Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Page 4
KONUNGUR OG BÓNDI HEIMSKRINGLA er eins og önnur sagnfræðirit síns tíma persónusaga, höfund- ur hennar segir frá persón- um og átökum þeirra á milli en lýsir ekki almennri þjóðfélagsþróun. Sam- fé- lagsmynd sögunnar er sköpuð með örfáum aðalpersónum sem er erfítt verk en það er einmitt í því sem höfundurinn, Snorri Sturluson, sýnir snilld sína. í þessari grein verður sýnt hvemig hann lýsir norsku samfélagi í örlögum þriggja aukapersóna Heimskringlu, Sigurðar sýrs, Hræreks blinda og Þórgnýs lögmanns. Konungur á akri Eftir sjö vetur á sjó hlýðir Ólafur Haraldsson digri kalli draummanns síns að gerast konung- ur yfír öllum Noregi og heldur á fund móður sinnar og stjúpföður. Þá hefst ein ítarlegasta frásögn Heimskringlu sem höfundur hennar virðist hafa samið sjálfur og er hvergi til annar- staðar og er hún byggð upp af mikilli smek- kvísi. Sagt er að þjónustumenn Ólafs verði á undan og segja Astu, móður hans, að sonar hennar sé von. Hún „stendur upp þegar" (II, 40)' og hefur viðbúnað sem lýst er í stuttum og hröðum setningum. Lesendur sjá viðbúnað- inn og hraðann og álykta að glataði sonurinn sé meira en velkominn, hafí verið beðið í sjö ár, sé þegar konungur eftiriátrar móður sinnar. Þá er skipt um svið. Við sjáum stjúpföður- inn, Sigurð konung sýr, með húskörlum á akri, lýst er störfum þeirra og klæðum hans. Mynd af friðsömum bónda á akri, sköpuð _af sviðinu og ítarlegri lýsingu á bústörfum. í 1. kafla Olafs sögv segir: „Sigurður sýr var búsýslumað- ur mikill og hafði menn sína mjög í starfí og hann sjálfur fór oftlega að sjá um akra og eng eða fénað og enn til smíða eða þar er menn störfuðu eitthvað.“(II, 3) Þegar Ólafur snýr aftur lætur Heimskringluhöfundur sig hafa að lýsa honum á ný og dregur sömu atriði fram: „Svo er sagt frá lundemi Sigurðar konungs að hann var sýslumaður mikill og búnaðarmaður um fé sitt og bú og réð sjálfur búnaði. Engi var hann skartsmaður og heldur fámálugur. Hann var allra manna vitrastur, þeirra er þá voru í Noregi og auðgastur að lausafé. Hann var friðsamur og óágjam.“(II, 41) Sigurður er laus við tildur og bardagafýsn konunga og höfðingja og andstæðumar í fari þeirra Ólafs eru settar fram á myndrænan hátt, þegar hér er komið sögu hefur Ólafur verið sýndur í hem- aði en Sigurður birtist á akri. Hermaðurinn hittir hér bóndann. Þegar Sigurði hefur verið lýst segir: „Ásta, kona hans, var ör og ríklunduð." Þau hjón eru einnig andstæður, örlyndi og gætni. Ásta kem- ur fyrst við Heimskringlu í Olafs sögu Tryggva- sonar (I, 287-9), er getið sem konu Haralds grenska. í Helgisögunni af Ólafi er sagt að tveir báðu Ástu, stórbóndinn Guðbrandur í Dölum og Sigurður Hálfdánarson sýr, af ætt Haralds hárfagra. Að ráði sonar síns tók hún þeim sem bar konungs nafn. Snorri Sturluson sleppir þeirri frásögn í Heimskringlu, vill ekki hamra á að Sigurður sé konungur, ekki bóndi. í Helgisögunni er Sigurði lýst: ..hann var maður spakur og fastnæmur, vitur og ekki veglyndur kallaður, staðfastur í skapi."2 Þar með er það upp talið ef undan eru skilin ráð hans til Ólafs eftir Nesjaorustu. Sigurður