Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Side 5
ÓLAFUR digri og Sigurður sýr leika hlut-
verk hermanns og bændahöfðingja. Sig-
urður lætur undan, sér að Ólafs er framtíð-
in og treysir sér ekki til að rfsa gegn metn-
aði konu sinnar.
allir ákafír að hefja Ólaf upp yfir höfuð oss að
hann myndi verða oss harður í hom að taka
þegar er hann hefði einn vald yflr landi.“ (II,
102) Síðan letur Hrærekur að þeir ráðist gegn
Ólafí en þegar ákveðið er að rísa upp er hann
sjálfkjörinn leiðtogi. Ráða því sömu eiginleikar
og gera hann síðar blindan að aðalfjanda Ól-
afs. Það er ekki tilviljun að Hrærekur er biindað-
ur eftir ósigur Upplendingakónganna. Hann er
framsýnn maður og forvitri, blindur í líkamleg-
um skilningi, sjáandi í andlegum skilningi.
Sigurður sýr og Hrærekur konungur eru
málsvarar skynsemi en einnig fortíðar, smá-
kóngar, úreltir á tíð sterks konungsvalds. í
Heimskringlu heyrast viðhorf þeirra samt. Þeg-
ar Hrærekur er sigraður og félagar hans land-
rækir deyr Sigurður og ber þá Ólafur einn
konungsnafn í Noregi en valtur í sessi og að
lokum reynast bændur honum sterkari og reka
úr landi. Sagan gerir þau orð Sigurðar að sann-
leika að alþýðan sé gjöm til nýjungarinnar.
Ólafur knésetti kónga en bændur réð hann
ekki við. Því hlýtur viðhorf bænda til hinna
nýju hugmynda að vera fróðlegt. Málsvari þeirra
er Þórgnýr lögmaður.
Holdgervingur laganna
Þórgnýr er ekki nefndur í öðrum ritum og
mun sköpunarverk Snorra. Aður en hann er
kynntur er hlé á sögu samskipta Noregs við
Svíþjóð á meðan Ólafur sigrar Hrærek og fé-
laga og spáir bróður sínum konungsnafni. Þá
er snúið aftur til Svíþjóðar og sagt frá lands-
háttum í alfræðikenndum kafla. Þegar greint
hefur verið frá fomum lögum og hlutverki
Uppsalaþings er staðnæmst við Tiundaland sem
er „göfgast og best byggt í Svíþjóð" (II, 110).
Síðan segir að „þar allt er lögin skilur á, þá
skulu öll hallast til móts við Uppsalalög og
aðrir lögmenn allir skulu vera undirmenn þess
lögmanns er á Tíundalandi er“. Bjami Aðal-
bjarnarson efar sanngildi þessa (í nmgr) en
höfuðatriðið er að frásögnin færist öll í eina
átt, að lögmanninum á Tíundalandi og næsti
kafli (78) hefst svo:
Þá var á Tíundalandi sá lögmaður er Þorg-
nýr hét. Faðir hans er nefndur Þorgnýr
Þorgnýsson. Þeir langfeðgar höfðu verið
lögmenn á Tíundalandi um margra konunga
ævi. Þorgnýr var þá gamall. Hann hafði um
sig mikla hirð. Hann var kallaður vitrastur
maður í Svíaveldi. (II, 111)
Þórgnýr er seinastur í röð alnafna sem verið
hafa lögmenn „um margra konunga ævi“, frá
upphafi. Konungar koma og fara en Þórgnýr
og feður hans eru á sínum stað. Hann er tákn-
mynd fortíðar og hefðar, hins gamla, vitra,
sterka, stöðuga, þjóðveldisins, laganna, bænd-
anna, hluti óumbreytanlegrar náttúm sem mað-
urinn getur spjallað en ekki sigrað. Það sést á
nafni hans sem merkir þórdunur eða elding,
vísun í mátt náttúrannar.
í næsta kafla er þessi lýsing máluð sterkari
litum. Bær Þórgnýs er „mikill og stórkostleg-
ur“. Sjálfum er honum lýst með augum Rögn-
valds jarls og Bjamar stallara: „Þar sat í önd-
ugi maður gamall. Engi mann höfðu þeir Bjöm
séð jafnmikinn. Skeggið var svo sítt að lá í
hnjám honum og breiddist um alla bringuna.
