja end- urreisnar þar sem farið að sýna þöglar myndir við undirleik lifandi tónlistar. Buckwald hefur spilað undir 430 þöglum myndum víða um heim. Við undirleik sinn blandar hann saman gömlum „skorurn", eigin tónsmíði og leggur áherslu á að leika af fingrum fram. Hann hefur getið sér fræðgarorð fyrir frábæra samstillingu undirleiks og myndar. í annan stað starfar hann sem einleikari og stofnaði kvartett- inn „Silent Movie Music Comp- any“, og Freiburger Film- Harmoníkuna sem sér- hæfir sig í kammermús- ík eingöngu við undir- leik þögulla kvikmynda. LITLI flækingurinn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.