Heimskringlu er hugarsmíð höfundar hennar. Vera má að auknefni Sigurðar (sýr=gylta) sé kveikjan að persónunni, að Snorri búi til úr nafninu einu makráðan bændahöfðingja, allra manna vitrastan, hægan, gætinn en fastan fyr- ir. Viðumefnið hæfír slíkum manni og hann því. Einnig gæti hafa skipt máli að Sigurður er kominn af Haraldi hárfagra og Finnunni Snæfríði en Finnar stóðu fyrir galdra og visku. Hvað sem því líður hentar þessi tilbúningur Snorrra til að búa til andstæðu við Ólaf helga. Bemskusaga af Ólafí sýnir þessar breyttu áherslur. í Helgisögunni er persóna Sigurð- ar sýrs óskýr.3 Snorri notar aftur á móti söguna til að sýna glöggskyggni hans og mannþekk- ingu. í helgisögunni er Ólafur sjálfur látinn leggja út af verknaði sínum en Snorri felur Sigurði það: „Auðsætt er að þú munt vilja af — Þrjár mann- lýsingar í Heimskringlu EFTIRÁRMANN JAKOBSSON Tákngervingur þjóóveld- isins leióir bændur í frió- samri uppreisn gegn hof- móóugum konungi og auómýkir hann. Þar mætast hefó og nýjung, hrátt og soóió. Enginn vafi leikur á hvorum meg- in Snorri Sturluson er. höndum láta kvaðningar mínar. Mun móður þinni það þykja sæmilegt að eg hafí engar kvaðningar við þig, þær er þér sé í móti skapi. Er það auðsætt að við munum ekki vera skap- líkir. Muntu vera miklu skapstærri en eg em.“(II, 3-4) Hér koma fram þrjár manngerðir sem síðan eigast við. Hinn kappsami Ólafur, metnaðargjöm móðir hans og hinn rólyndi bóndi með auknefni af gyltu. Málstefna konunga Sendimenn Ástu fínna Sigurð og færa þau boð „að þú skyldir meir líkjast í ætt Haralds hins hárfagra að skaplyndi en Hrana mjónef, móðurföður þínum eða Nereið hinum gamla, þótt þeir hafí verið spekingar miklir.“(II, 41). Ásta brýnir mann sinn en svar hans sýnir ann- ars vegar gætni, hins vegar þekkingu á skap- lyndi Astu úr löngu hjónabandi: Látið hefur Ásta mikið yfír þeim mönnum fyrir er henni var minni skylda til og sé eg að sama skaplyndi hefir hún enn. Og tekur hún þetta með miklum ákafa ef hún fær svo út leiddan son sinn að það sé með því- líkri stórmennsku sem nú leiðir hún hann inn. (II, 42) Andstæðumar út og inn sýna gætni Sigurð- ar. Hann hefur útgönguleið í huga þegar hann ryðst inn. En bóndinn er ekki nógu fínn fyrir Ölaf og Sigurður klæðist gervi konungs. Enn hægist a frásögn, andstætt hraða frásagnarinn- ar af Ástu, setningar era langar og tengdar, hægð Sigurðar er borin við hraða Ástu. Lýst er ríkulegum klæðnaði sem ber útlend nöfn og glitrar á gull enda Sigurður fulltrúi auðs frem- ur en valda. Síðan hittast þeir stjúpfeðgar í garðinum og gerð er veisla „með hinu mesta kappi“(II, 43), einkenni Ástu. Að lokinni veislu dregur til tíðinda. „En er Ólafur konungur hafði þar eigi lengi verið, þá var það einn hvem dag að hann heimti til tals við sig og á málstefnu Sigurð konung, mág sinn, og Astu, móður sína, og Hrana, fóstra sinn.