Hann var vænn maður og göfuglegur.“(113)
Þórgnýr virðist kynlegt sambland af Snorra
Christians Krohg og jólasveininum, gamall risi
með hvítt alskegg. Aður en hann talar er hægt
á frásögn til að valda spennu:
„En er jarl hætti sínu máii, þá þagði Þorg-
nýr um hríð“ (II, 113) en orð hans eru:
Undarlega skiptið þér til, gimist að taka
tignarnafn en kunnið yður engi forráð eða
fyrirhyggju þegar er þér komið í nokkurn
vanda. Hví skyldir þú eigi hyggja fyrir því,
áður þú hétir þeirri ferð að þú hefír ekki
ríki til þess að mæla í mót Ólafí kon- ungi?
Þykki mér það eigi óvirðilegra að vera í
bóanda tölu og vera frjáls orða sinna að
mæla slíkt er hann vill, þótt konungr sé
hjá.(II, 113-4)
Þórgnýr vill heldur vera bóndi og engum
háður en hafa metorð og hræðast konung.
Þetta er viðhorf þjóðveldisins. Ummælin vekja
athygli í ljósi stöðu Snorra sjálfs, hirðmanns
konungs, og hafa átt erindi við 13. öld, þegar
íslendingar gengu á hönd Noregskonungi.
Álök á Uppsalaþingi
Á Uppsalaþingi mætast Þórgnýr og konung-
urinn Ólafur sænski. Sú frásögn er aðeins hjá
Snorra, hæg og vandað til sviðsetningar, í upp-
hafí er konungi stillt upp öðram megin á svið-
inu, Þorgný og Rögnvaldi jarli hinum megin, en
í kring aukaleikarar, bóndamúgurinn og fyllir
hæðir og hauga. Fyrst talar Bjöm stallari en
konungur biður hann þegja, þá Rögnvaldur,
loks konungur. Mál þeirra er í óbeinni ræðu
og dreginn fram kurr fjöldans. En er konungur
sest bregður svo við að „þá var fyrst hljótt."
Þá er klykkt út með hægustu setningu í íslensk-
um fomritum: „Þá stóð upp Þorgnýr.“(115)
Lesandinn hefur heyrt þögnina og sér nú Þórgný
rísa upp eins og tignarlegt fjall, hrynjandin hæg
og setningin römmuð í stuðla til að auka áhrif-
in. Þá er lýst viðbrögðum þingheims sem era
andstæð hægð Þorgnýs, þeir sem sátu rjúka á
fætur og þeir sem fjærst voru reyna að troðast
nær. Að auki er leikið á heym lesenda með gný
og vopnabraki. Þá hefur Þórgnýr mál sitt í
beinni ræðu, rekur sögu Svíþjóðar og minnir
stöðugt á forfeður sína sem fylgt hafa Svíakon-
ungum eins og landið. Um ieið gerir hann kon-
ungi ljóst hvaðan valdið kemur:
Nú er það vilji vor bóandanna að þú gerir
sætt við Ólaf digra Noregskonung og giftir
honum dóttur þína, Ingigerði [...] Með því
að þú vill eigi hafa það er vér mælum, þá
munum vér veita þér atgöngu og drepa þig
og þola þér eigi ófrið og ólög. Hafa svo
gört hinir fyrri forellrar vorir. Þeir steyptu
fímm konungum í eina keldu á Múlaþingi
er áður höfðu upp fyllst ofmetnaðar sem
þú við oss.(II, 116)
Mál Þórgnýs er undirstrikað með því að lýð-
urinn gerir vopnabrak og gný uns Ólafur sænski
þorir ekki_ annað en að láta undan og gera
sætt við Ólaf digra.
Bændahöfðinginn vinnur sigur á konungi.
Það er engin tilviljun að sá konungur sem
bændur setja úrslitakosti er fólið Ólafur sænski.
Sem söguritari Ólafs digra hlýtur Snorri að
standa með honum en ef aðrir konungar eiga
í hlut er samúð hans hjá bændum. Sigurður
sýr og Hrærekur flytja hans skoðanir á kon-
ungsv.aldi þó að hann taki afstöðu með Ólafí
eins og hinn spaki Sigurður. En skýrasti formæ-
landi þessara viðhorfa er Þórgnýr, lögmaður
eins og Snorri sjálfur. Fulltrúi hefðarinnar: Hins
foma, uppranalega, náttúralega, þess sem heill-
ar sagnfræðinginn Snorra svo að hann lætur
sig ekki muna um að eyða heilum kafla í að
undirbúa glæsilega innkomu Þórgnýs sem að
lokum knésetur Ölaf sænska með einni ræðu
áður en hann hverfur af sviðinu, jafn ósigrandi
og náttúran sjálf.
