Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Side 8
ÞYKKVABÆJARKLAUSTUR í Álftaveri, fæðingarstaður Signýjar, konu Gunnars. Olíumálverk á léreft. ÓBÆTTUR HJÁ GARÐI EFTIR RAGNAR LÁR Gunnar Gunnarsson listmálari var kominn yfir þrí- tugt þegar hann flutti til Islands meó foreldrum sín- um, Gunnari skáldi og Franziscu, og þau settust að á Skrióuklaustri. Einu málverkasýninguna hérlendis hélt Gunnar í Listamannaskálanum 1950, en mynd- verk hans í fjölda bóka vega þyngst í lífsverki þessa hlédræga myndlistarmanns. GUNNAR heitinn Gunn- arsson listmálari var einn af þeim hógværu listamönnum sem ekki varð spámaður í sínu föðurlandi. Þessi prýðilegi listamaður var ekki einungis góð- ur málari, hann var ennfremur afbragðs teiknari. Þekktastar munu vera kolateikningar hans við þá frægu bók Fjallkirkjuna eftir föður hans Gunnar skáld og rithöfund Gunnarsson. En Gunnar listmálari myndskreytti fjölda bóka sem komu út hérlendis og þó einkum erlendis. Gunnar var fæddur í Danmörku 28. maí árið 1914. Kornungur byijaði hann að teikna og var undrabarn á því sviði. Hann var að- eins 10 ára gamall þegar fyrsta teikningin eftir hann birtist í Extrablaðinu danska. Höfundur þessarar greinar hafði viðtal við Gunnar fyrir Alþýðublaðið árið 1964 í tilefni fimmtugsafmælis hans. Þetta blaðaviðtal var reyndar það eina sem við hann var haft hér- lendis. í viðtalinu segir Gunnar frá tilurð þessarar fyrstu blaðateikningar sinnar. Hann segir frá heimsóknum þekktra listamanna á heimili foreldra sinna í nágrenni Kaupmanna- hafnar, þeirra Fransizku og Gunnars. Meðal gesta var ljóðskáld sem m.a. orti fyrir dönsk dagblöð. í viðtalinu segir Gunnar að ljóð- skáldið hafi séð teikningar sínar og fengið leyfi til að birta sumar þeirra með ljóðum sínum. Ljóðskáldið fékk einnig leyfi til að birta sumar teikningarnar eftir hinn unga listamann í ljóðabókum sínum, en einnig gerði hann káputeikningar fyrir skáldið. Kornungur blaóate iknari ■ listnámi Þetta varð til þess að Gunnar fór að teikna fyrir Kaupmannahafnarblöðin, en dönsk blöð hafa löngum státað af góðum teiknurum og notað þá óspart. Gunnar hóf ungur nám í Karl Larsens malerskole og var þar í tvö ár. Gunnar sagði að skólinn hefði verið strangur. Kennd hefðu verið undirstöðuatriði myndlistar, svo sem uppbygging mynda (komposition), meðferð lita og síðast en ekki síst hefði mikil áhersla verið lögð á teikningu sem Gunnar sagði að væn jú undirstaða allrar myndlistar. í fyrrnefndu viðtali segir Gunnar að þess hefði verið krafist af þeim sem héldu mál- verkasýningar að þeir kynnu undirstöðuatrið- in í myndlist og þar með talinni teikningu. Sagði Gunnar að þeir hefðu fengið skömm í hattinn sem sýndu verk sem opinberuðu vankunnáttu á þessu sviði. Átján ára gamall hélt Gunnar sína fyrstu málverkasýningu í Kaupmannahöfn. Undirritaður sá hjá Gunn- ari heitnum blaðadóma um þessa sýningu og voru þeir á eina lund, mjög jákvæðir. Gunnar var hinsvegar svo hógvær maður, að hann vildi ekki leyfa birtingu þeirra með afmælisviðtalinu. Ungur maður ferðaðist Gunnar víða um Evrópu og skoðaði söfn og sýningar. Hann áleit slíkt vera besta skóla hveijum þeim sem legði myndlistina fyrir sig. Eins og fyrr segir myndskreytti Gunnar Gunnarsson fjölda bóka. Eftir að hann fluttist með foreldrum sínum til íslands og til þess dags er fyrrnefnt viðtal átti sér stað hafði hann myndskreytt 14 bækur. Því miður voru flestar þessara bóka gefnar út erlendis og hafa því ekki komið fyrir augu íslendinga. Þegar viðtalið fór fram var hann að enda við að teikna 30 myndir í enska útgáfu af íslensk- um þjóðsögum sem gefin var út hjá forlaginu Rupert Hart-Davis í London haustið 1964. Eins og gefur að skilja vissu íslendingar ekki um þessi verk Gunnars og er það miður. Gunnar gerði nokkur olíumálverk við hina þekktu sögu föður síns Aðventu. Myndimar voru gerðar að tilhlutan Ragnars í Smára og stóð til að prenta þær með þýðingum á sög- unni oggera af þeim sjálfstæðareftirprentanir. Ein málverkasýning hérlendis Gunnar hélt eina málverkasýningu hér- lendis um ævina. Sú sýning var í gamla Lista- GUNNAR Gunnarsson, listmálari. Myndin er tekin á ferðalagi á Vestfjörðum skömmu fyrir 1970. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.