“(II, 43) Þar eigast þeir við og birtast andstæð viðhorf sem grannur hefur verið lagð- ur að, herkonungurinn Ólafur er fulltrúi ann- ars, smákonungurinn og bóndinn Sigiirður hins. Ólafur lýsir stjómmálaviðhorfinu frá sínu sjón- arhomi, vill verða yfírkonungur yfír Noregi og æskir stuðnings Sigurðar og annarra frænda, telur sig hafa stuðning alþýðu sem vilji losna undan þrælkan útlendra höfðingja. Áhersla hans er á hið útlenda vald og erfðarétt sinn sem afkomanda Haralds hárfagra en jafnframt kemur fram metnaður og kapp Ólafs. Runninn er upp tími konungsvalds en smákóngar að syngja sitt síðasta og Ólafur er fulltrúi nýs tíma. Snorri er ekki boðberi þessarar stefnu en lætur bæði sjónarmið heyrast. Nú tekur til máls talsmaður fortíðarinnar, Sigurður sýr, og þykir óðagot fóstra síns keyra úr hófí: Eigi býr þér lítið í skapi, Ólafur konungur. Er þessi ætlan meir af kappi en forsjá að þvi sem eg virði enda er þess von að langt myni í milli vera lítilmennsku minnar og áhuga þess hins mikla er þú munt hafa því að þá er þú vart lítt af bamsaldri kominn vartu þegar fullur af kappi og ójafnaði í öllu því er þú máttir. (II, 45) Sigurði þykir lítið til valdabröltsins koma, eins og mörg foreldri setur hann allt sem börn- in gera á lífsleiðinni í samhengi við bernsku þeirra, valdagimi Ólafs nú er angi af hegðun hans þá og einungis stigsmunur á þó að hann hafí verið í hemaði og samið sig „eftir siðvenju útlendra höfðingja“. Þannig smækkar hann Ólaf og breytir í óþekkt bam. Andstæóur sættar Sigurður sýr veit betur en að reyna að stöðva stjúpson sinn, veit að það stoðar lítt: „Er og vorkunn á að slíkir hlutir liggi í miklu rúmi þeim er nokkurir era kappsmenn er öll ætt Haralds hárfagra og konungdómur fellur nið- ur.“ Þannig sýnir hann metnaði stjúpsonarins skilning en vill vita hvað aðrir Upplendingakon- ungar hyggjast fyrir. Þó heitir hann að tala máli Ólafs, hrósar þeirri fyrirhyggju að tala við stjúpföður sinn fremur en básúna metnað sinn um Noreg allan en þykir hæfa að vara hið bráða konungsefni við: ... mikið er í fang tekið ef þú vill kappi deila við Ólaf Svíakonhng og við Knút er nú er bæði konungur í Englandi og Dan- mörk og mun rammar skorður þurfa við að reisa ef hlýða skal. En ekki þykki mér ólíklegt að þér verði gott til liðs þvi að alþýð- an er gjörn til nýjungarinnar. Fór svo fyrr, er Ólafur Tryggvason kom til lands, að all- ir urðu því fegnir og naut hann þó eigi lengi konungdómsins. (II, 45-6) Þótt Sigurður bjóði Ólafí stuðning heldur hann aftur af honum. Skynsemi hans og gætni vekja traust á að Ólafur hafí það sem konung- ur þarf, þar með talda hylli alþýðu. En Ásta gellur við: „En heldur vildi eg þótt því væri að skipta að þú yrðir yfírkonungur í Noregi þótt þú lifðir eigi lengur í konungdóminum en Ólaf- ur Tryggvason heldur en hitt að þú værir eigi meiri konungur en Sigurður sýr og yrðir elli- dauður.“(II, 46) Tilsvarið er hert í eitri uppsaf- naðrar gremju úr áratuga hjúskap. En Sigurður talar máli Ólafs við Upplendingakonunga, múg- ur og margmenni streymir að honum og þar hefst konungdómur hans. Þannig sjást í bytjun konungsveldis Ólafs andstæð viðhorf til konungsvalds þar sem Ólaf- ur digri og Sigurður sýr leika hlutverk her-. manns og bændahöfðinga. Sigurður lætur und- an, sér að Ólafs er framtíðin og treystir sér ekki tii að rísa gegn metnaði konu sinnar. Hann er líka tvöfaldur í roðinu, af ætt Haralds hárfagra þó að hann sé málsvari bænda