Aó lokum
Þessar þijár mannlýsingar veita vísbendingu
um viðhorf Snorra Sturlusonar til kon- ungs-
valds. Vitanlega er hæpið að draga ályktanir
af stuttum köflum í langri sögu en ljóst er að
Snorri vandar sig og eykur mikiivægi þessara
þriggja persóna með nákvæmri sviðsetningu og
frásagnartöf sem sést ef lýsingar Snorra á Sig-
urði sýr og Hræreki blinda era bomar við aðr-
ar frásagnir af þeim. Snorri gerir þá að málpíp-
um deyjandi viðhorfa sem hann hefur samúð
með. Þórgnýr er tilbúningur Snorra og frásögn-
in af Uppsalaþingi þar sem bændur setja Ólafi
úrslitakosti á sér enga stoð í sögulegum atburð-
um og ber að skilja hana táknrænum skiln-
ingi. Tákngervingur þjóðveldisins leiðir bændur
í friðsamri uppreisn gegn hofmóðugum konungi
og auðmýkir hann. Þar mætast hefð og nýj-
ung, hrátt og soðið. Enginn vafí ieikur á hvor-
um megin Snorri er. Lesa má úr þessum mann-
lýsing- um uppreisn gegn því sterka konungs-
valdi sem ruddi sér til rúms á 13. öld, uppreisn
sem er úr sögunni nokkrum áratugum síðar,
þegar Sturlunga er rituð. Þar og í fleiri ritum
frá lokum 13. aldar er skýr áróður fyrir sterku
konungsvaldi.6 Þannig verður Snorri, rétt eins
og Þórgnýr lögmaður, fulltrúi horfínnar tíðar.
1. Tilvísanir til blaðsíðutals eiga við Heimskringluút-
gáfu Bjarna Aðalbjarnarsonar (Heimskringia I-IIl. ís-
lenzk fornrit 26-28. Rvík 1941-1951) en eru færðar
til nútímastafsetningar.
2. Konunga sögur I. Ólafs saga Tryggvasonar eftir
Odd munk, helgisaga Ólafs Haraldssonar, brot úr elztu
sögu. Guðni Jónsson gaf út. Rvík 1957, 210.
3. Sama rit, 213.
4 Lie. Studier i Heimskringias stil, 95. Sverre Bagge
mótmælir þessu og telur deiluna snúast um það hvort
meiri hagnaður felist i stuðningi eða andstöðu við Ólaf
(Society and Politics in Snorri Sturluson’s Heims-
kringla. Berkeley o.v. 1991, 70).
5. Að þessu hef ég vikið áður (Nokkur orð um hug-
myndir íslendinga um konungsvald fyrir 1262. Samtíð-
arsögur. Forprent. Níunda alþjóðlega fornsagnaþingið
á Akureyri 31.7-6.8. 1994. Rvík 1994, 31-42. Sann-
yrði sverða. Vfgaferli í íslendinga sögu og hugmynda-
fræði sögunnar. Skáldskaparmál (3) 1994, 42- 78.
Hákon Hákonarson — friðarkonungur eða fúlmenni?
Saga (33) 1995, 166-85).
Höfundur er íslenskufræóingur
ELÍSABET
ARNARDÓTTIR
SVEIN-
DÓMUR í
SARAJEVÓ
maðurinn bak við augað sér
svipdjarfan pilt
arka kotroskinn
inn í augnablikið
á nýjum skóm
maðurinn bak við augað heyrir
skelfingarópin
skera í kviku
maðurinn bak við augað horfir á
fólk hlaupa til
ofboð í a ugum
hver er næstur?
maðurinn bak við augað and-
varpar
æ, skelkaða barn
það er blóð á nýju skónum
SKOTTUR Á
LAUGAVEGI
fjörlega
þyrlast laufblöðin
við fætur mér
strjúkast létt
eftir gangstéttinni
með holu hljóði
gáskafullar litlar afturgöngur
Höfundur er talmeinafræðingur.
ÞÓRA BJÖRK
BENEDIKTSDÓTTIR
BORGIN
MÍN
Nú er borgin að vakna
af blundi.
Gömlu húsin í miðbænum
geispa letilega.
En Hallgrímskirkjuturninn
hljóðlátur og virðulegur
horfir yfir borgina
því hann vakir um eilífð.
Tvö ungmenni
tölta niður Laugaveginn,
hátíðlega ástfangin,
og reyna af öllum mætti,
að mjakast inn í hvort annað.
Þau trúa á,
að þannig geti þau,
áreiðanlega,
tekið við trufluðum heimi,
og takmarkað vonsku hans.
Höfundurinn er Ijóóskáld og nuddkona
í Reykjavík.
i
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 1997 5