í með- ferð Snorra. Andstæðar hugmyndir era sættar í hinum hyggna Sigurði sem stendur með pál- mann í höndum því að afkomendur hans stjóma Noregi um aldir. En grundvallarandstæðurnar hverfa ekki og um þann átakaás hverfist Heims- kringla og vitnar fremur um ritunartíma sinn en samtíma Ólafs digra þegar konungsvald var veikt en bændur sterkir. En hver er afstaða Snorra? Þó að hann hafí samúð með Ólafi sýn- ir Heimskringla að viðhorf hans er ekki fjarri Sigurði og þó blendið. Sjálfrædi smákóngsins Hrærekur konungur blindi kemur við fleiri sögur en persóna hans er þar ómótuð. Sá Hræ- rekur sem birtist í Heimskringlu er hugarsmíð Snorra_ eins og sá Sigurður sýr sem lýst var áður. í Heimskringlu er Hrærekur blindaður hættulegasti óvinur Ólafs konungs og gerir tvær atlögur að lífi hans auk einnar flóttatil- raunar. Að lokum neyðist Ólafur til að senda hann til íslands. Þar deyr hann og er grafínn: „sá einn konungur hvílir á íslandi" (II, 128). Flóttatilraun Hræreks og tilræði vitna um harð- lyndi og klókindi. Hann er eins og Sigurður tákn skynseminnar í Ólafs sögu þó að ekki sé af Finnu kominn. Viðhorf Hræreks til konungsvalds koma fram í tveimur ræðum í Ólafs sögu. Er Sig- urður sýr hvetur Upplendingakonunga til fylgis við Ölaf mælir Hrærekur mest í móti og rekur sögu Noregs þar sem skiptist á ofríki yfírkon- unga og sjálfræði smákonunga undir útlendum konungum og lftur sömu augum á nýjungagimi alþýðunnar og Sigurður sýr: ... hófu þá til ríkis Ólaf Tryggvason er óðal- borinn var til konungdóms og fyrir allra hluta sakir vel til höfðingja fallinn. Geystist að því allur landsmúgur að vilja hann hafa að konungi yfir sér og reisa þá upp af nýju það ríki er eignast hafði Haraldur hinn hárfagri. En er Ólafur þóttist fullkominn í ríki, þá var fyrir honum engi maður sjálf- ráði. (II, 47) Hrærekur metur meira eigið „sjálfræði og hóglífí" en að eiga frænda á konungstól og efar að sinn hlutur batni þótt Ólafur verði kon- ungur (II, 48). Bróðir hans er á öndverðum meiði og telur Hallvard Lie að þar setji Snorri fram andstæður, einstaklingshyggjumanninn og þann sem lítur á heildina (egoisten og idea- listen).* Óvíst er hvert Snorri hefði sett sjálfan sig sem hyllti norska lávarða í kvæðum og sög- um en reyndi aldrei að vinna ísland undir þá. Er íslendingar gengu Noregskonungi á hönd gætu þeir hafa talið eins og Hrærekur að betra sé að þjóna fjarlægu stórveldi en búa við ofríki innlendra manna þó að sjálfstæðisbaráttu 19. og 20. aldar hafí hentað að loka augum fyrir því. Ósigur gamla limans Viðhorf Hræreks og Sigurðar era lík þó að örlögin skipi þeim hvoram ( sinn flokk. Hrærek- ur er mestur gáfumaður Upplendingakonunga og stendur stuggur af Ólafí digra. Svo fer að þeir styðja hann en síðar skilja leiðir og er leit- að til Hræreks „því að hann var þeirra konunga vitrastur er þar vora þá“. (II, 101) Á fundi þeirra heldur hver konungurinn af öðrum ræðu og hallmælir Ólafí en Hrærekur þegir uns til hans er leitað. Þá segir hann: „Nú er fram komið það er mig grunaði að vera myndi, þá er vér áttum stefnu á Haðalandi og þér voruð 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.